Morgunblaðið - 31.12.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974
Bessa Bjarnasyni
boðið tilNoregs
NYLEGA ákvað stjórn Det
norske teater I Oslo að veita
fslenskum leikara meiriháttar
styrk til kynningar og náms-
dvalar I Noregi. Er til þessa
styrks stofnað í tilefni af þjóð-
hátfðarárinu og ákvað leikhús-
stjórnin norska að hann skyldi
falla f skaut leikara við Þjóð-
leikhúsið vegna ánægjulegra
samskipta þessara tveggja leik-
húsa. Hins vegar var leikhús-
stjórn Þjóðleikhússins falið að
velja mann til styrksins. Fyrir
valinu varð Bessi Bjarnason, og
var honum afhentur styrkurinn
við stutta athöfn á Kristalssal
leikhússins s.l. mánudag þann
30. desember. Styrkurinn nem-
ur 10 þúsund norskum kr. eða á
þriðja hundrað þúsund fsiensk-
um krðnum.
Tormod Skagestad leikhús-
stjóri Det norske teater f Oslo
afhenti sjálfur styrkinn, en
hann dvaldist hér í einn sólar-
hring á leið til Bandarfkjanna,
en hann er að fara til New York
að stjórna sýningu á Brúðu-
heimili Ibsens á Lincoln Cent-
er. Hlutverk Noru í þeirri sýn-
ingu á Liv Ullman að leika, en
aðrir leikarar verða banda-
rískir. Tormod Skagestad er
einn kunnasti leikhúsmaður
Norðmanna. Hann hefur um 14
ára skeið verið leikhússtjóri
Norska leikhússins og samtímis
afkastamikill leikstjóri, bæði
heima fyrir og erlendis. Þá er
hann kunnur leikhúshöfundur.
Það var einmitt leikgerð hans á
Kristfnu Lafransdóttur eftir
Sigrid Undset, sem Det Norske
Teater kom með í gestaleik til
Þjóðleikhússins fyrir rúmum
áratug og var Skagestad einnig
leikstjóri þeirrar sýningar.
Þjóðleikhúsið hefur hinsvegar
sýnt Galdra-Loft f Norska leik-
húsinu f Oslo.
Bessi Bjarnason er fæddur
1930. Hann stundaði nám í
Leiklistarskóla Þjóðleikhússins
og brautskráðist með fyrsta ár-
gángi skólans 1952. Hann kom
fyrst fram á leiksviði í barna-
leiknum Snædrottningunni
1951 og ári sfðar lék hann sitt
fyrsta stóra hlutverk, Litla-
Kláus í Litla-Kláusi og Stóra-
Kláusi. Hann hefur sfðar starf-
að óslitið hjá Þjóðleikhúsinu á
svokölluðum A-samningi og
leikið þar samtals 112 hlutverk
og á sfðustu árum verið einn af
burðarásum og vinsælustu
leikurum leikhússins. Meðal
hlutverka hans má nefna: Leo-
pold f Sumar í Týról, Cliff
Bessi Bjarnason tekur á
móti styrknum.
Lewis f Horfðu reiður um öxl,
Lubin í George Dandin, Hrólf-
ur í samnefndu leikriti,
Christopher Mahon í Lukku-
riddaranum, Andrés Agahlýr i
Þrettándakveldi, Hann í Ég vil,
ég vil og nú síðast t.d. Maðurinn
í Hversdagsdraumi, ráðherrann
í Lýsiströtu og skemmtistjór-
ann f Kabarett. Bessi leikur um
þessar mundir prinsinn f Hvað
varstu að gera í nótt, heildsal-
ann í Ég vil augða mitt land og
Kasper í Kardemommubænum.
Hann er væntanlegur í stóru
hlutverki í Hvernig er heilsan?
núna í janúar og síðar á þessu
leikári fá leikhúsgestir að sjá
hann í hinu fræga hlutverki dr.
Coppelíusar f ballettinum
Coppelia.
Farið varlega með áramótapúðrið...
EFTIRFARANDI fréttatilkynn-
ing hefur borizt Morgunblaðinu
frá Erlingi Þorsteinssyni, yfir-
lækni heyrnardeildar Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur:
Við læknarnir fáum til með-
ferðar marga, einkum börn og
unglinga, sem orðið hafa fyrir
meira eða minna heilsutjóni af
Borgarbrennan
Kveikt verður f borgar-
brennu við Kringlumýrar-
braut og brennu við fþrótta-
völlinn vestan Austurbergs f
Breiðholti ki. 21.45 f kvöld.
— Útförin
Framhald af bls. 24
um í lífinu“, eins og ein ekkjunn-
ar, mælti er presturinn kom til
þess að tilkynna lát eiginmanns-
ins. Það þótti hinum unga presti
mikill þroski á slíkri stundu.
