Morgunblaðið - 20.02.1975, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.02.1975, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1975 Hugmyndafræðilegur ágreiningur risinn innan Ferðafélags Islands Er sjálfboðaKðsstarfinu stefnt í hættu með auknum ferðaskrifstofuumsvifum? ATAKA má vænta við stjórnar- kjör á aóalfundi Ferðafélags Is- lands næstkomandi mánudag vegna ágreinings sem risinn er innan stjórnar félagsins um grundvallarstefnu og markmið þess. Deilan snýst um það hvort Ferðafélag Islands skuli færa enn út kvíarnar frá því sem verið hefur hvað snertir fyrirgreiðslu við erlenda ferðahópa sem til landsins koma. Meirihluti núver- andi stjörnar eða tfu stjórnar- menn af tólf eru þessu mótfallinn en framkvæmdastjórinn og einn stjórnarmanna eru því meðma-lt- ir. A aðalfundinum nk. mánudag eiga fjórir núvcrandi stjórnar- manna að ganga úr stjórninni og hefur komið fram mótframhoð gegn endurkjöri þeirra. Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri og formaður Ferðafélagsins, kvað þetta framboð vera að undirlagi framkvæmdastjórans Einars Guð- johnsen, sem með því að fá fram- bjóðendur sína kjörna hygðist ná undirtökum í félaginu og knýja þannig fram stefnu sína. í samtali við Morgunblaðió í gær sagði Einar Guðjohnsen, framkvæmdastjóri Ferðafélags- ins, að raunverulega mætti telja ágreininginn innan félagsins af hugmyndafræðilegum toga og snerist um fyrirgreiðslu Ferðafé- lagsins við erlenda ferðahópa. Það væri þó enginn ágreiningur um að Ferðafélagið væri fyrst og fremst fyrir Islendinga og að rekstrarform þess skyldi haldast óbreytt. ,,Ég tel aftur á móti, að i lögunum sé beinlinis gert ráð fyrir því að Ferðafélagið hafi raunhæft samband við öll ferðafé- lög sem starfa á sama grundvelli i öðrum löndum og það stendur líka í lögunum að skálar okkar séu reistir m.a. til að auðvelda móttöku erlendra ferðamanna. Þaó er engum blöðum um það að fletta að lögin gera beinlínis ráð fyrir þessu," sagði Einar. „Undanfarið hefur h'erðafélagið stefnt að því leynt og ljóst að auka straum erlendra ferðamanna, við höfum auglýst þessa þjónustu og fengið þannig sérhópa sem við sjáum um ferðir fyrir.“ Sigurður Jóhannsson, formaður félagsins, sagði að deilt væri um markmið og stefnu Ferðafélags Islands. Þess vegna hefði veriö haldinn almennur félagsfundur I Lindarbæ hinn 10. febrúar sl., þar sem þetta mál hefði verið rætt og reifað fram og aftur. „Sannleikur- inn er sá, að allt frá því að félagið var stofnað hinn 27. nóvember 1927, hefur markmið þess, sem skilgreint er i 2. og 3. grein félags- laga, verið óbreytt nema hvað lit- ilsháttar lagfæring var gerð 1936. Og samkvæmt þeim er tilgangur félagsins fyrst og fremst að stuðla að ferðalögum á Islandi fyrir Is- lendinga og síðan er rakið hvernig að því skuli staðið — með því að gefa út landlýsingar, að byggj.a sæluhús í óbyggðum og gefa fólki kost á að ferðast ódýrt um landið," sagði Sigurður. Hann kvað félagið hafa unnið samkvæmt þessu og allt þetta Framhald á bls. 18 Tíð innbrot í Sút- unarverksmiðju SS Þegar búin að selja 14 Erla B. Axelsdóttir opnaði málverkasýningu f JUNO Skip- holti 37 sl. laugardag. Þctta er fyrsta sýning Erlu. Sýnir hún 21 mynd, þar af 19 pastelmyndir og 2 olfumyndir, og eru þær allar málaðar sfðastliðin 4 ár. Nú þegar hafa 14 myndir selzt, cn sýningin mun standa fram f næstu viku. I fyrrinótt var brotizt inn í Sút- unarverksmiðju Sláturfélags Suðurlands við Grensásveg og er það f þriðja skipti sem brotizt er inn þar og ávallt með sama hætti. 