Morgunblaðið - 31.12.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974 Samskipti Islendinga við aðrar þjóðir eru margvísleg. Ferðalög til annarra landa til hvíldar og skemmtunar er orðin svo snar þáttur í þjóðlífinu, að í því sam- bandi er unnt að tala um einhverja mestu byltingu í lifnaðarháttum þjóðarinnar fyrr og síðar. Þessi bylting ætti að opna augu manna fyrir því, að góð samskipti við allar þjóðir á sem flestum sviðum eru eðlileg afleiðing breyttra samgönguhátta. Á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum hætta menn að íhuga breytingarnar, þeg- ar þær eru orðnar hluti af daglegu lífi þeirra. Sá þáttur utanríkismálanna, sem löng- um hefur verið deilt um hér á landi, er þátttaka okkar í samstarfi vestrænna ríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Kröfurnar um úrsögn úr bandalaginu hafa þó jafnan verið- mun háværari en unnt er að réttlæta með fylgi þjóðarinnar við þá, sem kröfurnar hafa i frammi. Þetta kom skýrast í ljós í undirskriftasöfnun þeirri, sem fór fram undir kjörorðinu Var- ió land á fyrstu mánuóum ársins. 55 522 Islendingar á kosningaaldri undirrituðu þá áskorun til Alþingis og rikisstjórnar, að fallið yrði frá ótímabærum áformun um uppsögn varnarsamningsins og brottvísun varnarliðsins og samstarfið innan Atlants- hafsbandalagsins yrði treyst af hálfu Is- lendinga. I kjölfar Alþingiskosninganna varð breyting á stefnu stjórnvalda í varnarmálunum. Með samkomulagi því, sem gert var síðastliðið haust við Banda- ríkjastjórn og fól í sér fyrirkomulags- breytingar á framkvæmd varnarsamn- ingsins, var endurskoðun þess samnings lokið, og heldur hann óbreyttu gildi sínu. Undirskriftasöfnun Varins lands sýndi hvaða árangri er unnt að ná með sam- stilltri forystu dugmikilla manna. Um nokkurt árabil hafa menn fagnað því, að stjórnmálabaráttan hér á landi hefur færst inn á málefnalegri brautir en áður var. Því miður er ekki unnt að segja þetta um afstöðu Þjóðviljans til þeirra manna, sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun Varins lands. Skrif blaðsins af þessu tilefni hafa verið einn ógeðfelldasti þátturinn í stjórn- málabaráttunni á þessu ári. Ýmsum finnst að vísu forgöngumenn Varins lands taka persónulegar árásir of alvarlega, en eng- um vafa er þó bundið, að árásarherferð Þjóðviljans og bandamanna hans i þessu máli er til þess fallin að efna til æsinga með persónulegum rógi í stað skynsam- legra rökræðna, þegar hin mikilvægustu mál landsins eru á dagskrá. Varnir landsins eru nú tryggðar enn um sinn. Menn skulu hins vegar ávallt hafa hugfast, að aldrei er unnt að segja, að öryggismál landsins séu afgreidd í eitt skipti fyrir öll. Þess er skemmst að minn- ast, að í kosningabaráttunni 1971 var ekki á varnarmálin minnst. En eftir kosningar var óvænt ákveðið, að landið skyldi gert varnarlaust. Sú saga má ekki endurtaka sig. Athygli landsmanna verður ávallt að halda vakandi í þessum efnum, því að annars verður öryggi landsins og þar með sjálfstæði þjóðarinnar ekki tryggt til frambúðar. ★ Íslenskt stjórnmálalíf hefur verið stormasamt á þessu ári. I skugga versn- andi viðskiptakjara, erfiðari stöðu þjóðar- búsins út á við og óðaverðbólgu innan- lands hefur tvisvar sinnum verið gengið til kosninga á árinu. Það setti einnig svip sinn á þessar kosningar, að vinstri stjórn hafði verið við völd í landínu í tæp 3 ár. Þótt ýmsir þeir, sem að slíku stjórnarsam- starfi standa, hafi það jafnan að leiðar- ljósi að draga