Morgunblaðið - 15.02.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 21 London, 14. febrúar. Reuter ELlSABET drottning er dýrari í rekstri en allir aðrir þjóðhöfð- ingjar Evrópu en langtum ódýrari en forseti Bandaríkj- anna. Eftir þá 420.000 punda kaup- hækkun sem hún hefur fengið er ársrisna hennar 1.400.000 pund en auk þess hefur drottn- ing boðizt til að greiða úr eigin vasa 150.000 pund til þess að taka þátt 1 því að hækka kaup starfsfólks sfns og standa undir öðrum kostnaðarauka. En við þetta bætist rekstur lystisnekkju drottningar og fimm flugvéla og viðhald kon- unglegra bygginga og sá kostn- aður nemur um 4.600.000 punda á ári. Auk þess fá nánustu ættingj- ar drottningar 335.000 pund hver í tekjur frá ríkinu, þar á meðal systir drottningar, Mar- grét prinsessa. Þessi kostnaðar- liður nemur alls 6.335.000 punda. Elísabet drottning Bretum dýr 1 rekstri 1 Frakklandi fær forsetinn 436.000 pund á ári í risnu. Risna forseta Vestur- Þýzkalands er talinn nema 2.100.000 punda. 1 Hollandi er talið að Júlíana drottning fái 625.000 pund frá ríkinu á þessu ári. Erfitt er að meta útgjöld Bandaríkjaforseta þvi þau eru að miklu leyti falin. Þó er til dæmis vitað að kostnaðurinn við lifvörð forsetans er að minnsta kosti einni milljón punda hærri en allur kostn- aðurinn við brezku konungs- fjölskylduna. Auk þess sem Elísabet drottning fær frá rikinu fær hún 325.000 punda skatt frá hertogadæminu Lancaster og þeirri upphæð er varið til per- sónulegra útgjalda drottningar vegna starfs hennar, til dæmis til kaupa á fötum og skart- gripum. Bretakonungar hafa þegið risnu frá rikinu siðan 1760 þegar Georg III afsalaði sér öllum skattatekjum frá krúnu- lendum sinum nema hertoga- dæminu Lancaster, gegn því að fá risnu. Matarkostnaður drottningar jókst úr 57.000 pundum 1972 í 73.000 pund 1973 og kostnaður- inn við hesthús drottningar jókst úr 16.000 pundum í 24.000 pund. Drottning hefur dregið úr ferðalögum og kaupum á opin- berum gjöfum en garðveizlu- kostnaður jókst úr 31.000 pund- um í 39.000 pund. Stuðningsmenn krúnunnar telja peningunum vel varið til að tryggja stjórnmálajafnvægi og auka þjóðarstolt og segja auk þess að krúnan tryggi tekj- ur af ferðamönnum. Vinstriblaðið Tribune vili hins vegar gera konungsfjöl- skylduna og fylgifiska hennar atvinnulausa. Greiðsluhalli Breta minni London, 14. febrúar. Reuter. VERÐLAG í Bretlandi hefur hækkað meira en dæmi eru til f níu mánuði og verðbólgan eykst enn hröðum skrefum samkvæmt tölum sem voru birtar í dag. Hins vegar tilkynnti stjórnin að greiðsluhallinn hefði minnkað og að olfu undanskilinni væri um greiðsluafgang að ræða f fyrsta skipti sfðan í aprfl 1973. Þá var metútflutningur f janúar. Jafnframt er óttazt aó miklar kauphækkanir sem hin voldugu samtök kolanámumanna tryggðu sér i gær hvetji önnur verkalýðsfé lög til að gera að engu óskrifað samkomulag stjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar er mið- ar að því að hefta verðbólguna. Foringjar járnbrautaverka- manna hófu viðræður i dag við vinnuveitendur um kaup og kjör og sögðu að þeir gerðu ráð fyrir verulegum kauphækkunum. Greiðsluhallinn í janúar var 261 milljón punda miðað við 346 millj ónir punda mánuðinn á undan og hefur ekki verið minni í 15 mán- uði. Olíugreiðsluhallinn var 312 milljónir svo að um 51 milljón punda greiðsluafgang er að ræða ef olían er undanskilin. Utflutningurinn i janúar var að verðmæti 1.546 milljónir punda. Hann jókst um 185 milljónir punda. Fyrra metið var 1.436 milljónir punda í september. Þessar tölur eru stjórninni gleðifréttir I baráttu hennar gegn verðbólgunni. Þær eru hagstæð- ari