Morgunblaðið - 30.10.1974, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1974
25
J
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jóhanna
Kristjönsdöttir
þýddi f
35
sannarlega erfiðara viðfangs en
það sem við ætlum honum þann
17. marz. Þú þarft engar áhyggjur
að hafa Huntley. Ég hef náð í
rétta manninn.
— Viltu viskí? sagði Huntley.
— Farðu þá og bjargaðu þér sjálf-
ur.
— Ég vil ekki viskí, sagði King.
— Ekki svona snemma dags.
— Jæja, ekki finnst mér það,
sagði Huntley. — Gefðu mér einn
þrefaldan og óblandaðan.
Hvernig náðirðu i þennan peyja?
Ég vona hann sé ekki einhversmá
glæpon.
— Þú þarft ekki að hafa neinar
áhyggjur, Huntley, endurtók
King og rétti honum viskíglasið.
ÞeSsi árátta var eitt af Því sem
slúðurdálkahöfundar þreyttust
aldrei á að skrifa um. Huntley
drakk viskí eins og vatn án
nokkurra sýnilegra áhrifa. — Ég
á mína traustu vini í Miðaustur-
löndum — viðskiptahagsmunir,
skilurðu. Og þessi hafði verið í
útlendingahersveitinni. Hann var
einn af beztu leyniskyttum i Indó-
kína.
— Ég held að ekki veitti af að
senda hann þangað núna, hreytti
Huntley út úr sér — þar þyrfti nú
aldeilis að hreinsa til meðal þess-
ara hershöfðingjafávita, sem þar
ráða öllu. En hvað þurfum við að
borga honum?
— Hann féllst á fimmtíu
þúsund dollara, sagði King. — Og
hann vildi fá pappíra fyrir sjálfan
sig og vegabréf. Ég iét einn af
vinum mínum sjá um það.
— Og hvernig geturðu verið
viss um að hægt sé að treysta
þeim?
King brosti.
— Vegna þess að enginn vissi,
hver stóð á bak við þetta. Ég fór
mjög varlega, Huntley, þér er
óhætt að trúa því. Enda er það
einnig minn hagur að vel takist
til.
— Ég hef engar áhyggjur, sagði
Huntley og rétti glasið að honum
aftur. — Fylltu það almennilega.
Ég er bara að hugsa um að við
getum klárað okkur vei af þessu.
Ég hef áhyggjur af því að þessi
ófreskja lifi nógu lengi til að
vinna landinu óbætanlegt tjón.
Þegar ég hugsa til þess að maður-
inn gæti endað í Hvfta húsinu —
ég verð andvaka við tilhugsunina
eina saman.
King ákvað að fá sér hressingu
lfka. Huntley var erfiður, þegar
hann var í þessum ham. Hann
heilti í glas og drakk það í einum
teyg, til að styrkja taugarnar.
Cameron var langt frá að vera
nokkur bjálfi. Þótt hann talaði
eins og erkifffl á stundum, iðu-
lega til að blekkja fólk, vissi King
betur. Hann vissi að Huntley var
kænni en sá vondi sjálfur. Og
King hafði verið vitni að því
þegar hann ræddi viðskipti. Þar
var enginn honum fremri. Nei,
það yrði þrautin þyngri að leika á
hann. King var ákveðinn í að sýna
fyllstu aðgát.
— Ég vil ekki að þú haldir að ég
sé alveg kaldur fyrir þessu, sagði
hann. — Þegar alit kemur til alls,
er um lff manns að tefla. En ég
trúi því að við höf um okkar skyld-
ur og ég trúi því að það sé í þágu
þjóðarinnar að Jackson verði
ráðinn af dögum. Ef ekki, riða
Bandaríkin á barmi borgara-
styrjaldar og algerrar ringlu-
reiðar á öllum sviðum.
Cameron leit til hans. Hann
svaraði ekki að bragði, heldur
horfði á King. — Þú hlýtur að
vera snarvitlaus, sagði han. — Ég
gæti sko skotið þennan hundingja
sjálfur, ef ég slyppi frá þvf.
