Morgunblaðið - 30.10.1974, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÖBER 1974
11
inum fengið að njóta sín. Auð-
vitað sagði hann frá því sem hann
sá, þá ungur drengur, en hann var
bæði barinn og atyrtur fyrir, og
fólkið sagði að hann væri hræði-
lega ósannsögull.
Andrés bjó að þessari meðferð
alla ævi. Þú hafðir enga slíka
sögu að segja frá þínum æskuár-
um. Þú varst svo heppinn að eiga
móður sem skildi þetta, og fleiri
voru þeir, sem hlustuðu á þig og
trúðu þér þótt ekki væru það
nærri allir. Spíritisminn var lítið
á veg kominn á þínum æskuárum
hér á Islandi. Aðeins nokkrir
menn sem mynduðu fámennan
flokk. Foringjarnir voru afburða-
menn þeir Einar Kvaran rit-
höfundur og séra Haraldur Níels-
son prófessor — einhver færasti
prestur sem ísland hefur átt í
prestastétt og ræðustóli.
Nú var Andrés Böðvarsson lát-
inn, en þann tíma sem hann hafði
dvalist á heimili okkar hjóna
sagði hann okkur marga atburði
sem gerst höfðu fyrir mitt minni,
en ég kannaðist ekki við. Þeir
reyndust þó réttir, er leitað var til
mér eldri manna. Nú þurfti ég að
leita frétta til framliðinna.
Ég var orðin þess vör að þeir
fylgdust með öllu sem gerðist á
heimili okkar hjóna.
Nú þekkti ég engan miðil. En
eftir kynni mín við Andrés var
leit mln að framlífi hafin. Ég
hafði heyrt þitt nafn nefnt af
sumum með lítilli virðingu, af
öðrum með aðdáun.
Ég einsetti mér að halda leit-
inni áfram, og árangurinn varð
sem fyrr er getið.
Fundurinn var haldinn I stofu
frú Lilju. Ég var eini fundargest-
urinn, og var frú Lilja sitjari. Við
vorum því aðeins þrjú þarna. Þó
reyndist næg orka vera til staðar.
Þú féllst fljótt I dásvefn, og
annarlegar raddir töluóu af vör-
um þínum — raddir sem ég hafði
aldrei heyrt áður — og þó ég
kannaðist ekki við þær þá, varð
mér ljóst að þeir könnuðust við
mig og mitt heimili. Hafði þó mið-
illinn aldrei komið til okkar
hjóna.
Þetta var í fyrsta sinn er fund-
um okkar bar saman.
Eftir að beðin var bæn, tóku
raddir að tala gegnum miðilinn,
þær voru ólíkar þeim röddum sem
töluðu gegn um Andrés, sem nú
var dáinn. — Eg þekkti þó eina
röddina, það var rödd sr. Jóns
heitins Magnússonar. Hann var
vinur okkar hjóna og dvaldi eitt
sumar hjá okkur á Mosfelli. Ég
fann strax að hann vissi I hvaða
erindum ég var. Án þess ég
spyrði, svaraði hann spurningum
mínum.
Það kom svö margt fram á þess-
um eina fundi að honum gleymi
ég aldrei. Geta skal þess, að allt
sem hann sagði mérgekk eftir.
Til gamans vil ég geta þess hvað
ég var látin greiða fyrir þennan
einkafund. Sjö krónur, kvað frú
Lilja að gjaldið væri. Ég vildi
greiða meira, en það var ekki við
það komandi. Nú var kynning
okkar hafin. Mér var ljóst á þess-
um eina fundi, að þú varst sterk-
ur transmiðill. Loks varð kynning
okkar það náin, að ég skrifaði um
atburði sem höfðu gerst hjá þér;
það urðu tvær bækur. Ég varð
hissa er mér barst bréf frá
vísindastofnun I Ameríku. Það
voru lagðar fyrir mig margar
spurningar um miðilinn, og svo
hvernig ég hefði unnið bækurnar.
Vænt þykir mér um, að það var
eingöngu vegna þessara bóka að
þér hefur verið boðið vestur um
haf þrisvar sinnum. Ummæli dr.
Erlends Haraldssonar um þig sem
miðil voru þessi:
„Hann er einhver mesti
skyggnilýsingamiðillinn sem ég
hefi kynnst."
