Morgunblaðið - 20.02.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1975
3
8500 manns bíða hitaveituimar
Hlé á hitaveituframkvœmdum í nágrenni Reykjavíkur?
HITAVEITA Reykjavfkur heldur
nú að sér höndunum varðandi
frekari útboð á verkefnum f hinni
viðamiklu framkvæmd við lagn-
ingu hitaveitu f Kópavogi, Garða-
hreppi og Hafnarfirði. Ástæðan
er sú að Hitaveitan fær ekki að
hækka gjöld f það verð sem hún
þarf að fá fyrir þjónustu sfna, en
skilyrðið fyrir þeirri erlendu fyr-
irgreiðslu f f jármálum, sem Hita-
veitan samdi um til þessara fram-
kvæmda, er að rekstrarafkoma
Hitaveitunnar fari ekki niður
fyrir ákveðið mark. 1 viðtölum við
aðila f Kópavogi, Garðahreppi og
Hafnarfirði kemur það fram að
Hitaveitan hefur fram til þessa
t SAMTALI sem Morgunblaðið
átti við Val Arnþórsson, kaup-
félagsstjóra á Akureyri og for-
mann stjórnar Laxárvirkjunar,
hinn 13. febrúar s.l. kom hann
fram með þá hugmynd um bráða-
birgðalausn f raforkumálum
Norðlendinga, að byggja nfu
metra stfflu f Laxá. 1 framhaldi af
þessu samtali við Val sneri Mbl.
sér til Hermóðs Guðmundssonar,
formanns Landeigendafélags
Laxár- og Mývatns, og innti eftir
hans áliti á málinu. Hermóður
hafði eftirfarandi um málið að
segja:
„Ég verð að sjálfsögðu að lýsa
undrun minni á framkomnum
ummælum formans Laxárvirkj-
unar og hugmyndum hans um nfu
metra stíflu í Laxá til lausnar á
orkumálum Norðlendinga, sem ég
efast um, að hann hafi talað i
umboði meirihluta stjórnar sinn-
ar. Sökum þess, að hér er um
tvíþætt mál að ræða, annars vegar
að því er virðist tilhneigingu til
vanefnda á gerðum samningum,
hins vegar ranga áróðurskennda
útreikninga á olíu og raforku,
verð ég að skipta athugasemdum
mínum í tvennt.
1. Öll stjórn Laxárvirkjunar
ásamt núverandi stjórnar-
formanni undirritaði lögformleg-
an samning um lausn Laxárdeilu
hinn 19. maí 1973, ásamt þáver-
andi forsætisráðherra Ölafi
Jóhannessyni fyrir hönd ríkis-
stjórnar Islands. I þessum samn-
ingi eru engir fyrirvarar sem gefa
tilefni til ummæla Vals Arnþórs-
sonar, þar sem Laxársamning-
arnir eru þinglesnir og óupp-
segjanlegir. Hækkað verðlag,
hvorki á olíu né neinu öðru,
Evrópukeppnin
í borðtennis:
Úrslitaleikurinn
á íslandi í júní?
ALLAR líkur eru á því, að úrslita-
leikur í Evrópubikarkeppni
landsliða í borðtennis fari fram á
Islandi í júnl n.k. Morgunblaðið
hafði sámband við Svein Áka
Lúðvíksson formann Borðtennis-
sambands Islands og staðfesti
hann að tslendingum hefði verið
boðið að halda keppni þessa.
Sagði Sveinn að sambandið væri
nú að kanna ýmsar hliðar máls-
ins, sérstaklega hinar fjárhags-
legu, en óhætt væri þó að segja að
miklar líkur væru á því að keppn-
in færi fram hérlendis. Undan-
keppni Evrópubikarkeppninnar
stendur yfir og því ekki vitað
hvaða tvær þjóðir keppa til úr-
slita.
verið á undan áætlun f fram-
kvæmdum og alls búa um 8400
manns á þvf svæði sem bfður nú
framkvæmda. Forsvarsmenn
allra þessara bæjarfélaga bentu á
að ailt sem flýtti þessu verki gæfi
af sér feikilegar fjárhæðir til
sparnaðar, en viðtöl við þá fara
hér á eftir.
Jón Guðlaugur, bæjarritari I
Kópavogi, kvað allar hitaveitu-
framkvæmdir I fullum gangi, sem
búið væri að semja um, en hins
vegar væri búið að fresta nýjum
útboðum í Kópavogi og varðaði
það hluta af Vesturbænum þar.
„Það er um stofnæðina í Vestur-
bæinn að ræða,“ sagði Jón Guð-
breyta hér neinu um. Bæði lög-
fræðingar og allur almenningur
veit það, að verðhækkun á seldum
hlut getur aldrei riftað frágengn-
um kaupum á honum eða gerðum
kaupsamningi. Ef þetta væri
hægt, hvar væru Islendingar þá á
vegi staddir á sviði laga og réttar?
