Morgunblaðið - 15.02.1975, Síða 14

Morgunblaðið - 15.02.1975, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 Umsjón: Þórleifur ólafsson og Valdimar Örnólfsson Ljósm. Jakob Albertsson Skíðakennsla Byrjendakennsla UPPRIFJUN: Haldió rétt á stöfunum, höndum stungið upp í gegn um slaufuna á handfanginu og gripið um það þannig að slaufan lendi á milli þumalfingurs og vfsifingurs. Það er mikilvægt að hafa gott tak á stafnum til þess að geta beitt honum vel á göngunni og ýtt sér áfram f hverju staftaki. Munið að renna skíðinu fram (ekki lyfta því) í hverju skrefi og fjaðra mjúkt í hnénu um leið. Hallið bolnum örlftið fram og sveiflið höndunum eins og f venjulegri göngu (vinstri hönd á móti hægri fæti og öfugt) og setjið stafinn ákveðið f snjóinn rétt fyrir framan ykkur um leið og þið ýtið ykkur áfram með hinum stafnum. (Skýringarmyndir 1 og 2) Að ganga upp brekku Þegar við erum farin að venjast skfðun- um og ná góðu jafnvægi f göngunni getum við farið að renna okkur f brekkum. Nú er aðalatriðið að fara nógu varlega og velja sér létta brekku. Því miður eru allt of margir, sem fara of hátt fyrst í stað og fá slæmar byltur fyrir bragðið og meiða síg og missa kjarkinn. Við látum slfkt ekki koma fyrir okkur og förum skynsamlega og rólega af stað. Fyrst þurfum við að læra að komast upp brekkuna, þótt hún sé ekki brött. Við getum byrjað að æfa okkur niðri á sléttu. Léttast er að ganga á hlíð upp brekkuna og þess vegna byrjum við á þvf að ganga út á hlið, lyftum hægra skfðinu til hliðar og færum vinstra skfðið að, og svo koll af kolli og styðjum okkur við stafina til öryggis. Á 3. 4. og 5. mynd sjáum við, hvernig þetta lýtur út í brekku. Við getum kallað þetta tröppugang, þvf það er eins og gengið sé á hlið upp tröppur. Tíl þess að fá góða fótfestu, þarf að beita efri köntum skfðanna einkum ef færi er hart. Enn fremur er hægt að ganga á ská upp brekkuna á þennan hátt. Þá er efra skíð- inu alltaf stigið upp á ská fram fyrir það neðra í hverju skrefi. (mynd 6) Það er einnig mjög fljótiegt að ganga upp út- skeifur eins og gæs (Mynd 7 og 8) enda köllum við þetta „gæsagang". Hér verður að beita innri köntum skíðanna, sem næst með þvf að þrýsta hnjánum inn f átt að brekkunni eins og kiðfættur væri. Stafirn- ir veita góðan stuðning, ef þeir eru rétt notaðir. Þeim er stungið f snjóinn fyrir aftan skfðin og ýtt ofan á þá. Lfkamsþung- inn þarf að hvíla aftarlega á skíðunum, til þess að spyrnan verði góð. Mörgum hættir til að halla sér of mikið áfram fyrst f stað, á meðan þeir eru að æfa sit, en þá renna skíðin aftur á bak og skfðamaðurinn dett- ur á magann. Eftir viku lærum við snúninga og jafn- vel eitthvað fleira. 30—40 /)ús: manns stunda skíöiQ á íslandi: „Fastráðinn landsliðsþjálfari óskadraumur Skíðasambandsins” — segir Hákon Ólafsson formaður S.K.Í. Að því er talið er stunda nú á milli 30 og 40 þúsund manns skiðaiþróttina á islandi og Skiða- samband Íslands er nú orðið þriðja stærsta sérsamband innan Í.S.Í. Skiðasambandið hyggst senda eins fjölmennt lið og vel þjálfað og kostur er á næstu Olympíuleika, sem verða i Innsbruck í Austurriki. Þetta kom m.a. fram í viðtali sem Skíðasíðan átti við Hákon Ólafs- son, formann Skiðasambands Is- lands, á dögunum. f upphafi sagði Hákon að þeir sem stunduðu skiðaiþróttina að einhverju marki væru taldir vera helmingi fleiri en þeir sem væru félagsbundnir og talan 30—40 þús. við það miðuð. Fram að þessu hefði vantað Reykjavikursvæðið inn i myndina hvað varðar keppni og almennan áhuga, en nú hefði orðið gifurlega breyting á. Meðlimafjöldi skíða- félaga alls staðar á landinu hefði aukist gífurlega s.l. 5 ár og mest sunnan lands. Þá væri annar landshluti að koma sterkt inn i myndina, en það væru Austfirðir. Austfjarðamótin, væru nú með fjölmennustu mótum landsins, en þvi miður væru Austfirðir nokkuð út úr. — Hvert er aðalvandamál SKÍ um þessar mundir? „Aðalvandamálið er sem fyrr fjárhagsvandræði. Þetta á sér- staklega við núna í sambandi við Olympíuleikana i Innsbruck næsta vetur. Skíðasambandið setti upp sérstakt prógram vegna þeirra leikja. Okkar lag- marksprógram hljóðaði strax upp á nokkrar milljónir kr. og var það stærri biti en við gátum gleypt. En við reyndum að halda því bezta eftir af bitan- um. Fyrsta atriðið í þessu var að halda sameiginlegar lands- liðsæfingar hér innanlands og að senda kjarna landsliðins til æfinga og keppni erlendis. Til farar út voru þrír menn styrkt- ir i haust og sá fjórði að nokkru leyti. Hafa þeir verið í Mið- Evrópu allan janúarmánuð og tekið þátt í Evrópubikarmótum á sunnudögum. I þessari ferð eru Haukur Jóhannsson og Árni Öðinsson frá Akureyri og Hafsteinn Sigurðsson frá lsa- firði. Ennfremur var með í för- inni Tómas Leifsson frá Akur- eyri. Upphafleg áætlun okkar vegna alls þessa hljóðaði upp á 4.5 millj. kr. en niðurskorinn áætlun upp á 1.4 millj. kr. og sýnir þetta aðeins hvað það kostar að standa vel að hlutun- um.“ — Hér hefur aðeins verið minnst á þá, sem stunda alpa- greinarnar, er ekki ætlunin að styrkja menn til æfinga og keppni í norrænum greinum? „Hugmyndin var að styrkja tvo göngumenn, þá Magnús Ei- ríksson og Halldór Matthíasson. Magnús treysti sér ekki til að fara, af persónulegum ástæð- um, en Halldór Matthíasson er nú við æfingar ytra.“ — Hvernig hefur svo tslend- ingunum gengið í keppni ytra, t.d. þeim sem tóku þátt I Evrópubikarnum ? „Það er ekki hægt að segja Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.