Morgunblaðið - 20.02.1975, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1975
annaö
eftir JÓHANNES
HELGA
listin eru frá fornu fari burðar-
ásinn ílífi Vinarbúa, sameign
þeirra, hárra sem lágra. List,
hverju nafni sem hún nefnist,
og þeir sem hana fremja, er svo
gitdur þáttur í borgarlífinu að
einsdæmi er í veröldinni.
Fátækt og slitið fólk sem
kannski aldrei i lifinu hefur
haft tækifæri eða ráð á að fara
svo mikið sem einu sinni i Rik-
isóperuna eða Hið keisaralega
borgarleikhús, það fylgist samt
ekki lítils virði að manni skuli
borin öll þessi vatnsglös. Vatnið
er háfjallavatn og rómað fyrir
ferskleika, og vatnsburðurinn
sannfærir mann um að jafnvel
þótt maður sitji lengi er ekki til
þess ætlast að maður panti
meira af neinu tagi. Yfir kaff-
inu og vatninu les maður bréf,
svarar þeim, eða les í bók, — tefl
ir skákeðamanndreymir eða
maður masar við náungann.
Margir listamenn hafa kastað
DAGARÍVÍN m
Enn eitt mjög algengt orð i
Austurriki er „Trafik“, sem
víða má sjá málað stórum stöf-
um fyrir ofan dyr tóbaksbúð-
anna. Það er franskt að upp-
runa: Le trafique, sem í gamalli
merkingu þýðir verslun — í
Austurriki tóbaksbúð.
Tóbaksbúð í Austurríki heitir
aldrei annað en „Trafik“. Hún
er litill heimur út af fyrir sig.
Þar hittast hverfisbúar á
morgnana, um miðjan dag og
ákvöldin og doka við góða slund
og skeggræða nýjustu tíðindi úr
hverfinu. „Trafikin" hefur sina
fastagesti, sem kunnugir eru
högum hver annars fyrir til-
stilli búðarinnar. Eigandi henn-
ar, hvort heidur hann er karl
eða kona, leggur sig í fram-
króka að muna óskir hinna
ýmsu viðskiptavina: „Gulen
Morgen Herr Professor, Ihre
amerikanische und Die
Presse!" (Chesterfield og
óháða framfarasinnaða dag-
blaðið). „Meini Verehrung,
Herr Hofral, hier sind Ihre
Viginias und der Amtliche!"
(löngu mjóu smávindlarnir
með munnstykki — hinir sömu
og Frans Jósef reykti á öldinni
semleið og Raab kanslari á
þessar — og íhaldsama borgar-
blaðið) Verkamaðurinn fær
ásamt með kveðjunni „Gruss
Gott!“ (Heilir og sælir) ódýru
austurrísku Dónár-
sígaretturnar sínar og verka-
mannablaðið „Arbeiter-
Zeitung".
Menn rabba stundarkorn við
eigandann um daginn og veg-
inn og blaðafréttir dagsins.
Austurrisku blöðin eru raunar
ekki á háum söðli, þau eru rýr í
tvöfaldi merkingu og ekki nógu
fjörleg blaðamennska. En eitt
virðingarvert einkenni er áber-
andi, það er áherslan sem lögð
er á menningarmálin og þá
fyrst og fremst tónlistar- og
leikhússlífið. En því miður hafa
blöðin í Vín í dag ekki á að
skipa neinum meiriháltar
greinarhöfundum eins og á tím-
um Stefáns Zweig og Felix Salt-
ens. En í Vin er þó ekki talað
fram og aftur um veðrið eins og
í London. Það er rætt um Öper-
una, stóru konsertana, Borgar-
leikhúsió, gagnrýnina og nýj-
asta nýtt i lífi þess fólks sem
Vínarbúar hafa hafið í guða-
tölu, það eru söngvararnir,
hljómsveitarstjórarnir og leik-
ararnir. Þegar Vínarbúinn opn-
ar blaðið sitt rennir hann aug-
unum lauslega yfir heimsfrétt-
irnar og þjóðmálin, en les
gaumgæfilega fréttir úr listalíf-
inu. Óperan, tónlistin og leik-
af lífi og sál með öllu sem þar
gerist. Það geri sér ljóst að
þessi gömlu austurrísku
listmusteri eru hluti af þvi
sjálfu, hverju mannsbarni;
myndbirtingu Vínar sálarinn-
ar.
Kaffihús Vinar eiga hvergi
sinn lika í heiminum, og þau
eru svo mörg að maður gengur
ekki svo í fimm mínútur um
borgina að maður rekist ekki á
eitt eða fleiri, og það er fleira
gert þar en að drekka kaffi.
