Morgunblaðið - 31.12.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.1974, Blaðsíða 24
2RorgMní>teí»it> nucivsincHR <£^-•22480 iEsm ~ í"íri«nMnbi!, gæS?a JJ*Ku °>UltBK^a . , DRGLEGR ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974 Skemmdarverk: Flotgirðing með 1800 löxum skorin í sundur ÞESSA MYND TÓK LJÓSMYNDARI MBL. ÓL. K. M. A SELTJARNARNES- INU AF NOKKRUM PEYJUM SEM VORU AÐ LEGGJA SÍÐUSTU HÖND A Aramótabrennuna. FYRIR skömmu uppgötvaðist, að skemmdarverk höfðu verið unnin á flotgirðingu í Höfnum á Reykjanesi, en þar gerði Fiski- féiag tslands tilraunir með lax- eldi í sjó. Var skorið á girðinguna svo hún rak á haf út, en i henni voru 15—1800 laxar, 1—2 pund að stærð. Ekki iiggur ljóst fyrir hvort búið var að stela einhverju af iaxinum áður en verkið var unnið eða hvort hann fór með girðingunni á haf út. Erfitt er að meta það fjárhagslega tjón, sem þetta skemmdarverk hefur valdið, en Ijóst er, að það mun tefja tilraunirnar um ófyrirsjáan- legan tíma. Mbl. ræddi i gær við Ingimar Jóhannsson vatnalíffræðing, sem hafði tilraunirnar með höndum. Gífurlegt fjölmenni við útförina í Neskaupstað: Horfum inn í lönd framtíð- arinnar tárvotum augum 99 — en við munum ekki gefast upp Neskaupstað, 30. desember. — Frá blaðamanni Mbl., Elínu Pálmadóttur. TllJ kistur, þar af tvær barnakist- ur, sveipaðar islenzkum fánum stóðu f röð f félagsheimilinu f Stórtjón í óveðrinu á Sigluvík Siglufirði, 29. des. Skuttogarinn Sigluvik varð fyrir talsvert miklu tjóni aðfara- nótt aðfangadags þegar skipið slitnaði frá bryggju í vondu veðri um nóttina og slóst utan í bryggj- una með þeim afleiðingum að skipið dældaðist bakborðsmegin á 20 m löngum kafla fyrir ofan millidekk. Ekki er búið að áætla tjónið á skipinu, en talið er að skemmd sé á 36 böndum og bandabilum bakborðsmegin, en rúmt fet er á milli banda. Má reikna með milljónatjóni. Siglu- vik mun þó halda á veiðar nú um áramótin, þar sem skemmdirnar eru ofan sjólínu og ekki taldar rýra sjóhæfni skipsins. — Matthías. Neskaupstað kiukkan 14 f dag, er útför þeirra, er fórust f snjóflóð- inu fyrir rúmri viku, fór fram. Tveggja manna er enn saknað og var þeirra minnst. 35 börn kvöddu foreldra, foreldrar maka og börn og sumir fleiri en einn, þvf að hér f litlum bæ eru látnir og syrgjendur skyldir og tengdir. Tvær systur misstu t.d. menn sina frá stórum barnahópum. Heilt bæjarfélag kvaddi látna samborg- ara í troðfullu samkomuhúsi, en viðstaddir voru nær eitt þúsund manns. Fáni Neskaupstaðar hékk uppi með sorgarbandi. „Hér verður ekki löng ræða — enda ekki ástæða til. Hér þarf ekkí að sýna neinum fram á neitt, náttúruöflin eru búin að því,“ sagði sóknarpresturinn, séra Páll Þórðarson, við blaðamann Mbl. áður en athöfnin hófst. Hann lagði út af orðum í Lúkasarguð- spjalli, er Jesús fer með læri- sveina sina út á vatnið og lægir úfinn sjó, er þeir verða hræddir. Megininntak ræðu hans vanu „Við horfum inn í lönd framtíðar- innar tárvotum augum. Við mun- um ekki gefast upp.“ Á þessum stað og þessari stundu við tíu líkkistur og meðal syrgjenda i félagsheimilinu í Nes- kaupstað var erfitt að skilja að slík stund sé raunveruleg. Sá andi virðist vissulega rfkja hér í Nes- kaupstað þessa daga að „Við meg- um ekki alltaf halda, að við slepp- Framhald á bis. 2. Flotgirðingin. Hann sagði, að Fiskifélagið hefði hafið þessar tilraunir um mánaða- mótin júní—júlí sl. sumar. Lax- inn var geymdur í flotgirðingu úr plaströrum. Voru þær festar með sterkum köðlum við akker, sker og við land. Sagði Ingimar, að skorið hefði verið á þessa kaðla og girðingin losuð á þann hátt, og hún síðan borizt á haf út. Ætlunin var að hafa laxinn í girðingunni fram á næsta haust, en þá hefði hann að öllum líkindum verið búinn að ná 8 punda meðalþyngd. Að sögn Ingimars hefur gengið erfiðlega að afla fjármagns til til- raunanna, og því ekki hægt að hafa eins góða gæzlu með þeim og þurft hefði. Mál þetta hefur verið kært til lögregluyfirvalda. Sl. laugardag sást torkennileg- ur hlutur á reki undan Sandgerði. Var róið út að honum, og reyndist þetta vera flotgirðingin. Var botn- inn heill, en göt á girðingunni. Var augljóst, að skorið hafði verið á kaðlana og þeir sem skoðuðu girðinguna telja líklegast, að lax- inum hafi verið stolið áður en girðingin var losuð. Viðlagasjóður til frambúð- ar vegna náttúruhamfara RlKISSTJÓRNIN fól Viðlaga- sjóði I gær að koma fram gagn- vart yfirvöldum I Neskaupstað vegna endurreisnarinnar f kjöl- Jar snjóflóðsins. Jafnframt hefur verið skipuð samstarfsnefnd þriggja þingmanna úr Austur- landskjördæmi til að vera tengi- liður milli Viðlagasjóðs og yfir- valda I Neskaupstað. 