Morgunblaðið - 14.12.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974
7
íslenzk þjóðlög, safn séra
BjarnaÞorsteinssonar
Þjóðháttðarútgáfa
Siglufjarðarpren tsmiðju
bætir úr brýnni þörf
íslenzk þjóðlög, safn séra
Bjarna Þorsteinsonar, hefur nú
verið gefið út I annað sinn fyrir
jslendinga. i fyrra skiptið var það
gefið út árið 1909 af Carlsberg-
sjóðnum, en I marga áratugi hefur
þessi sérstæða bók verið svo til
ófáanleg. Nú hefur Siglufjarðar-
prentsmiðja bætt þar úr á myndar-
legan hátt, en forstjóri hennar er
Sigurjón Sæmundsson. jslenzk
þjóðlög eru nú gefin út á þjóð-
hátfðarárinu f sérstakri hátfðarút-
gáfu með merki þjóðhátfðarinnar
og áritun 1100 eintaka f
númerunum 874—1974, eða ein
bók á hvert ár byggðar f landinu.
Séra Bjarni Þorsteinson til-
einkaði þjóðlagasafnið f fyrri út-
gáfunni minningu tengdaföður
sfns, Lárusar Blöndals, sýslu-
manns á Kornsá, en þessi þjóð-
hátfðarútgáfa er algjörlega eins og
fyrri útgáfan, þvi hún er Ijósprent-
uð upp úr þeirri fyrri. Stafsetning
öll og frágangur hefur þvf sama
svip og Carlsbergútgáfan.
Með starfi sfnu við söfnun
fslenzkra þjóðlaga f þessa bók
vann séra Bjarni feikilega merki-
legt menningar- og björgunarstarf.
því ella eru allar Ifkur á að margt
hefði farið forgörðum með breytt-
um tfmum upp úr aldamótunum
þegar þjóðin gekk inn i nútimann.
Þessi bók séra Bjarna er ein af
dýrgripum islenzkra bókmennta
bæði fyrir þá sem vilja kynnast
þjóðlegri tónlist og einnig þeim
sem unna fslenzkum menningar-
arfi. Þjóðlögin hafa verið sungin
og kveðin f gegn um allar aldir
jslandsbyggðar; á skammdegis-
vökum sem sumarnóttum hefur
hver kynslóð af annarri lært þau
og geymt sér f minni og f dag eru
þau lifandi kjarni fslenzkrar þjóð-
legrar tónlistar og þetta mikla
verk er engin smásmfði, um 1000
blaðsfður að stærð.
Siglufjarðarútgáfan er f
vönduðu bandi og hin glæsileg-
asta bók, sem auðséð er að mikil
alúð og rækt hefur verið lögð við.
Ragnar Páll listmálari hefur gert
kápumynd og er hún af lýsis-
lampa. Er það táknrænt, þvf við
koluljós hafa íslenzku þjóðlögin
verið sungin lengst af. Einnig er
teikning eftir Ragnar Pál af séra
Bjarna á kápunni. Bókin er f mjög
látlausu og stflhreinu bandi, enda
kvaðst Sigurjón Sæmundsson
álíta það eðlilegastan búning utan
um hin stflhreinu og einföldu
fslenzku þjóðlög. Vegna ófærðar á
Norðurlandi hefur dregist nokkuð
að dreifa bókinni, en hún er
væntanleg f bókabúðir f Reykjavfk
og nágrenni eftir helgina. Sjóleiðis
hefur henni verið dreift frá Siglu-
firði til nálægra staða.