Sannleikurinn er sá að Vinar-
búinn eyóir oft stærri hluta
vökulífs síns i kaffihúsi heldur
en heima hjá sér.
í þessum kaffihúsum sem
mörg eru mjög gömul — með
marmaraborðum og plusssófum
og skreytt pálmum — getur
maður setið óáreittur timunum
saman yfir einum bolla af
sterku og ódýru kaffi og lesið
blöð frá ýmsum heimshornum.
„Herr Ober“ (yfirþjóninn) fær-
ir manni blöðin ásamt nýju og
nýju glasi af Vinarvatni. Það er
tima sínum og hæfileikum á
glæ í þessum húsum, þrásetur
þeirra orðið að vana og lestri.
Hér hittast gamlir vinir, önnum
kafið kaupsýslufólk og hefur
stutta viðdvöl, og elskendur
sem ekki vita hvað tími er.
Kaffihúsin eru annað heimili
Vinarbúans. Þar má sjá margar
einmana eldri konur á morgn-
ana, um miðjan dag og á kvöld-
in — með myndskreytt blöð sín,
bréf, bækur — eða bara með
hugsanir sínar. I kaffihúsinu er
enginn einsamall. Ég hef
hvergi séð svo marga slæpingja
sem í þessari borg lífslistarinn-
ar. Gildir engu hvaða tima
dagsum ver að ræða, maður
labbar sig inn í kaffihús og þar
er fyrir fjöldi manns, önnum
kafinn við að gera ekki neitt.
Og kurteisinn er einstök. Einni
gráðu er jafnan bætt við nafn-
bót manns: Herra yfir-
byggingameistari; Herra hirð-
ráð; Herra yfir-
umsjónarmaður. Og maður seg-
ir við strætisvagnastjórann:
Herra strætisvagnastjóri, hvar
fer ég úr? Og þegar talað er um
þriðju persónu: Herra bréfber-
inn var hér. Það er algengt að
skóburstarinn, þjóninn, rakar-
inn eða blaðburðarmaðurinn
sæmi mann aðalstign: Herra
greifi eða Herra barón.
Vínarbúar hafa ætíð lítið á
kaffihúsin sem helgan griða-
stað, þar sem þeir leita styrks
hver hjá öðrum og lausna á
vandamálum sinum. Og hugg-
unar.
+ + +
Á sumrinu reiðir næstum hvert
einasta svo kallað „Gasthaus"
(matsölustaður fastagesta)
fram veitingar undir berum
himni í garðinum, sem nær
undantekningarlaust er að baki
gömlu húsanna í Vin. „Bag-
gárd“ heitir það á dönsku, en
það er alltof fátæklegt orð yfir
þessa fallegu ævafornu garða
með blómaskrúði og aldagömi-
um laufþungum trjám.
I gamla borgarhlutanum
borgar sig ætíð að fara undir
steinhvelfingarnar og inn í
garðana, andblæ gömlu Vínar.
Hvelfingarnar eru oft skreyttar
Framhald á bls. 29
í viStali við hinn fræga banda-
ríska mannfræðing, Margaretu
Mead. sem birtist I flokki viStala
viS frægustu vísindamenn heims
og áhugamenn um framtlð mann-
kyns, segir hún i tilefni bókarinnar
„Takmörk vaxtar" að hún geti
ekki fallist á aS orðiS vöxtur sé
notað um þjóSir og efnahagsleg
viðfangsefni þeirra. Hún rökstySur
þaS:
— Ég get alls ekki kallað aukn-
ingu þjóðarframleiðslunnar vöxt.
ÞaS er ekki líffræðileg starfsemi
og ég tala ekki um að þjóð sé ung
og siðan fullorSin, rétt eins og um
lifveru sé að ræða. Þjóð stækkar,
en hún vex ekki á sama hátt og
lifandi tré eða manneskja. Þegar
sagt er við Bandarikjamann að við
verSum að takmarka vöxtinn, þá
er þaS ranglega orðað, því Banda-
ríkjamenn telja allan vöxt af hinu
góða. Öllum finnst gott að eitt-
hvað vaxi. Annað er andstætt
hugsun þeirra. Ekki veit ég um
neina þjóð i veröldinni, sem ekki
álítur það gott að barn fæðist og
vaxi upp eða að tré sé gróðursett
og vaxi. Fremur ætti að tala um
„Takmörk úrþenslu" eða tak-
mörkun á bruðli. Það er til nóg af
orðatiltækjum, sem nota má um
efnahagslegar takmarkanir.
Og Margaret Mead vitnar i út-
skýringum sinum í landa sina,
Bandarikjamenn. En þær útskýr-
íngar geta allt eins átt við okkur.