Félagsheimilið hér f Neskaup-
stað var eina nægilega stóra húsið
fyrir athöfn sem þessa. Hér kvað
fólkið ástvini með lifandi ljósum,
blómsveigum, huggandi
ritningarorðum og sálmum.
Kirkjukórinn söng undir stjórn
organistans, Ágústs Árnasonar,
sem einnig lék Largo eftir Handel
ásamt Ingu Rós Ingólfsdóttur,
sem lék á selló. Séra Sigurður H.
Guðmundsson frá Eskifirði að-
stoðaði séra Pál við útförina.
Æviatriði hinna látnu voru ekki
rakin. Þau birtust f blaði staðar-
ins. En um leið og séra Páll
nefndi nöfn hinna látnú
sameinuðust allir í bæn. Allir risu
á fætur í bæn og samúð við þá
sem eftir lifa. Hér þekkjast flestir
og ef til vill er sameiginleg sorg
ofurlítið léttbærari.
Rekunum var kastað og
nánustu ættingjar fylgdu hinum
látnu síðasta spölinn, er kisturnar
eru bornar út f kirkjugarð Nes-
kaupstaðar. Um 150 fremstu sæt-
in í kirkjunni tæmdust — svo stór
var hinn náni ættingjahópur.
Skammdegið leggst yfir staðinn,
en sólin skín væntanlega aftur 24.
janúar eins og hún gerir jafnan á
hverju ári.
— Skaftárhlaup
Framhald af bls. 24
vegna flóðsins og þegar við töluð-
um við Ragnar Gíslason, bónda á
Melhól, laust fyrir kvöldmat sagði
hann að vatnið væri alltaf að fær-
völdum ýmiskonar skrautelda og
sprenginga um þetta leyti árs.
Það er því full ástæða til að vara
alla við hættunni. Það er stór-
hættulegt og beinlínis glæpsam-
legt að kasta „kínverjum“ og
álika sprengjum að fólki. Verði
sprenging nærri eyra má búast
við varanlegri heyrnarskemmd,
jafnvel einnig gati á hljóðhimnu.
Flugeldar geta sprungið þegar í
þeim er kveikt, gætið þess að and-
lit eða hendur lendi ekki í strókn-
um frá eldflaug. Blinda, brunasár
og varanleg örorka hefur þráfald-
lega hlotist af óaðgætni við tendr-
un eldflauga, og annars þess
ast nær en enriþá væri þó bílfært.
„Það voru að koma hingað menn,"
sagði hann, „og þeir sögðu að
vatnið væri komið að veginum
skammt fyrir ofan Strönd. Tómas
bróðir minn á Grund og hans fólk,
alls 6 manns, verður hér hjá
okkur í nótt, því ef eitthvað flæðir
meir mun Grund einangrast og
við erum komnir með hluta af
hans fé eða um 250 talsins hingað
að Melhól. Ég er sjálfur með 260
fjár, en hluta af öllu þessu safni
verðum við að hafa úti við. Það fé
sem er í heimahúsum á Grund á
ekki að vera í neinni hséttu. Fyrr í
dag var farið út að fyrirhleðslu-
görðunum og var þá töluvert af
þeim upp úr, en miklar klakastffl-
ur og ísjakar voru á veltingi og
það er því erfitt að spá um fram-
haldið ef ekki fer að sjatna, en
annars eru menn á leið úr Vík í
Mýrdal með bát að Strönd eða
hingað".
Síðdegis I gær þegar við höfð-
um samband við Vegagerðina
tjáði Ólafur Torfason okkur að
hjá Hemruhömrum í Skaftár-
tungu væri hnédjúpt vatn, en
engar Vegaskemmdir ennþá
a.m.k., en hlaupið var þá ekki
farið að sjatna. Brúin við Asa er
ávallt f nokkurri hættu í slíkum
hlaupum, en brúin á Eldvatni var
ekki talin f hættu.
Vegna þessa hlaups hafði orðið
mikill vöxtur f Skaftá.Tungufljóti
og Kúðafljóti, en að sögn Sigurðar
Þórarinssonar eru upptök þessara
hlaupa f kvos um 8 km vestnorð-
vestur af Grímsvötnum, en fyrst
hljóp þar fram í des. 1955. Síðan
hefur hlaupið þaðan 11 sinnum og
ávallt fylgir mikil fýla hlaupinu.
