Morgunblaðið - 15.02.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 25 Frumvarp um kjörtíma útvarpsráðs: Langur og strangur meðgöngutími þingsins KJÖRTÍMI útvarpsráðs hefur undanfarn- ar vikur verið nokkurskonar fastaliður í dagskrá þingdeilda, sem þingmenn hafa rokið í hár saman út af, þegar öðru þarfara hefur ekki verið að sinna. Fá mál hafa reynzt tímafrekari í þinginu. Jafnvel kvöldfundir hafa ekki leitt til lykta þess. Þingmenn hafa haft lag á því að treina sér „ofurlitlar dreggjar, til að drekka næsta kvöld.“ Hér á þingsíðunni verða nú raktar lauslega og efnislega umræður eins fundar í neðri deild Alþingis um mál þetta, sem verður að nægja sem sýnishorn af þessari hlið þingstarfanna. (neðri deild 10. febr. sl.). Magnús Torfi Olafsson (SFV). Magnús Torfi sagði að stuón- ingsmenn breytts kjörtíma útvarpsráðs væru tvísaga I rökstuðningi sínum. Mennta- málaráðherra segði breytinguna byggða á þvl, að meðan Alþingi kysi útvarps- ráð, svo sem nú er og verið hefði væri rétt að það skyldi kjörið eftir hverjar Alþingiskosningar. Hins vegar skyti það jafnan upp kolli, eins og t.d. hjá 9. landskjörnum þingmanni, „að núv. meirihluti útvarpsráðs hefði brugðizt trausti almennings." Þá væri röksemdin orðin sú, að núverandi útvarpsráð hefði unnið sér til óhelgis. Magnús vakti athygli á því að tveir þingmenn „með langa setu í útvarpsráði" hefðu báðir látið i Ijós efa um réttmæti umræddrar breytingar á kjörtima útvarps- ráðs, háttv. 3. þingmaður Vest- fjarða og háttv. 2. landskjörinn. Magnús sagði frumvarpið bera vott ofríkis. Þá vék Magnús Torfi að breytingartillögum sínum. Sagði hann þær (þringing kjör- gengis til útvarpsráðs) vera annarsvegar byggðar á þvi, að i útvarpsráði ættu ekki sæti aðilar, sem vegna annarra starfa gætu þar lent i hagsmunaárekstrum, og hinsvegar ekki menn, er störfuðu að upplýsingastarfsemi á vegum annarra rikja eða rikjabandalaga. Guðmundur Garðarsson (S) sagði m.a.: Mér finnst það innlegg i þetta mál (frá Magnúsi Torfa og Kjartani Ólafssyni) skjóta nokkuð skökku við, ef útiloka » á starfsfólk hljóðvarps og sjónvarps frá setu i útvarpsráði. Mér finnst tillagan efla í sér, að svipta eigi þetta fólk almennum mannrétt- indum, fyrir utan það, að það er i dag meginstefna frjálsrar verka- lýðshreyfingar, um atvinnulýð- ræði að starfsfólk fái aðild að stjórnum og ráðum fyrirtækja. Andstæðingar þessa frumvarps tala mikið um „að gera útvarps- ráð óháð stjórnmálaflokkum.“ Það hefur i 35 ár verið kjörið hlutfallskosningu af Alþingi, eftir hreinpólitiskum reglum. Þeir leggja ekki til í tillögum sin- um, að breyting verði hér á. Að- eins að útiloka vissa starfshópa í þjóðfélaginu frá kjörgengi, svipta þá þessum almennu þegnréttind- um. Utvarpsráð skal að þeirra vilja áfram kosið af Alþingi. Þeir eru aðeins á móti þvi að þetta kjör fari fram „eftir hverjar þing- kosningar", sem þó er eðli- legastur háttur málsins, ef og meðan Alþingi kýs útvarpsráð. Þá gagnrýndi Guðmundur skrif Þjóð- viljans um þá þingmenn, sem leyfðu sér að hafa aðrar skoðanir i þessu máli en kommúnistar. Þeir yrðu dag hvern fyrir persónuárásum í Þjóðviljanum, orð þeirra ýkt og úr lagi færð. Þetta væri sú virðing fyrir skoðanafrelsi, sem ríkti í Þjóð- viljanum. Þá ræddi Guðmundur nokkuð um starfsemi útvarpsráðs og dagskrárval i fjölmiðlum og taldi að margt mætti betur fara i þeim efnum, m.a. viðleitni i þá átt að koma til móts við vilja fólksins sjálfs og mat þess á fræðslu- og afþreyingarefni. