Morgunblaðið - 29.10.1974, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.10.1974, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÖBER 1974 33 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jóhanna Kristjönsdóttir þýddi 34 og Keller, sem höfðu aldrei heyrt nafn hans nefnt. Ástæðan fyrir því að hún var hingað komin var loforðið sem hún hafði gefið Leary. Hún vissi að Peter Mathews biði óþreyju- fullur eftir að heyra frá henni. Þeir stefndu að því að leggja gildru fyrir Eddi King, og hún var áf jáð i að hjálpa þeim við það. En fyrst varð hún að vita, hvernig frændi hennar var flæktur í þetta mál, hversu mikið hann vissi og hvert verkefni Kellers átti að verða. Og umfram allt vantaði hana vitneskju sem gerði hana færa um að dæma hvernig bezt væri að leiða þá alla frá Keller. Hún hitti ekki frænda sinn strax. Hún fór upp í herbergið sitt og skipti um föt og fór úr síð- buxunum I kjól. Það fór ósegjan- lega I taugarnar á frænda hennar að sjá kvenfólk I síðbuxum. Elisa- beth settist niður við snyrti- borðið. Það var gullslegið eins og f öllum hinum gestaherbergjunum. Það glóði á gull hvert sem Iitið var í þessum hryllilega kastala. Hún burstaði hár sitt og hirti ekki um að greiða það upp. Hún lokaði augunum og mundi að Keller hafði haft unun af þvf að renna fingrum gegnum hárið og segja henni hvað það væri mjúkt við- komu. — Ó, guð minn góður, sagði hún upphátt. — Hvað er að, vina mín? Ertu eitthvað óhress? Hún hafði ekki heyrt, þegar dyrnar voru opnaðar og hún sneri sér snögglega við, og sá konuna, sem stóð f gættinni. Allar eigin- konur Huntleys höfðu verið dökk- hærðar. Dallas Jay var lfka dökk- hærð og hún hafði þrýstinn og þokkafullan lfkama. — Hæ, sagði hún. — Ég heyrði þú værir komin og kom til að heilsa upp á þig. En hvað er gaman að sjá þig. — Sömuleiðis, Dallas. Elisabeth stóð upp. — Ég vissi ekki að þú værir komin frá Florida. Þú ert brún og hraustleg. — Já, Hunt sagði það Iíka, sagði hún og tfsti við. — Því get ég trúað, sagði Elisa- beth og hugsaði með sér að Dallas liti nákvæmlega út fyrir að vera það, sem hún hafði verið, áður en Huntley Cameron tók hana upp á arma sér: kynþokkafull söngkona sem ekki hafði til að bera teljandi skynsemi. Elisabeth hafði alltaf samið vel við Dallas, enda hefði aldrei hvarflað að söngkonunni að gera neitt, sem frænku Hunt- leys mislfkaði. Elisabeth gat ekki kveðið upp úr með það, hvort henni féll í raun og veru vel eða illa við Dallas. Hún var þægileg og viðmótsgóð, en með þeim höfðu engin kynni tekist. — Er frændi heima? — Hann er í músíkstofunni, elskan. Hann er hjá honum sæti útgefandinn, hann King. Komdu niður og við fáum okkur drykk saman meðan. við bíðum eftir þeim. Hann sagði að enginn mætti trufla þá meðan þeir væru að tala saman. — Þakka þér fyrir, sagði Elisa- beth seinmælt. — Eg kem með þér. Þú segir mér frá verunni í Flórida. 