Morgunblaðið - 14.12.1974, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974
— Efnahagsmálin
Framhald af bls. 1
að koma til leiðar nánari sam-
vinnu olíuneyzlulanda.
Þrátt fyrir ágreining Frakka og
Bandaríkjamanna í þessum efn-
um var dr. Kissinger bjartsýnn og
taldi horfur á samkomulagi i við-
ræðum Valery Giscard d’Estaing
forseta og Gerald forseta á Mart-
inique um helgina.
Kissinger kvaðst hafa skýrt Hin-
um ráðherrunum frá ástandinu í
Miðausturlöndum. Þótt hann var-
aði við því að það gæti haft alvar-
tegar afleiðingar fyrir heimsfrið-
inn ef ástandið þar versnaði var
hann bjartsýnn á að takast mætti
að finna friðsamlega lausn.
Kissinger hefur átt nokkra
fundi með utanríkisráðherrum
Grikklands og Tyrklands um
Kýpurdeiluna og á blaðamanna-
fundinum lagði hann áherzlu á,
að hann væri bjartsýnni á lausn
deilunnar en áður en hann kom
til Briissel.
— Olían
Framhald af bls. 1
að neyða Persaflóarfkin til að
hverfa frá þessari hækkun.
Amoúzegar sagði, að full-
trúarnir á ráðstefnunni hefðu
samþykkt í aðalatriðum þá
ákvörðun að auka tekjur aðild-
arríkjanna af olíu 1 samræmi
við hina auknu verðbólgu I
iðnvæddum löndum.
Olíusérfræðingar áætla, að
sú einhliða olluverðhækkun,
sem fulltrúar Saudi Arabíu,
Qatar og Arabiska furstasam-
bandsins ákváðu á fundi 1 Abu
Dhabi f síðasta mánuði, jafn-
gildi þvl, að árlega muni olíu-
framleiðendur fá 1.5 milljarð
dollara til viðbótar frá olfu-
neytendum.
Samkvæmt gildandi verð-
lagskerfi hafa löndin tekið
9,74 dollara í gjöld af hverri
olíutunnu. Samkvæmt sam-
komulaginu í dag hækka
gjöldin í 10,12 dollara og
hækkunin tekur gildi 1. jan.
Þar við bætist framieiðslu-
kostnaður og annar kostnaður
þannig, að verðið á tunnuna
verðu 10,73 dollarar i stað
10,35 dollara nú.
Samkomulag er um að koma
á einu verðlagskerfi í stað
flókins kerfis, sem hefur gilt
hingað til. Með hinu nýja kerfi
vilja olíuframleiðslurfkin
draga úr hagnaði olíufélag-
anna, sem þau telja óeðlilega
mikinn.
— Samkomulags-
tilraunir
Framhald af bls. 1
hvor við annan fyrir milligöngu
utanríkisþjónustunnar.
Aóspuröur hvort aðrir ráðherr-
ar á fundinum hefðu gert fisk-
veiðideiluna að umalsefni, kvað
Einar Agústsson ekki vera.
Fundurinn á fimmtudag var
haldinn fyrir luktum dyrum og
snerist að sögn ráðherra fyrst og
fremst um efnahagsvandamálin
og olíukreppuna. „Við hinir kom-
umst ekki að fyrr en undir lokin,
en þá gerði ég fundinum grein
fyrir því, að við myndum færa
fiskveiðilögsöguna út í 200 sjómíl-
ur fyrir árslok 1975. Ennfremur
minntist ég á þessa deilu við Þjóð-
verja og átti síðan fund með dr.
Josep Luns, þar sem við ræddum
um, að NATO mundi vita af þessu
máli, að minnsta kosti ég skýrði
honum frá deilunni og sagði, að
við Islendingar litum svo á, að
þetta væri NATO-mál — og
bandaiagið gæti e.t.v. stuðlað eitt-
hvað að því að leysa þessa deilu
okkar, — og hann tók vel í að vera
til aðstoðar,“ sagði Einar Ágústs-
son að iokum. Hann er væntanleg-
ur heim á sunnudag.
— Miðflokkurinn
Framhald af bls. 1
þessu máli. „Við skulum ekki
gera okkur hlægilega í augum
þjóðannnar," sagði Bratteli.
Bratteli lagði áherzlu á, að
stjórnin teldi hlutabréfakaupin
nauðsynlega ráðstöfun til þess að
fá ytwumsjón með áliðnaðinum.
