Morgunblaðið - 20.02.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.02.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1975 15 „Líf smáþjóðanna jafnmikilvœgt og lífstórþjóöanna ” — segir Nikolaj Rosing frá Grœnlandi Dr. Gylfi Þ. Gfslason alþingismaður á þingi Norðurlandaráðs. Norræni menningarsjóðurinn getur nú styrkt íþróttastarfið GRÆNLENZKI þingmaðurinn Nikolaj Rosing flutti ræðu um fiskveiðilögsögumál Græniands á þingi Norðurlandaráðs í gær og hitti blaðamaður Mbl. hann að máli og spurði hann um stöðu þeirra mála. „Vegna landfræðilegrar legu Grænlands hvað Golfstrauminn snertir er aðalatvinnuvegur okk- ar, fiskveiðarnar, mjög viðkvæm- ur fyrir veðrabreytingum, jafnvel þótt litlar séu. Hið hlýja veður- skeið í upphafi þessarar aldar, sem hafði i för með sér miklar þorskgöngur á Grænlandsmið, hefur nú breytzt til hins verra og hefur það í för með sér, að þorsk- urinn, sem við byggðum okkar fiskveiðar á er að hverfa af mið- unumí og það skapar mikil vanda- mál fyrir sjómenn okkar, einkum á litlu bátunum, sem stunda veið- ar í skerjagarðinum og fjörðun- um. Þegar þetta gerðist snerum við okkur að laxveiðum, til að bæta upp tapið, en laxinn er á miðun-’ um frá þvi seint á sumrin til haustloka. Nú hefur með alþjóð- legum samningi verið ákveðinn kvóti fyrir okkur og við megum aðeins veiða 1100 lestir á ári og það magn fengum við á einum mánuði á sl. ári, áður en bezta tímabilið gekk í garð. Á fyrstu árum siðasta áratugar stunduðum við þessar veiðar með frumstæð- um veiðarfærum og bátum við strendurnar, en í dag eru notuð til veiðanna nýtízku og dýr fiski- skip og þær stundaðar á opnu hafi. Eins og ég sagði áðan meg- um við aðeins veiða 1100 lestir af þeim fiski, sem við ætluðum að nota til að koma í staðinn fyrir þorskinn, og slíkt dæmi getur ekki gengið upp og þvf höfum við farið fram á aukningu kvótans. Rækjuveiðarnar eru nú einu veiðarnar, sem við getum stundað í staðinn fyrir þorskveiðarnar, en stofninum er þegar hætta búinn vegna þess að fiskveiðilögsaga okkar er aðeins 12 sjómflur. Vegna þessa telja Grænlendingar mjög mikilvægt að fiskveiðilög- sagan við norðurhluta vestur- strandar Grænlands verði stækk- uð um 100 mflur og við suðurhlut- ann um 50 mílur. Við Grænlend- ingar, eins og önnur strandríki, sem byggja allt sitt á fiskveiðum, höfum rétt til að fara fram á stækkun fiskveiðilögsögunnar, það-. er eina tryggingin fyrir framtíð aðalatvinnuvegar okkar og þar með okkar sjálfra. Því von- umst við til að njóta skilnings og stuðnings norrænu fiskveiðiþjóð- anna. En ég vil einnig taka fram, að við munum virða hefðbundin réttindi annarra og alþjóðlega samnin^a, en við hljótum að vona að á alþjóðavettvangi sé skilning- ur fyrir því að líf smáþjóðanna er jafnmikilvægt og lif stórþjóð- anna.