Morgunblaðið - 15.02.1975, Page 17

Morgunblaðið - 15.02.1975, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 17 annarra þjóöa, hefði nýlega verið í Póllandi og fengið þar góðar undirtektir. Aðspurður hvert yrði næsta skref Norðmanna í fiskveiðimálunum, svaraði Bratt- eli, að samkvæmt starfsáætlun sem ákveðin hefði verið í haust um það, hvernig vinna skyldi að fram- gangi lögsögumálanna, yrði það gert skref fyrir skref. Fyrsta skrefið væri togveiðibannsvæðin, næsta skref yrði væntanlega útfærsla í 50 sjómflur, hvenær vildi hann ekkert um segja, en alla vega yrði það ekki fyrir næsta áfanga hafréttarráðstefnunnar, Norðmenn myndu halda áfram að vinna að lausn þessara mála á þeim vettvangi. Hann var spurður, hvort Norðmenn myndu færa út einhliða ef enginn árangur næðist á ráðstefnunni, en því vildi hann ekki svara öðru vfsi en svo, að Norðmenn vildu helzt forðast þorskastríð. Hann tók fram, að hann vildi ekkert um mál þetta segja, sem hægt væri að tfta á sem fhlutun í málefni Islands eða afskipti af fslenzkri afstöðu og hann vildi enga skoðun láta f ljós á þeirri ákvörðun lslendinga að færa út fiskveiðilögsögu sfna f 200 sjómflur fyrir lok þessa árs. Bratteli kvað forsætisráðherra Norðurlanda hafa verið sammála um það á fundi sfnum f Oslo á dögun- um, að orku- og iðnaðarmálin væru mikilvægustu viðfangsefni þessa þings Norðurlandaráðs. Hann sagði fulltrúa Norðmanna og nágrannaríkjanna vinna í sameiningu að hugmyndum um það, hvernig háttað skyldi samstarfi um olfumálin og hugsanlegum olfu- viðskiptum. Aðspurður hvort þetta væru samningavið- ræður sagði hann það of mikið sagt: Hann var einnig spurður hvenær kæmi til greina, að Norðmenn gætu selt lslendingum olfu, ef til kæmi, en út á það vildi hann ekkert gefa; sagði, að Norðmenn myndu fyrst framleiða olfu fyrir sig og útflutningur kæmi síðan til smám saman eftir því sem framleiðslan ykist. En hann kvað Norðmenn hafa góðar vonir um að f lok þessa áratugar yrði olfuframleiðslan við Noreg orðin tíföld þeirra eigin þörf. 0 Trygve Bratteli, forsætisráðherra Noregs, ásamt sendiherra Noregs á Islandi. Per Borten: „Eg tel ekki að olíu- gróðinn verði jafn- skjótfenginn og sumir œtla” 0 PER Borten, fyrrv. forsætisráðherra Noregs, er meðal fulltrúa á þinginu. Hann sagði að á slfkum fundum væru jafnan nokkrir málaflokkar, sem hæst bæri og virtist sem nú væru orkumálin í brennidepli. 1 framhaldi af þvf barst talið að olíuvinnslu Norð- manna f Norðursjó og sagði Borten að honum sýndist sem menn einblfndu á olfuna sem alls herjar bjarg- vætti allra vandamála. — Ekki má gleyma, hversu gffurlega hefur verið fjárfest á sfðustu árum f ýmiss konar undirbúnings- starfi og eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Það mætti segja mér að þarna yrði ekki jafnskjóttekinn gróði og margir reiknuðu með. — Það eru ýmsar blikur á lofti í efnahagsmálum Noregs og vtð höfum ekki farið varhluta af erfið- leikunum. Iðnaðurinn, landbúnaðurinn, sjávarútveg- urinn — allar þessar greinar eiga í örðugleikum. Og að mfnum dómi hefur stjórninni alls ekki tekizt að hafa hemil á verðbólgunni. — Annars hefur verðbólgan f Noregi ekki verið slík að þörf sé að hafa uppi mikinn barlóm, bætti Borten við. — Hagur okkar og staða gæti verið erfiðari. Borten var síðan spurður um hvort jafnréttismál yrðu ekki talsvert til umræðu vegna kvennaársins. Hló hann þá glaðlega og sagði að á Islandi þyrfti nánast ekki að ræða slfk mál þar sem allir hefðu mögulcika á að vera jafnir. 