Morgunblaðið - 15.02.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.02.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1975 CL /\ . ca iHss Kll mw Piltur og stúlka Thóroddsen Já, Ásbjörn minn, hún er undan henni Forustu- hníflu hennar móður minnar; en hvað er orðið af græna spottanum, sem var í eyranu á henni? Á, heyrir þú nú, Jón góður! sagði Ásbjörn, þetta er hún Kolla hennar Sigríðar litlu, heldur þú, að barnið skrökvi? Og þarna hefur verið dregið í eyrað á henni, en rifnað út úr, og er svo gróið saman aftur, og því er þarna bríxlið á eyranu; ég vissi það líka, að ég þekkti svipinn, þó ég kæmi honum ekki fyrir mig, en nú kannast ég við það, að hún er af Hníflukyninu. Það er eins og vant er fyrir þér, Ásbjörn sæll! sagði Jón, þú dregur þeirra taum, sem þú heldur, að geti slett í þig bita eða sopa, en í þetta sinn skaltu ekki féfletta mig, því ég á kindina með öllum guðs- rétti, eins og á eyrunum má sjá. Það lýgur þú, sagði Ásbjörn og reiddist því, er Jón sagði, að hann væri hlutdrægur. Á, lýg ég það! sagði Jón og brá hendinni framan á nasir Ásbirni, svo úr dreyrði; Ásbjörn sleppti þá tvævetlunni og ætlar að rjúka í Jón, en hreppstjóri Bjarni hljóp í fangið á honum og hélt honum, en tveir aðrir tóku Jón og öftruðu honum að berja Ásbjörn meira. Ásbirni þótti það illt, er hann náði ekki að hlaupa að Jóni, og beiddi hreppstjóra grát- andi að lofa sér að slá þrælinn dálítið —því ég er óvanur því, að mér sé gefið á nasirnar fyrir ekkert, eða þurfti hann að gefa mér á hann þó að ég kallaói hann lygara, það er hann, og þetta var þá ekki það stóryrði. HÖGNI HREKKVÍSI Heyrðu væna — viltu gjöra svo vel að hætta að keyra Högna í dúkkuvagninum þeim arna. Bjarni lét sem hann heyrði það ekki og reyndi á allar lundir að stilla til friðar með þeim og tókst það svo um síðir, að þeir kysstu hvor annan og beiddu hvor annan fyrirgefningar; en tvævetluna skipaði hann að leiða til fjár Jóns á Gili og kvað nóg illt af henni hlotizt hafa og skyldi hún ekki oftar verða þrætuefni. Þegar Sigríður litla sá, að Kolla var burtu leidd, og heyrði, að Jón á Gili ætti að eiga hana, gat hún ekki gjört að sér að fara að gráta, því henni þótti svo vænt um hana og hafði hlakkað svo lengi til að sjá hana aftur af fjallinu; hún settist þá undir annan réttarvegginn og táraðist. Indriði litli frá Hóli var staddur skammt þar frá og sá, að Sigríður fór að gráta. Æ, ég get ekki séó hana Siggu litlu gráta, sagði hann við sjálfan sig og gekk til hennar. Hvað gengur að þér, Sigga mín? Mér er svo vel við þig, að tárin koma fram í augun á mér, þegar ég sé þig gráta, sagði hann og klappaði Sigríði á herðarnar með hendinni; segðu mér, hvað gengur að þér? Æ, mér þótti svo mikið fyrir að missa hana Kollu mína; hún er svo falleg, en nú hefur hann faðir minn látið óræstið hann Jón á Gili taka hana frá mér; þetta var sú eina kindin, sem ég átti, og það er svo gaman að eiga sjálf kind. Vertu samt ekki að gráta út úr því, Sigga mín góð, sagði Indriði, ég á tvö lömb hérna í réttinni, og mátt þú eiga hvort þeirra, sem þú vilt; hún móðir mín hefur sagt, að ég mætti gefa þér annað, og komdu nú og skoðaðu þau. Sigríður varð þessu ofur glöð og fór Indriði með hana þangað, sem lömbin voru; það voru tvö gimbr- arlömb ofur féleg, og bauð Indriði Sigríði að kjósa sér hvort, sem hún vildi; sagði Sigriður föður sínum frá gjöfinni, og sagði hann það fallega gjört af Indriða og sagði Sigríði að þakka Indriða fyrir með kossi. En þú, Indriði, skalt einhvern tíma koma yfir að Tungu í vetur og finna hana Siggu litlu, því vera má, að þið unga fólkið fellið meira huga saman en við feður ykkar og vil ég ekki meina ykkur það. Varð nú ekki fleira til tíðinda að því sinni. En um veturinn voru frost mikil og ísalög, og lagði Fagurá þar á milli bæjanna, og mínntist Indriði einhvern sunnudag á, hvað Barni í Tungu hafóisagtvið hann, og biður foreldra sína aö lofa sér yfir að Tungu að finna Siggu, og játtu þauþvíen segja honum að vera kominn aftur fyrir vökulok. Indriói kom aó Tungu og fagnaði Bjarni honum vel ög svo Sigríður, en Ingveldur lét sér fátt um finnast. Ormur Bjarnason var þar fyrir, hafði hann fengið leyfi af kennara sínum að finna foreldra sína unihelgina; urðu þeir Indriði brátt góðir vinir.einsog ekkert hefði í skorizt með þeim; voru þau öll að leikjum um daginn, börnin og bjuggu sér snjókerlingar eða renndu sér; í rökkrinu höfðu þau það að skemmtun að kveðast á; voru þeir sveinarnir báðir á móti Sigríði og veitti þó miður, því Sigríður kunni allar Úlfarsrímur spjald- nteÍinor9unk(iííÍAu Nígeríu- handtakið Fregnir frá höfuðborg Afrlkurfkisins Careron herma að þar í landi eða öllu heldur í höfuðborginni hafi gripið um sig mikill ótti meðal karl- manna við Nígeríu-handtakið. En sú saga gekk um borgina að þangað væru komnir Nígeríu- menn sem gerðu karlmenn kyndaufa með því einu að taka f hönd þeirra. Nígeríu- handtakið óttuðust karimenn borgarinnar svo, hermdi fregnin að þar sást vart maður öðru vísi á götu en með báðar hendur keyrðar djúpt í vasa. En fögregla borgarinnar fékk upplýst að einhverjir náungar þar í borg hefðu komið þessum sögusögnum á kreik til þess að örva sölu sína á heimatilbún- um kynörvunarmiði. Hver var að leika sér með hár- lakkið? Það var umburðarlyndi Magnúsar sem réð úr- slitunum um að ég gift- ist honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.