Morgunblaðið - 20.02.1975, Page 7

Morgunblaðið - 20.02.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1975 7 Rússar óttast nýjan Hitler WASHINGTON — Nokkrir ráða menn í Kreml eru farnir að hræða samstarfsmenn sína með því að núverandi „kreppa kapitalism- ans" geti haft það í för með sér að nýr og voðalegur Hitler komi fram á sjónarsviðið. Einum bandarískum stjórnmálamanni eru eignuð nokkur einkenni Hitl- ers. Sá maður er Henry Jackson öldungadeildarmaður og sovézkir fréttaskýrendur, sem lengi gerðu litið úr möguleikum hans á því að bera sigur úr býtum í forseta- kosningunum 1976, gera það ekki lengur. „Við verðum að vona," segir eitt sovézku blaðanna, að banda- riskir kjósendur muni greiða at- kvæði gegn stjórnmálamönnum eins og Jackson, sem eru að kalla „hörmungar" yfir þjóðina — en vonir Moskvumannanna virðast litlar. Þetta kom fram i skrifum blaðsins um viðskipta- og ferða- frelsis-samkomulagið, sem er eitt dæmið um áhrif Jacksons, þótt þau áhrif séu aðeins til þess fallin að gera Kremlverjum grikk. Upphafsmaður Hitlers- grýlunnar var Boris Ponomarev stjórnmálaráðsfulltrúi, sem er al- mennt talinn harðlínumaður. Hann sagði t ræðu fyrir herfor- ingjum að öflin, sem nú berðust gegn fasisma, væru miklu sterk- ari en á dögum Hitlers. Hins veg- ar hélt hann þvi fram að ef fasist- ar brytust til valda nú, á kjarn- orkuöld. hefði það „jafnvel meiri hættu í för með sér fyrir mann- kynið" en á dögum Hitlers. Jackson er sá maður, sem i Moskvu er sagður hvatamaður þeirrar stefnu að beita Sovétrikin þrýstingi og „fjárkúgun" og ýta þeim fram á yztu nöf. Kissingerer alger andstæða hans að dómi Rússa og maður friðar. Hann hef- ur kunnað að færa sér i nyt ótta Moskvumannanna og fengið frá þeim nokkrar tilslakanir. sem gætu stuðlað að þvi að Jackson komist ekki i Hvita húsið. Hvern- ig tókst Kissinger að fá fram það sem hann kallar „verulegar til- slakanir" i kjarnorkumálum í Vladivostok þegar þeir höfðu neitað Nixon um þær á toppfund- inum í fyrrasumar? Kissinger hefur greint frá þvi að jafnvel þótt „Watergate sé látið liggja milli hluta" hafi Nixon verið máttvana forseti, en á hinn bóginn hafi Ford lýst yfir þvi að hann gefi kost á sér til endurkjörs 1976. Þetta telur Kissinger að geti hafa haft áhrif á Kremlverja í þá átt að fallast á tilslakanir i Vladivostok „þvi það tryggði lengra stjórnmálajafnvægi" — með öðrum orðum: þeir gátu gert sér vonir um að Ford gæti útilok- að möguleika Jacksons. Þar sem Kissinger sagði þetta blaðamönn- um i Vladivostok er ekki fjarri lagi að ætla að þetta hafi verið kjarninn i röksemdum hans i við- ræðunum við Rússa. beint eða óbeint. En jafnskjótt og Jackson jók þrýstinginn gróf hann undan hvers konar samkomulagi á þessa lund, jafnvel þótt það hafi aðeins verið þegjandi samkomu- lag. Stjórnin reyndist þess ekki megnug að verja Kremlverja gegn Jackson-öflunum i viðskipta- og ferðafrelsismálinu og það treysti stöðu harðlinumannanna i Moskvu, sem voru alltaf mót- fallnir tilslökunum Brezhnevs. Mestallar opinberar umræður einskorðuðust við þetta efni og meðan á þeim stóð fór samkomu- lagið um að bægja Jackson