En, það var mest og best tveim
mönnum að þakka að þú ert orð-
inn mesti miðillinn sem við höf-
um átt á Islandi. Sá fyrri var
Einar Kvaran, sem æfði þig I
transfundum. Eftir lát hans tók
útvarpsstjóri Jónas Þorbergsson
þig að sér. Það var fyrir hans
atbeina að þú fórst að halda
skyggnilýsingafundi, þér nauð-
ugt, þú ert feiminn að upplagi, og
mjög hlédrægur. A fyrsta
skyggnilýsingafundi sem þú hélst
með Jónasi, varstu ófáanlegur til
að snúa þér fram. Þú snerir
hnakkanum I fólkið. Sást ekki I
andlit þess, þrátt fyrir það tókst
fundurinn vel, — og nú lýsa þeir
því yfir, hálærðir vísindamenn að
þú sért einhver besti skyggni-
lýsingamiðill sem þeir hafi hitt.
Þetta er mikils virði fyrir land
og þjóð.
Við megum vera guði þakklát
fyrir að gefa okkur þig, — þú
hefur svo sannarlega sefað sorgir
margra, og veitt mörgum trúna
sem efast hafa um framlif. Ég var
þá dálitið inni í starfinu er
skyggnilýsingar hófust. Jafnvel
það mætti andúð sumra, sem voru
þó spíritistar eða kölluðu sig það.
Einar Kvaran var þá látinn. Hann
hefði óefað gert sér grein fyrir
hvað hér var að gerast. Þetta var
bein kynningarstarfsemi fyrir
spíritismann.
Uti á landi kom brátt að þvi að
húsin rúmuðu ekki fundargesti.
Við megum sannarlega vera Kvar-
an og Jónasi þakklát fyrir þann
mikla stuðning er þeir veittu
miðlinum, og þá megum við, ekki
hvað síst þakka dr. Erlendi, sem
kom þessu öllu á framfæri. Þú ert
laus við fátæktina, lítilsvirðing-
una og rengingarnar, — þúsundir
manna munu minnast þín I dag
með þakklátum huga. Atvikin eru
stundum undraverð. — Fyrir
mörgum árum fer af stað kona á
Islandi í leit að framlíf\, Henni
dettur i hug, að fróðlegt væri að
skrifa atvik sem borið hafa við á
transfundum hjá þér, annars
gleymist þetta og týnist. Seinna
mátti þetta ekki vera svo að vist
væri að rétt væri með farið.
Ég er ekki viss um, að öllum
hafi þótt þetta þörf vinna; aðrir
voru þakklátir.
Mörgum árum síðar gerist það á
visindastofnun í Ameríku að Is-
lendingur sem numið hefur
dulsálarfræði, og nú er orðinn
doktor í þeim fræðum, rekst á
þessar tvær bækur sem íslenska
konan skrifaði um þig. Hann þýð-
ir meira að segja kafla og kafla
fyrir félaga sina, sem allir eru
hálærðir menn, ýmist doktorar
eða prófessorar í dulfræðum.
Þetta verður til þess, að þeir fá
áhuga á að kynnast þér, og senda
dr. Erlend upp til íslands í því
skyni.
Þú hefur ekki brugðist vonum
þeirra.
Við hjónin þökkum þér allt sem
þú hefur gert fyrir okkur.
Okkur varð andlegur ávinning-
ur að kynnast þér og starfi þínu.
Elfnborg Lárusdóttir.
Keflavík — Verzlun
Til sölu 140 fm verzlunarhúsnæði við Hafnar-
stræti. Allt á jarðhæð. Á efri hæð er vönduð 6
herb. íbúð sem má breyta í verzlunarhúsnæði
að hluta og litla íbúð ef óskað er. Gott einbýlis-
hús eða sérhæð getut komið sem greiðsla upp í
kaupverð.
Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns,
Vatnsnesvegi 20, Keflavík, símar 1 263 — 2890.
Glugga-
og dyraþéttingar
Þéttum opnanlega glugga. Úti- og svalahurðir,
með Slottslisten innfræstum varanlegum þétti-
listum.
Ólfur Kr. Siguðrsson og Co.,
Suðurlandsbraut 6,
Sfmi 83215 og 38709.