sem mest úr áhrifum Sjálf- stæðisflokksins á stjórn landsins og jafn- vel útiloka hann til langframa frá þátt- töku í ríkisstjórn, hefur reyndin orðið sú, að vegur Sjálfstæðisflokksins er jafnan mestur, þegar vinstri stjórn situr að völd- um. Þegar leið að byggðakosningum s.l. vor magnaðist sundrungin meðal vinstri flokkanna. Þetta kom gleggst fram í þvi að engin samstaða var lengur innan vinstri stjórnarinnar um ráðstafanir í efnahags- málum. Miðað við það, hvernig málum var þá komið, var algjörlega óraunhæft af stjórnarandstöðuílokkunum að hlaupa til að bjarga stjórninni frá falli. Það var mat okkar Sjálfstæðismanna að réttast væri, að þjóðin fengi sjálf að kveða upp sinn dóm og skera úr um það, hver fara skyldi m ð stjórn í landinu. Í>ar sem byggðakosningar fóru fram aðeins 17 dögum eftir að þing var rofið, blönduðust almennar stjórnmálaumræður og viðhorf mjög inn í þá kosningabaráttu. Urslit kosninganna voru því öðrum þræði harður áfellisdómur yfir vinstri stjórn. Skortur á samstöðu meðal vinstri flokk- anna við úrlausn aðsteðjandi vandamála varð stjórn þeirra að falli. Sjálfstæöismenn gátu fyrst og fremst glaðst yfir úrslitunum sem sérstakri traustsyfirlýsingu á fulltrúa sína í sveitar- stjórnum landsins og þeirri stefnu en þeir- höfðu fylgt byggðarlögum sinum til heilla. Sérstaka athygli vöktu úrslitin i Reykja- vík, þar sem flokkurinn fékk 26.973 at- kvæði eða 57,76% gildra atkvæða og níu menn kjörna. Á flestum þéttbýlustu stöð- um landsins varð sigur Sjálfstæðisflokks- ins einnig mikill, og nægir þar að nefna sveitarfélögin í Reykjaneskjördæmi og Akureyri sem dæmi. Veganesti Sjálfstæðismanna var því gott þegar gengið var til Alþingiskosn- inga. Kosningabaráttan snerist einkum um þrjú málefni: lausn efnahagsvandans, landhelgismálið og varnarmálin. Baráttan var stutt en snörp, og enn setti það svip sinn á hana, að vinstri flokkarnir voru sundraðir í ólíkar fylkingar. Hér verða úrslit Alþingiskosninganna í einstökum kjördæmum ekki rakin. Þau urðu á þann veg, þegar litið er á landið allt, að Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt úr 36,2% 1971 í 42,7%. Flokkurinn var greinilegur sigurvegari kosninganna, því að aðrir flokkar hlutu minna fylgi en áður, að undanskildu Alþýðubandalaginu, sem fékk nú 18,3% i stað 17,1% 1971. Fylgishrun Samtaka frjálslyndra og vinstri manna var mest. 1 kosningunum 1971 hlaut flokkurinn 8,9% atkvæða en aðeins 4,6% að þessu sinni. Kosningarnar urðu einnig nokkuð áfall fyrir Alþýðu- flokkinn, sem tapaði rúmlega 1% at- kvæða. Séu úrslit kosninganna skoðuð með tilliti til þess atkvæðahlutfalls, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hlaut, getur hann mjög vel við unað. Hann hefur ekki síðan 1933 notið jafn mikils fylgis meðal kjósenda. Frá þvi að flokkurinn tók fyrst þátt í kosningum 1931, hefur hann aðeins fimm sinnum áður, í alls fimmtán Alþingiskosn- ingum fram til 1971, hlotið meira en 42% atkvæða. Á síðustu árum komst hann næst þvi atkvæðamagni, sem hann hlaut nú, í Alþingiskosningunum vorið 1959, þegar einnig fór fram uppgjör við samstarf vinstri flokkanna í ríkisstjórn, en þá hlaut flokkurinn 42,5% atkvæða á móti 42,7% nú. t kjölfar kosninganna hófust nokkrar umræður um kjördæmaskipun og kosn- ingalög. I mínum huga skiptir mestu máli i þeim efnum, að Alþingi sýni rétta mynd af stjórnmálaviðhorfi þjóðarinnar og sköpuð séu sterk og bein tengsl milli þingmanna og umbjóðenda