Hann sagði, að samningarnir við
Alcan væri góðir og bað þingið að
samþykkja þá, ekki til að gera
stjórninni heldur áliðnaðinum
greiða.
Hann lagði áherzlu á, að stjórn-
in mundi fá meirihluta í fyrir-
tækjunum og að dregið yrði úr
áhrifum kanadiska álhringsins.
Fréttaritari Mbl. í Ósló, Agúst
Jónsson, skrifar:
Umræðurnar um Alcan-
samninginn hófust i Stórþinginu
kl. 10 f.h. og var almennt ekki
búizt við því, að fyrri yfirlýsingar
flokkanna mundu breytast við
umræðurnar. Málið virtist komið
í sjálfheldu og dagar Trygve
Brattelis sem forsætisráðherra
virtust taldir.
Þó var vitað, að innan Mið-
flokksins voru uppi raddir um, að
það þjónaði engum tilgangi að
fella stjórnina á þessu máli. Kl.
15.00 var gert hlé á umræðum og
fram til kl. 18 sátu þingmenn Mið-
flokksins á fundi. Að honum lokn-
um kom í ljós, að ríkisstjórnin
hafði fengið meirihluta í Alcan-
málinu á síðustu stundu.
Á sama tíma sátu þingmenn
Kristilega þjóðarfiokksins á
fundi. Þeir ræddu þó ekki Alcan-
málið sjálft heldur stjórnarmynd-
un. Um það hafði verið rætt bak
vió tjöldin, að Hægri flokkurinn,
Miðflokkurinn og Kristilegi
þjóðarflokkurinn mynduðu nýja
ríkisstjórn og yrði hún þá væntan-
lega undir forsæti Lars Korvalds
úr Kristilega þjóðarflokknum.
Þegar þingmenn Miðflokksins
lýstu því síðan yfir, að þeir
myndu styðja stjórnina í málinu,
varðuppi fótur og fit í Stórþing-
inu. Almennt voru þingmenn
ánægðir með þessa lausn því i
rauninni vildi enginn fella rikis-
stjórnina. Þvi er líklegt, að Mió-
flokkurinn standi nú með pálm-
ann í höndunum að þessu sögu-
lega máli loknu.
Sósialistíska kosningabandalag-
ið (SV) hefur stutt stjórnina í
flestum stórmálum undanfarið
eða fram aó umræðunum um
Alcan. 1 því máli mætti stjórnin
harðastri andstöðu frá SV og hætt
er við þvi, að samvinna Verka-
mannaflokksins og SV versni
mikið frá því sem áður var.
Góð samvinna hefur einnig ver-
ið á þingi milli borgaraflokkanna.
En þar sem Miðflokkurinn skarst
úr leik í atkvæðagreiðslunni um
Alcan og veitti stjórninni stuðn-
ing sinn verður afleiðingin örugg-
lega sú, að gagnkvæmt traust
borgaraflokkanna bíður alvarleg-
an hnekki.
13. desember 1966 seldi norska
ríkið Alcan-álhringnum frá
Kanada 50% hlutabréfa í fyrir-
tækinu AS. Árdal og Sunndal
Verk, einhverjum stærstu álverk-
smiðjum Evrópu. Nú, nákvæm-
lega átta árum síðar, 13. desem-
ber 1974, hefur norska stjórnin
fengið leyfi til að kaupa 25%
hlutabréfanna aftur.
Þetta hefur kostað mikil átök
og miklar væringar á vettvangi
norskra stjórnmála. En hvað
ríkisstjórn Brattelis snertir varð
þessi dagur ekki eins langur
föstudagur og allt leit út fyrir í
morgun.
— Jarðýta
Framhald af bls. 2
skipinu, síðan var jarðýtunni ekið
út að því, og skipsmenn stukku
niður á þak hennar, en þeir voru
11 aó tölu. Á þennán hátt komust
þeir á þurrum fótum í land. I
fyrrinótt var hvöss sunnanátt a
strandstaðnum og nokkurt brim.
Við það færðist Verðandi nær
landi. Báturinn stendur réttur í
fjörunni og er honum engin hætta
búin, svo framarlega, að hann
grafist ekki í sandinn. Björgunar-
skipið Goðinn mun nú vera komið
á strandstað og um leið og veður
lægir og komin er norðanátt
verður reynt að draga bátinn út.
Skipverjar Verðanda fóru allir í
fyrrinótt upp á Hvolsvöll, þaðan
fóru svo 6 þeirra til Reykjavikur,
en 4 urðu eftir og bíða eftir veðri
til björgunar.