Skipin hafa selt fyrir
tæpan milljarð króna
ÍSLENZKU sildveiðiskipin I
Norðursjó seldu alls 38 sinnum í
Danmörku í s.l. viku. Alls seldu
skipin 2.489 lestir af síld fyrir
82,2 millj. kr. Meðalverðið f vik-
unni var kr. 33,06. Frá þvf að
veiðarnar hófust f vor hafa skipin
selt alls 34.100 lestir af sfld fyrir
975,7 miilj. kr. og meðalverð fyrir
hvert kg er kr. 28,61. Hæsta
meðalverð vikunnar fékk Dagfari
ÞII,kr. 40,40, en skipið seldi 48,1
lest fyrir 1,9 millj. kr. Rauðsey
AK var hinsvegar með hæstu
heildarsöluna, seldi 112,8 lestir
fyrir 3,8 millj. kr.
Á sama tfma f fyrra höfðu
skipin selt 40.263 lestir fyrir 1
milljarð rúmlega. Þá var meðal-
verðið kr. 24,88.
Loftur Baldvinsson EA er sem
fyrr söluhæsta skipið. Það hefur
nú selt 2.191 lest fyrir 60,5 millj.
kr. og meðalverð fyrir hvert kg er
kr. 27,62. Guðmundur RE er í
öðru sæti, hefur selt 1.963 lestir
fyrir 55,8 millj. kr. Meðalverð er
kr. 28,43. Þá kemur Gísli Árni RE,
sem hefur selt 1.422 lestir fyrir
41,6 millj. kr. Meðalverðið er kr.
29,29.
I gær seldu 4 skip í Danmörku
samtals 104 lestir fyrir 2,3 millj.
kr. Nokkur hluti aflans fór til
bræðslu, en fyrir þá sild, sem fór
til vinnslu, fengust að meðaltali
kr. 33 pr. kg. Skipin, sem seldu
þá, voru: Loftur Baldvinsson
fyrir 600 þús. kr., Þórður Jónas-
son EA fyrir 400 þús. kr., Hrafn
Sveinbjarnarson GK fyrir 900
þús. kr. og Magnús NK fyrir 300
þús. kr.
Rocky
lánaði
$507.656
Washington, 28. okt. AP.
NELSON („Rocky") Rockefeller,
sem hefur verið tilnefndur vara-
forseti, sagði f dag, að hann hefði
lánað vinum sfnum, samstarfs-
mönnum f viðskiptaheiminum og
ættingjum 507.656 dollara á und-
anförnum 17 árum.
Rockefeller skýrði frá þessu I
bréfum til Howard W. Cannon,
formanns nefndar öldungadeild-
arinnar, er f jallar um útnefningu
hans, og Peter W. Rodino, for-
manns dómsmálanefndar full-
trúadeildarinnar.
Sá einstaklingur, sem hann
hefur lánað mest, er Robert
Anderson, sem var fjármálaráö-
herra i stjórn Eisenhowers og
Rockefeller kallar gamlan vin
sinn.
Samkvæmt listanum fékk
Anderson 60.000 dollara lán 2.
jan. 1957 og annað 24.000 dollara
lán 1. apríl 1957. Bæði lánin voru
greidd að fullu 6. júni 1957, tæp-
um tveimur mánuðum áður en
Anderson varð fjármálaráðherra.
Vitni vantar
24. OKT. sl. var ekið á rauða
Mazda-bifreið þar sem hún stóð
við Mazdaumboðið á Hverfisgötu.
Vinstra afturbretti var mikið
dældað og rispað. Atburður þessi
mun hafa gerzt um klukkan 16,30,
og tjónvaldurinn stakk af. Þeir,
sem einhverjar upplýsingar geta
gefið, eru beðnir að snúa sér til
rannsóknarlögreglunnar.
INIY SENDING
Sokkabuxur
Stærdir I, Il# III, IV, V
Fyrirliggjandi í mörgum tískulitum
Heildsölubirgðir:
Davíð S. Jónsson & Co.
slmi 24-333
hf.
GHeÓile
AUGLYSIIMGATEIKNISTOFA
MYNDAMÓTA
Adalstræti 6 sími 25810
á nýjan og skemmtilegan hátt
Gleðjið vini og ættingja með persónulegu jólakorti. Sendið
litmyndir eftir yðar eigin filmum af fjölskyldunni, börnun-
um eða úr sumarleyfinu í LITMYNDA-JÓLAKORTINU frá
Myndiðjunni.
Pantanirog nánari upplýsingar:
MYNDIÐJAN ÁSTÞÓR HF
Suðurlandsbraut 20, sími 82733,Pósthólf 1104,
J