Hættu að röfla þetta Eddi. Við
verðum að afmá hann af yfirborði
jarðar. Og við skulum fá eitt á
hreint. Þegar þessi maður okkar
hefur unnið verk sitt þá fær hann
peningana og skilríkin, ekki satt.
— Því hefur verið lofað, sagði
King.
— Eg hef aftur á móti verið að
hugsa um eitt, sagði Huntley. —
Ef við komum honum ekki úr
landi — ef við gerum ráð fyrir að
lögreglan næði honum?
Engin svipbrigði sáust á andliti
Kings. — Það væri vægast sagt
afleitt fyrir okkur, sagði hann. —
Ég hef einnig leitt hugann að
þessu. Ég er ekki viss um okkur
gangi vel að koma honum úr
landi.
— Þá verður þú að fá einhvern
til að koma honum fyrir kattarnef
sagði Huntley. — Það verður að
ganga frá þvf strax og hann hefur
skotið Jackson. Láttu einhvern
senda honum kúlu.
— Ef þér finnst það rétta leiðin,
sagði King, — þá verð ég að játa
ég yrði mun rólegri. Þú vilt ég
sjái um það, vænti ég?
— Þú hefur séð um þetta hing-
að til, sagði Huntley. — Þú hefur
skipujagt þetta fram að þessu og
þú lætur mig bara hafa reikning-
inn. Nú skulum við koma niður.
Mig langar til að hitta Elisabeth.
King hikaði andartak. — Ég
kem eftir smástund, sagði hann.
— Ég verð ekki nokkra stund.
Hann fór upp f herbergið sitt. Það
var engin sérstök ástæða til þess
að hann vildi ekki verða Huntley
samferða niður. Honum fannst
aðeins að hann þyrfti að vera einn
stundarkorn og óska sjálfum sér
til hamingju með hversu allt virt-
ist ætla að ganga ljúflega fyrir
sig.
King gekk að stóra veggspeglin-
um og hagræddi þykku hárinu.
Edward Francis King. Hann hafði
aldrei séð hinn rétta King. Mynd-
irnar sem höfðu verið teknar af
honum, eftir að Gestapo hafði
handtekið hann, höfðu sýnt mag-
urt og toginleitt andlit, og star-
andi augu, eins og einkennandi
var hjá þeim föngum sem voru f
búðum nasista. Hann mundi eftir
þessum starandi augum, fullum
af ótta. Edward Francis King
hafði dáið, áður en Rússar tóku
búðirnar. Af honum var ekkert
annað en mappa með mynd af
honum og helztu upplýsingum og
handfylli af ösku. Þessar upplýs-
ingar fóru rakleitt í skjalasafn
KGB-rússnesku leynilögreglunn-
ar. Sfðar höfðu þeir kosið hann til
að taka á sig gervi Ameríkanans,
sem hafði dáið úr taugaveiki,
skömmu áður en búðirnar féllu f
hendur Rússum. Þeir höfðu valið
hann vegna þess að hann minnti
um sumt á King og vegna þess að
hann var einn efnilegasti njósnari
f rússnesku öryggisþjónustunni.
Það hafði tekið nær því tíu ár að
þjálfa hann og búa hann undir að
fara til Bandaríkjanna sem
Edward King, en þar sem verkið
var mikið sem hann átti að vinna
var Moskvudeildin þolinmóð.
King hafði lært að hugsa, tala,
ganga og bregðast við eins og Am-
erfkani, ef eitthvað brá út af
mátti alltaf skýra það með fanga-
búðadvöl hans og að hann hafði
búið svo lengi í Frakklandi. Hann
hafði búið í þrjú af þessum tíu
árum í París og verið þar í hlut-
verki Eddi King, og komið sér í
samband við ,,Ianda“ sfna þar til
að kanna, hversu vel honum
gengi f þjálfuninni. Loks hafði
hann verið tilbúinn að halda til
Bandarfkjanna og KGB var reiðu-
búin að fjármagna það mikla verk
sem honum var ætlað að vinna.