“ DR. GYLFI Þ. Gfslason, alþingis- maður, formaður menningar- málanefndar Norðurlandaráðs mælti á þingi ráðsins f gær fyrir tillögu ráðherranefndar um endurskoðun á reglugerð norræna meningarsjóðsins og fyrir álitsgerð menningarmála- nefndar. Kom fram f samtali blaðamanns Morgunblaðsins við dr. Gylfa í gær, að samþykkt hefði verið að samræma texta menn- ingarsjóðsins texta Helsingfors- sáttmálans um menningarsam- vinnu Norðurlanda. Það hefði meðal annars f för með sér, að unnt yrði að veita styrki til sam- starfs Norðurlanda á sviði fþróttamála, sem til þessa hefur strandað á misræmi f þessu efni. Dr. Gylfi, sem jafnframt því að vera formaður menningarmála- nefndar hefur verið kjörinn for- maður fjármálanefndar ráðsins í stað K. B. Andersens utanrfkis- ráðherra Danmerkur, sagði í ræðu sinni um menningarsjóðinn, að þegar við stofnun hans hefði verið ák.veðið að endurskoða regl- ur hans fyrir árslok 1974. Það verk væri nú hafið. Hann sagði, að hið endurskoðaða samkomulag um sjóðinn hefði ekki í för með sér neinar breytingar á markmiði hans né stöðu. Fjárframlög til sjóðsins verða ákveðin ár hvert í sambandi við fjárveitingar til menningarmálanna f heild. Að því er Gylfi Þ. Gíslason sagði voru menningarfjárlögin fyrir ár- ið 1976 rædd á fundi menningar- málanefndarinnar í gærmorgun og var upphæð þeirra þá hækkuð. Kvaðst hann vona, að endanlega yrðu þau um 13—1400 milljónir króna (Af því greiða Svíar 45%, Danir 22%, Noregur og Finnland 16% hvort land og Islendingar 1%). Gylfi kvaðst vænta þess, að menningarsjóðurinn fengi á næsta ári 6.5 milljónir danskra króna eða sem svarar 175 milljón- um ísl. kr. Hann hefur í ár 5.5 millj. d. kr. eða um 150 millj. ísl. kr. 1 álitsgerð menningarmála- nefndarinnar sem var samþykkt á þinginu í gær er eitt helzta atriðið viðkomandi atvinnuleysi ungl- inga á Norðurlöndum, en það vandamál sagði Gylfi sýnu tilfinn- anlegra á hinum Norðurlöndun- um en á Islandi. Þar væri títt, að ungt fólk fengi ekki vinnu við sitt hæfi, þegar það kæmi t.d. úr skyldunámi. Þar með fengi það atvinnuleysisstyrk og þætti ekki eftirsóknarvert, að ungt fólk hæfi þátttöku sína í atvinnulífinu með þeim hætti. „Vonumst til að fá að halda fisk- veiðisérréttindum okkar við Island, ár komum við til með að standa — segir Deminus Hentze landstjórnarmaður frá Færeyjum sæmiiega að vígi.“ Nikolaj Rosing „LANGMIKILVÆGASTA málið fyrir okkur Færeyinga er fisk- veiðilögsögumálið,“ sagði Demm- us Hentze landstjórnarmaður frá Færeyjum ( samtali við'Mbl. ( gær. „Skýringin á því er einföld, við Færeyingar höfum alltaf Ekkert í áætlun Kekkonens um að Norðurlönd fari úr bandalögum SVO sem fram kom f frásögn Morgunblaðsins ( gær af ræðu þeirri, sem Kalevi Sorsa, for- sætisráðherra Finnlands, hélt á þingi Norðurlandaráðs á þriðjudag, minntist hann á, að Finnar teldu ástæðu til þess að taka hugmyndir Uhros Kekkon- ens forseta Finnlands um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum til fhugunar að nýju f ljósi breyttra aðstæðna á vettvangi alþjóðamála. 