frá Hvita húsinu jafnframt að renna út i sandinn. EFTIR VICTOR ZORZA Henry Jackson. Bezta aðferðin til að sigra Jackson í kjarnorkumálinu hefði verið sú að sýna fram á að Hvita húsið og Kreml gætu fengið miklu meira áorkað i þvi skyni að fækka kjarnorkuvopnum með gagnkvæmu samkomulagi en Jackson gæti með þvi að beita Moskvumennina þrýstingi. i Valdivostok-samningnum var til- tekinn óvenjulega hár hámarks- fjöldi kjarnorkuvopna — 2.400 eldflaugar, þar af 1.320 búnar mörgum kjarnaoddum — sem skyldi vera leyfilegur til ársins 1 985. Eða var það ekki svo? Almenn reiði gegn þessum mikla hámarksf jölda og þeirri ákvörðun að fresta frekari samn- ingaviðræðum um fækkun kjarn- orkuvopna þar til „eigi siðar en 1980—81" varð til þess að verulega mikilvæg breyting var gerð á Vladivostok-samningnum og það reyndist furðulega auð- velt. Nú hefur verið ákveðið að viðræðurnar um niðurskurð kjarnorkuvopna skuli hefjast jafn- skjótt og siðasta höndin hefur verið lögð á Vladivostok- samninginn á fyrirhuguðum fundi æðstu manna Sovétríkjanna og Bandarikjanna i sumar. Auk þess er Kissinger farinn að leggja á það áherzlu að þegar þessi samn- ingur hafi verið undirritaður eigi að vera auðvelt að lækka há- marksfjöldann mjög fljótt og all- verulega. Hann hefur greint frá þvi að það „valdi engri úrslitabreytingu hvort hámarksfjöldinn sé 2.400 eða 2.200 eða 2.000 ef út i það er farið." Hann heldur þvi nú fram að þegar Vladivostok- samningurinn taki gildi verði erf- itt að sanna „að nokkrar aukaeld- flaugar breyti miklu" — og auð- vitað hefur hann rétt fyrir sér. En af hverju sagði hann þetta ekki strax? Af hverju gaf hann í skyn eftir fundinn i Vladivostok að nið- urskurðurinn kæmi ekki til fram- kvæmda fyrr en eftir tiu ár? Hvers vegna reyndi hann ekki i Vladivostok, eins og hann játar nú, „að athuga hvort nokkur hundruð færri (eldflaugar) gætu gengið"? Þær staðreyndir, sem nú liggja fyrir, bera með sér að samkomu- lagið sem tókst i Vladivostok um mikinn hámarksfjölda kjarnorku- vopna átti ekki að vara lengur en til 1985, gagnstætt þvi sem var reynt að gefa i skyn i hinni opin- beru tilkynningu um fundinn. Báðir aðiljar vissu þá, eins og Kissinger bendir nú fyrst á, að samningaviðræður um verulega fækkun kjarnorkuvopna gætu hafizt þegar að loknum fundi æðstu manna landanna á þessu ári. ekki um eða eftir 1980 eins og látið var i veðri vaka i Vladivo- stok-yfirlýsingunni. Toppfundurinn i sumar verður haldinn rúmu ári fyrir forseta- kosningarnar og ef tilkynnt hefði verið að honum loknum að samn- ingaviðræðum um fækkun kjarn- orkuvopna hefði verið flýtt um fimm ár hefði þeirri hugmynd ver- ið komið inn hjá mönnum að skjót breyting hefði orðið og mik- ið miðað i samkomulagsátt þar með hefði gagnrýni Jacksons fall- ið um sjálfa sig. Og á toppfundin- um á næsta ári, rétt fyrir kosn- ingabaráttuna. hefði verið hægt að tilkynna það fækkun kjarn- orkuvopna, sem Kissinger telur nú vel hugsanlega, með þvi bram- bolti. sem heimurinn er farinn að venjast þegar Kissinger á i hlut. Þá hefði Ford getað komið fram i hlutverki mannsins, sem gat fengið Rússa til að fækka kjarnorkuvopnum