— Hrossaþjófar
Framhald af bls. 2
Viðurkenndu þeir við yfir-
heyrslur stuld á 9 hrossum. Auk
þess viðúrkenndu þeir marga
þjófnaði af öðrum toga. 4 hross
drápu þeir á víðavangi með 10
skota skammbyssu, sem fannst
heima hjá öðrum mannanna. M.a.
slátruðu þeir 4ra vetra meri, fyl-
fullri. Kjötið seldu þeir. Hross-
unum stálu þeir í Vatnsenda-
landi, við Geitholt, á Kjalarnesi
og I Rangárvallssýslu. Vngri
maðurinn átti þátt í að stela 5
hrossum en sá eldri 9. Eigendur
hafa fundizt að öllum hestunum
nema steingrárri meri með
stjörnu, líklega um 4ra vetra, sem
er í vörzlu rannsóknarlögregl-
unnar í Hafnarfirði.
Hrossaþjófnaður í stórum stíl
mun ekki hafa komizt upp á Is-
landi i tugi ára, að sögn Sveins
Björnssonar rannsóknarlögreglu-
manns í Hafnarfirði.
— Átti ekki. . .
Framhald af bls. 2
um til vanvirðu eða álitshnekk-
is eða varpað getur rýrð á það
starf eða starfsgrein, er hann
vinnur við.“
Varla fer á milli mála, að
áður tilfærð ummæli Braga
Jósepssonar séu likleg til að
varpa rýrð á viðkomandi starfs-
grein, auk þess sem rök skortir
fyrir þeim staðhæfingum, að
ráðamenn menntamála „standi
gegn úrbótum” og að starfsemi
þeirra sé einungis til „niðurrifs
og þjóðfélagslegrar óþurftar".
Þann 10. október s.l. ritaði
Bragi Jósepsson menntamála-
ráðherra bréf þar sem krafist
er „opinberrar rannsóknar á
störfum og starfsháttum
menntamálaráðuneytisins."
Þetta bréf var jafnframt sent
forsætisráðherra til áherslu.
Kröfu um rannsókn hafði hann
áður sett fram munnlega og
hann áréttaði hana einnig sið-
ar.
1 nefndu bréfi lætur bréfrit-
ari þess getið, að hann hafi „að
sjálfsögðu“ virt skoóun yfirboð-
ara sins að vettugi og unnið
tiltekin störf „í óþökk þess sem
valdið hafði“.
I skipunarbréfi Braga Jóseps-
sonar segir m.a.: „Hann skal
vera yfirmönnum sinum trúr
og hlýðinn — —“. Hin tilvitn-
uðu ummæli úr bréfi Braga
Jósepssonar samrýmast ekki
þessum fyrirmælum.
Hinn 15. október var lögð á
borð ráðherra skýrsla, talin gef-
in út af menntamálaráðuneyt-
inu, 86 bls. Hafði hún verið
fjölrituð og henni dreift til
200—300 aðila án vitundar ráð-
herra og ráðuneytsstjóra. 1
skýrslu þessari felst gróf ádeila
á menntamálaráðuneytið og
nafngreindan starfsmann þess.
Bragi Jósepsson ritar formála
að skýrslu þessari og tekur þar
sterklega undir ályktanir
skýrsluhöfundar og gerir þær
að sínum. í skýrslunni eru ýms-
ar upplýsingar um nemendur á
grunnskólastigi. Tel ég hæpið
að þær eigi erindi til almenn-
ings, en skýrslan var ekki send
út sem trúnaðarmál.
Ég veitti deildarstjóra þegar í
stað harða áminningu. Mun það
fátítt ef ekki einsdæmi, að
áeildarstjóri í ráðuneyti standi
að slíkri útgáfu án vitundar yf-
irboðara sinna.
Skýrslu þessa mátti ekki gefa
út án samþykkis ráðherra en
Bragi Jósepsson var hins vegar
á annari skoðun eins og fram
hefur komið.
Eftir óviðurkvæmilega ádeilu
Braga Jósepssonar á mennta-
málaráðuneytið i almennu riti,
endurteknar kröfur um „opin-
bera rannsókn" á ráðuneytinu,
yfirlýsingu um, að hann „að
sjálfsögu" virði vilja yfirboðara
að vettugi, útgáfu yfirgripsmik-
illar og umdeilanlegrar ritsmfð-
ar í nafni menntamálaráðu-
neytisins í heimildarleysi, átti
ég eigi annars kost en segja
honum upp störfum.