Mánaðarritið hans var ekkert
annað en yfirskin og þar gátu
Sovétmenn lesið milli lfnanna og
fengið mikilvægar upplýsingar
um gang mála í innri hringunum í
Bandaríkjunum. Hann hafði ver-
ið laginn að koma sér f kynni við
VELVAKANDI
Velvakandi svarar I slma 10-100
kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudeg;
til föstudags
0 Áríðandi
v erindi
Helgi Vigfússon skrifar:
Islendingar austan hafs og vest-
an standa í þakkarskuld við útgef-
endur Lögbers & Heimskringlu,
sem langt hafa þann grundvöll að
nú i nærri 90 ár, hefir íslenzkt
blað verið gefið út i Winnipeg.
landi að islenzkt blað komi út i
heila öld í Winnipeg. Utgefend-
ur Lögbers & Heimskringlu og
ritstjórar allt frá fyrstu tíð, hafa
unnið afrek, er aflað hefir blað-
inu orðstírs í sögu Islendinga
austan hafs og vestan sem seint
mun fyrnarst yfir.
Islendingar! Gætu fyrirtæki og
einstaklingar hér heima ekki látið
blaðið njóta auglýsinga og
áskrifta?
Umboðsmenn blaðsins hér eru
þeir Haraldur J. Hamar og Heim-
ir Hannesson.
Helgi Vigfússon.“
% Njarðar-
stöðin
Magnús Þorgeirsson skrifar:
„I viðtali við Velvakanda fyrir
skömmu varð mér á að segja
Njarðarstöðina uppi f Mjölnis-
holti. Það, sem ruglaði mig var, að
Njarðar-félagið hafði einhverja
aðstöðu f Mjölnisstöðinni áður en
Njarðarstöðin var byggð.
Hið rétta er, að Njarðarstöðin
var þar sem nú er Ahaldahús
Reykjavikurborgar, ofan við
Höfðavfk. Húsin standa þar enn,
og þar er nú athafnasvæði
Reykjavikurborgar.
Hafa skal það, sem sannara
reynist.
Með kærri kveðju.
Magnús Þorgeirsson."
Við þökkum Magnúsi fyrir til-
skrifið. Margir hafa orðið til þess
að hafa samband við okkur vegna
þessara skrifa um Njarðarstöðina,
Norðurpólinn og Vatnsþróna.
Gömul vinkona okkar kom til
okkar með almanak Kassagerðar
Reykjavíkur 1974. Þar er þetta
málverk, sem hér birtist mynd af,
en málarinn er Eggert Guð-
mundsson. Hér má sjá bæði
Vatnsþróna og Norðurpólinn.
Búast mætti við að fleiri áskrif-
endur væru að blaðinu hér á Is
landi en raun ber vitni.
Ekki er víst að öllum almenn-
ingi núlifandi kynslóðar sé ljóst
hve mikil þakkarskuld okkar Is-
lendinga er við blaðið. Til þess nú
lítilsháttar að bæta úr hinum
þrönga fjárhag blaðsins, en það
berst nú i bökkum, sendi ég frá |
mér þessar fáu línur, ekki af þvf,
að ég telji mig öðrum færari til
þess, heldur af því, að þeir sem
færastir eru, hafa látið það ógert.
Utkoma Lögbergs & Heims-
kringlu er að sönnu stórviðburða
rík fyrir fslenzka þjóðarbrotið
vestan hafs. Það ætti ekki síður
að vera metnaðarmál hér á Is-
9 Handföng
í lyftur
G.K., sem búsett er á Hofteig
hringdi. Hana langaði til að koma
því á framfæri við húsráðendur
þar sem lyftur eru, að sem víðast
verði sett handföng eða stengur f
lyfturnar. Hún sagðist sjálf vera
komin á fullorðinsár, og ætti hún
vanda til að fá svima, — ekki sfzt f
lyftum, og vissi hún til að svo
væri með fleira roskið fólk. Því
væri til mikilla bóta þegar hand
föng eða stengur til að halda sér f
væru í lyftunum, en því miður
hefði ekki verið hugsað fyrir
þessu nema sums staðar.