Hún segir:
— Maður verður raunar að orða
útskýringar á ýmsan hátt, svo að
mismunandi þjóðir leggi sömu
merkingu i þær. Við Bandarikja-
menn getum t.d. sagt: Forfeður
ykkar voru fátækt fólk, i leit að
svolitilli hlýju og dálitlu frelsi. Þeir
leituðu meira fretsis i trúmálum og
stjórnmálum og að dálitlum
skammti af lífsins gæðum til
handa börnum sínum. Forfeðurnir
komu til Ameríku, þeir unnu hörð-
um höndum og þeir tóku að finna
til öryggiskenndar. sem fram að
þvi hafði aðeins átt heima á himn-
um i þeirra augum. Þeir fóru þvi
að jafna efnalegum gæðum við
andlega velferð og leggja að jöfnu
gott baðherbergi og einhvers
konar andlega velliðan. Svo þró-
uðust með þjóðinni óhemjulegar
efnahagslegar lúxuskröfur. Okkur
fannst þetta ekkert óhóf, töldum
það bara til nauðsynja. Þegar bill-
inn kom fram, var hann settur i
flokk með gæðum, sem fært gætu
hversdagsmanninum frelsi. Nú
gæti sá fátæki keypt Ford-bil. Það
veitti hverjum og einum meira
frelsi en hann hafði nokkurn tima
haft. Eða það héldum við. Nú höf-
um við áttað okkur á þvi, að bila-
menningin, sem við byggðum upp,
er fangelsi, sem ekki aðeins eyði-
leggur andrúmsloftið yfir öllu
landinu og skapar mönnum og
borgum hættu, heldur setur hún
fólkið beinlinis í fjötra, þar sem
það getur ekkert hreyft sig nema
hafa bil. Við erum að byrja að átta
okkur á þvi að við höfum skapað
okkur efnahag af þvi tagi, sem
fjötrar okkur, notar óhemjulegt
magn af orku og af óbætanlegum
auðæfum heimsins, leggur byrðar
á aðra íbúa jarðarinnar — þar sem
við nýtum aðrar þjóðir — og gerir
jafnvel okkar eigin þjóð fátæka,
vannærða og óánægða. Kerfið,
sem við erum komin með. verkar
ekki lengur, og því verður að
breyta. Sú kenning eftirstriðsár-
anna, að allt mætti leysa með
hagvexti, eins og predikað var, og
hin kenningin, að mismuninn milli
rikra þjóða og fátækra mætti jafna
með tækniaðstoð, báðar hafa
reynst rangar. Við verðum að
breyta þeim og við verðum að
endurskipuleggja allan okkar lífs-
stíl. Ég tel ekki rétt að segja að við
séum að leita að jafnræði i þjóð-
félaginu Satt er það, að við þurf-
um að koma á betra jafnvægi milli
þjóða, tekjulinda og tækni, og
tryggja það, að jörðinni okkar sé
ekki hætt i kjarnorkustriði eða
öðrum hávisindalegum striðs-
rekstri, að við ekki leggjum
andrúmsloftið og höfum á jörðinni
i hættu, notum ekki upp óbætan-
leg efni og leggjum ekki mesta
áherzlu á lifnaðarhætti. sem valda
öllu þessu. Fyrstu þrjú atriðin
miða að þvi einu að lifa af. En
ekkert þýðir að tala um góð lifs-
kjör, ef mannkynið verður alls
ekki til staðar til að njóta þeirra.
Þess vegna verðum við fyrst að
snúa okkur að þvi að tryggja það
að við lifum af, með þvi að hindra
banvænar og óafturkallanlegar
breytingar og siðan að taka til við
að skapa okkur mannlegt lif.
Margaretu Mead finrtst við,
þrátt fyrir allt, komin svolitið á
veg. Þar vitnar hún i 250 borgrik-
in i Attiku. sem verzluðu og
börðust hvert við annað. Ekki virt-
ist ætla að verða mögulegt að
koma nokkurri skipan á málin, svo
þessi 250 borgriki stæðu ekki i
stöðugum styrjöldum. En nú hefur
okkur nú tekizt að byggja upp 200
milljón manna og 400 milljón
manna þjóðir, þar sem ein borgin
er ekki i stríði við þá næstu, með
mannsmorðum.
Þegar Margaret Mead er spurð
að þvi, hvort hún vilji þá láta
leggja hömlur á framvindu vis-
indanna, neitar hún þvi. — Ég
held að við þurfum meira af góð-
um visindum og þá sérstaklega
meira af góðum félagsvisindum.
Við þurfum raunverulegan skiln-
ing á mannlegri hegðun, sem ekki
er bara byggður á tilraunum með
marsvin og rottur.