— Silfurslátta
Framhald af bls. 2
þá, að verð punds og dollars hefði
hækkað um 35—37% og þvl hefði
verið ákveðið að hækka sölu-
verðið á Islandi um 25%. Sigurð-
ur örn kvað það hafa verið nauð-
synlegt að samræma verðið hér
heima og erlendis og þar sem
myntin hefði upphaflega verið
seld á yfirverði hefði þetta verið
hægt. Ef myntin hefði hins vegar
verið seld á nafnverði hefði ekki
verið hægt að hækka hana, en
Sigurður Örn kvað þá hafa dregið
það i lengstu lög að hækka silfur-
myntina, eða þar til þeir voru
farnir að verða varir við að er-
lendir aðilar vildu heldur kaupa
myntina hér heima en erlendis af '
því að hún var ódýrari hér.
— Minning
Sigrún
Framhald af bls. 28
eftir þetta. Með þá trú er Sigrún
kvödd og minningin um lífsglaða
og þróttmikla konu er öllum að-
standendum mikils virói.
Dýpstu samúð votta ég eftirlif-
andi eiginmanni, börnum, barna-
börnum, tengdadóttur og syni,
svo og eftirlifandi systkinum.
Geir R. Andersen.
— Stálvík
Framhald af bls. 40
að séu smátt og smátt að færast í
betra horf.“
Samningar að báðum skipunum
voru undirritaðir 12. október s.l.
og Stálvík getur nú þegar hafið
smíði á skipi Súgfirðinganna, þar
sem fyrirtækið á stál í skipið. Að
sögn Jóns var það mjög þýðingar-
mikið að fá tilskilin leyfi fyrir
áramót, þar sem vitað er, að
margt af því, sem þarf til skipa-
smíðarinnar, en hægt er að semja
um strax, hækkar eftir áramót.
Tæki og vélaútbúnaður skipanna
verður væntanlega svipaður því,
sem er i Runólfi, enda hafa verið
valin öll beztu tæki og vélar i það
skip að mati kaupenda.
Nýju skipin tvö verða 51,20
metraaðlengd, eða svipuð Guð-
björgu frá ísafirði. Það telst til
nýjunga, að bæði verða þessi skip
útbúin þannig, að hægt verður að
veiða loðnu og spærling og þá
með flotvörpunni. Munu skipin
taka um 750 tonn af loðnu, en þaó
er hægt með sérstakri hönnun
innréttinga fiskirúms. Hvoru
skipi fylgja 2500 fiskikassar og
allar lestar verða með sléttu gólfi
og stuðningsútbúnaður er fyrir
þá.
Fiskileitartæki verða svo til öll
frá Simradverksmiðjunum i Nor-
egi, ratsjár frá Decca og sjálfstýr-
ing og gyroáttaviti frá Anzchugg.
Að lokum sagði Jón, að nú væri
áríðandi að geta fljótlega planlagt
þriðja smíðaárið og i því sam-
bandi þyrfti að ganga frá mörgum
atriðum.
— Minning
Friðjón
Framhald af bls. 28
sem ötull félagsmaður frá upp-
hafi í klúbbnum, með sínum
verslunarstörfum. Hann var gerð-
ur að heiðursfélaga í Lions-
klúbbnum árið 1972. Vió
félagarnir sendum honum okkar
hinstu kveðjur, með þakklæti
fyrir allar ánægju- og gleðistund-
ir, sem við áttum með honum.
Blessuð sé minning þín.
— Geirfinns-
málið
Framhald af bls. 3.
kannaSir allir Fiat 600 bllar með G
númeri, en án árangurs. Liggur nú
fyrir úttekt á öllum bílum af
þessari gerð á landinu, unnin af
Skýrsluvélum ríkisins. Samkvæmt
þeim upplýsingum, sem Mbl.
aflaði sér í gær, hafa verið fluttir
inn um 200 Mercedes Bens sendi-
bílar þeirrar tegundar, sem um
ræðir. Ekki liggur fyrir hve margir
Fiatbílar af þessari gerð hafa verið
fluttir inn, en innflutningi þeirra
var hætt 1972. Að lokum skulu
ítrekuð þau tilmæli lögreglunnar I
Keflavlk, að fólk haldi áfram að
senda inn þær upplýsingar, sem
það telur að geti komið að gagni.
Almenningur hefur fylgzt með
þessu máli af mikilli athygli og
samvinna lögreglunnar og al-
mennings verið einstaklega góð.
