Morgunblaðið - 14.12.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.12.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974 Hvernig á að vekja íslenzka ökumenn? „Ég veit ekki almennilega hvernig þetta geröist, — ég vissi ekki fyrri til en bilarnir rákust saman.“ Þetta er ekki óalgeng skýring hjá ökumönn- um, sem lenda i árekstrum í umferðaröngþveitinu á götum Reykjavikur, en þeir sem koma aóvífandi á árekstrarstað botna ekkert í því hvernig árekstur- inn gat átt sér stað. í augum þeirra virðist það hið mesta af- rek, hvernig ökumönnunum tókst að koma bílunum saman. Þannig verður hver árekstur- inn á eftir öðrum, — ökumenn- irnir aka að því er virðist hugsunarlaust og hálf sofandi þangað til eitthvað kemur fyrir; þá vita þeír ekkert í sinn haus. Stærsta vandamálið í um- ferðinni er nefnilega ekki van- kunnátta eða glannaskapur, þótt hvorttveggja sé vissulega vandamál, heldur sofandahátt- ur og sljóleiki. Það sést kannski ekki sízt af árangrinum af hinni gifurlegu umferðar- fræðslu, sem dengt hefur verið yfir þjóðina í útvarpi og sjón- varpi og með hjálp ýmiskonar félagasamtaka undanfarin ár. Eða hver hefur hann orðið? Það er kannski ekki réttlátt að segja að hann hafi enginn orðið — skárra væri það nú ástandið — en ekki hefur hann orðið mikill. Það þarf ekki annað en líta á hver er algengasta tegund árekstra i þéttbýli. Undanfarin ár hefur það verið aftaná- akstur, og á því hefur víst orðið lítil breyting þrátt fyrir itrekaðar tilraunir til að fá menn til að gæta sín. Með þessum pistli er ekki verið að ráðast á þá, sem hafa haft umferðarfræðsluna með höndum, — þeir hafa unnið þarft verk. En betur má ef duga skal, eins og kellingin sagði, og spurningin er; Hvernig á að fara að því að vekja íslenzka ökumenn upp úr þessum dásvefni og fá þá til að hugsa um það sem þeir eru að gera? Þeir sem hafa með höndum ábyrgðarmikil störf stunda þau af kostgæfni og vita, að geri þeir það ekki fer illa. Hvers vegna sofna þessir sömu menn um leið og þeir setjast undir bílstýri og bera ábyrgð á fjölda mannslífa? Þg Gangsetning í frosti 1 frostunum undanfarið hafa vafalaust margir orðið fyrir þeim óþægindum að koma ekki bílum sínum i gang fyrst á morgnana og enda kannski með því að hringja í sendibil til þess að draga eða „gefa rafmagn" með startköplum. Fullyrða má, aó nánast eng- inn þarf að lenda í þessum vandræðum, — það er helzt, að eigendur stórra dísilblla geti átt það á hættu sökum þess hvað dísilvéiar eru þungar i gangsetningu. Aðferðin til þess að tryggja skjóta og góóa gang- setningu er einfaldlega að sjá til þess að rafkerfið sé í góðu lagi. Bezt er að gera sér það að reglu að yfirfara eða láta yfir- fara rafkerfið á haustin, áður en vetrarhörkurnar ieggjast að. Hafi menn gert það verður ekk- ert vandamál, en þó verður að fyigjast vel með vissum atrió- um, sérstaklega rafgeyminum, platínum og kertum. Fyrsta skilyrðið til þess að komast megi hjá gang- setningarerfiðleikum af völd- um frosta og snjóa er að sjá um að rafgeymirinn sé I lagi og rafallinn framleiði nægilega mikið rafmagn. Mikilvægt er, að vatn fljóti yfir „sellurnar" í rafgeyminum, en þess verður að gæta, að ekki frjósi á