Morgunblaðið - 31.12.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974
7
Hvernig Brezhnev
sigraði „haukana”
Eftir I f
Victor 1 1 1 |j
Zorza 1?
WASHINGTON — Valdhafarn-
ir i Kreml hefðu ekki getað gert
þær „afar mikilvægu tilslak-
anir“, sem dr. Kissinger segir
felast í samningnum í Vladivo-
stok um takmörkun kjarnorku-
vígbúnaðarkapphlaupsins (Salt
II) ef þeir hefðu ekki fengið
jafnmikilvægar tilslakanir í
staðinn nema því aðeins að þeir
hafi brotið á bak aftur mót-
spyrnu öfgasinnaðra stuðnings-
manna sinna.
Túlkun dr. Kissingers á
samningnum á að sýna að
Bandaríkjamenn hafi engar
meiriháttar tilslakanir gert og
þessa túlkun styðja forseti yfir-
herráðsins og Schlesinger land-
varnaráðherra sem voru upp-
haflega á móti Salt-tillögunum.
Því gæti virzt að Brezhnev hafi
i raun aðeins getað samþykkt
Salt II vegna þess að hann hafi
að engu sjónarmið sovézkra
öfgamanna með sama hætti og
Ford forseti gat þvi aðeins sam-
þykkt samninginn að hann
hafði að engu sjónarmið Jack-
sons öldungadeildarmanns.
Hvorki sovézkir andstæðing-
ar Sait II né Jackson öldunga-
deildarmaður lita á sig sem
öfgamenn og þeir hafa ætíð
túlkað röksemdir sínar út frá
sjónarmiði þjóðarhagsmuna,
sovézkra og bandariskra. Það
var sovézki heraflinn sem ákaf-
ast beitti sér fyrir því eftir
sovézkum blöðum að dæma að
Salt II næði til bandarískra
kjarnorkuvopna i Evrópu er
gætu hæft skotmörk i Rúss-
landi. En Kremlverjar féllu frá
þessari kröfu aó sögn Kissing-
ers því flest þessara vopna „eru
ekki hentug til umtalsverðrar
árásar á Sovétríkin.“ Þessa
skoðun gæti sovézki heraflinn
ekki hafa fúslega viðurkennt
og hana hefði forseti banda-
riska yfirherráðsins heldur
ekki getað viðurkennt ef hlut-
verkunum hefði verið snúið
við.
En þar með eru tilslakanir
Kremlherranna ekki upptaldar
að sögn Kissingers. Moskvu-
mennirnir „féllu frá afstöðu
sinni i heilum málaflokkum.“
Þeir vildu upphaflega að kjarn-
orkuherafli Breta og Frakka
yrði talinn með kjarnorkuher-
afla Bandaríkjamanna á þeirri
forsendu að þessar þrjár þjóðir
gætu hæglega samræmt aðgerð-
ir sinar í kjarnorkustriði við
Sovétríkin. Þeir vildu einnig
„bætur“ fyrir landfræðilegt
óhagræði sem geri að verkum
að Bandaríkjamenn þurfi færri
kafbáta en Rússar til þess að
ógna með kjarnorkuárás.
Samkvæmt Salt II eiga
Bandarikin og Sovétríkin að
ráða yfir jafnmörgum kjarn-
orkuvopnum — 2.400. Hingað
til hafa Rússar ekki teflt fram
eldflaugum með mörgum
kjarnaoddum, en nú er þeim
heimilt að koma sér upp 1.320
slíkum eldflaugum. Sama gildir
um Bandarikin sem ráða nú
yfir rúmlega eitt þúsund slik-
um eldflaugum. Um þetta
stendur deilan að verulegu
leyti þvi flestir þeir sem hafa
gagnrýnt samninginn telja að
„þakið" hefði getað verið miklu
lægra. En spurningin er hvort
Brezhnev hefði getað fengið
herforingja sína til aó sætta sig
við lægra þak og jafnframt
fengið þá til þess að samþykkja
hinar tilslakanirnar sem dr.