1 fyrrinött var stolið þar 6000—7000 kr. í peningum og raf- magnssamlagningarvél með strimli. Brotizt var inn f gegnum hurð á I. hæð og farið f afgreiðslu sútunarinnar. Síðast var brotizt þar inn fyrir einum mánuði og þá alveg á sama hátt. Þá var stolið þar hátalara- kerfi verksmiðjunnar, sem var sambyggt útvarpi, að verðmæti um 200 þús. kr. Einnig var þá stolið þar um 7000 kr. í peningum. I nóvember s.l. var einnig brotizt þarna inn og stolið um 70 þús. kr. í peningum, en í þessum innbrot- um er búið að eyöileggja hurðir og annan búnað fyrir um 100 þús. kr. Talið er að ávallt sé sami maðurinn að verki, en ekki hefur náðst til hans ennþá. Ef ein- hverjir vita af sölu á munum, sem hér hefur verið Iýst, eru þeir beðnir að láta regluna vita. rannsóknarlög- STYKKISHÖLMI 18. feb. — Eins og áður hefir verið sagt frá gekk versta óveður yfir landið s.l. laugardag og í Stykkishólmi varð veðurhæðin það mikil að menn réðu sér varla á götum úti. Þótt áður hafi verið hér vond veður hefir blessunarlega sloppið við skaða. En í þessum veðraham fauk hús af grunni. Þakið fór í loft upp og sundraðist. Kom það rétt niður við annað hús sem var í smiðum þarna í hverfinu. Braut það rúður og skemmdi tvo bíla og mesta lán var að tveir menn sem þarna voru að ganga frá húsum, urðu ekki fyrir brakinu og biðu alvarleg tjón líkamlega. Hús það sem fauk var orðið fokhelt. Eigandi þess var Sigurður Hjörleifsson smiður 1 Stykkishólmi. Hefir hann orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni þvi trygg- ingar náðu ekki til veðurofsatjóns. Hvort hann byggir þarna upp aftur það sem hrunið er og eyðilagt er ekki vitað, en mjög er það þó sennilegt. Húseign sú sem brakið fauk á er eign Gissurar Tryggva- sonar og var hann annar þeirra sem var að ganga frá þarna innfrá. Hinn var Sigurþór Guðmundsson, en hann á einnig hús þarna í hverfinu langt komið til að flytja I það. Þegar þetta skeði var klukkan um hálf ellefu á laugardagskvöld. Fréttaritari. Alvarlegt fjárhagsástand Rafmagnsveitu og Hitaveitu Borgarbúar standa illa undir frekari hækkunum, segir Albert Guðmundsson Gunnar Einarsson í Leiftri látinn GUNNAR Einarsson, prent- smiðjustjóri I Leiftri, andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavfk f gær- morgun. Hann var 81 árs að aldri. Gunnar Einarsson fæddist 26. desember 1893 í Skálholtskoti í Reykjavík og voru foreldrar hans Einar Ölafsson sjómaður og kona hans Katrín Gunnarsdóttir. Gunnar hóf nám í Prentiðn í Isa- foldarprentsmiðju 1. september 1909 og lauk þar námi 1913. Hann vann hjá ísafoldarprentsmiðju til 1916 að hann starfaði hjá Félags- prentsmiðjunni um tveggja ára skeið eða þar til hann hélt til Kaupmannahafnar til níu mánaða dvalar. Að því loknu hóf hann aftur störf hjá Félagsprent- smiðjunni en 1920 tók hann aftur að starfa hjá Isafoldarprent- smiðju, fyrst sem setjari, síðan verkstjóri í setjarasal og prent- smiðjustjóri varð hann þar árið 1922. Gegndi hann því starfi allt til 1955 er hann keypti Leift- ur hf. sem hann var framkvæmda- stjóri fyrir til dauðadags. Gunnar lét félagsmál mikið til sfn taka. Hann var formaður Hins ísl. prentarafélags 1921—22 og formaður Félags bókbandsiðnrek- enda 1 mörg ár. Einnig var hann formaður Félags ísl. pentsmiðju- eigenda á árunum 1935—50 og 1951—54. Auk þessa átti Gunnar sæti í stjórn í bankaráði Útvegs- bankans í 8 ár, f stjórn Vinnuveit- endafélags íslands í nokkur ár, einn af stofnendum Hamp- iðjunnar og einn af stofr.endum Almennra trygginga og formaður stjórnar AT nokkur síðustu árin. Gunnar kvæntist árið 1921 Jónínu Jónsdóttur og lifir hún mann sinn. ALVARLEGT ástand rfkir nú f fjármálum Rafmagnsveitu Reykjavfkur og Hitaveitu Reykjavfkur. Að mati stjórnenda þessara borgarfyrirtækja verður að skera niður framkvæmdir fáist ekki gjaldskrárhækkanir og mundi það þýða stöðnun á hita- veituframkvæmdum