Á 25 ára tfmabili, eða frá
1880-—1905, safnaði séra Bjarni
fslenzku þjóðlögunum með ferð-
um vfða um og ærinni fyrirhöfn og
ritgerðirnar sem segja frá söfnun-
inni og lögunum eru samdar á
sama tfma. I formála bókarinnar
segjr séra Bjarni m.a :
Þar eð þetta má heita hin fyrsta
tilraun til þess að rita fslenzka
söngsögu, að rita um fslenzk þjóð-
lög og hinar ýmsu tegundir þeirra,
eðli og einkenni og að gefa út
nokkurn veginn fullkomið safn fs-
lenzkra þjóðlaga, þá gefur að
skilja, að við töluverða erfiðleika
hefur verið að strfða, þar sem lítið
og ósamstætt efni var fyrir hendi
til að byggja á. Getur því tæplega
hjá þvf farið, að ófullkomleikar
finnist á ritsmfð þessari og safninu
f heild sinni og munu sanngjarnir
dómarar meta það svo sem við á. í
þessu efni sem öðrum, og jafnvel
frekar en f öðrum efnum, getur og
sitt sýnzt hverjum t.d. hvað taka
skuli í slfkt safn og hvað ekki. Jeg
Tvtti ____ _
„ur* «r -rP L» býwyv- fm-.. Vi.lir haæ.. "‘".r h.«n-
T""' , t . - I 1 . 1
. > i i I 3 5 . i I - í V & 1 w 1
1*,r r.«h..r Iok'.«m
j&’ * * * * 1 * * * t \rM • • I ' '
¥ -i 'l.yrk.. •**»«.
^ • • ' r | 2 i i \ 1 11
™ h’rjll„ lóftm«o«.» fr.«*
pefla er ún efa hifi almennasU þjó&U* *
sewa að na,lun, hveri mannsbam M ™
er iafnvel eim alnmnnara en Islanil. f«r»
b_„,. lei&ir þaö. j<U hef heyrt !«&'» "W»&ur- •M,r
jíp hef nnkkur I'JúMO*
11ví úvullt sung» þaiinig. að emn ->np,r '• »
•i vLirð en ullir luka untlir Ivi-eðu þrirmlilað v|.l.r ru.l.l-
Ll in u LL. ..... "efur I
Sstrrl-sBb:
„ns Ió„r » •'< '»i« 4kl""",íl
Asa gekk um slræU.
•<oto Tmtti. Sol...
Á, - , pekk ..... Hlnrli F.rvel. n.y. Il.-yrö h.u, fnyur I*. . j
mÉE955SmWBS&É
\» sikil - ey; mpri.ni Ijnldum slúpu |«.-ir ...nlir Sán.-ev
I’annig er li.RÍð i safni Berggrcens og er þj,5 hang.ið
foinift fni I*. (iuðjolilisuu. I'ella Ing og L.giB við (jjafur
-id nieð bj.'.riMim fr.mi mi þau einn Ivö nf l..gmiiim i
afm tíerggre. iis. >.-m imU., bvilu ulimmn ú íslnmti enn i
!ag. Lagið vifi A' ina.Hpegi I heyrist .-Irrnig , nn n s|..k,i
tað.
Ásukvu'fii .-r eilt af Uenzkum funikva'ðuin.
■Sanian við þetta Ing mú bera Ingið: Ása gekk ir.u
trarti. | uefi kuri <« pi | . seni m.l.mð . r .iðnini -l.,'
Tvö sýnishorn af þjóðlögum
úr safni séra Bjarna.
listasp
rang
Eftír
Arna Johnsen
hef haft fyrir reglu að taka inn f
safnið allt, smátt og stórt, sem jeg
náði f og með nokkru móti gat
talizt til fslenzkra þjóðlaga eða
sem gat orðið til þess, að efla og
útbreiða þekkinguna á þessum
fræðum. Og þótt sumir kunni að
telja það ókost, þar sem safnið
einmitt fyrir það verði miklu
stærra, dýrara og óaðgengilegra,
þá munu þó aðrir, og þeir fleiri,
telja það rjett ráðið að taka allt
með, smátt og stórt, og sem flest-
ar tilbreytingar laganna, svo safn-
ið verði sem fullkomnast. En sfðar
meir geta þeir, sem vilja, gert
útdrætti úr safni þessu og gefið út
svo mörg eða fá lög, sem þeir
vilja, og útsett þau á einn eða
annan hátt eptir eigin geðþótta.
Þetta safn, er jeg hef reynt að
gjöra sem vandaðast og fullkomn-
ast, verður þá eins og nokkurs
konar forðabúr, sem úr má taka
og hagnýta sjer eptir vild og þekk-
ingu.
Þá segir séra Bjami f upphafi
inngangs bókarinnar:
Þegar talað er um þjóðlög ein-
hverrar þjóðar, er með þvf átt
bæði við þau lög, sem að öllu leyti
hafa myndazt hjá þjóðinni, án
þess nokkur geti bent á stund eða
stað, er lagið hafi myndazt, og
einnig þau lög, sem þjóðin hefur
algerlega gert að sinni eign, með
þvf að hafa þau lengi og iðuglega
um hönd og setja á þau sinn ein-
kennilega blæ, jafnvel þótt lögin
sjeu upprunalega utan að komin.