Kissinger gerði grein fyrir.
Svarið er að dómi höfundar
þessarar greinar að Kissinger
hafi rétt fyrir sér þegar hann
heldur því fram að hann hafi
fengið bezta samninginn sem
hann hefði getað fengið eins og
á stóð. Þessi skoðun byggir að
miklu leyti á því sem kalla
mætti baráttu hauka og dúfna í
Moskvu þar sem betri lýsingu
vantar. Þau gögn sem hægt er
að byggja á benda til þess að
Brezhnev sé í mjög sterkri að-
stöðu — en aðeins vegna þess
að hann hefur gætt þess vel að
undanförnu að taka tillit til
skoðana þeirra herforingja sem
eru ekki öfgafullir í kröfum
sinum.
Þeir fengu ekki allt sem þeir
vildu, en Brezhnev kom tölu-
vert til móts við þá þegar hann
fékk því framgengt að „þakið“
var hækkað og þannig fékk
hann augsýnilega talið þá á að
snúa baki við þeim hópi valda-
mikilla stjórnmálamanna og
herforingja sem höfðu krafizt
tilslakana i öðrum málum
einnig.
Nákvæmlega sömu aðferð
beitti Kissinger í Washington
til að fá stuðning forseta yfir-
herráðsins, George Brown hers-
höfðingja. Fyrst i stað voru for-
setar allra greina bandariska
heraflans hlynntir afstöðu
Jacksons. En Kissinger sann-
færði þá um að samkvæmt Salt
II yrði þeim heimilt að tefla
fram alls konar nýjum kjarn-
orkuvopnum, allt frá Bl-
flugvélum og Trident-kafbátum
til stærri og betri eldflauga, og
jafnframt að losa sig við eldri
vopn til að fara ekki upp fyrir
nýja „þakið“ sem yrði sett. Þeir
sneru fljótlega baki við Jack-
son. Schlesinger komst að þvi
að hann var einangraður i
Pentagon og fór þá að dæmi
þeirra.
Ólíklegt er að svona nákvæm
lýsing komi frá Moskvu. En til
viðbótar vinahótum Brezhnevs
að undanförnu í garð sovézkra
marskálka og mörgum öðrum
vísbendingum má finna smávit-
neskju i grein í Pravda eftir
forseta herráðs sovézka herafl-
ans, Viktor Kulikov, sem var
nýlega veitt marskálkstign
ásamt mörgum öðrum hers-
höfðingjum.
Greinin birtist skömmu fyrir
fundinn í Vladivostok og var í
orði kveðnu ritfregn um bók
sem heitir Heili hersins og er
könnun á herráðinu. Þessi bók
kom út fyrst á árunum eftir
fyrri heimsstyrjöldina, en grein
Kulikovs hafði að geyma póli-
tískan boðskap sem hann undir-
strikaði með athugasemd þess
efnis að heilræði bókarinnar
„hefðu ekki glatað mikilvægi
sinu . . .“ A hinn bóginn ítrek-
aði hann þá skoðun herforingj-
anna — sem nokkrir stuðnings-
menn Brezhnevs drógu i efa i
sovézkum blöðum fyrr á árinu
— að kjarnorkustríð gæti verið
stjórntæki.
En um leið þjónar stór hluti
röksemdafærslu hans þeim til-
gangi að undirstrika að pólitísk
sjónarmið séu hafin yfir her-
fræðileg sjónarmið og sjónar-
mið stjórnmálamanna séu hafin
yfir sjónarmið herráðsins. Þeir
eru til, sagði hann, sem vilja
hefja herfræðina „yfir stefn-
una“ — það er að láta stjórn-
málamennina dansa eftir pipu
herforingjanna. Hann lét í
veðri vaka að hann væri að
gagnrýna „vestræna" málsvara
þessa sjónarmiðs, en auðvitað
var hann að tala um baráttu
haukanna og dúfnanna i
Moskvu.