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) minnti á næturfundi um þetta mál I jóla- önn desember- mánaðar liðins árs og enn teygðu menn lopann í löngum þingræðum. Hún mótmælti AIMAGI þvi að mál þetta hefi ekki fengið þinglega meðferð, þó tiltekinn nefndarfundur hefði verið i stytzta lagi. Meðferðartimi þing- deilda á málinu væri allangur orðinn. Hún taldi að pólitisk þrá- hyggja og þröngsýni hefði gætt i dagskrá fjölmiðla rikisútvarpsins (hljóðvarps og sjónvarps) undan- farin 3 ár, sem væri andstæð frjálsri skoðanamyndun I land- inu. Pólitík væri að vísu hluti þjóðlífsins og ætti sem slík að fá inni i rikisfjölmiðlum okkar, en óhlutdrægni og jafnvægis þyrfti að gæta I mun ríkara maéli en verið hefði. Ef gera ætti Rikisút- varpið sjálfstætt og óháð stjórn- málaflokkum, sem æskilegt væri og nauðsynlegt, væri stór spurn- ing, hvort það ætti að kjósa flokkslegum hlutfallskosningum á Alþingi. Stjórnarandstæðingar legðu þó ekki til, að þessari skip- an mála væri breytt. Það væri allt annað, sem fyrir þeim vekti, svo sem tillögur þeirra bæru vott um. Meðan þessi háttur væri á hafður, færi bezt á þvi, að kjörið ætti sér stað eftir hverjar alþingis- kosningar og bæri þann veg svip af þeim þjóðarvilja, sem hverju sinni kæmi fram í skipan þings- ins. En flokkarnir þyrftu að vanda vel val sitt á mönnum I útvarpsráði. Þangað þurfa að veljast „vel menntaðir, frjálshuga og víðsýnir menn“. Jón Baldvin Hannibalsson (SFV) sagði m.a., að upplýst almenningsálit væri burðarás lýöræðislegra stjórnarhátta. Þjóðin þarf að geta myndað sér skoðanir á grunni haldgóðra upplýsinga og alhliða umræðna. Hann minnti á spök orð þekkts manns: „Ég fyrirlit hvert orð, sem þú segir, en ég skal berjast til siðasta blóðdropa fyrir rétti þínum til að segja þau.“ Þetta væri það mottó, sem rikja ætti í viðhorfi okkar. — Hann sagði öll dagblöðin eign stjórnmálaflokka og flytja meira og minna litaðar frásagnir. Þetta gerði þörfina fyrir alhliða um- ræðu í ríkisfjölmiðlum, þar sem hlutlægni og jafnvægis væri gætt, en brýnni. Öðru máli gegndi um svokallaða „frjálsa pressu“ í Bandaríkjunum, sem væri óháð flokkum og stjórnvöldum. Hann benti á skrif bandariskra blaða um Nixonmálin, sem dæmi um mátt og kosti frjálsrar blaða- mennsku og skoðanamyndunar. Islenzk blöð væru að vísu mismun andi mikið lituð í skrifum sínum. Verstur væri Þjóðviljinn, sem venjulega segði beinlínis rangt frá öllu, er hann héfði eftir pólitískum andstæðingum sinum. — íslenzkt þjóðfélag væri að sínu mati frjálsast og bezt allra, en frjáls pressa ætti enn ófarna leið að æskilegu marki. — Jón Bald- vin taldi frumvarp rikisstjórnar- innar ekki vera rétta stefnumörk- un i frjalsræðisátt. Jón Skaftason (F) sagði út- varpslögin frá 1971 hafa verið spor í þá átt að tryggja aukið sjálfstæði ríkis- útvarpsins. Breyting sú, sem nú væri lögð til, setti á lýðræði okkar svipbrigði einræðis. Ég get ekki fylgt þessu frumvarpi menntamálaráðherra, sagði þing- maðurinn, og ef ég hefði verið heima þegar það var rætt i mínum þingflokki, hefði ég snúizt hart gegn þvi. Ég get tekið undir það, að margt í dagskrárgerð rikisfjöl- miðlanna er „fyrir neðan allar hellur", en það réttlætir ekki um- ræddan frumvarpsflutning. Kjartan Ólafs- son (K) sagðist vera sammála Jóni Baldvin um flest. Hann sagði íslenzku dagblöðin flokks- blöð og bera svip sem slík. Hann sagóist telja æskilegt, að hér kæmu til óháð dagblöð, helzt fleiri en eitt. Hann sagði ægivaid Morgunblaðsins i íslenzka blaða- heiminum gera þörfina á þvi enn rikari, að ríkisfjölmiðlar léðu öðr- um sjónarmiðum rúm hjá sér. Hann mótmæiti ummælum Jóns B. Hannibalssonar, þess efnis, að ritskoðunar hefði ríkulega gætt á Þjóðviljanum. Bað hann um dæmi þvi til sönnunar. (JBH tók síðar til máls og rakti ýmis dæmi, er hann og fleiri vinstri sinnar hefðu persónulega reynslu af um ritskoðun á Þjóðviljanum). Hann deildi með stórum orðum á frum- varp menntamálaráðherra og sagði tilgangi þess bezt lýst með ummælum Sigurlaugar Bjarna- dóttur, sem hún hefði viðhaft um þetta mál: „illt skal með illu út reka.“ Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagði ræðu JBH hafa í senn verið skemmti lega og um margt sanna og trúverðuga. Þess væri þó rétt að geta að tvö dagblöðin, Morgun blaðið og Visir, væru ekki i eigu stjórnmálaflokka. Að vísu væri brestur á þvi, að dagblöðin islenzku tækju almennt málefni liðandi stundar til hlutlægrar meðferðar. Önn blaðamannsins og sá hraði, er rikti i störfum hans, ætti þar einhvern hlut að máli. Morgunblaðið hefði þó um allmörg ár sýnt ríka viðleitni sem hlutlaust alhliða fréttablað, sem opið væri flestum sjónarmiðum (utan kommúnisma, nazisma og anarkisma). Að visu væru leiðar- ar þess pólitískir en það væru leiðarar allra blaða, einnig þeirra, sem JBH hefði vitnað til í Banda- ríkjunum (New York Times og Washington Post), og einmitt þess vegna hefðu þau afrekað sínu hlutverki I Nixonmálinu. En utan fastra stjórnmálaþátta Morgunblaðsins væri það opið blað, vettvangur alhliða skoðana. Morgunblaðið hefði t.d., er skýrt var frá umræðu um efnahagsmál á þingi utan dagskrár nýverið, birt mun lengri og ítarlegri frá- sögn af ræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar en talsmanna Sjálfstæðisflokksins. Yfirleitt væri þess gætt að sjónarmið þing- manna, hvar i flokki sem væri, kæmu fram í þingfréttum, þó rými blaðsins krefðist þess, að þar væri gert í styttu og samþjöppuðu máli. EKJ tók undir orð JBH um kosti okkar íslenzka þjóðfélags, sem „við hefðum betri aðstöðu til en aðrir að þróa í fyrirmyndar- samfélag". — Hann sagði að breytingartillaga stjórnarand- stæðinga myndi, ef hún næði fram að ganga, útiloka tugi, jafn- vel hundruð manna, frá kjörgengi til útvarpsráðs. Hann vék sérstak- lega að þeim þætti tillagnanna, sem fjallaði um, að starfsmenn fjölþjóðabandalaga, sem skv. millirikjasamningum nytu skatt- fríðinda, skyldu ekki kjörgengir í útvarpsráð. Margir þjóðfélags- hópar nytu lögverndaðra skatt- friðinda. Sumir teldu m.a.s. að þingmenn nytu ýmiskonar fríð- inda. Ættu þá ekki þingmenn að vera útilokaðir frá setu i útvarps- ráði? Eyjólfur sagði fá dæmi um það í þingsögunni að ráðizt hefði verið að fjarstöddum einstaklingi (Magnúsi Þórðarsyni), sem ekki hefði aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér, eins og Kjartan Ölafsson hefði gert i umræðu um þetta mál. Það væri ekkert við þvi að segja þó þingmenn deildu inn- byrðis, en að vega persónulega að fjarstöddum borgurum með því- líkum hætti, væri fyrir neðan virðingu þingmanns. Eyjólfur sagðist hafa gert grein fyrir rökstuðningi meirihluta menntamálanefndar fyrir þessu frumvarpi, í frumræðu sinni, og myndi ekki vikja frekar að þvi nú, enda mála sannast, að málið væri löngu útrætt og tímabært fyrir þingmenn að ganga til at- kvæða um það. Málið kom enn til umræðu i fyrradag, framhaid þriðju um- ræðu — og enn var umræðunni frestað. Þingmenn töluðu mjög á sama veg og áður, sem tvisögn væri að tina til. 1 lok 2. urnræðu væru breytingartillögur stjórnar- andstöðunnar felldar, svo sem Morgunblaðió hefur áður skýrt frá. Ný þingmál Hitaveita Siglufjarðar Hannes Baldvinsson (K) flyt- ur frumvarp til laga um Hita- veitu fyrir Siglufjarðarkaup- stað. Frumvarpið er byggt á hliðstæðum forsendum og frumvarp um Hitaveitu Suður- nesja. Það gerir ráð fyrir því að rikið eigi 40% hitaveitunnar. Löggjöf um umhverfismál Heimir Ilannesson (F) hefur lagt fram þingsályktunartil- lögu, sem að efni til felur ríkis- stjórninni að láta semja hið fyrsta heildarlöggjöf um um- hverfismál. Menntunarleyfi launþega Jón Baldvin Hannibalsson (SFV) og Benedikt Gröndal (A) flytja frumvarp til laga um menntunar leyfi launþega. Frumvarpið felur I sér að sér- hver launþegi, sem unnið hefur tiltekinn tima samfellt hjá at- vinnurekanda, skuli fá á hverjum tveimur árum tveggja vikna leyfi á fullum launum til náms að eigin vali. Nýjar reglur um útsvör Geir Gunnarsson (K) flytur frumvarp til laga urn breytingu á tekjustofnum sveitarfélaga. Skv. frumvarpinu skulu hjón eða einstætt foreldri. sem hafa fyrir heimili að sjá, fá la'kkað útsvar unt 19000 kr.. útsvar ein- staklinga um 13500 kr. Fyrir hvert barn innan 16 ára skal útsvar lækka um 2700 kr. Fella skal niður útsvör lægri en 3000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.