Morgunblaðið - 14.12.1974, Blaðsíða 40
Ronson
Electronic
gjöfin, sem
vermir
Taylor byrjaður að af-
plána fangelsisvistina
BREZKI togaraskipstjórinn Dick
Taylor kom til landsins s.l. mið-
vikudagskvöld. Knúði hann ð dyr
fangelsins í Síðumúla daginn
eftir, og kvaðst vera kominn til að
taka út 30 daga fangelsisdóminn,
sem hann fékk í sumar, eftir að
skip hans Forester H-86 var staðið
að veiðum innan 12 mflnanna.
Dick Taylor.
9 erlend til-
boð í Vest-
mannaeyjaskip
BORIZT hafa 9 tilboð í smíði
nýja Vestmannaeyjaskipsins
og hafa tilboðin verið opnuð.
Er nú unnið að þvi að kanna
tilboðin, en þau eru mjög
misjöfn bæði hvað varðar
verð, tilhögun og afgreiðslu-
tíma. Eru tilboðin öll erlend,
frá Japan, Spáni, Noregi og
Vestur-Þýzkalandi. Að sögn
Guðlaugs Gislasonar
alþingismanns formanns
stjórnar Vestmannaeyja-
skipsins verður niðurstöðu
að vænta í kring um ára-
mótin hvaða tilboði verður
tekið.
Hefur Taylor dregið til baka
áfrýjun á máli slnu til hæsta-
réttar, og stendur þvf dómur
undirréttar sem endanlegur
dómur. Dick Taylor mun þvf eyða
jólunum á tslandi.
Eins og menn rekur minni til,
stóð varðskipið Þór skuttogarann
Forester frá Hull að ólöglegum
veiðum innan 12 milnanna útaf
Hvalbak 19. júlí i sumar. Sinnti
togarinn ekki stöðvunarmerkjum
heldur sigldi af stað, en var
stöðvaður eftir mikinn eltingar-
leik og átta stöðvunarskot og
færður til Seyðisfjarðar. Voru afli
og veiðarfæri gerð upptæk og
Tayior dæmdur i 1200 þúsund
króna sekt og 30 daga fangelsi
vegna itrekaóra landhelgisbrota
við Island. Hann áfrýjaði dómn-
um. Á miðvikudaginn barst svo
skeyti til dómamálaráðuneytisins, p
þar sem Taylor dró áfrýjunina til
baka og boðar komu sína til ís-
lands. Jafnframt ákvað saksókn-
ari rikisins að áfrýja ekki, og er
máiinu þvi lokið.
Mótorbáturinn Verðandi á strandstað á Landeyjasandi f gær, en þá hafði ekki tekizt að ná honum á
flot þrátt fyrir ftrekaðar tilraunir vegna þess að dráttartaugar slitnuðu. Myndina tók Sveinn
Ingólfsson á Hvolsvelli, en um borð sjást nokkrir skipverjar vera að bauka frammi á hvalbak.
Samstaða
á Alþingi:
2000 milljónir króna
til Norður- og Austurvegar
Brunabótamat
hækkar um 50%
BRUNABÓTAMAT f Reykjavfk
mun hækka um 50% 1. jan. n.k.
en gildistfmi brunabótamats f
Reykjavfk er frá 1. jan. — 1. jan.
Þessi 50% hækkun á brunabóta-
mati miðast við mat frá fyrra ári
og endurskoðaða breytingu f
sumar.
15. okt. s.l. tók gildi nýtt bruna-
bótamat fyrir landsbyggðina og
var þar um 53% hækkun að ræða.
FJÁRHAGS- og viðskipta-
nefnd neðri deildar Al-
þingis hefur skilað sam-
hljóða áliti um frumvarp
til laga um happdrættislán
til framkvæmda við
Norðurveg, sem Eyjólfur
Konráð Jónsson o.fl. flytja.
Umræður í deildinni bentu
og til þess að þar næðist
algjört samkomulag um
málið, með þeim breyt-
ingum, er nefndin leggur
til. Breytingarnar fela það
í sér, að heildarfjár-
hæð happdrættisútboðsins
hækki úr 1200 milljónum í
2000 milljónir króna. %
hluti fjárhæðarinnar fer til
að greiða kostnað við gerð
Norðurvegar, milli Reykja-
víkur og Akureyrar, og Í4
til Austurvegar, frá
Reykjavík um Suðurland
og til Egilsstaða. Fyrirsögn
frumvarpsins breytist í
samræmi vió þetta, þannig,
að við heiti frumvarpsins
bætist orðið Austurvegur.
Þar sem frumvarp þetta
hefur vakið mikla athygli,
ekki sízt á Norður- og
Austurlandi, og snertir
jafnframt samgöngumál
Vesturlands og Vestfjarða,
verða umræður um málið
raktar lauslega á þingsíðu
blaðsins, væntanlega á
morgun.