„Fyrst finnst fýlan í fjarlægum
stöðum," sagði Sigurður, „en dag-
inn eftir kemur hún venjulega
fram í byggð um Ieið og hlaupið
fer að segja til sín í ánum.“
háttar. Það er aldrei of varlega
farið með þessa hluti og best að
hafa þá ekki um hönd. Einkum
þurfa foreldrar og forráðamenn
barna og unglinga að vera vel á
verðí og reyna að sjá til þess að
þetta unga fólk hafi ekki sprengj-
ur um hönd, en þær valda einkum
alvarlegu og varanlegu heilsu-
tjóni. (
Órökstuddur
söguburður
UNDANFARNA daga hafa ýmsar
sögusagnir um Geirfinnsmálið
gengið fjöllunum hærra. Hefur
þessi söguburður verið svo
magnaður, að ástæða er til að
vekja á þvf sérstaka athygli, að
engin þessara sagna á við rök að
styðjast. Að sögn lögreglunnar í
Keflavík hefur ekkert það komið
fram í rannsókn málsins á síðustu
dögum, sem teljast má stefnu-
markandi.
Forsíðumyndin
Forsfðumyndin er af loka-
atriði þjóðhátfðarhaldanna f
Reykjavfk s.l. sumar. —
Ljósm. Mbl.: ÓI. K. M.
— Viðlagasjóður
Framhald af bls. 24
f Neskaupstað, sem ekki fellur
undir aðra bótagreiðsluaðila.
Morgunblaðið hefur snúið sér
til Sverris Hermannssonar
alþingismanns og innt hann eftir
þvf, hvort nefnd sú, sem skipuð
hefur verið af rfkisstjórninni og
getið er um hér að framan hafi
komið saman, og um hvað hún
hafi fjallað. Sverrir Hermanns-
son ságði:
„Nefndin hefur komið saman.
Eins og frám kemur er henni ætl-
að að vera tengiliður milli heima-
manna og stjórnvalda og ráðgef-
andi um aðstoð og aðgerðir til
úrbóta. Nefndin hefur f dag sent
Viðlagasjóði bréf, þar sem hún
bendir á þessu frumstigi málsins
á nokkur atriði, sem hún ræddi á
fundi sínum. Nefndin taldi eðli-
legt, að hafnar yrðu launagreiðsl-
ur til starfsfólks viðbjörgunar-og
hreinsunarstörf nú að loknum jól-
4.700 létust í jarð
skjálftanum í Pakistan
Rawalpindi, 30. des.
— NTB. Reuter
UM ÞAÐ bil 4.700 manns týndu
lffi I jarðskjálftanum, sem lagði f
rúst nfu bæi f norðurhluta Pakist-
an á laugardaginn. Næstum
15.000 manns slösuðust, að sögn
embættismanna f Rawalpindi.
Samkvæmt frásögn tveggja
blaðamanna, sem fóru á slyssvæð-
ið, er búist við að fleiri muni
finnast látnir í þorpum, sem enn
eru einangruð. Mest varð eyði-
ieggingin i bænum Patan, sem er
í fjöllunum 175 km vestur af
Rawalpindi. Hinir bæirnir átta
eru í grenndinni.
Aðeins er hægt að komast til
Patan, sem er f rúst, með þyrlum,
en flestir hinna 10.000 íbúa verða
að hafast við undir beru lofti við
hitastig nálægt forstmarki.
Jarðskjálftinn byrjaði á laugar-
dagskvöld og stóð í 24 klukku-
stundir.
CIA-menn segja af sér
Washington, 30. des.
— AP
ÞRtR háttsettir starfs-
menn bandarfsku leyni-
þjónustunnar CIA hafa
sagt af sér í kjölfar ásak-
ana Wiiliams Proxmire,
öldungadeildarþingmanns
Demókrata, um aö CIA
hafi njósnað um einkalíf
þúsunda Bandaríkja-
manna.
Þó að ástæðan fyrir af-
sögnunum sé sögð vera sú
að mennirnir 3 vilji segja
af sér fyrir áramót til að
njóta góðs af auka eftir-
launagreiðslu og að þeir
hafi verið ósáttir við yfir-
menn sfna, er litið svo á að
afsagnirnar standi í tengsl-
um við ásakanir
Proxmires.
Proxmire og fleiri halda
þvi fram að á undanförn-
um árum hafi CIA haldið
skýrslur yfir 10.000 Banda-
ríkjamenn og stundað
símahlerarnir, innbrot og
aðrar aðferðir til njósna.
Samkvæmt lögum má
CIA ekki starfa innan
Bandaríkjanna og hefur
Proxmire krafist þess að
sérstakur saksóknari verði
skipaður til að rannsaka
ólöglegt athæfi leyniþjón-
ustunnar.