I sambandi við þetta mál er ekki
úr vegi að minna á afstöðu sér-
fræðinga Laxárvirkjunar 1969 til
þessara framkomnu hugmynda
nú um 9 metra stfflu í Laxá. En þá
töldu þeir hvers konar stíflu f
ánni undir 18—20 metrum stór-
hættulega og jafnvel verri en
enga. Rökin voru þau, að lón sem
væri grynnra en þetta gæti fyllst
af krapi og stöðvað vélar virkjun-
Framhald á bls. 18
laugur, „eða kerfi fyrir tæplega
helming Vesturbæjarins, þ.e.
stofnæð milli Álfhólsvegar og
Urðarbrautar og um leið nyrðri
hluta Vesturbæjarins Fossvogs-
megin. I gær var gerð bókun í
bæjarráði þar sem skorað var á
ríkisstjórnina að ráða bót á
þessum málum nú þegar þannig
að hitaveitan geti haldið fram-
kvæmdum áfram. 1 þessum hluta
bæjarins, sem nú bíður eftir hita-
veitu búa um 2500 manns. Verk-
inu á ekki að vera lokið fyrr en á
árinu 1976 samkvæmt samningi,
en hitaveitan var langt á undan
áætlun og ætlaði að ljúka fram-
kvæmdum á þessu ári og er það
mjög mikilvægt til sparnaðar
fyrir alla aðila.“
Garðar Sigurgeirsson sveitar-
stjóri f Garðahreppi sagði að þar
héldi hitaveitan að sér höndum
með útboð á verkum til fram-
kvæmda. „Við bfðum spenntir eft-
ir framgangi mála,“ sagði Garðar,
„því hér er um að ræða milljóna
sparnað og því mikilvægt að hita-
veitan geti unnið markvisst að
þessum málum. Þær fram-
kvæmdir sem nú bíða eru dreifi-
lagnir f hluta af hreppnum á
svæði þar sem um 3000 manns
búa, en það eru Lundir, Búðir,
ÞINGI Norðurlandaráðs lýkur
um hádcgisbilið f dag og halda
flestir þingfulltrúar þegar heim
með leiguflugvélum og flugvél-
um Flugleiða. Meðal mála, sem
tekln verða fyrir í dag, má nefna
tillögu um fþróttaverðlaun
Norðurlanda, tillögu Per Olafs
Sundmans um samræmda staf-
setningu. Þá verður fjallað um
heimild ráðsins til að skipa f
Silfurtún og Arnarnes og Flatir.
Það er búið að hanna þetta verk
og það er því tilbúið til fram-
kvæmda. Verið er að leggja aðal-
æðina frá Vífilsstöðum til Hafnar-
fjarðar og ég veit ekki annað en
það sé búið að ganga frá samn-
ingum um lögn aðalæðar frá
Breiðholti og f leiðsluna á Vífils-
stöðum."
„Það er nú eftir að ljúka við um
10% af þeim samningi sem samið
var um s.l. ár f hitaveitufram-
kvæmdum," sagði Björn Árnason
bæjarverkfræðingur f Hafnar-
firði f samtali við Mbl. í gær, „en
málin standa þannig nú að þeir
tveir hlutar, sem átti að fram-
kvæma á þessu ári voru boðnir út
Framhald á bls. 18
FORSÆTISNEFND Norður-
landaráðs ákvað f dag að útnefna
Ólaf Pétursson ritara samgöngu-
nefndarinnar. Ólafur Pétursson
er fyrsti íslendingurinn sem skip-
aður er í ritarastöðu í nefndum
ráðsins.
Ólafur Pétursson er 36 ára.
Hann lauk prófi í hagfræði og var
sfðan við framhaldsnám við Wis-
nefndir og að lokum ákveðinn
stund og staður næsta þings.
Þingstörfin í gærmorgun hófust
með nefndarfundum kl. 09.30 en
síðan hófst þingfundur kl. 10 og
voru 22 mál á dagskrá, þar af 12
frá þvf í fyrradag, sem ekki
vannst tími til að ljúka við. Ragn-
hildur Helgadóttir mælti fyrst
fyrir þremur tillögum, sem sagt
er frá annars staðar hér á síðunni
en siðan tók Sverrir Hermanns-
son til máls og fjallaði um haf-
réttarmál og var siðan haldið
NÁGLADEKKIN á bflunum sem
aka um götur f Reykjavfk, spæna
upp 2,8 sm af slitlagi götu eins og
Miklubrautarinnar á hverju ári.