þeirra, kjós- endanna. í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnarinnar er þess getið, að stjórnarskráin skuli endurskoðuð. Þótt fjölmörg og mikilvæg málefni komi þar til álita, þá mun sanni næst, að endurskoðunin þyrfti ekki að taka langan tima, ef niðurstaða næðist um fyrirkomulag kosninga til Alþingis. Þegar atkvæði höfðu verið talin í Alþingiskosningunum og uppbótarþing- sætum úthlutað var ljóst, að jafntefli var á Alþingi, að því leyti að flokkar þeir, sem stóðu að vinstri stjórninni, Alþýðubanda- lag, Framsóknarflokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna höfðu hlot- ið 30 þingsæti og stjórnarandstöðuflokk- arnir, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokk- ur, höfðu einnig hlotið 30 þingsæti. Þar með var ljóst, að nauðsynlegt yrði að fylkja liði stjórnmálaflokkanna að nýju, ef takast ætti að mynda þingræðislega meirihlutastjórn. í samræmi við úrslit kosninganna fól forseti Islands formanni Sjálfstæðis- flokksins fyrst að reyna stjórnarmyndun. Þar sem ekki lá fyllilega ljóst fyrir að mínu mati, hvernig stöðu þjóðarbúsins var komið, fór ég þess á leit, að gerð yrði úttekt á því og skýrsla um þjóðarhag lægi fyrir í stjórnarmyndunarviðræðunum. Eins og við var að búast tók það nokkurn tíma aó semja skýrslu um þetta efni, en á meðan var tíminn notaður til óformlegra viðræðna milli stjórnmálaflokkanna. Það sætti nokkurri gagnrýni á þessum tíma, að ekki skyldi gengið beint til formlegra stjórnarmyndunartilrauna heldur beðið eftir slíkri greinargerð um efnahagsmál- in. Eftir á að hyggja, held ég, að öllum sé ljóst, að án þessarar úttektar hefðu stjórnarmyndunarviðræður ekki náð þeim tilgangi að þar væri raunverulega fjallað um þann vanda, sem við þjóófélaginu blasti. í stjórnarmyndunarviðræðunum var það strax greinilegt, eins og raunar kom fram í kosningabaráttunni, að vinstri flokkarnir vildu fyrst reyna innbyrðis að sætta ólik sjónarmið sín og gera tilraun til þess að mynda nýja stjórn með þátttöku Alþýðuflokksins. Efast mátti raunar um vilja hvers þeirra fyrir sig til myndunar slikrar stjórnar, þegar reynslan af litlum samstarfsvilja í fyrri stjórn var höfð i huga. En hver þessara flokka fyrir sig taldi sér nauðsynlegt af innanflokksástæð- um að láta líta svo út, að ekki hefði staðið á honum um myndun vinstri stjórnar. Hætti ég því við svo búið tilraun til stjórnarmyndunar, og hófust þá viðræður allra annarra flokka en Sjálfstæðisflokks- ins um stjórnarmyndun, en þeim var slitið án árangurs, og síðan hafa þessir flokkar kennt hver öðrum um, að samkomulag tókst ekki, og er ekki ástæða fyrir aðra að blanda sér í þær deilur. Eftir að viðræður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um stjórnar- myndun hófust, reyndist tiltölulega auð- velt að ná málefnalegri samstöðu milli flokkanna. Ég segi tiltölulega auðvelt, þvi að hafa ber í huga, að flokkarnir tveir höfðu ekki starfað saman í 18 ár, eða síðan 1956, og skildu þá ekki í mikilli vinsemd. I 12 ár af þessum 18 hefur Sjálfstæóisflokk- urinn stjórnað landinu í samstjórn með Alþýðuflokknum. Það stjórnarsamstarf hófst einmitt eftir reynslu Alþýðuflokks- ins af þriggja ára setu í vinstri stjórn. Reynsla Alþýóuflokksins af vinstri stjórn- ar samstarfinu 1956 — 1958 hefur m.a. komið fram I því, að flokkurinn hefur aldrei síðan verið ginnkeyptur fyrir því að setjast í nýja slíka stjórn. Það segir vissu- lega sína sögu. Ýmsir Sjálfstæðismenn héldu þeirri skoðun á loft meðan viðræður um