99 Hrein svik og prettir. — Það er svartamyrkur göngunum og sér ekki úr augunum. — Allt gengur eins og smurt, sagði Eddi King. Hann brosti sjálfsöruggur til Huntley Camer- ons og sýndi allan hvita tanngarð- inn sinn. Áður en hann kom til Bandaríkjanna höfðu þeir látið bandarískan tannlækni yfirfara allar tennur í honum. King var ekki meiri hugleysingi en gerðist og gengur, en hann minntist þess- ara löngu tannlæknisheimsókna meó reglulegum hryllingi. — Þú ert viss um að maðurinn kunni til verka? Huntley talaði hranalega og leit á King. Hann var hár maður, grannholda með djúpstæð augu, beint nef og hvítt sléttgreitt hár. Allir sem sáu hann hlutu að gera sér ljóst að þar fór maðurinn sem valdið hafði. Hann starði fast á King sem horfðist ótrauður í augu við hann. — Svo sannarlega, sagði King. — Ég horfði á hann og það skot- mark, sem honum var búið var „Risinn og skógardýrin KOMIN er út barnabókin „Risinn og skógardýrin“, sem er „lfklega hæsta bók, sem gefin hefur verið út hér á Iandi,“ segir I frétt frá útgefanda, sem er Bókaútgáfan Örn og Örlygur. Bókin fjallar um sambýli dýr- anna og risans í skóginum. „Dýrin eiga það til að fara að metast og kýta um hvert þeirra sé mest og miða þá ýmist við lengd sina, hæð eða líkamskraft," segir í fréttatil- kynningunni. „Sambýlið I skógin- um verður heldur dapurlegt og risinn tekur til sinna ráða og þá fellur allt í ljúfa löð.“ Texti bókarinnar er saminn af Ann de Gale og hefur Loftur Guð- mundsson þýtt hann á íslenzku. Myndirnar í bókinni hefur Antonio Lupatelli teiknað. VELVAKANDI Velvakandi svarar I síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Hvernig lesa álögin Friðrik J. Friðriksson á Sauðár- króki skrifar: „Kæri Velvakandi Eg var að glugga f þig föstudag- inn 18. okt. s.l. þar sem iesa mátti um sauðfé á þjóðvegum. Er ég las bréf sýslumannsins staldraði ég við þennan kafla: „Hann vitnar i umferðarlögin, sá ágæti klerkur, en las bara ekki nógu langt í 65 gr. umferðarlaga nr. 40/1968, næstu grein á eftir þeirri, sem hann vitnar í. Segir svo í fjórðu málsgrein: „Lögreglu- stjóri getur sett bráðabirgða ákvæði um akstur á vegi í öryggis- skyni eða til þess að halda uppi greiðari umferð." Þarna er heimildin skýlaus" Hvað skyldi almenningur á Is- landi oft hafa borið fyrir sig laga- grein til áréttingar breytni sinni eða réttindum, og komist að því að aftar í lögunum eru ákvæði, sem gera hin fyrri ómerk eða beint röng? Ég held, að það sé æði oft. Almenningi er sagt að fara að lögum, og brotamenn eru væntan- lega dæmdir eftir lagabókstafn- um eða einhverjum öndum, sem taldir eru vera í skyldleika eða tengdum við bókstafinn. Hafi ein- staklingar lesið f lögin og beri fyrir sig lagagrein, er þeim vin- samlegast bent á að hún sé vill- andi, með því að vitna í einhverja kjallaragrein aftar í lögunum, og þeim sagt, að hún sé rétthærri, en það sem framar stendur. Þannig væri hugsanlegt að finna aftar ákvæði, sem ómerkir hina „ský- lausu heimild" Ég hef hingað til haldið um- ferðarlögin með betri skýrari lög- um af öllum þeim sem f gildi eru, og meira hefur verið gert af því að kynna þau almenningi, en önn- ur lög. Ég hef heyrt mér eldri menn segja, að gömlu lögin hafi verið betur orðuð og skýrari en ný lög, og sum þeirra undarlega „tæmandi“ eða „fullkomin“, og gæti þetta meðfram bent til þess, að okkar frumvarpa- og lagasmið- >r séu ekki eins skýrir og þeir gömlu voru, en ekki má gleyma Þeirri misþyrmingu, sem lög- gjafarsamkoman veitir frumvörp- unum stundum. % Hundahald bannað og leyft Til þess að skýra mál mitt ofur- lítið betur ætla ég að taka til meðferðar samþykkt um hunda- hald, sem Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið stað- festi 6. júlí 1971. í fyrstu grein segir, að hundahald i kaupstaðn- um sé bannað (alhæfing). Önnur grein segir