1 nefndinni eiga sæti: Lúðvfk Jósepsson, Sverrir Hermannsson og Tómas Árnason. Sverrir Hermannsson kallar nefndina saman. Samhliða þessari ákvörðun hef- ur verið hafist handa um endur- skoðun laga um Viðlagasjóð, svo að hann geti lögformlega sinnt þessu verkefni og öðrum svipuð- um til frambúðar. Allar greiðslur úr sjóðnum til aðila á Neskaup- stað skulu færðar á sérstakan reikning og falla þær þvf ekki saman við greiðslur vegna gossins í Vestmannaeyjum. Rfkisstjórnin hefur það nú til athugunar hjá sér og í samráði við Viðlagasjóð, hvernig aflað verður f jár til greiðslu á þvf tjóni Framhald á bls. 2. Skaftárhlaupið í stærra lagi: Fólks- og féflutningar í Meðallandi vegna flóða nokkrar jarðir umflotnar ís og aurelg „ÞAÐ sést ekkert nema vatn á milli bæja hérna,“ sagði Jóhann Þorsteinsson bóndi f Sandaseli f Taylor skipstjóri laus úr fangelsi BREZKA togaraskipstjóranum Dick Taylor var sleppt úr fangelsinu í S .ðumúla snemma í gærmorgun. Fór hann með áætlunarflugvél til Englands sama morgun. Hafði hann af- plánað 20 daga af 30 daga fang- elsisdómi þeim, sem hann fékk s.I. sumar á Seyðisfirði, en skip hans Forester var sem kunnugt er tekið vegna ólöglegra veiða innan 12 mílna markanna. Baldur Möller ráðuneytis- stjóri tjáði Mbl. i gær, að For- seti íslands hefði náðað Taylor síðustu 10 daga fangelsisdóms- ins, að tillögu Ólafs Jóhannes- sonar dómsmálaráðherra og ráðuneytisins. Sagði Baldur, að hegðun Talyors í fangelsinu hefði í alla staði verið til fyrir- myndar. Meðallandi þegar við töluðum við hann sfðdegis f gær,“ en annars er ástandið eins og búast má við úr þvf að svo flóir út úr Skaftá eins og raun ber vitni. Það er orðið ófært fyrir bfla til næstu bæja vegna þessa vatnsgutls, en Loftur á Strönd var hér hjá mér áðan að bjarga heyjum og fénaði og hann er nýfarinn vaðandi yfir að Strönd f vöðlum. Annars er ég með Iftið af fé hér, um 20 rollur, og hey fyrir hjörðina.“ „Það er heldur vaxandi hlaup- ið, en vex mjög hægt,“ sagði Sig- urjón Rist þegar við höfum sam- band við hann f gærkvöldi á bæn- um Hvammi. „Þau hafa verið ris- meiri Skaftárhlaupin, en þetta er með þeim stærri og maður veit ekki hvað verður f nótt. Venju- legt rennsli í Skaftá á þessum tfma er um 50 teningsmétrar á sek., en nú er það 1000 tenings- metrar eða eins og Sogið tífalt. Skaftárhlaup hafa þó komizt upp f 1500 teningsmetra á sek.“ Loftur Runólfsson, oddviti á Strönd í Meðallandi, var nýkom- inn frá Sandaseli þegar við töluð- um við hann: „Það er mikið vatn hérna,“ sagði hann, „má heita að allt sé umflotið. Á mestum hluta leiðarinnar frá Sandaseli var vatnið um 70—80 sm á dýpt og það er mikill jakaburður í þessu. Jakarnir eru um tveir fermetrar á stærð og um 30—40 sm á þykkt. Aldrei fyrr hefur flætt svona hér yfir í Skaftárhlaupum." Loftur kvaðst vera með um 160 kindur í heimahúsum og um 260 kindur í húsum frá bænum, en þar ætti öllu að vera óhætt. „Vatnið rennur miklu betur hér fram vegna frostleysisins,“ sagði Loftur, „þetta gæti orðið stórmál ef það frysti að ráði. Vatnið sem flæðir hér um er mjög ljótt og það er mikill gormur í því. Framburð- urinn hérna, vatn og ís, getur valdið skemmdum, en maður veit ekkert um það ennþá. Ef garðarn- ir gefa sig hins vegar mun fljóta hér um alla útsveitina og það gæti orðið alvarlegt." Á bæjunum Melhól og Grund leit einnig út fyrir vandamál Framhald á bls. 2. 1154 ölvað- ir ökumenn REYKJAVlKLRLÖGREGLAN hefur alls tekið 1154 ökumenn á árinu vegna gruns um ölvun við akstur. Allt árið í fyrra voru tekn- ir 967 ökumenn, svo aukningin er greinilega mjög mikil. Er þetta hæsta tala ölvaðra ökumanna á einu ári til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.