stjórnarmyndun fóru fram, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki átt að taka þátt í rikisstjórnarsamstarfi eftir kosningarnar. Flokkurinn hefði ekki átt að axla þá ábyrgð, sem er í þvi fólgin að stjórna landinu við þær aðstæður, sem við nú búum við. Réttast hefði verið að láta fyrr- verandi stjórnarherra greióa úr þeim vanda, sem þeir höfóu sjálfir átt þátt í að skapa. Það ætti að koma i hlut þeirra og engra annarra að þola þær óvinsældir, sem e.t.v. kunna að bitna á þeim, sem grípa til óhjákvæmilegra ráðstafana til að leysa vandann, sem nú steðjar að. Slíkum röksemdum verður ekki svarað á annan veg en þann, að kosningaúrslitin hafi ein- dregið bent til þess vilja kjósenda, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti aðild að stjórn landsins. Stjórnmálaflokkur, sem hlýtur slíkan meðbyr hjá kjósendum, raunar í tvennum kosningum á þessu ári, getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð, sem traustinu fylgir. Sjálfstæóismenn verða að vera undir það búnir að gegna kalli ekki síður á slæmum tímum en góð- um. Þeir geta ekki vænst þess, að njóta fylgis meðal kjósenda, nema þeir sinni ávallt því hlutverki sínu að draga upp rétta mynd af þeim vanda, sem við þjóð- inni blasir, benda á þau ráð, sem duga til að leysa hann og hafa forystu um þá lausn. Viðhorf Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins til margra mála eru i ýms- um atriðum ólík. En mestu máli skiptir að samstaða hefur tekist milli þeirra um þau þrjú málefni, sem hæst bar í kosningabar- áttunni, efnahagsmálin, landhelgismálið og varnarmálin. Án samstöðu milli stjórnarflokkanna næst enginn árangur. Ríkisstjórnin þarf einnig að leita heils- hugar samstarfs við hagsmunasamtök og stjórnarandstöðuflokka, eins og unnt er, til að freista þess að efna til sem víð- tækastrar þjóðarsamstöðu. ★ Ýmis ríki glíma nú við mesta efnahags- vanda frá lokum síðari heimsstyrjaldar- innar. Ef litið er fram hjá styrjaldarárun- um hafa horfur í efnahagsmálum heims- ins ekki verið jafn viðsjárverðar frá því á kreppuárunum eftir 1930. íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessum erfið- leikum og eru ekki öll kurl komin til grafar í því efni. Auk þess er vandinn hér sérstakur vegna óhagstæðrar efnahags- þróunar undanfarin ár. Strax og ríkisstjórnin tók við völdum 28. ágúst, hófst hún handa við að hrinda í framkvæmd þeim efnahagsráðstöfunum, sem þoldu enga bið. Má þar nefna, að gjaldeyrisviðskipti höfðu legið niðri í viku, áður en stjórnin var mynduð. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar var að opna þau viðskipti á ný með því að viðurkenna rétta skráningu íslensku krónunnar með 17% gengislækkun til viðbótar við um 15% lækkun fyrr á árinu í gengissigi. Við undirbúning efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar i haust var fyrst og fremst haft tvennt í huga, að allar aðgerð- ir skertu sem minnst kjör hinna lægst- launuðu og kæmu í veg fyrir atvinnuleysi. Um leið var nauðsynlegt að skapa viðspyrnu gegn verðbólgu. Veigamesta ákvörðunin i þeirri viðleitni fólst í því að rjúfa tengslin, sem verið hafa á milli verðlags og kaupgjalds. Eftir mjög ítarleg samráð við aðila vinnumarkaðarins gaf rikisstjórnin út bráðabirgðalög 24. sept. um launajöfnunarbætur, bætur almanna- trygginga og verðlagsmál, sem koma skyldu í staó ákvæða laganna um viðnám gegn verðbólgu, sem vinstri stjórnin hafði sett. Hefðu þessar ráóstafanir ekki komið til, stefndi í hvorki