honum, þegar frosthörkur eru miklar, og getur oft verið nauðsynlegt að taka hann inn í hlýju á nótt- unni. Geymasamböndin verða að vera hrein, og allar leiðslur á rafalnum tryggilega festar. A gömlum bilum volt- eða amper- mæli. — Rafgeymar hafa tak- Aðalatriðið er aðrafkerfíð sé í lagi L- 7 * 5 .1 markaða endingu, yfirleitt eru þeir ekki öruggir nema tvö til fjögur ár, og betra er að kaupa nýjan geymi þótt dýr sé en dragnast með hálfónýtan geymi, sem svíkur hvenær sem hiti er undir frostmarki. Straumlokinn (cutout) þarf að vera i fullkomnu lagi, en hlut- verk hans er að stjórna hleðsl- unni. Tii þess að gangsetning sé auðveld þarf blöndungur að vera vel stilltur, og það er ekki síður mikilvægt með tilliti til bensineyðslunnar. Einnig þarf að huga að kveikjunni og sjá til þess að platínan sé i lagi og millibilið rétt. Þá þarf einnig að gæta þess að kertin séu ekki of gömul og brunnin. Háspennu- keflið verður að vera i full- komnu lagi, og það hefur ótrú- lega mikið að segja að skipta um og setja sterkara kefli (fleiri amper) en fyrir var, jafnvel þótt gamla keflið sé nýtt eða nýlegt. Að endingu skal minnt á frostlög á kælikerfinu, og einn- ig bent á nauðsyn þess að hafa rétta þykkt af olíu á vélinni. Sé olian of þykk verður gang- setningin erfið, því olían þykknar enn meir i kulda. Rétt er að ráðfæra sig við fagmenn varðandi þetta atriði, því olíu- tegundirnar eru fjölmargar, og hefur hver þeirra nokkuð til síns ágætis. Og þegar billinn er kominn í gang er rétt að aka strax af stað, — ekki láta vélina hitna í lausagangi. Með því að fara strax af stað næst fyrst fullur oliuþrýstingur, en rétt er að aka rólega fyrst í stað og láta vélina ekki snúast hratt. Ein- dregið er varað við miklum inn- gjöfum fyrst eftir að vélin er komin í gang, en margir hafa það fyrir vana að þeyta vélina nokkrar mínútur — væntan- lega til þess að hita hana, — en slíkt getur stórskaðað hina við- kvæmu vélarhluta. þg Sovétmenn og Júgóslavar keppa FYRIR skömmu fór fram I Bel- grad í Júgóslaviu keppni á milli sovézkra og júgó- slavneskra skáksveita. Ekki mun hér hafa verið um að ræða landskeppni, heldur tefldu allir Sovétmennirnir við alla Júgóslavana, en ' alls voru 6 keppendur í hvoru liði. Fyrir Sovétríkin tefldu þeir Tal, Polugajevsky, Gufeld, Vagan- jan, Suetrin og Palatinik, en fyrir Júgóslavfu þeir Gligoric, Matanovic, Ivkov, Ljubojevic, Matulovic og Razuevic. Beztum árangri Sovétmannanna náðu þeir Vaganjan og Gufeld, 4 v. hvor, en af Júgóslövunum var Matulovic beztur, hlaut 3,5 v. Heildarúrslitin urðu þau, að Sovétmenn fengu 18,5 v., en Júgóslavar 15,5. Við skulum nú líta á eina mjög hressilega skák frá þessari keppni. Hvítt: L. Ljubojevic Svart: R. Vaganjan Frönsk vörn 1. e4 — e6, 2. d3 — d5, 3. Rd2 — Rf6, 4. Rgf3 — Rc6, 5. c3 (Þessa uppbyggingu má ef til vill kalla ,,patent“ Ljubojevic, en mun algengara er að leika hér 5. g3). 5. — a5, 6. e5 — Rd7, 7. d4 — f6, (Býður upp á skemmtilegar flækjur, en þessi leikur er vel þekktur i ýmsum afbrigðum franskrar varnar). 8. Rh4?! (Ljubojevic er jafnan óragur við ævintýrin. Öruggast var hér 8. exf6). 