í nágranna- byggðum Reykjavíkur og að Raf- magnsveita Reykjavfkur gæti ekki tengt ný hús við orkuveitu- kerfi sitt. A fundi borgarráðs f fyrradag gerði Albert Guðmundsson (S) sérstaka bókun, þar sem hann tel- ur, að borgarbúar getí illa staðið undir frekari hækkunum á þjónustu þessara fyrirtækja og telur að borgaryfirvöld eigi að taka upp viðræður við rfkisstjórn- ina um lausn á þessum vanda. Hér fer á eftir bókun stjórnar- nefndar veitustofnana á fundi sl. mánudag og bókun Aibert Guð- mundssonar. Bókun stjórnar- nefndar veitustofnana er svo- hljóðandi: „Stjórn veitustofnana vill vekja athygli borgarráðs á hinni alvar- legu stöðu, sem fjármál R.R. og H.R. eru nú komin í. Stjórn veitu- stofnana telur, að þessum vanda verði ekki mætt með aukinni lán- töku þessara fyrirtækja. Ef ekki fæst leiðrétting á gjald- skrá blasir ekki annað við en niðurskurður framkvæmda og skal á það bent, að hvað fram- kvæmdir H.R. áhrærir þýðir sá niðurskurður stöðnun á fram- kvæmdum í nágrahnasveitar- félögum. Niðurskurður framkvæmda R. R. þýðir hins vegar svo til að engin ný hús verði tengd orku- veitukerfinu.“ Samþykkt samhljóða með 4 at- kvæðum með hjásetu Valgarðs Briem. Bókun Alberts Guðmundssonar er svohljóðandi: „Þar sem öllum er ljóst, að mikilvægustu þjónustufyrirtæki borgarinnar eru nú í miklum fjár- hagsvanda og jafnframt, að borgarbúar startda • illa undir frekari hækkunum á þjónustu þeirri, sem þeir sameiginlega greiða, tel ég nú svo komið, að borgarráð feli borgarstjóra að hefja viðræður við ríkisstjórnina um lausn til úrbóta, sem í sér fæli endurgreiðslu til borgarsjóðs, eða viðkomandi stofnana, og t.d. lækkun á rafmagni í heildsölu til Rafmagnsveitu Reykjavlkur, niðurfellingu á verðjöfnunar- gjaldi o.s.frv., til að koma 1 veg fyrir afdrifaríkar ráðstafanir í sambandi við fyrirsjáanlega sam- drætti, er leiða mun af sér upp- sagnir starfsfólks og frestanir á mikilvægum framkvæmdum á vegum borgarinnar." Loðnan koniin í 192 þús. tonn A ÞRIÐJUDAGINN og til mið- nættis 1 gærkvöldi höfðu eftir- taldir bátar tilkynnt loðnuafla: Bjarnarey VE 140, Óskar Hall- dórsson RE 370, Víðir NK 260, Hrafn Sveinbjarnarson GK 230, Keflvíkingur KE 230, Glófaxi VE 150, Kristbjörg II. VE 240, Reykjanes GK 230, Sigurbjörg ÓF 60, Halkion VE 240, Bergur VE 190, Þorri ÞH 130, Svanur RE 310, Magnús NK 260, Óskar Magnús- son AK 500, Gunnar Jónsson VE 150, Harpa RE 260, Pétur Jónsson RE 360, Þorsteinn RE 330, Skógey SF 220, Sæunn GK 110, Sveinn Sveinbjörnsson NK 260, Þórður Jónasson EA 360, Arnarnes HF 190, Óli Tóftum KE 80, Ólafur Magnússon EA 190, Faxi GK 200, Ársæll KE 230, Þórkatla II. GK 230, Jón Garðar GK 220, Gísli Árni RE 500, Örn KE 310, Gríms- eyingur GK 260, Dagfari ÞH 230, Súlan EA 570, Ásgeir RE 370, Jón Finnsson GK 390, Sæberg SU 240, Bjarni Asmundar KE 200, Ljós- fari ÞH 240, Guðrún GK 130, Ólafur Sigurðsson AK 200, Loftur Baldvinsson EA 500, Ásberg RE 370, Arnar ÁR 140. Alls eru þetta 45 bátar með 11580, en þá eru komin á land 192 þús. tonn lið- lega. A sama tíma I fyrra voru komin á land 263 þús. tonn. Samræming laga um jafnréttismál könnuð ÞING Norðurlandaráðs sam- þykkti í gærmorgun tillögu, sem Ragnhildur Helgadóttir mælti fyrir um, þar sem skorað er á rikisstjórnir Norðurlandanna að kanna möguleikana á samræm- ingu laga um jafnrétti karla og kvenna. Aðeins tveir þingfulltrú- ar greiddu atkvæði gegn tillög- unni, þau Leif Glensgaard og Kirsten Jakobsen frá Danmörku, fulltrúar Framfaraflokks Mogens Glistrups. Þá vísaði ráðið frá tillögu um að stofnuð yrði samstarfsnefnd til að fjalla um jafnréttismálin, þar eð fyrri tillagan næði yfir það mál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.