Fólk á ekki að hika við að hringja I
lögregluna, það kann að búa yfir
þeim fyrir þeim upplýsingum, sem
kannski koma lögreglunni á
sporið, og leiða til lausnar þessa
erfiða máls.
— SS.
- Píanótónleikar
Framhald af bls. 20
algjörar andstæður við
þessa ófögru lýsingu, sem
urðu þá sérdeilis hrifandi,
eins og t.d. Debussy prelú-
dían „Kirkjan á hafsbotni".
Allir listamenn eiga sín
góðu og slæmu kvöld. Á
fimmtudaginn leikur
Simonkova með Sinfóníu-
hljómsveitinni. Það verður
vonandi eitt góðu kvöld-
anna.
— íslendingar
Framhald af bls. 40
afli þeirra hefði verið 348 þúsund lestir 1970, árió
1971 hefði afli þeirra verið 384 þús. lestir, árið
1972 hefði hann verið 309 þús. lestir og 1973 hefði
afli þeirra verið 279 þús. lestir. Af þessum afla
veiddu Bretar og Vestur-Þjóðverjar meginhlut-
ann. Afli þessara tveggja þjóða 1970 hefði verið
277 þús. lestir, árið 1971 hefði hann verið 335 þús.
lestir, árið 1972 hefði hann verið 279 þús. lestir og
á siðasta ári hefðu þær veitt 246 þús. lestir af
þeim 678 þús. lestum, sem veiddar hefðu verið
hér við land.
Aðspurður um það, hvort samdráttur hefði orð-
ið í veiðum annarra þjóða hér við land en Breta
og Vestur-Þjóðverja sagði ráðherra, að veiðar ann
arra þjóða á sl. árum hefðu verið sára litlar.
Færeyingar væru næstir í röðinni hvað aflamagn
snerti og þeir hefðu veitt 21,5 þús. lestir á síðasta
ári en á árinu 1970 aðeins 12 þús. lestir. Færey-
ingar væru þvi eina þjóðin, sem hefði stóraukið
afla sinn á íslandsmiðum á sama tíma og við
sjálfir hefðum minnkað afla okkar úr 472 þús.
lestum í 399 þús. lestir. Sú þjóð, sem kæmi næst á
eftir Færeyingum væri Belgar, en þeir hefðu
veitt hér við land 7,7 þús. lestir og aðrar þjóðir
hefðu samtals veitt hér 3,3 þús. lestir.
Matthias Bjarnason sagði ennfremur, að á árinu
1970 hefðu Islendingar veitt 57,6% af heildarafl-
anum hér við land, árið 1971 hefði þetta hlutfall
verið komið niður í 52,1%, árið 1972 hefði það
verið 55% og á síðasta ári 58,9%. Af þessu mætti
sjá, að brýn nauðsyn væri á að færa landhelgina
út i 200 sjómílur á næsta ári og stefna markvisst
að því að auka hlutdeild Islendinga I veiðunum
hér við land og auka möguleika okkar sjálfra til
þess að stjórna heildarsókninni á miðin.
Ráðherrann sagði, að framtíð sjávarútvegsins
og íslendinga sem sjálfstæórar þjóðar væri komið
undir því að hraða sem mest að taka þessa ákvörð-
un. Islendingar ættu einir að ráða yfir 200 sjó-
mílna fiskveiðilögsögunni, en hinu yrði eflaust
ekki neitað, að réttlætanlegt og skiljanlegt væri
vegna vinsamlegs samstarfs við aðrar þjóðir að
einhverjir samningar kynnu að verða gerðir um
veiðiheimildir innan 200 milna lögsögunnar um
mjög takmarkaðan tíma, en við slika samninga
yrði að draga verulega úr afla erlendra þjóða hér
við land og færa veiðisvæði þeirra utar en samið
hefði verið um vegna útfærslunnar í 50 sjómilur.
Ráðherrann sagðist ekki gera ráð fyrir, að haf-
réttarráðstefnan í Genf kæmist að endanlegri
niðurstöðu, en hann sagóist vera bjartsýnn á
framhaldsfundinn í Caracas. Hann sagðist vona,
að stefna okkar og annarra þjóða nyti stuðnings %
hluta þjóðanna, er taka þátt i ráðstefnunni, en þá
væri sigurinn líka auðunninn. Hins vegar kæmi
það ekki til með að breyta stefnu núverandi
ríkisstjórnar þó að þessi aukni meirihluti fengist
ekki, því hún ætlaði að framfylgja sinni stefnu
um 200 sjómílur á næsta ári, en útfærsludagurinn
hefði ekki verið ákveðinn.