Brezhnev hætt-
ir við ferðina
Moskvu 30. desember — AP
LEONID Brezhnev, leiðtogi
sovézka konimúnistaf lokksins,
hefur frestað um óákveðinn tíma
fyrirhugaðri ferð sinni til Egypta-
lands, Sýrlands og Iraks 1 janúar,
að þvl er Tass-fréttastofan skýrði
frá 1 dag.
Þessi tilkynning er talin mikið
áfall fyrir samskipti Egypta og
Sovétmanna, þar eð þessari lang-
þráðu ferð Brezhnevs var ætlað
að bæta sambúð landanna. Engin
opinber skýring var gefin á þess-
ari frestun, en fréttaskýrendur
telja að hún bendi til þess að
stjórnvöld í Kairó og Moskvu hafi
ekki getað komið sér saman um
það, hvaða leiðir beri að fara til
lausnar vandamálum Miðaustur-
landa. Um þessar mundir eru ein-
mitt staddir í Moskvu Ismail
Fahmi, utanríkisráðherra Egypta,
og nýskipaður varnarmálaráð-
herra landsins, Abdel Ghany
Gamasy.
„Gleymið náðun Nixons”
— sagði Sirica kviðdómendum
Washington 30. desember —
AP
John Sirica, dómari í Water-
gatemálinu, sagði kviðdómendun-
um í málinu I dag að þeir skyldu
algjörlega loka augunum fyrir
náðuninni á Richard Nixon þegar
þeir meta sekt eða sakieysi sak-
borninganna fimm. „Hvorki náð-
un Nixons, fyrrum forseta, né
nokkurt annað sakamál eða utan-
aðkomandi mál mega hafa áhrif á
niðurstöður ykkar og dóm“, sagði
Sirica f lokaráðleggingum slnum
til kviðdómendanna 12, sem nú
um. Gífurlegt sjálfboðaliðastarf
hefur verið unnið og mun sjálf-
sagt verða enn að einhverju leyti
á vegum björgunarsveita og slysa-
varnardeilda.
Ég vil taka það skýrt fram,
sagði Sverrir Hermannsson, að
um það sem við höfum rætt og
ráðgert hefur verið haft náið sam-
ráð við forystumenn I Neskaup-
stað. Nefndin leggur áherzlu á, að
úr atvinnuástandi verði bætt með
öllum ráðum og bendir í því sam-
bandi á, að hafin verði rekstur
lagmetisiðju og hún verði rekin
með hámarks mannafla. Það gæti
að vísu leitt til óhagkvæmari
reksturs en ella, en vió bendum á
þann möguleika, að leitað yrði til
atvinnuleysistryggingarsjóðs um
aðstoð við bæinn, sem sfðan setti
þessari starfsemi einhverja
rekstrartryggingu. í þriðja lagi
bendum við á nauðsyn þess, að fé
verði hið fyrsta til ráðstöfunar af
hendi Viðlagasjóðs til hreinsunar
bæjarins og endurreisnarstarfs-
ins. Þá álítur nefndin mikilvægt,
byrja að vega og meta sekt sak-
borninga eftir 11 vikna réttar-
höld. Sirica skýrði kviðdómend-
um frá því m.a. að hann hefði
vfsað frá tveimur ákæruatriðum
um að Ehrlichman og Mitchell
hefðu logið að starfsmönnum
FBI, alríkislögreglunnar. Hvað
eftir annað útskýrði Sirica, að yf-
irhylming væri samsæri til að
„hafa áhrif á, hindra og tor-
velda... eðlilega stjórnun dóms-
mála í sambandi við Watergate-
rannsóknina og í sambandi við
réttarhöldin yfir hinum uppruna-
legu Watergate-sakborningum."
að við uppbyggingu atvinnulífs og
þjónustufyrirtækjanna sjálfra
með aðstoð, fjárhagslegri og
tæknilegri, sem nauðsynleg kann
að vera, og reglur Viðlagasjóðs
segja til um. Þá bendum við enn-
fremur á, að matsmenn og sér-
fræðingar Viðlagasjóðs fari hið
fyrsta á vettvang til að gera út-
tekt sfna á staðnum og síðan
skipulögð hreinsun og uppbygg-
ing fyrirtækja f samráði
við heimamenn. Samkvæmt við-
ræðum við formann Viðlaga-
sjóðs, Helga Bergs, gerum
við okkur vonir um, að menn
frá Viðlagasjóði muni halda
til Neskaupstaðar strax eftir ný-
ár. Þá vakti nefndin athygli á
nauðsyn þess að ná góðu sam-
komulagi við skipafélögin um
sem greiðastar samgöngur við
Neskaupstað.
Að lokum, sagði Sverrir Her-
mannsson, áformar nefndin að
halda austur fljótlega upp úr ný-
ári til frekari ráðagerða við
heimamenn.