en hinir bjartsýnustu þorðu að vona. Hins vegar var tilkynnt að verð- bólgan í fyrra hefði verið 19.9%. Verðbólgan jókst um 2.6% tvær síðustu vijtur desember og tvær fyrstu vikur janúar og það er mesta mánaðaraukning síðan í Brezhnev gagnrýnir tilraunir Kissingers Tnmcolnm 1/1 ýnHri 1 or A P Jerúsalem, 14. febrúar. AP. ENN var allt á huldu hvort samkomulag tækist milli Israelsmanna og Egypta um Sinaiskaga þegar Henry Kissinger fór til Jórdanfu f dag að loknum viðræðum hans og fsraelskra ráðamanna og jafnframt sætti hann harðri árás Rússa. Sprengja sprakk rétt hjá hóteli Kissingers í morgun. Lögreglan fann tvö lík en gaf enga skýringu á sprengingunni. 1 Moskvu gagnrýndi Leonid Brezhnev flokksforingi harðlega tilraunir Kissingers til að leysa deilumálin í Miðausturlöndum skref fyrir skref og virðist greini- lega vera vel fyrir kallaður eftir 51 dags fjarveru. Hann sagði: „Takmarkaóar ráð- stafanir hafa þegar verið gerðar í Miðausturlöndum eins og kunn- ugt er. Hafa þær dregið úr spenn- unni í þessum heimshluta? Þvi miður ekki. Hafa þær fært þjóð- um Miðausturlanda frið? Nei, það hafa þær ekki gert.“ Háttsettur israelskur embættis- maður sagði blaðamönnum að Kissinger hefði ekki haft með- ferðis áþreifanlegar tillögur frá Egyptum er hann ræddi við Yitzh- ak Rabin forsætisráðherra, en gert nánari grein fyrir þeirri hörðu afstöðu sem Egyptar hefðu tekið opinberlega. • • Oryggismálin efst á baugi hjá Wilson og Brezhnev Moskvu, 14. febr. — Reuter. • VEL hefur farið á með þeim Leonid Brezhnev flokksleiðtoga og gesti hans, Ilarold Wilson for- sætisráðherra Bretlands, í við- ræðum þeirra í Moskvu 1 dag. 0 Er þetta 1 fyrsta skipti 1 sjö vikur, sem Brezhnev kemur fram opinberlega, og virtist hann vera við beztu heilsu. Hins vegar er sagt að hann hafi um skeið verið sjúkur og þjáðst af inflúensu. % I viðræðunum í dag lagði Brezhnev mikla áherzlu á nauð- syn þess að áframyrðiunnið að því að bæta sambúð rfkja heims og tryggja frið. Voru þeir Brezhnev og Wilson sammála um að rétt væri að kalla saman á ný leiðtoga- fund um öryggismál Evrópu, og er nú talið Ifklegt að sá fundur verði haldinn f Helsinki f sumar. Að loknum hádegisverði í Kreml ræddi blaðafulltrúi Brezhnevs, Leonid Zamyatin, við fréttamenn og skýrði þeim frá gangi vióræðnanna og sagði að fréttir á Vesturlöndum um alvar- leg veikindi Brezhnevs að undan- förnu væru tilgátur og uppspuni. Hann sagði að í hádegisverðar- boðinu hefði Brezhnev flutt ræðu og sagt að leiðtogar Sovétríkjanna væru ósveigjanlegir í þeirri ákvörðun sinni að koma á frið- samlegri sambúð þjóða og vinsam- legri sambúð þeirra á jafnréttis- grundvelli öllum til góða. Einnig vék Brezhnev nokkuð að deilum Araba og Gyðinga, og voru þeir Wilson og hann sammála um að litið mætti út af bera til að þar syði uppúr. Þegar viðræður hófust á ný eft- ir hádegið var Brezhnev i sól- skinsskapi. Teygði hann sig eftir flösku af sódavatni yfir samninga- borðið, og bauðst til að selja Bret- um-þettasovézkadrykkjarvatn á mjög góðu verði. Þegar Wilson svaraði því til að sér þætti verðið samt of hátt, ýtti Brezhnev vió Alexei Kosygin forsætisráðherra, sem sat næstur honum, og sagði: „Við gerum þeim gott tilboð, og þeir fara að þjarka um verðið.