Mörg þjóðlög hafa verið ákaf-
lega lengi að myndast, og hafa
tekið margskonar breytingum; en
aptur hafa sum þeirra myndazt á
skömmum tfma og svo Iftið
breytzt úr þvf. Sumum lögum er
miklu hættara við þvf en öðrum,
að taka sífelldum breytingum,
löngum og erfiðum lögum miklu
hættara við þvi en stuttum og
Ijettum lögum. Sum þjóðlög ferð-
ast úr einu landi í annað, eins og
þegar þjóðflokkar flytja sig; er það
þá stundum, að lagið gleymist f
hinu upprunalega heimkynni þess,
en festir rætur f hinu nýja landi,
og verður þar reglulegt þjóðlag. Á
margan hátt getur þetta breytzt.
og er ákaflega mikil fyrirhöfn að
rekja slfk ferðalög laganna og
rannsaka allar þær breytingar,
sem þau taka, eptir þvf, sem
tfmarnir Ifða.
Þessi teikning af séra Bjarna
prýðir kápu bókarinnar.
Keflavik — nágrenni Bandaríkjamaður með 2 börn óskar eftir 2ja—4ra herb. íbúð. Upplýsingar i síma 7142 Kefla- vikurflugvelli. Fiat 127 '74 Til sölu Fiat 127, ekinn 11000 km. Uppl. eftir kl. 1 í dag i sima 52129.
Frá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar Umsóknir til nefndarinnar eru i simum Málfríður 52268, Hera 51 386, Þorbjörg 51 746. Atvinnurekendur— Fyrirtæki Tek að mér vélritun heim, hef rafmagnsvél, fljót og góð vinna. Upplýsingar i sima 71387. Geymið auglýsinguna.
Alfreð Flóki Mynd 70x100 cm til sölu, ef við- unandi boð fæst. Þeir, sem hafa áhuga sendi tilboð til Mbl. merkt: „Mynd 585—8792” fyrir þriðju- dagskvöld 17. des. Nokkur ný sófasett til sölu. Sedrus s.f., Súðarvogi 32, simar 84047 og 30585.
Ráðskonustaða óskast i Reykjavik. Upplýsingar i sima 81 965. Úrbeinaðir svínabógar kr. 965,-. Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, Reykjavik, simi 35020.
Gunnhildur kógamóðir (Sofðu rótt) í gobelini og mynd- flosi. Fallegir saumakassar. Kærkomnar jólagjafir. Hannyrðaverzl. Erla, Snorrabr. 44, s: 14290. Antik myndarammar og útsaumsefni i þá. Kaffipoka- og eldspýtustokka- hulsutr. Hentugar jólagjafir. Hannyrðaverzl. Erla, Snorrabr. 44, s: 14290.
Innrömmun á handavinnu. Erlendir ramma- listar. Matt gler. Fljót lafgreiðsla. Hannyrðaverzl. Erla, Snorrabr. 44, s: 14290. Til sölu Datsun 1 00 A árgerð 1 974. Upplýsingar hjá Sveini Egilssyni, simi 85100.
Getum bætt við okkur innréttingasmiði ásamt alls konar sérsmíði. Sýningareldhús á staðn- um. BIRKIS.F. Hjallahrauni 10, Hafnarfirði, simi 51402. Jólatré Jólatrén koma um helgina með Grundarfossi ný högginn, sigræn og sáldfri. Jólatréssalan Drápuhlið 1.
Til jólagjafa glæsilegt úrval af hannyrðavörum. Margt á gömlu, góðu verði. Nýkomnir fileraðir dúkar og plus- dúkar. Hannyrðaverzl. Þuriðar Sigur- jónsd., Aðalstræti 12. Til sölu söluturn i gamla bænum í fullum rekstri. Til afhendingar nú þegar. Upplýsingar i sima 33040 eftir kl. 7.
RowenlA
Hárþurrku-
hettan
Löng snúra með 3 hita-
stigum.
VALIÐ ER
VANDALAUST
Glœsileg 1000 bls. búk urn söngsögu þjóðarinnar