Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÖBER 1974 DAGBÓK 1 dag er miðvíkudagurinn 30. október, 303 dagur ársins 1974. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 05.43, sfðdegisflóð kl. 17.56. 1 Reykjavfk er sólarupprás kl. 09.03, sólarlag kl. 17.19. Sólarupprás á Akureyri er kl. 08.57, sólarlag kl. 16.54. (Heimild: tslandsalmanakið). Fyrir þvf hefir þú, maður, sem dæmir, hver sem þú ert, enga afsökun. Því að um leið og þú dæmir annan, fyrirdæmdir þú sjálfan þig; þvf að þú, sem dæmir, fremur hið sama. (Pómverjabr. 2.1). Eitthvað hefur hún ruglast í ríminu þessi gæs, sem ljósmyndarinn rakst á fyrir utan Kirkjuhvol um daginn. Kannski hún hafi ætlað að bregða sér í Alþingishús- ið, en verið of snemma á ferðinni, því að þingsetning var ekki fyrr en í gær. (Ljósm. Sv. Þorm.). 75 ára er f dag, 30. okt. Sigurvin Einarsson fyrrv. alþm. Hann verður í dag staddur hjá dóttur sinni, að Sunnuflöt 44 Garða- hreppi. 5. október gaf séra Ólafur Skúlason saman í hjónaband í Bústaðakirkju Ólaffu Þóru Valin- tfnusdóttur og Smára Karl Kristó- fersson. Heimili þeirra er að Karfavogi 33, Reykjavík. (Stúdíó Guðm.) 12. október gaf séra Olafur Skúlason saman í hjónaband í Bú- staðakirkju Ásdfsi Sigurðardótt- ur og Marinó Kristinsson. Heimili þeirra er að Mjóstræti 6, Reykja- vík. (StúdíóGuðm.). 5. október gaf séra Þórir Stephensen saman í hjónaband f Dómkirkjunni Guðnýju Pálu Einarsdóttur og Bárð Guðlaugs- son. Heimili þeirra er að Sörla- skjóli 70, Reykjavík. (Stúdíó Guðm.). Skráfi frá Eining GENGISSKRÁNING Nr. 195 - 29. október 1974. Kaup Sala 9/10 1974 1 Bandarikjadollar 117,70 118,'l0 25/10 - 1 Sterlingspund 274,45 275, 55 22/10 - 1 Kanadadollar 119. 50 120, 00 29/10 - 100 Danskar krónur 1978, 45 1986, 85 * 28/10 - 100 Norskar krónur 2136, 15 2145, 25 29/10 - 100 Sænskar krónur 2689, 15 2700, 55 - - 100 Flnnsk mörk 3111, 60 3124,80 * - - 100 Franskir frankar 2504,95 2515, 55 * - - 100 Ðelg. frankar 308, 75 310, 05 * - - 100 Svissn. frankar 4125, 20 4142,70 * - - 100 Gyllini 4464, 55 4483,45 * - - 100 V. -Þýik mörk 4576,70 4596,20 * - - 100 Lirur 17, 64 17, 72 * - - 100 Austurr. Sch. 641,85 644,55 * - - 100 Escudos 465, 50 467,50 » 15/10 - 100 Pesetar 205, 10 206, 00 25/10 - 100 Yen 39, 22 39. 39 2/9 - 100 Reikningskrónur- Vöruskiptalönd 99,86 100, 14 9/10 1 Reikning sdollar - Vöruskiptalönd 117,70 118, 10 * Breyting frá sfðustu skránlngu. SA IMÆSTBESTI Það er skrýtið þetta líf — þeir, sem sætta sig ekki við nema það bezta, fá það oft- ast. (Somerset Maugham). Björn Sigurðsson Stóra-Lambhaga III Skilmannahreppi Borgarfjarðarsýslu Hann vill skrifast aldra sína, 7—9 ára. á við jafn- PEfMIMAVllMIR Island Ingunn Ólafsdóttir Fannarfelli 6 Reykjavík Vill skrifast á við unglinga á aldrinum 14—16 ára. Áhugamálin eru: Popptónlist og kvikmyndir. Halla Böðvarsdóttir Kringlumel Lambhaga Skilmannahreppi Borgarfjarðarsýslu og Helga R. Þorleifsdóttir Litla-Mel Lambhaga Skilmannahreppi Borgarfjarðarsýslu Þær vilja báðar skrifast á við krakka á aldrinum 12—14 ára. Sólveig Hauksdóttir Hvammstangabraut 15 Hvammstanga Vill skrifast á við krakka á aldrinum 11—13 ára. Fríða Guðmundsdóttir Borgarbraut 5 Grundarfirði Langar til að skrifast á við 18—25 ára pilta og stúlkur. Áki Jóhannsson Hofteigi 8 Reykjavík. Hann hefur áhuga á náttúru- skoðun, sfgildri tónlist og ferða- lögum. Langar til að skrifast á við stelpur á aldrinum 15—17 ára. Albert Eiðsson Bogahlíð 10 Reykjavik Hann óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 20—30 ára. ást er. . . ...