Reiknað er með að nagladekkin
eyði upp 1 mm á ári f meðalum-
ferð, sem er 1000 bílar á dag, en
til samanburðar má nefna, að um
Borgartún fara yfir 20 þúsund
bflar á dag og Miklubrautina um
28 þúsund. t Reykjavfk verður að
leggja lag á 7% af gatnakerfinu á
ári og er f ár reiknað með að 150
milljónir króna fari til að bæta
slitlagið á götunum.
Þessar upplýsingar veitti
Þórður Þorbjarnarson, borgar-
verkfræðingur. Og hann spáir þvf
að slitið eigi eftir að vaxa mjög á
næstu árum, og upphæðin jafnvel
að tvöfaldast áður en langt um
líður. Aukning umferðar hefur
verið 8—10% á ári, og auk þess er
það góða efni, sem nú er notað f
efsta slitlagið og tekið úr hraun-
hleif í Selásnum, að verða búið,
en það er betra og slitþolnara en
nokkurt annað efni sem fundizt
hefur hér. I ár voru til birgðir af
því, en efnið sem í staðinn kemur
og tekið er í Korpúlfsstaðalandi
ætlar að reynast mun verra til
slits en reiknað hafði verið með.
Og ekki hefur fundizt annars
staðar neitt slitþolnara steinefni í
yfirlagið á malbikinu. Því má
búast við að notast verði við verra
efni hér eftir í yfirlagið á göt-
unum.
Sagði borgarverkfræðingur, að
ástæða væri til að huga að þvf
hvort nagladekkin væru sú slysa-
Ólafur Pétursson.
counsinháskólann f Bandaríkj-
unum og nam síðar við Háskóla f
Bonn, Vestur-Berlín og Köln.
Árið 1968—1972 starfaði Ólafur
í Seðlabanka Islands og árin
1972—1974 starfaði hann í nor-
rænu deildinni hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum í Washington. Ólaf-
ur mun starfa við skrifstofur
ráðsins í Stokkhólmi og mun hann
taka við stöðunni með vorinu.
áfram með verkefnalistann til há-
degis, en þá var gert hlé til kl.
14.30. Síðdegis var fjallað um
ýmis mál svo sem samvinnu á
sviði sjúkratrygginga, baráttu
gegn eiturlyfjanotkun, meng-
unarmál, o.fl. en aðalviðfangsefni
sfðdegisfundarins voru menn-
ingarmálin. Gylfi Þ. Gfslason
gerði grein fyrir málum menn-
ingarmálanefndarinnar og menn-
ingarsjóðsins, sem sagt er frá á
öðrum stað f blaðinu og sfðan var
fjallað um samvinnu á sviði sjón-
varpsmála.
vörn, sem talið var og hvort þau
ættu lengur rétt á sér. En ef ætti
að banna þau, þá yrði að sjálf-
sögðu að gera ráð fyrir því að
bæta þjónustuna á götunum að
vetrinum. svo sem með meiri
snjóruðningi og söltun. Og jafn-
framt, að ekki þýddi að borgin ein
bannaði nagladekk, það yrði að
gera á landsvísu.
Innbrot í Tog-
araafgreiðsluna
BROTIST var inn I Togaraaf-
greiðsluna aðfararnótt þriðju-
dags. Engu var stolið en skemmd-
ir unnar á húsakynnum, m.a.
fimm hurðir brotnar upp.
Söguleg sýning
um „konuna á
Norðurlöndum”
TILLAGA sú sem Ragnhildur
Helgadóttir var framsögumaður
að á þingi Norðurlandaráðs um að
sett yrði upp söguleg sýrring um
„konuna á Norðurlöndum" var
samþykkt á þinginu í gærmorgun
og mun undirbúningur að þessari
sýningu þegar vera hafinn. Ekki
er vitað hvenær sýningin verður
tilbúin, en vart er talið að það
verði fyrr en á næsta ári.
Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon sést hér hampa glaðlega
verðlaunagripum sfnum, en þeir voru honum afhentir I gær eftir að
hann hafði verið kjörinn Sjónvarpsmaður ársins f Bretlandi.
Magnús er af fslenzku foreldri og kunnur hér á landi. Hann hefur
og þýtt allmargar fslenzkar bækur á ensku. Magnús er búsettur f
Glasgow.
„Ný stífla á Laxá
aldrei samþykkt”
— segir Hermóður í Árnesi um
stífluhugmyndir Vals Arnþórssonar
Þingi Norðurlandaráðs lýkur í dag
Skipaður ritari samgöngu
nefndar Norðurlandaráðs
Nagladekkin spœna upp 3
sm af Miklubrautinni á ári
Slitið vex vegna efnisskorts