Morgunblaðið - 14.12.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1974, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 251. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fundur utanríkisráðherra íslands og V-Þýzkalands: Ákveðið að halda áfram samkomulagstilraunum EIM A R A viictccnn utanrfkicráð. I tals hans við Genscher. en Þeir EINAR Ágústsson utanríkisráð- herra ræddi við utanríkisráð- herra V-Þýzkalands, Hans Dietrich Genscher, sl. fimmtu- dag, svo sem fram kom ( Morgun- blaðinu ( gær og urðu þeir þar ásáttir um að halda áfram til- raunum til að leysa landhelgis- deiluna. Siðar skýrði Einar Ágústsson utanríkisráðherra fundi Atlantshafsbandalagsríkj- anna frá deilum lslendinga og Þjóðverja og fyrirætlunum Is- lendinga um að færa fiskveiðitak- mörkin út i 200 sjómilur fyrir árslok 1975 — og að fundinum loknum ræddi hann við dr. Joseph Luns, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og tjáði honum, að Islendingar litu svo á, að mál þetta kæmi bandalaginu við. Lét framkvæmdastjórinn ( Ijós áhuga sinn á að stuðla að viðunandi lausn málsins. Morgunblaðið hafði samband við Einar Agústsson í Briissel i gær og innti hann eftir efni sam- Lýðveldi á Möltu Valletta, 13. des. Reuter. EYJAN Malta varð lýðveldi í kvöld þegar landstjórinn, Sir Anthony Mamo, vann emb- ættiseið sem fyrsti forseti eyjunnar. Þingið hafði áður samþykkt þrjár nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá, sem hefur verið í gildi siðan Bretar veittu Möltu sjálfstæði 1964. Dom Mintoff forsætisráð- herra hefur lýst því yfir, að sjálfstæði Möltu hafi engin áhrif á aðild eyjunnar að brezka samveldinu. tals hans við Genscher, en þeir hittust að máli, áður en fundahöld hófust á fimmtudag. Ráðherra kvað þá hafa rætt um landhelgisdeiluna og hvort nokk- ur leið væri að leysa hana. Þeir hefðu orðið ásáttir um að athuga hvor hjá sér, hvort nokkur mögu- leiki væri á að breyta afstöðunni. „Ég sagði honum strax, sagði Einar Ágústsson, að frá okkar hálfu kæmi ekki til greina að frystitogararnir fengju veiðileyfi, en hann vildi engu að siður að við hefðum það i huga að leysa deil- una og leituðum samkomulags- leiða.“ Ráðherra sagði aðspurður um, hvort þeir hefðu rætt löndunar- bannið, að Genscher hefði einung- is sagt, að það hefði verið talin nauðsynleg gagnráðstöfun af þeirra hálfu vegna togaratökunn- ar á dögunum. Ekki hafði verið neitt ákveðið um frekari viðræð- ur, hvar, hvernig eða hvenær þær gætu orðið, en ráðherrarnir komu sér saman um að hafa samband Framhald á bls. 22 BRATTELI KVÍÐINN Trygve Bratteli forsætisráð- herra hlýðir áhyggjufullur á svip á umræðurnar f Stórþing- inu, er hefðu getað orðið honum að falii. Aftast til vinstri er Reidar T. Larsen, foringi kommúnistaflokksins, sem lýsti þvi yfir, að hann mundi greiða atkvæði gegn áformum stjórnarinnar um að kaupa hlutabréf af álhringn- um Alcan til að tryggja sér helming þeirra. Mðflokkurinn bjargaði stjórn Trygve Bratteli Ösló, 13. desember, NTB. Reuter. ÞINGMENN Miðflokksins af- stýrðu stjórnarkreppu í Noregi og björguðu stjórn Trygve Brattelis forsætisráðherra þegar þeir ákváðu ( kvöld að leggjast ekki gegn áformum stjórnarinnar um kaup á hlutabréfum af kanadfska álhringnum Alcan f fyrirtækjun- Ráðherrafundi lokið: Efnahagsmálin talin ógna öryggi NATO Brussel, 13. desember. Reuter. AP. NTB. UTANRlKISRÁÐHERRAR að- ildarrfkja NATO voru sammála Henry Kissinger, á blaðamanna- fundi eftir ráðherrafund NATO. um það á fundi sfnum f Briissel er lauk f dag, að kvfðvænlegt ástand í efnahagsmálum væri ein alvar- legasta hættan, sem steðjaði að bandalaginu. Enginn kunni lausn á vandan- um en allir lögðu áherziu á nauð- syn náinnar samvinnu f efnahags- málum og orkumálum. Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, sagði á blaðamannafundi eftir fund utan- ríkisráðherranna, að ef efnahags- ástandið versnaði ennþá meir gæti það leitt til pólitískrar ólgu, sem gæti veikt varnargetu banda- lagsins. Framkvæmdastjóri NATO, Joseph Luns, gekk svo langt að halda því fram, að mesta ógnunin við bandalagið væri ástand efna- hags- og orkumálanna, ekki Sovét- ríkin. Utanríkisráðherrarnir hafa orð- ið sammála um vissar ráðtafanir til að koma af stað viðræðum við oliuframleiðslulönd Araba og til Framhald á bls. 22 Joseph Luns, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi f gær. um A—S Ardal og Sunndal Verk. 1 atkvæðagreiðslu seinna í kvöld samþykkti Stórþingið með 86 atkvæðum gegn 69 kaupin á hlutabréfunum og þar með var stjórninni borgið. Það eina, sem kom á óvart f atkvæðagreiðslunni, var, að Finn Gustavsen, foringi Sósfalistfska kosningabandalagsins, (SV) greiddi atkvæði með stjórninni einn allra þingmanna flokkksins. Gustavsen hvarf úr þinghúsinu eftir atkvæðagreiðsluna og vildi ekkert láta hafa eftir sér um stefnubreytingu sína. Formaður SV, Stein Örnhöi, neitaði þvi aó afstaða Gustavsen mundi draga dilk á eftir sér í flokknum. Erland Steenberg, þingleiðtogi Miðflokksins, kvaðst hafa skipt um skoðun að ákveðið að styðja stjórnina vegna yfirlýsinga ráð- herra um málið. Hann sagði, að þingmenn flokksins gætu kosið eftir sannfæringu sinni i málinu. Verkamannaflokkurinn hefur 62 þingmenn af 155 og Miðflokkur- inn 22 en fimm þingmenn borgaraflokkanna höfðu lýst yfir stuðningi við tillögu Brattelis. Borgaraflokkarnir voru á móti frumvarpinu vegna þess, að Alcan biður um 62 milljónir doll- ara fyrir 25% hlutabréfanna sem stjórnin ætlar að kaupa nú en greiddi 50 milljónir dollara fyrir 50% sem stjórnin seldi 1966. Að sögn fréttaritara Mbl. í Ösló er ekki óliklegt, að Per Borten fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum leiðtogi Miðflokksins hafi haft úrslitaáhrif i þessu máli. Hann lýsti því yfir strax á mánu- daginn, að hann gæti vel sætt sig við fyrirhugaða samninga við Alcan og siðan hefur hann fengið nær alla þingmenn flokksins með sér. Bratteli forsætisráðherra lýsti þvi yfir i umræðum Stórþingsins, að stjórn sin stæði eóa félli með Framhald á bls. 22 Olían hækkar Vin, 13. desember. AP. HELZTU olíuútflutningslönd heimsins samþykktu i dag að hækka gjöld sfn um 38 cent á tunnuna, eða tæp 4%. En þegar aðalfulltrúi Irans var að þvf spurður hvort þetta hefði f för með sér verðhækkun fyrir neytendur sagði hann, að það fari eftir því hvað olfufélögin gætu tekið mikið á sig af þessum hækkunum. Jafnframt var samþykkt í lok ráðstefnu Samtaka olfuút- flutningsrfkja (OPEC) ein- hliða olfuverðhækkun, sem rfkin við Persaflóa hafa ákveðið. transki aðalfull- trúinn Jamshid Amouzegar, sagði, að ekki hefði verið hægt Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.