þegar hjartað 0 berst svo, að þú heldur að aðrir hljóti að heyra það. 5. október gaf séra Lárus Halldórsson saman í hjónaband f Árbæjarkirkju Jónheiði Haralds- dóttur og Ómar Karlsson. Heimili þeirra er að Nökkvavogi 21, Reykjavík. (Stúdíó Guðm.) KROSSGATA _ r r Lárétt: 1. likamshlutann 6. kjáni 8. sérhljóðar 10. frá 11. hellir 12. ósamstæðir 13. komast yfir 14. hróp 16. brakaði Lóðrétt: 2. samhljóðar 3. vinnur hægt 4. á fæti 5. svipum 7. ríki 9. mannsnafn 10. elska 14. sam- hljóðar 15. álasa Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1. narta 6. sár 8. kauðann 11. rum 12. fas 13. ár 15. rá 16. fat 18. álasaði Lóðrétt: 2. ásum 3. ráð 4. traf 5. skrafa 7. ansaði 9. aur 10. nár 14. mas 16. fá 17. tá Basar fríkirkjukvenna Kvenfélag Frfkirkjusafnaðar- ins á Reykjavfk heldur sinn ár- lega basar þriðjudaginn 5. nóvem- ber i Iðnó, uppi kl. 2. Vinir og velunnarar Frfkirkjunnar, sem vilja styrkja basarinh, eru vin- samlega beðnar að koma gjöfum sfnum til Bryndísar, Melhaga 3, Elísabetar, Efstasundi 68, Lóu, Reynimel 47, Margrétar, Lauga- vegi 52, Elínar, Freyjugötu 46. Gulflekkótt læða Gulflekkótt læða I óskilum að Hátúni 10 (gistideild). Simi 26710. Basar og bingó í Háteigssókn Kvenfélag Háteigssóknar heldur basar mánudaginn 4. nóvember kl. 2 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Gjöfum veita móttöku Guðrún (s.15560), Þóra (s. 11274) og einnig verður tekið við i Sjómannaskólanum 3. nóvember frá kl. 1 e.h. Skemmti- fundur verður þriðjudaginn 5. nóvember. Spilað verður bingó. | BRIDC3É~ Eftirfarandi spil er frá leik milli Portúgals og Austurríkis í Evrópumóti fyrir nokkrum árum: Norður. S. — H. 6-4-2 T. A-D-8-5-4-3-2 L. D-10-4 Vestur S. 8-2 H. K-G-8-5 T. K-G-10-9-6 L. G-2 Austur S. Á-K-D-10-9-4 H. Á-D-9 T. — L. Á-K-9-8 Suður S. G-7-6-5-3 H. 10-7-3 T. 7 L. 7-6-5-3 Við annað borðið sátu spilararn- ir frá Austurríki A-V og hjá þeim varð lokasögnin 4 spaðar og vannst sú sögn að sjálfsögðu. Portúgölsku spilararnir, sem sát A-V við hitt borðið, sögðu 6 spaða. Suður lét út tfgul, sagnhafi trompaði heima, tók spaðaás og þá kom f 1 jós hve iMa trompin skipt ust milli andstæðinganna. Næst lét sagnhafi út spaða 4, suður drap með gosa og til allrar ham- ingju fyrir sagnhafa átti suður ekki fleiri tígla og lét þess vegna út lauf. Sagnhafi drap í borði með gosa, norður drap með drottningu og drepið var heima með ási. Sagnhafi tók nú trompin af suðri, fór síðan inn í borð á hjarta og lét út lauf og þar sem norður lét ekki tfuna, þá drap sagnhafi með ní- unni og þar með vann hann spilið. Portúgal græddi 11 stig á spilinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.