Itrekun hans i grein i Pravda
á skoóunum um kjarnorkustrið
og stjórnmál, sem áður hefur
verið deilt um, bar með sér að
Brezhnev hefði samþykkt skoð-
anir herforingjanna í þessu
máli og viðurkennt þá þörf á
hergögnum sem er til staðar
samkvæmt þessari skoðun. En
sú áherzla sem hann lagði á það
að herforingjarnir yrðu að
hlýða stjórnmálamönnum lýsti
opinberlega þeim stuðningi
sem forseti sovézka herráðsins
veitti Brezhnev á laun í umræð-
um sovézkra valdamanna um
' Salt II, stuðningi sem Brezhnev
þurfti á að halda til að leggjast
gegn öfgafyllri kröfum annarra
sovézkra herforingja og vafa-
laust stjórnmálamanna.
En ekkert er endanlegt —
hvorki I Moskvu né Washing-
ton. Hér er á ferðinni barátta
sem hefur komið í hrotum og
staðið árum saman i báðum
höfuðborgunum. Salt II mun
ekki binda endi á hana og
bindur heldur ekki enda á vig-
búnaðarkapphlaupið. Fjöldi
vopnanna er það eina sem nú
hefur verið ákveðið og það er
vissulega mikið afrek. Nú
verður hvort landið um sig að
reyna að standa hinu framar í
gæðum hinna nýju vopna.
Kostnaðinn getur hvorugt
landið veitt sér og ætti ekki að
veita sér.
Chrysler New York 1973 mjög glæsilegur til sölu. Skipti koma til greina. Samkomulag með greiðslur. Sími 43212. Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni í stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin hf., simi 33603.
Er vaskurinn stiflaður? Tek stíflur úr handlaugum, baðkör- um, eldhúsvöskum og niðurföll- um. Bladur Kristiansen, pipulagningameistari. Sími 19131. Keflavik — Njarðvik Ung hjón með tvö börn óska eftir 2ja—3ja herb. ibúð til leigu strax. Öruggar mánaðar greiðslur. Simi 10407.
Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27 Simi 25891. yy ÞRR ER EITTHURfl $ FVRIR RLLR IWoröunblabilt
Tvær íbúðir
til leigu strax
3ja og 4ra herb. í Fossvogshverfi. Tilboð sem
greini fjölskyldustærð sendist blaðinu merkt:
„Gerði 8950".
íbúar Árbæjarhverfis
Hressingarleikfimin hefst að nýju 6. jan. 1 975.
Sérstakir tímar fyrir byrjendur, ef þátttaka fæst.
Skráning karla 2. og 3. jan. eftir kl. 5 í síma
83197.
Skráning kvenna sömu daga í síma 81 536.
Karlatímar þriðjudaga og fimmtudaga kl.
10.20 til 1 1.10.
Kvennatímar ákveðnir þegar vitað er um þátt-
töku.
Allir þurfa að láta skrá sig fyrir 5. jan.
Nánar auglýst innan Árbæjarhverfis eftir 5.
janúar.
Fjölmennum nú í hressingarleikfimina og
hristum af okkur jólaábótina.
íþróttafélagið Fylkir.
Varahlutaverzlun
okkar verður lokuð
fimmtudaginn 2. og föstudaginn 3. janúar.
i Austin Jaguar Morris Rover Triumph
P. STEFÁNSSON HF.
Hverfisgata 103, Raykjavik, island, siml 26911, talex 2151, yMOPART
Óskum
viðskiptavinum vorum
gleðilegs nýs árs
og þökkum viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Hótel Akraness
Óskum
viðskiptavinum vorum
gleðilegs nýs árs
og þökkum viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Veitingahúsið Glæsibæ
Kaffiterían Glæsibæ