— Við getum ekki flutt okkur
yfir á aðrar stjömur eins og er,
svarar hún þegar talið berst að
geimferðum Bandarikjamanna og
Rússa. — Nei. við verðum kyrr
hér á þessari jörð. Það þýðir ekki
að vera að tala um flutning á aðrar
stjörnur, þegar hættan liggur á
næstu 25 árum. Við verðum að
breyta okkur, ráðast gegn þessari
sívaxandi fólksfjölgun. sem alltaf
eykst með meiri hraða. Og við
verðum að stöðva þessa ofneyzlu
og stýra tækniþróuninni. Þegar
maður talar um jafnvægi, hættir
fólki alltaf til að lita á það sem
stöðvun, eða eitthvað sem
hjakkar fram og aftur í sama
farinu. En það kemur aldrei til
með að hrífa mannkynið með, ef
því er sagt að stöðvast bara þar
sem það er komið.
— Ég er ekki að gefa hér neina
nýja lifssýn. En ef við segjum nú
bara við sjálf okkur að við ætlum
að losa okkur við þessa hræðilegu
byrði. sem sóknin eftir efnalegum
verðmætum er, að við getum farið
að byggja borgir, þar sem fólk
getur lifað eins og manneskjur, að
við getum hætt að skilja fólk að í
litla kassa. sem allir eru byggðir
fyrir fjölskyldur með litil börn —
þar sem gamalt fólk á engan stað,
unglingar ekkert rúm. ógift fólk
ekki heima og enginn staður er
fyrir fátæka — og fara að búa
okkur heimili aftur, þar sem fólk
getur haft ánægju hvert af öðru.
Allt þetta er ódýrt, það mengar
ekki og leggur ekki of miklar byrð-
ir á manninn. Og eyðileggur ekki
andrúmsloft okkar.
— Þriðji heimurinn? Við gætum
losað hann undan áþján hungurs á
þessari stundu. Við ráðum, eins og
er, við það að fæða alla, eins og
þið vítið. Hungrið er misdreifing,
sem er að lagast. Samningurinn
milli Rússa og Bandarlkjamanna
sýnir það — Rússar þurftu korn
og fá það keypt I Bandarlkjunum.
Og þegar atvinnuleysi og hungur
varð I Seattle, þá voru það
Japanir, sem sendu fyrstir skip til
bjargar, sem er stórkostlegt. Það
er ekki neitt hrós um Bandarlkin,
en það sýnir fram á nauðsyn sam-
stöðu I veröldinni.
— Hvernig við gerum þetta á
25 árum? Við verðum að vinna að
þvl! Við erum orðin svo vön þeirri
hugsun, að ef okkur vantar nýjan
bíl, þá sé bara hópað saman sér-
fræðingum og þeim sagt að finna
upp nýjan bíl. Vanti okkur atóm-
sprengju, þá er bara hópur af
mönnum látinn loka sig inni og
finna hana upp. En breytingar á
samfélaginu verða bara ekki
þannig. Maður sest ekki einfald-
lega niður með gáfuðu fólki og
finnur upp breytingarnar. Allir
verða að taka þátt I þeim, ef
þjóðfélagsbreytingar eiga að
verða. Þá verður að minnsta kosti
meiri hluti þjóðarinnar að hrífast
með. Við vitum ekki enn hvernig
við getum nýtt sjónvarpið til þess.
Jafnvel ekki sjónvarp með gervi-
hnöttum. Þvl til hróss er það hve
Rússarnir eru hræddir við gervi-
hnattasjónvarp. Við höfum tækni-
lega möguleika núna til að ná til
allra. Úr gervihnöttum getum við
tekið myndir, sem sýna okkur
hvað gerist I öllum heiminum. Við
getum fengið fegurstu myndir af
því hvernig andrúmsloftið er að
mengast. Við getum sýnt myndir
af jörðinni, eins og hún sést frá
tunglinu og sýnt hve lítil hún er og
ein, og hversu mjög hún þarfnast
umhyggju og aðgátar. Ég tel að
það eitt að sjá jörðina á mynd frá
tunglinu, hafi verið virði hverrar
krónu, sem látin var I tunglferð-
irnar, þvl hún sýndi okkur þetta
allt I réttum hlutföllum. Það snerti
okkur öll kynlega mikið og verð
neisti þess, sem nú er að gerast,
þeirrar hreyfingar sem stefnir að
þvl að vernda umhverfið. Við höf-
um tæknilega möguleika, ef þið,
sem hafið yfir fjölmiðlunum að
ráða, notið þá, sagði Margaret
Mead I fyrrnefndu viðtali.
— E. Pá.