sinum, og beitt Jackson brögðum til að ráðast á samning, sem væri litlu verra að gagnrýna en móðurhlutverkið. Starfi stjórnmálamanna og diplo- mata er þannig háttað að slikt samkomulag hefði ekki verið ósæmilegt eða siðlaust — það eitt er rangt i stjórnmálum sem tekst ekki. Hafi slíkt samkomulag verið til, beint eða óbeint, fór það út.um þúfur vegna þess að Jackson og öldungadeildarmenn, sem eru andvigir miklum herútgjöldum, menn eins og Edward Kennedy, tóku saman höndum um að knýja á um endurskoðun á Vladivostok- samningnum. Nú ráðgerir Jack- son yfirheyrslur i öldungadeild- inni með miklu brambolti i þvi augnamiði að knýja á um meiri niðurskurð kjarnorkuvopna. Ef honum verður komið til leiðar fyrir næstu kosningar sem telja má vist, eignar Jackson sér heið- urinn af þvi — og fær atkvæði út á það. Þannig mátar hann Kiss- inger. Kremlverjar munu sem fyrr telja hann hættulegan, þvi sá nið- urskurður, sem Jackson reynir að fá framgengt, krefst meiri tilslak anna af hálfu Rússá en Kissinger telur mögulegar. Stefna Jack- sons i öðrum málum, eins og i viðskiptum og málum Gyðinga, verður til þess að Kreml svarar með stöðugt meiri harðlinustefnu i öllum þeim málum, sem varða samskipti Bandarikjanna og Sov- étrikjanna, svo að spár hans munu rætast af sjálfu sér. Upphaflega tókst samstarf milli Kremlar og Hvita hússins um að stöðva Jackson og áður en lýkur getur það samstarf haft það í för með sér að hann kemst í nám- unda við Hvita húsið — einkum ef útlitið i efnahagsmálum verður áfram eins skuggalegt og það er nú. 21 árs stúlka með .stúdentspróf og bílpróf óskar eftir starfi. Upplýsingar i sima 38706. Til sölu á gamla verðinu 2 Westinghouse þurrhreinsivélar og áhöld. Uppl. í síma 4051 2 eftir kl. 5. Kettlingur Fallegur stálpaður kettlingur fæst gefins á gott heimili. Uppl. i síma 1 4963 eftir kl. 18. Til sölu Scania Super 50 árg. '71. Til greina koma skipti á búkkabil. Uppl. i sima 94—7371, Bolung- arvík. 2ja til 3ja herb. íbúð óskast til leigu. Þrennt i heimlli. Smávegis húshjálp kæmi til greina. Uppl. í síma 85508. Rennilásar og hnappar í miklu úrvali. Haraldur Árnason Heildverzlun Sími 1 5583. Ég er tvitug stúlka og mig vantar vinnu. Er vön skrif- stofustörfum, en margt annað kemur til greina. Hef góða vélrit- unarkunnáttu. Uppl. í sima 53257. Þýzk hjón (30 ára) óska eftir að komast i bréfasam- band við islenzk hjón. Ætla að heimsækja Norð-Austurland i sumar og vera þar i nokkrar vikur. Tilboð sendist Mbl. sem fyrst merkt: „þýzk hjón — 7136". Sá sem varð sjónarvottur að þvi að bakkað var á hvitan Mazda bil framan við Skóla- vörðust. 12 þann 17. okt. s.l. Vinsamlegast hafi samband við Höskuld Egilsson i sima 24739 eða 12723. JRorgunbtebtb í^mnRCFniDnR T mnRKRÐ VDRR Vopnfirðingar Aðalfundurinn er í kvöld (fimmtud.) í Lindarbæ. Gleymið ekki að koma, en mætið vel og stund- víslega. Stjórnin. Lyftaradekk 23x5 650x10 25x6 750x10 27x6 825x10 18x7 27x10-12 29x7 700x12 500x18 600x15 21x8-9 700x15 600x9 750x15 700x9 825x15 AUSTURBAKKI fSÍMl: 38944 Arshátíóir Veislur ÞINGHOLT Bergstaðastræti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.