Morgunblaðið - 29.10.1974, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.10.1974, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974 13 Karskur og ótrauður Helgi á Hrafnkelsstöðum: SKVRT OG SKORINORT. 142 bls. örn ogörl. 1974. ÞÓ HELGI á Hrafnkelsstöðum hafi mætur á fornum sögum er hann ekki sögumaður sjálfur í þeim skilningi að hann ástundi svo mjög að segja sögur, heldur er hann maður málefna og rökræðu, það er að segja ritgerðasmiður fyrst og fremst. Enda þótt ein og ein ferðasaga fljóti með í þessari bók eru umræðuefnin í meiri- hluta: I fyrsta lagi íslensk fræði með Njálu í fyrirrúmi, en í öðru lagi íslensk landbúnaðarmál sem Helgi skrifar um bæði sem fag- maður — það er að segja bóndi — og sem áhugamaður. Helgi er kappsamur höfundur og brenn- andi í andanum og allt annað lag- ið en taka lint á málum. Fyrsta ritgerðin, Skipt um sæti fjallar um Njálu og hugsanlegan höfund hennar, auðvitað, en kenning Helga að Snorri Sturlu- son hafi samið og skrifað Njálu í Reykholti um 1230 er kunnari en rekja þurfi. Rök sín fyrir því hef- ur hann sett fram oft áður og ættu þau því að vera jafnkunn, þar á meðal eins konar vígorð sem ég hygg að Helgi haldi á loft bæði í gamni og alvöru: að mesti rithöf- undurinn hljóti að hafa skrifað bestu bókina. Víst fylgir Helgi kenning sinni eftir af kappi. Ekki er þó þar með sagt að hann fari ekki að með gát og forsjá. Áðurnefnt vígorð felur ekki í sér rök út af fyrir sig. Enginn mun gera sér það ljósar en Helgi, enda fylgir hann því eftir með þeirri náttúrlegu álykt- un að með ólíkindum væri ef ís- lendingar hefðu eignast í sömu andránni tvo slfka afburðamenn sem Snorri Sturluson var. Þó einhver kunni að líta á Helga sem andstæðu þeirra fræði- manna sem kenndir eru við há- skóla, er auðséð að hann hefur mikið af akademískum fræði- mönnum lært og I raun tekið upp aðferðir þeirra á mörgum sviðum. Hann notar sér til hins ýtrasta það sem aðrir hafa rannsakað en hann hefur ekki haft aðstöðu til að kanna sjálfur og beitir því eins og kostur er að styrkja málstað sinn. Og í stórum drátt- um eru rök hans strangfræðileg. Til dæmis þetta: Helgi at- hugar með nákvæmum sam- anburði á staðháttalýsinum hvar Njáluhöfundur — af sögunni að dæma — hefur verið kunnugast- ur og þá ekki síður hvernig hann miðar áttir I sögunni: „Hann segir: Vestur í Dali, austur á Rangárvelli og suður í Engey og Laugarnes. Nú skulum við draga línu vestan úr Dölum og austur á Rangárvelli og aðra í hánorður frá Engey. Ætli þær skerist ekki nálægt Reykholti í Borgarfirði?" Þá tekur Helgi upp úr sögunni eftirfarandi málsgreinar: „Þeir fóru upp Reykjadal hinn syðra, og upp hjá Baugagili og upp til Þverfells og skiptu þar Iiðinu og fóru sumir í Skorradals- leit, en suma sendi hann suður til Súlna og fundu þeir allir fjölda fjár.“ Síðan segir Helgi: „Þar kom að þvi, að ég gat náð mér niðri á lærðu mönnunum, því ég hef farið í fleiri eftirleitir en þeir. Það þýðir ekkert að segja mér eða öðrum, sem skil kunna á þessum hlutum, að þetta hafi Helgi á Hrafnkelsstöðum. skrifað annar en Borgfirðingur og hann þaulkunnugur." Þessi rök og fleiri slik sýnast ærið handgóð. Hitt er svo annað mál hvort þau eru nógu mörg og nógu haldgóð til að veita Snorra heiðurinn af að hafa skrifað Njálu. Það er annarra fræði- njanna, að ógleymdum hinum akademísku, að vega og meta málsgögn Helga, fallast á eða hafna, og þá með gagnrökum. En hvort sem menn fallast á kenning Helga eður ei. standa ábendingar hans óhaggaðar^ig framhjá þeim verður ekki gengið. í annarri grein ræðir Helgi um Tilboð óskast í vinnupallatimbur Vinnupallarnir standa uppi við vesturhlið fjölbýlishússins Eyjabakka 18—32. ( tilboði skal greina hvort kaupandi vill sjálfur sjá um niðurrif vinnupallana eða ekki. Nánari upplýsingar ! sima: 73991 eftir kl. 20. Tilboðum skal skila fyrir 31. okt. nk. á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt „Vinnupallar". — 6755 hvar verið hafi Lögberg hið forna að álit annarra