1 frá- sögn sjónvarpsins ( fyrrakvöld og f dagblöðunum Tfmanum og Þjóðviljanum f gærmorgun var sagt, að endanlegt markmið þessara hugmynda væri, að Norðurlöndin yrðu öll laus úr hernaðar- eða varnarbandalög- um, og var látið að þvf liggja, að finnski forsætisráðherrann hefði á þetta minnzt f ræðu sinni og á fundi með frétta- mönnum. Það er ekki rétt, hann drap ekki á það einu orði, að slfkt væri endanlegt mark- mið áætlunar Kekkonens, sem fyrst kom fram 1967, og f sam- tali við blaðamann Morgun- blaðsins staðfesti ráðgjafi finnska utanrfkisráðuneytis- ins, Ulf- Erik Slotte, að f Kekkonen-áætluninni segði ekkert á þá lund. Þess skal getið, að sami misskilningur kom fram í fréttum NTB- fréttastofunnar á þriðjudag. Engar umræður um hafréttarmálin SVERRIR Hermannsson alþingismaður mælti fyrir nefndaráliti um hafréttar- og fiskveiðimál á þingi Norðurlandaráðs í gærmorgun í forföllum Jóns Skaftasonar og er ræða hans birt á bls 16. Engar umræður urðu um málið og olli það íslendingunum nokkrum vonbrigðum þar sem Eivint^ Bolle, fiskimálaráðherra Noregs, var mættur til þings. Hins vegar tók Grænlendingurinn Nikolaj Rosing til máls á eftir Sverri og f jallaði um óskir Grænlendinga um útfærslu landhelgi þeirra, sem nánar er sagt frá i viðtali við Rosing á bls. 15. I ræðu sinni sagði Sverrir, að íslendingar myndu færa út fiskveiðilögsögu sína í 200 milur fyrir lok þessa árs, hverjar svo sem niðurstöður Hafréttarráðstefnu S.Þ. yrðu og sagði að íslendingar myndu biðja vini sína á Norðurlöndum um að styðja ísland í þessu stórmikilvæga máli. stundað fiskveiðar á miðunum við önnur lönd, við tsland, Labra- dor, f Norska hafinu svo eitthvað sé talið og gerum enn. Eg dreg ekki dul á það, að við höfum notið sérréttinda við tsland eftir að landhelgin hjá ykkur var færð út og við vonumst til að geta fengið að halda þeim sérréttindum, alla- vega hvað snertir Ifnuveiðar og handfæraveiðar. Nú ef svo hin Norðurlöndin færa út sínar fiskveiðilögsögur munum við að sjálfsögðu fylgja með og færa út Iögsögu okkar m.a. hálfa leiðina til Islands, en slíkt myndi ekki hafa i för með sér stækkun fiskimiða, því að þau eru fá og litil úti af Færeyjum." Hvernig er ástandið í fiskveiði- málum ykkar? „Við höfum að sjálfsögðu mikl- ar áhyggjur af lágu fiskverði á útflutningsmörkuðunum eins og Islendingar og óttumst að árið 1975 verði erfitt ár. Hins vegar eigum við góðan og fullkominn flota nýtízku fiskiskipa og ef við sleppum sæmilega gegnum þetta — Hver eru helztu áhugamál Færeyinga á þessu þingi? „Stærsta málið fyrir okkur er ekki til meðferðar á þinginu, en það er bygging norrænnar menn- ingarmiðstöðvar í Torshavn, sem myndi gegna svipuðu hlutverki og Norræna húsið í Reykjavík. Engu að síður gerum við ráð fyrir að mál það hljóti lokaafgreiðslu innan árs og að hægt verði að hefja framkvæmdir 1976. Önnur mál sem við höfum áhuga á eru ferjumálið milli Norðurlandanna, Færeyja og íslands, en það er óafgreitt. Þá má nefna staðsetn- ingu útvarps- og sjónvarpsfrétta- manna á Norðurlöndunum og styrk til færeyskra bókmennta. Ef ég á að öðru leyti að fjalla um þingið í heild finnst mér að við verðum að fara að gera okkur grein fyrir að við verðum að hætta að leggja mál fyrir þingið, sem fyrirfram er vitað að geta ekki náð fram að ganga og verða aðeins til þess að kæfa okkur í pappírsfargani," sagði Demmus Hentze að lokum. Tveir færeysku fulltrúanna á þinginu, J. F. Öregaard t.v. og Demmus Hentze t.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.