0 Per Borten, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Pekka Tarjanna: Stgðjum baráttu íslendinga — 0 Pekka Tarjanna, samgöngumálaráðherra Finn- lands, kom sem kunnugt er hingað til lands á þjóð- hátfðina á Þingvöllum sl. sumar. Hann kvaðst telja Pekka Tarjanna, samgöngumálaráóherra Finnlands. orku- og iðnaðarmálin almennt mikilvægustu við- fangsefni þingsins næstu daga. Finnar hefðu mikinn áhuga á samstarfi Norðurlanda á þvf sviði, en þeir flytja inn, að hann sagði, um tvo þriðju hluta þeirrar olfu, sem þeir nota, frá Sovétríkjunum. Finna kvað hann þó hafa hvað mestan áhuga 1 hugmyndunum um gagnkvæm réttindi norrænna borgara í þátttöku f bæja- og sveitastjórnarkosning- um, þar sem þeir væru búsettir og starfandi og hefðu þeir lagt fram tillögu f þvf efni. Hann kvað þetta einkar mikilvægt, þar sem hreyfing vinnuafls innan Norðurlanda færi vaxandi. Sjálfur kvaðst hann hafa sérstakan áhuga á vandamálum er vörðuðu upp- lýsingaskyldu Norðurlandaráðs, bæði inn á við og út á við, — hvað grundvallarreglur skyldu gilda f þeirn efnum, m.a. um samskiptin milli forsætisnefndar- innar og ráðherranefndarinnar, til þess til dæmis að komizt yrði hjá tvfverknaði. Aðspurður, hvort nokkur breyting hefði orðið á afstöðu Finnlands f fiskveiði- lögsögumálunum svaraði Tarjanna þvf neitandi: „Við styðjum baráttu Islendinga." 0 Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, ræðir v<ð blaðamenn i flugstöðinni í Keflavik. Olof Palme: „Efnahagsþróunin hefur verið okkur hagstœð” 0 OLOF Palme, forsætisráðherra Svfþjóðar, kvað'l aðspurður sérstaklega telja að orkumálin og samstarf Norðurlanda á þvf sviði, væri þýðingarmest; nefna mætti undirbúning að fjárfestingarbankanur.1 norræna, samvinna á sviði samgangna og menninga"- mála, kvennaárið og mál að þvf lútandi kæmu t l umf jöllunar ásamt ótal mörgum öðrum. Blaðamaður Mbl. spurði Palme hverja hann teltíi vera skýringu á þvf að efnahagur Svfa stæði með þeim blóma, sem raun bæri vitni um, þegar ástandið 'væfi vfða erfitt og óbjörgulegt. Palme yppti þá öxlum og sagði að dæmið gæti snögglega snúist við; veðrabrig‘»- in og sveiflurnar gætu komið áður en við væri litið. Hann sagði aðspurður að ekki treysti hann sér til ao álfta skýringuna vera þá að hann væri svona góðu.' forsætisráðherra og sagði: — Efnahagsþróunin hefu<- verið okkur mjög hagstæð og því höfum við geta) framfylgt stefnu, sem hefur borið ávöxt. En ekki þori ég að spá þvf að þetta ástand geti varað. Palme var síðan inntur lítillega eftir afstöðu Svía < landhelgismálum. Hann vísaði til fyrri yfirlýsing < stjórnarinnar og sagði að Svíar vildu að Hafréttarrái- stefnan mótaði alþjóðlega stefnu, en eólilegt væri a) taka tillit til þjóða sem ættu afkomu sína nær einvöré. ungu undir fiskveiðum. 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.