fræðimanna þar að lútandi. Kveður HelgiÆögberg hafa staðið þar sem nú er kallað Spöng og vitnar meðal annars, máli sínu til áréttingar til þess ágæta manns, Finns á Kjörseyri; dragur einoig dæmi úr fornum ritum sem hann telur sanna álit sitt. Er þessi grein Helga traustlega undirbyggð og beinskeytt og hefði þó orðið enn skeleggari ef Helgi hefði jafnframt gert dálitla grein fyrir því á hverju hinir byggja álit sitt, þeir sem vilja hafa Lögberg uppi I snarbrattri brekku norðan öxarár. Helgi lýsir furðu sinni á Spangarnafninu, telur það sennilega tilbúning Matthfasar Þórðarsonar og vitnar til Finns á Kjörseyri sem kvaðst aldrei hafa heyrt það í æsku sinni þótt hann ælist upp í næstu sveit og ætti „á fyrri árum oft leið um Þingvelli." Skrif Helga um íslenzk land- búnaðarmál eru vafalaust stór- fróðleg fyrir á sem vit hafa á; sömuleiðis er gaman að lesa greinar þær sem hann skrifar um dægurmál, hvort sem það eru óþurrkar og heyleysi eða nýút- komin og umdeild bók; það er allt saman hressandi lesning. Jónas Kristjánsson fylgir þess- ari bók úr hlaði með formála, og er það verðugt að sá sem situr á hæstum tróni íslenskra fræða skuli þannig meta í verki framlag alþýðlegra fræðimanna nú á öld prófþræla og skólatorfsklyfbera. Jónas kveður sig ósammála Helga um Njáluhöfund, „en sú misklíð mun þó aldrei verða okk- ur að vinslitum, þvi að við samein- Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON umst i aðdáun okkar á þeirri gömlu bók sem engan á sinn líka f bókmenntum heimsins." Heiti bókarinnar, Skýrt og skor- inort, er réttnefni og örugglega mun hún líklegri til að vekja en svæfa nú i komandi skammdegis- myrkri. Islensk fræði eru Helga ekki aðeins áhugamál, heldur beinlínis hjartans mál. Þau eru runnin honum í merg og bein, og er þá siður að furða að hann skuli sækja og verja mál sitt af öllu meiri ástríðu en til að mynda þeir sem starfa að sömu fræðum til að afla sér daglegs brauðs þó þeir og þeirra iðja sé líka allrar virðingar verð. Áhuginn ber mann hálfa leið í hverri athöfn, það sannast á þessari bók Helga á Hrafnkels- stöðum. 3RtU'0unliIrtí'ií> margfaldar markoð vðar Framtíðarvinna Duglegur maður getur fengið vinnu strax í verksmiðju vorri. Frigg, Garðahreppi, sími 5 1822. Afgreiðslustúlka óskast Okkur vantar stúlku til afgreiðslustarfa hálfan daginn (9 — 1 2,30). Uppl. í verzluninni. Kjötbúð Suðurvers, Stigahlíð 45—47. óskar eftir starfs fólki í eftirtalin störf: AUSTURBÆR Kjartansgata, Þingholtsstræti, Sóleyjargata, Skólavörðustígur, Laufásvegur frá 58 — 79, Freyju- gata frá 1—27, Grettisgata frá 2—35, Úthlíð. VESTURBÆR Vesturgata 3—45. Nýlendugata, Ægissíða 44—98, Nesvegur 31—82. ÚTHVERFI Vatnsveituvegur, Fossvogsblett- ir, Selás. SELTJARNARNES Miðbraut. Upplýsingar ísíma 35408. ARNARNES Blaðburðarfólk vantar FLATIR Blaðburðarfólk óskast. Upplýsmgar í síma 52252. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl. gefur Guðjón R. Sigurðsson í síma 2429 eða afgreiðslan í Reykja- vík, sími 10100. NEYZLUGRANNIR Bílarnir frá CHRYSLER-verksmiðjunum sem tóku þátt í sparaksturskeppni íslenzka bifreiða- og vélh/ólaklúbbsins, sunnudaginn 20. okt. s./., sigruðu í f sínum flokkum, eins og meðf. tafla úr Morgunblaðinu sýnir svart á hvítu. 6 2. fl. 1001 — 1300 rúmsm.: 1. Simca 1100GLS ók 109,9 km 4,5 1/100 km-1: 2. SkodallOL ók 107,9 km 4,6I/100km- 3. Simca 1100 Special ók 105,0 km 4,81/100 km 6. fl. 2201 rúmsm og stærri: jl. Dodge Dart ók 60,8 km 8,2 1/100 km( 2. Bronco 6 strokka ók 60,7 km 8,21/100 kmj |3. Mustang Ghia ók 59,9 km 8,4 1/100 kmj (6 strokka) Þetta sannar enn einu sinni að SIMCA 1100 GLS og Special, Dodge Dart Swinger og allir aðrir bílar frá CHRYSLER eru bæði hagkvæmir og ódýrir í rekstri. Kynnið yður verð og kjör á þessum glæsi/egu fólksbílum strax í dag — meðan úrvalið er fyrir hendi. Sparið dýrmætt eldsneyti —Akið á bíl frá Chrysler össsssaia Ifökull hf. ÁRMÚLA 36 Simar 84366 — 84491

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.