& sigga v/gga í ‘íiiv
mm viú á vm^)o%
AWOH GftflLtGA
W\Á VElomYl o& wv VÓ
mwr Aö VVYK)A VÁ
vmww vér m'i
Páll V. Daníels-
son skrifar frá
Hafnarfirði
, ; 1 •J'>.■
Á bíllinn
að sigra
manninn?
Við og við er frá þvf skýrt, að
fyrirhugað sé að breyta skrásetn-
ingarkerfi bifreiða. Og þá hefur
jafnan verið uppi sú hugmynd, að
biliinn skuli eiga númerið allan
sinn aldur en maðurinn þurfti að
þoka um set.
Hér kemur fram hinn litilsgildi
og aumkunarverði hugsunarhátt-
ur að aldrei sé hægt að leggjast
nógu lágt til að skríða fyrir kerf-
inu og jafnvel til þess ætlast, að
menn smeygi á sig helsinu sjálfir
þegjandi og hljóðalaust.
Við heyrum nær daglega frá því
skýrt, að slys á fólki, búpeningi og
eignum hafi orðið í umferðinni.
Við teljum, að úr þessu þurfi að
bæta, en stöndum ráðþrota á
meðan fjöldi manns hlýtur dauða
eða ævilangt örkuml í umferðar-
slysum. Ég er ekki í neinum vafa
um það, að sú fyrirhugaða breyt-
ing, sem áður er minnst á í sam-
bandi við skrásetningu bifreiða, á
eftir, ef á kemst, að auka mjög á
óhöpp í umferðinni. Þetta þykja
e.t.v. furðulegar kenningar en lít-
um nánar á málið.
Það hefur verið talið nauðsyn-
legt að vera i góðu skapi, brosa i
umferðinni. Þá gangi allt betur.
Þetta er rétt. Umferðaróhöppin
eru sennilega miklu meira af sál-
rænum toga spunnin en fólk gerir
sér grein fyrir. Og þarna kemur
einmitt að einum megin kjarnan-
um í sambandi við númerin.
Við erum ekkert gataspjald í
tölvu. Við erum menn. Við erum
með okkar trú og hjátrú. Víð eig-
um okkur tölur og teljum sumar
þeirra hafa höpp í för með sér,
aðrar óhöpp. Við eigum líka tölur,
sem okkur þykir vænt um og vilj-
um ekki missa. Og þar eru bif-
reiðanúmerin engin undantekn-
ing, nema siður sé. Að ræna fólk
númerum, sem það hefur haft
alla tíð og jafnvel gengið í ættir,
getur orðið vafasamt. Þvi ekki
mun það algengt, að bifreiðin sé í
eigu sama aðila á meðan hún
endist.
Gaman gæti verið að athuga
það, hvort bifreiðar með skrásetn-
ingarnúmerum, sem lengi eru
búin að vera í eigu sama manns
eða fjölskyldu, hafi valdið eins
miklum óhöppum f umferðinni og
númer, sem alltaf eru að skipta
um eigendur. Ég er þeirrar skoð-
unar, að bifreið sé alla jafna und-
ir ábyrgari stjórn, þegar fjöldi
fólks þekkir það, hver á bifreið-
ina. Það er lögð rikari áherzla á,
þegar ungmenni fá slíka bifreið
að láni, að þau sýni ekki ógætni í
akstri. Ábyrgðartilfinningin verð-
ur rikari. „Þar sem enginn þekkir
mann þar er gott að vera,“ er sagt
og sama á við i umferðinni, þegar
enginn þekkir bifreiðina, þegar
enginn á númer hennar, nema
hún sjálf, þá er stjórnandi hennar
í skjóli þess að vera ekki þekktur
og ábyrgðarleysið eykst. Ég held,
að skynsamlegra væri, að maður-
inn fengi ákveðið skrásetningar-
númer á bifreið sína og hann væri
I Framhald á bls. 19.