frá þvi að yfirvöld kaupstaðarins geti þó leyft blindu fólki og hjálparsveitum að hafa hund, ef heilbrigðisnefndin sam- þykkir. Þriðja greinin heimilar yfirvöldum að veita ákveðnum hópi fólks væntanlega leyfi til að hafa hund meðan hundurinn lifir (án samþykkis heilbrigðisnefnd- ar) o.s.frv. Sé nú svo, að einhver hundur fyrirfinnist I kaupstaðnum skv. 2. eða 3. grein þá er hundahald leyft og þá er fyrsta greinin beinlinis villandi. En þeir, sem hafa samið þetta, bera það líklega fyrir sig, að meginregluna eigi að tilgreina fyrst, af hvaða ástæðum, sem það kann nú að vera. Vegna þessa hef ég ráðlagt fólki að lesa lögin fram eftir, byrja aftast, og komi maður að ein- hverri grein, sem kann að eiga við það, sem maður er að leita að, þá skiptir hitt minna máli, sem fram- ar stendur og er oft að verulegu leyti rangt. En flestir eru vanir að byrja fremst, og væntanlega prestarnir líka, og af þvi stafa óhöppin. Þeir, sem skrifa leynilögreglu- og glæpasögur fara væntanlega eftir heilræðinu að í upphafi skuli end- inn skoða, en þar sem flest fólk mun lesa bækur frá byrjuninni, þá kemur vel til álita, að prenta lagagréinar a.m.k. sumra laga í öfugri númeraröð. Það kæmi mér ekki á óvart, að auðveldara yrði að smfða lagafrumvörpin þannig og ræða þau. En ekki mun það vera neitt aðalatriði hjá ýrfisum. % Lög eöa viljayfirlýsing? Þetta eru nú hreinir smámunir hjá sumu af því, sem löggjafar- samkoman okkar lætur frá sér fara, og eru nýju heilbrigðis- þjónustulögin skýrt dæmi um þá sýndarmennsku, sem viðhöfð er, og að því er mér finnst, þá lítils- virðingu, sem þeim hluta almenn- ings, sem vill kynna sér lögin og jafnvel fara eftir þeim, er sýnd. Þarna standa þau skinandi svört á hvítu á fimm köflum, en annar kaflinn er ekki lög í reynd. 1 „kjallaragreininni" er okkur tjáð að annar kaflinn taki ekki gildi fyrr en Alþingi ákveður, þ.e.a.s. Alþingi verður að sam- þykkja annan kaflann aftur eins og hvert annað frumvarp, en þó féllst það á að láta prenta hann eins og aðskotadýr í lögin. Sumir vilja túlka þetta sem jákvæða viljayfirlýsingu þingsins. Ég held að flestir taki svona sem frávfsun þeirra frumvarps. Ég álft, að Alþingi ætti, sóma síns vegna, að gæta mjög hófs í því að afgreiða lög á þennan hátt, meðan fjöldi fólks í landinu álít- ur, að lagasöfn á hverjum tíma innihaldi einungis lög, sem beri að fara eftir og hægt sé að brjóta og hafi ákveðna gildistöku, beri ekki mikinn keim af skrumi. Var ekki einhverntíma sagt að með lögum skyldi land byggja, og með ólögum eyða? Minnisgreinar sínar ætti Al- þingi að geyma annars staðar en í lagasöfnum. Og svo að lokum vangaveltan um það, hvort lögreglustjórar muni nota sína skýlausu heimild til að bægja lambfé frá þjóðveg- um á sumrin í öryggisskyni fyrir umferðina. Sauðárkróki 21. 10. 1974 Friðrik J. Friðriksson." 0 Þegar þjófhræðsl- an fer út í öfgar Nýlega hringdi til okkar kona, sem farið hafði til innkaupa inn i verzlun hér í borg. Sagðist hún hafa verið að raða vörum f vagn í mestu makindum, þegar starfs- maður f verzluninni vék sér að henni skyndilega og bað hana að lofa sér að sjá ofan í innkaupa- tösku, sem hún var með. Konunni brá í brún, þar sem hún átti sér ekki ills von, og spurði hvort verið væri að þjóf- kenna sig. Nei, var svarið, — við erum bara að taka „stikkprúfu". Við þetta svar sagðist konan hafa gengið