Stálvík semur um
smíði 2ia skuttogara
SKIPASMlÐASTÖÐIN Stálvfk f
Arnarvogi hefur nú gengið frá
samningi á tveimur nýjum skut-
togurum og á annar að afhendast
eftir 15 mánuði, en hinn eftir 25
mánuði. Togararnir verða byggð-
ir fyrir Einar Ólafsson og fleiri á
Súgandafirði og Sæfinn h.f. f
Reykjavfk. Bæði eru skipin svip-
uð hinum nýja skuttogara
Runólfi frá Grundarfirði, sem ný-
lega var afhentur f Stálvfk, nema
hvað þau verða 4 metrum lengri.
Kostnaðarverð skipanna er áætl-
að 330 millj. kr. á öðru skipinu,
en 360 millj. kr. á hinu og liggur
verðmismunurinn f útbúnaði
skipanna.
Morgunblaðið náði tali af Jóni
Sveinssyni forstjóra Stálvíkur i
gær og spurði hann hvort það
væri rétt, að búið væri að ganga
frá samningum skipanna. Jón ját-
aði, að það væri rétt, og sagði
íslendingar hafa ekhi fengið stærri
hlut í heildarfiskaflanum
MATTHlAS Bjarnason, sjávarútvegsráðherra,
greindi frá þvf í samtali við Morgunblaðið í gær,
að hlutdeild Islendinga í heildarfiskaflanum hér
við land hefði frá árinu 1970 aðeins aukizt úr
57,0% í 58,9% þrátt fyrir útfærslu landhelginnar.
Ráðherrann sagði aðspurður, að útfærsla land-
helginnar 1972 hefði ekki leitt til þess, að íslend-
ingar hefðu fengið stærri hlut fiskaflans, sem
veiddur er hér við land. Frá 1970 til 1972 hefur
heildarfiskaflinn á lslandsmiðum minnkað um
140 þúsund lestir.
Ráðherrann sagði, að þegar litið væri á tölur
um heildarafla á Islandsmiðum bæði innan og
utan fiskveiðimarkanna kæmi f Ijós, að hann
hefði verið 820 þúsund lestir árið 1970, árið 1971
hefði hann verið 801 þús. lest, árið 1972 hefði
aflinn verið 687 þús. lestir og fyrsta heila árið
eftir útfærsluna, árið 1973, hefði hann verið 678
þús. lestir, en tölurnar fyrir það ár væru bráða-
birgðatölur alþjóða hafrannsóknarráðsins. Þessar
tölur væru og miðaðar við þorsk og aðra botnlæga
fiska.
Um sóknina á miðin sagði ráðherra, að engar
tölur væru fyrir hendi enn um sókn okkar sjálfra
á árinu 1973, en enginn vafi væri á því, að um
sóknaraukningu væri að ræða, þó að hún væri
sennilega ekki jafn mikil eins og fjölgun skut-
togaranna gæfi til kynna. Margt benti hins vegar
til þess, að sókn Breta og Vestur-Þjóðverja hefði
minnkað við útfærslu landhelginnar. Ráðherrann
sagði ennfremur, að reikna mætti með svipaðri
heildarsókn á miðin öll þessi ár. Hér væri því um
að ræða dapurlega niðurstöðu, þai^sem aflinn
hefði á þessum árum minnkað um 140 þúsund
lestir.
Aðspurður um hlutdeild erlendra þjóða í veið-
um hér við land sagði sjávarútvegsráðherra, að
Framhald á bls. 22
Matthías Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra.
síðan, að annar aðilinn, Einar
Ölafsson og fl. á Súgandafirði,
væri búinn að fáallarþær staðfest
ingar, sem með þyrfti til að geta
hafið smíði skipsins.og hinn aðil-
inn, Sæfinnur h.f. í Reykjavík,
vonaðist til, að fá bréflega stað-
festingu fljótlega. Þá sagði Jón:
„Það hefur gengið mjög fljótt
fyrir sig að koma þessum samn-
ingum i gegn og ef þetta mætti
taka sem tákn um það, að maður
gæti i framtíðinni skipulagt verk-
in minnst 2 ár fram I tímann, þá
væri það mjög þýðingarmikið at-
riði fyrir þróun íslenzkra skipa-
smíða. Nútimaiðnaður krefst
þess, að það sé ætíð horft nokkuð
til framtíðarinnar. Ef það er ekki
gert, þýðir ekkert að tala um að
standast samkeppni við þróaðar
iðnaðarþjóðir. Öll þessi mál tel ég,
Framhald á bls. 22
Hafrúnarslysið:
Lítið loft í
gúnuníbátniim
1 GÆR var ekki búið að rannsaka
brakið, sem talið er vera úr
Hafrúnu BA, en gúmmf-
björgunarbáturinn sem fannst á
reki með litlu lofti f, var merktur
bátnum sem var f róðri frá Kefla-
vfk. Þá er einnig verið að kanna
hvort hugsanlegt sé, að olfuskip á
leið í Hvalfjörð hafi siglt niður
bátinn.