“ Þetta er fyrsta heimsókn for- sætisráðherra Bretlands til Sovét- rikjanna frá því árið 1968, þegar Wilson kom þangað siðast. Hefur sambúðin ekki verið upp á það bezta síðan Bretar ráku 105 full- trúa Sovétrikjanna úr landi árið 1971 eftir að þeir höfóu verið sak- aðir um njósnir. april i fyrra. Ottazt er að aukið atvinnuleysi verði fylgifiskur aukinnar verðbólgu. Tugir fyrir réttí Kaíró Kaíró, 14. febr. Reuter RÉTTARHÖLD hefjast á morgun í Kafró í málum 74 sakborninga sem eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt f meintu samsæri um að steypa Anwar Sadat forseta af stóli og eiga dauðarefsingu yfir höfði sér. Alls eru 92 ákærðir fyrir morð, þátttöku í glæpsamlegu samsæri, árás á hernaðar- mannvirki og samsæri um að kollvarpa forsetanum. Sakborningarnir eru flestir rúmlega tvítugir og dauðarefs- ingar hefur ekki verið krafizt yfir jafnmörgum sakborn- ingum í Egyptalandi síðan félagar úr Bræðrafélagi Múhameðstrúarmanna voru leiddir fyrir rétt 1954, gefið að sök að hafa reynt að ráða Nass- er heitinn forseta af dögum. Sakborningarnir eru ákærð- ir fyrir að hafa gert árás á hertækniskólann í Kairó í apríl. 11 biðu bana og 27 særð- ust í árásinni. Því er einnig haldið fram að þeir hafi reynt að sækja til aðalstöðva Arabiska sósíalista- sambandsins, eina stjórnmála- flokks Egyptalands, þar sem Sadat var að halda ræðu og neyða hann til að segja af sér. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa starfað í leynilegum samtökum múhameðskra of stækismanna. Hann sagði að likurnar á því að deilan leystist þegar Kissinger færi í aðra ferð til Miðaustur- landa um miðjan næsta mánuð væru 50 á móti 50. Bandaríkja- menn hafa meti^ líkurnar ná- kvæmlega eins. Þegar Kissinger fór frá Israel lagði hann enn áherzlu á að hann hefði farió í ferð sina í könnunar- skyni, en hann sagði aó þær við- ræður sem hann hefói átt i Jerú- salem og öðrum höfuðborgum gerðu honum kleift að koma aftur eftir nokkrar vikur og taka þátt i áþreifanlegri viðræðum sem væru fyrirsjáanlegar. Hann kvaðst vera mjög ánægður með viðræóur sinar i Israel og ísra- eiskir ráðamenn tóku í sama streng. Israelski embættismaðurinn sem skýrði frá gangi viðræðnanna sagði að Israelsmenn mundu ekki láta af hendi Mitla- og Gildiskörð- in og Abu Rudeis-oliulindirnar nema gegn skuldbindingu frá Egyptum þess efnis að þeir mundu ekki beita Israelsmenn valdi eða hóta þeim valdbeitingu. Hann sagði að annar helzti möguleikinn sem væri ræddur væri sá að Israelsmenn hörfuóu upp að fjallaskörðunum, en héldu olíusvæðunum, en þá yrðu Egypt- ar að koma til leiðar friðsamlegu andrúmslofti. Þannig yrðu þeir að gera sig óháðari Rússum og neita að taka þátt í pólitískum og efna- hagslegum aðgerðum róttækra Arabaríkja gegn Israel. Hann sagði að Israelsmenn og Egyptar yrðu að gera tvihliða Framhald á bls. 20 Byltindn bæld niður Tananarive, 14. feb. — Reuter. HERSVEITUM stjórnvalda i Malagasy tókst í dag að bæla nið- ur uppreisnartilraun flokka lög- reglumanna, sem sakaðir eru um morðið á þjóðhöfðingja landsins, Richard Ratsimandrava, á þriðju- dag. Lokaátökin urðu við aðalstöðv- ar sósialistaflokks landsins i mióri höfuðborginni Tananarive. Þar höfðu uppreisnarmenn búið um sig eftir að hafa verið hraktir úr herbúðum sínum utan við borgina i gær. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum var Andre Resampa framkvæmdastjóri sósialistaflokksins meðal þeirra, sem gáfust upp i aðalstöðvunum i dag. Nitján rnanna herforingjastjórn undir forustu Gilles Andriama- hazo hershöfðingja fer með völd í Malagasy eftir morðið á þjóðhöfð- ingjanum, og sagói hershöfðing- inn i dag að við töku herbúða uppreisnarmanna í gær hefði 21 maður fallið. Ekki hefur verið tilkynnt hve margir féllu i bar- dögum við aðalfangelsi höfuð- borgarinnar, þar sem hópur upp- reisnarmanna hafði búið um sig, né heldur við töku aðalstöðva flokksins. Yfirmaður sveita uppreisnar- manna var Brechard Rajaonaris- on ofursti, og er ekki vitað um örlög hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.