út úr búðinni með þeim ummælum, að hún léti ekki bjóða sér slíka ósvífni, og hygðist hún beina viðskiptum sínum annað í framtíðinni. Og nú vildi þessi ágæta kona fá að vita, hvort fram- koma af þessu tagi væri leyfileg, og ef til vill viðtekin venja í verzlunum. Hvort slíkir atburðir eru al- gengir, vitum við ekki, en svo vill til, að okkur hefur borizt f hendur bæklingur, sem Kaupmannasam- tök Islands hafa gefið út, og eru að hefja dreifingu á um þessar mundir. Bæklingurinn er ætlaður kaupmönnum og starfsfólki í smá- söluverzlunum, og á síðu 7 má lesa eftirfarandi, en efst á síðunni stendur með stóru lestri „Við- skiptavinurinn er vinnuveitandi þinn“: „Ef grunur leikur á þjófnaði, ber að forðast uppnám. Þú verður að vera viss um, að viðskiptavin- urinn hafi hnuplað, áður en látið er til skarar skriða. Láttu yfir- boðara þinn vita. Vertu gætinn. Samkvæmt lög- um er ekki um þjófnað að ræða fyrr en viðskiptavinurinn er kom- inn framhjá kassanum. Lög heimila lögreglunni einni að leita á fólki. Þú mátt hins vegar biðja viðkomandi að bíða komu lögregl- unnar. Varastu orðalag, sem gæti skilizt sem tilraun til þvingunar.“ Svo mörg voru þau orð. Af þeim einum má ljóst vera, að starfsmaður verzlunarinnar, sem rætt var um hér að framan, hefur ekki haft neina heimild til að nota slfka aðferð til að reyna að sefa þjófhræðslu sina, og finnst okkur bara gott á hann, að konan skyldi ekki láta það eftir honum að opna töskuna, auk þess sem hann verð- ur hér eftir að vera án smásölu- álagningar á neyzluvörur þessa fyrrverandi viðskiptavinar, Lesi þessi starfsmaður, þvf að við skulum vona að ekki séu fleiri, sem nota slikar aðferðir, þessar linur, skal honum hér með bent á, að fræðslubæklinginn góða getur hann fengið i skrif- stofu Kaupmannasamtaka ís- lands, og væri vfst margt vitlaus- ara fyrir hann en það að komast yfir bæklinginn og lesa hann sfð- an mjög vandlega. Jesús Kristur í dálestrum Edgars Cayse BÖKAUTGÁFAN Örn og Örlygur hefir sent frá sér fjórðu bókina um Edgar Cayce og nefnist hún JESUS KRISTUR í DÁLESTR- UM EDGARS CAYCE. Þýðandi er Dagur Þorleifsson. I inngangi bók arinnar segir m.a.: „Hver sá, er kynnir sér Edgar Cayce og verk hans, hlýtur fyrr eða síðar að koma að þeim krossgötum i hugs- un (og trú), að hann verði að taka afstöðu til ákveðinna atriða. 1 fyrsta lagi til spurningarinnar um grundvallargildi upplýsinganna, sem sjáandinn sofandi gaf. I öðru lagi til þess hver heimildin sé frá sjónarmiði fyrirbærafræðinnar — og hvernig upplýsingunum var safnað og þær tíndar úr ómeðvit- uðum hug Cayce. í þriðja lagi verður Cayce-neminn að taka af- stöðu til spurningar af ýtrasta mikilvægi: Hverja þýðingu er hugsanlegt að Cayce geti haft við- víkjandi heilagri ritningu, og þá alveg sérstaklega þeim einstakl- ingi, sem þekktur er sem Jesús frá Nasaret?" VANDERVELL Vé/a/egur BENSÍNVÉLAR Austin Bedford Vauxhall Volvo Volga Moskvitch Ford Cortina Ford Zephyr Ford Transit Ford Taunus 1 2M, 1 7M, 20M Renault, flestar gerSir. Rover Singer Hilman Simca Skoda, flestar gerðir. Willys Dodge Chevrolet DIESELVÉLAR Austin Gipsy Bedford 4—6 cyl. Leyland 400, 600, 680. Land Rover Volvo Perkins 3, 4, 6 cyl. Trader4, 6 cyl. Ford D. 800 K. 300 Benz, flestar gerðir Scania Vabis Þ. Jónsson & Go, Skeifan 17 84515—16 — Simi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.