meira né minna en 77% hækkun kauptaxta á einu ári. Þegar á það er litið, að tekjur þjóðarinnar minnka um 1—2% á þessu ári hefur hækkun kaups í krónutölu enga kaup- máttaraukningu í för með sér. Til þess að skapa svigrúm til varanlegra úrræða varð ekki hjá því komist aó rjúfa um sinn sjálfvirka vixlhækkun verðlags og launa, en tryggja kaupmátt hinna tekjulágu, eft- ir því sem kostur var. Ég held, að flestum landsmönnum hafi verið ljós nauðsyn þessara aðgerða og þess vegna sé litill grundvöllur fyrir því lýðsskrumi og lýðæs- ingum, sem öfgafyllstu stjórnarandstæð- ingar beita sér fyrir um þesSar mundir i því skyni að undirbúa jarðveg undir verk- föll og stéttastríð. Auðvitað er það viðkvæm aðgerð að hætta að greiða laun samkvæmt kaup- greiðsluvisitölu. Með því er óneitanlega gengið á samningsbundinn rétt launþega, samkvæmt kjarasamningum aðila vinnu- markaðarins á liðnum vetri. Slíkur réttur er ávallt helgur í augum þeirra, sem njóta hans. Hins vegar er nauðsynlegt, að allir geri sér grein fyrir því, að þessi réttur var orðinn minna en einskis virði og raunar var hann þeim til tjóns, sem áttu að njóta hans. Launajöfnunarbæturnar eiga að vernda rétt þeirra, sem lakast eru settir mun betur en óbreytt kerfi kaupgreiðslu- vísitölu, sem annars vegar var i fyrstu þeim betur launuðu til hags, en hefði síðar hins vegar leitt til stöðvunar at- vinnurekstrar og atvinnuleysis. Þá voru fjölskyldubætur hækkaðar, og ekki farið eins langt i að draga úr nióur- greiðslum Iandbúnaðarafurða og æskilegt hefði verið, þvi að það var samdóma álit bæði fulltrúa launþega og bænda, að of snöggar sveiflur á niðurgreiðslunum hefðu aðeins illt í för með sér fyrir alla aðila. Allar breytingar á þeim ættu að fara fram stig af stigi. Almennt eru menn sammála um og stefna ber að því að niður- greiðslur nemi a.m.k. ekki hærri upphæð en dreifingarkostnaði, en þær voru orðnar mun hærri, eru enn og í sumum tilvikum þannig, að þær geta jafnvel skapað mögu- leika á misnotkun. Samhliða sérstökum ráðstöfunum í sjávarútvegi og tekjuöflunarbótum, hefur einnig þurft að afla tekna til ríkissjóðs og opinberra fyrirtækja með hækkunum söluskatts og þjónustugjalda, en halla- rekstur þeirra byggðist á aukinni skulda- söfnun innanlands og utan, sem átti þátt i hinni öru verðbólguþróun. Enn er of snemmt að segja fyrir um áhrif efnahagsaðgerðanna og svo langt var á áriö liðið þegar til þeirra var gripið, að áhrifin koma ekki fram sem skyldi á því ári, sem nú er að kveðja. Ríkisstjórn- inni er til dæmis jafn vel ljóst og öðrum, að fjárlögin fyrir næsta ár, sem nýlega voru samþykkt af Alþingi, bera þess merki, að ekki hefur enn tekist á þeim stutta tíma, sem til stefnu var að fá þá viðspyrnu gegn verðbólgu, sem nauðsyn- leg er til frambúðar. Ein af forsendunum fyrir því, að hún fáist er, að hið opinbera dragi úr þenslunni. Viðleitni í þá átt kemur vissulega fram í f járlögunum. Skýrasta dæmið um það, hve efnahags- líf okkar mótast af ytri aðstæðum, er þróun utanríkisviðskipta og breytingin á greiðslujöfnuðinum við útlönd. Verðmæti vöruinnflutnings hefur aukist um meira en 60% á þessu ári, en verðmæti vöruút- flutnings hefur á sama tíma aðeins aukist um 24—25%. Afleiðing þessa er mikill halli á vöru- skiptajöfnuói, sem gæti orðið 14—15 milljarðar króna, og við þennan halla bæt- ist síðan fyrirsjáanlegur halli á þjönustu- viðskiptum við útlönd, þannig að við-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.