8. — De7!, 9. Bd3 — fxe5! (Skemmtileg skiptamunar- fórn, sem tryggir svörtum yfir- burðatafl. Hvitur á varla annarra kosta völ en að þiggja fórnina). 10. Dh5+ — Df7, (Skiptamuninn skal hann fá! Hér gat svartur auðvitað einnig leikið 10. — Kd8 og svarað siðan 11. Rg6 með De8!). 11. Bg6 — hxg6, 12.Dxh8 — e4! (Þetta var hugmyndin að baki skiptamuinarfórninni. Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Svartur hótar nú að vinna ridd- arann með 13. — g5). 13. Rbl (Til greina kom einnig 13. f4). 13. — Rf6, 14. f3 — Bd7, 15. fxe4 — dxe4, 16. 0-0 — 0-0-0, 17. g3 — e5!, (Kóngurinn er kominn í öruggt skjól og nú ræðst svart- ur gegn hvíta miðborðinu. 18. dxe5 gengur auðvitað ekki vegna 18. — Bc5+). 18. Be3 — g5! (Enn einn stórskemmtilegur leikur. Ef nú 19. Bxg5 þá Be7, 20. Dh7 — Rxh7, 21. Hxf7 — Rxg5 og vinnur). 19. Rf5 — Re7, 20. Rh6 — Dh5! (Nú liggur mátið í loftinu, svartur hótar21. — Rg4). 21. g4 (Einfaldara var að gefast upp). 21. — Rxg4, 22. Hxf8 — Dxh2+, 23. Kfl — Bb5 + , 24. Kel — De2 mát. mmm^mmmmmmmmammmmmmmmm^mmmmm^m^m Bikarkeppnin í undirbúningi Bridgesamband tslands hefur ákveðið að Bikarkeppni sam- bandsins fari fram í annað sinn vikuna 19.—25. jan. 1975. Bikarkeppnin fer fram með þeim hætti að bridgefélögum eru send uppskrifuð spil (sömu spil um allt land) sem spiluð skulu í 10 para riðlum i sömu vikunni um allt land. Spilin eru tölvugefin af trúnað- armanni B.S.I., Jóni Gíslasyni, sem einnig reiknar út árangur keppninnar í tölvu. Nauðsynlegt er fyrir sérhvert félag eða hópa sem ætla að taka þátt í keppninni að hafa sérstak- an trúnaðarmann sem raðar spil- unum í bakka og getur hann ekki tekið þátt í keppninni. Þess skal sérstaklega getið að öllum bridge- félögum eða starfshópum hvar sem er á landinu er heimil þátt- taka án tillits til þess hvort þeir eru í B.S.l. eða ekki. Þátttökugjöld eru kr. 250 á mann eða kr. 500 á par og rennur allur hagnaður af keppni þessari óskiptur til unglingastarfsemi B.S.l. Á síðasta ári tóku á annað þús- Bridge eftir ARNÓR RAGNARSSON und manns þátt í þessari keppni og skal félögum sem vilja vera með að þessu sinni bent á að hafa samband við stjórn Bridgesam- bands Islands, pósthólf 256 Kópa- vogi, og verða þeim þá send öll gögn varðandi keppni þessa. Núverandi Bikarmeistarar B.S.Í. eru Jón Þorgilsson ogGrim- ur Thorarensen, Hellu, Rangár- völlum. Reykjavíkurmót- ið hefst 1 REYKJAVÍKURMÖTIÐ i bridge- tvímenningskeppninni hefst í dag og er spilað i Domus Medica. Spil- að verður i þremur lotum, tveim- ur á laugardag klukkan 13 og 20 og einni á sunnudag kl. 13. Rétt til þátttöku eiga 8 efstu pörin í meistaraflokki frá fyrra ári og 4 efstu pörin i fyrsta flokki. Einnig eiga Reykjavíkurfélögin fjögur rétt á að senda fjögur pör hvert í keppni þessa. I-flokkurinn er opinn öllum dag þátttakendum eins og undanfarin ár — enda þótt lögin kveði svo um að þátttakendur skuli vera i hlut- falli við meðlimafjölda hvers fé- lags. Á laugardeginum verður verð- launaafhending fyrir siðasta Reykjavíkurmót. Reykjavíkurmótið — sveita- keppnin — sem jafnframt er úr- tökumót fyrir Islandsmótið, verð- ur haldin fljótlega eftir áramótin og verður nánar tilkynnt um daga og þátttökustað siðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.