Morgunblaðið - 20.02.1975, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.02.1975, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1975 19 heilla og þakka honum einstak- lega ánægjuleg kynni og skemmtilegar samverustundir á liðnum árum. Jóhannes var kominn yfir sjö- tugt þegar við kynntumst, en síð- an hefur fundum okkar borið saman tvisvar á ári hverju og stundum oftar. Ævinlega hafa þeir fundir orðið mér og félögum mínum til ánægjuauka og nokkra ástæðu höfum við til að ætla, að Jóhannes hafi notið heimsókn- anna i veiðihúsið við Sandá. Hin síðari ár hefur það orðið regla að við mættum sækja Jóhannes að Flögu og hafa hann með okkur eina kvöldstund og bjóða honum mat og e.t.v. neðan i glas, taka fyrir hann lagið og hlusta á hann ið fyrir brautryðjendastarf sitt í ræktun laxfiska. Skilningur á því starfi var þá nánast enginn og starf hans er því merkilegra fyrir þá sök, að hann mun aldrei hafa verið sérstakur áhugamaður sjálf- ur um stangveiði. En þrátt fyrir það, að hann hafi ekki veitt sjálfur á stöng, nema þá einn og einn fisk með ófullkomn- um tækjum, þekkir hann hvern veiðistað Sandár, veit nákvæm- lega hvar laxinn tekur, man hvar þessi eða hinn veiðimaðurinn fékk þann stóra hérna um árið, já og hvað hann var stór. Nú hefur Elli kerling leikið Jó- hannes þannigaðhanner hættur að fara með ánni. Það gerði hann hins vegar fyrr á árum, var þá fylgdarmaður veiðimanna, léði þeim hesta og húsaskjól. Þetta var þáttur í hans búskap. Búskap- ur hans að öðru leyti var enginn stórbúskapur, enda býður strönd- in við ysta haf ekki upp á slíkt. Kröfurnar til lífsins hafa heldur ekki verið umfram það sem af- rakstur búsins leyfði. A þessum slóðum hefur Jó- hannes alið allan sinn aldur og unað hag sfnum vel. Þéttbýlið hefur aldrei freistað hans og sjaldan hefur hann farið langt út fyrir sveit sína. A sínum yngri árum stundaði hann sjóróðra frá Gunnólfsvik á Langanesi, síðar varð hann póstur í sinni sveit. I hreppsnefnd átti hann sæti hátt á annan áratug. Þótt ég þekki ekki störf hans á þeim vettvangi, trúi ég ekki öðru en þau hafi verið sveitungum hans til heilla. Maður, sem aldrei leggur illttil nokkursmanns, sér aðeins hinar bjartari hliðar á hverju máli og hverjum manni, hann hlýtur að duga vel í þjón- ustu við aðra. Jóhannes er kvæntur ágætri konu, Sigríði Gestsdóttur frá Blikalóni á Melrakkasléttu. Þau giftust árið 1916 svo samveran hefur brátt varað í sextíu ár. Þau eignuðust sjö börn en þau hjónin hafa orðið að sjá á bak fjórum þeirra. Það hefur reynt á trú þeirra og kjark. Þau þrjú, sem eftir lifa, eru Rósa, Ríkharður og Hjalti. Gaman hefði verið að geta sótt Jóhannes heim á þessum afmælis- degi. Atvikin banna þó þann fund, en við hlökkum til að hitta hann á sumri komanda og von- umst til að mega eiga með honum margar samverustundir enn. Garðar H. Svavarsson og veiðifélagar. 85 ára: Jóhannes Guðmunds- son Flögu í Þistilfirði 1 dag, 20. febrúar, á Jóhannes bóndi Guðmundsson í Flögu í Þistilfirði 85 ára afmæli. Á þessum merkis degi í lifi hans langar mig til að senda hon- um afmælis- og heillaóskir með þeim hætti sem hér er gert. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra veiðifélaganna í „Þistlum" þegar ég árna honum og fjölskyldu hans segja frá liðnum dögum. Hann hefur þá og farið með snjallar visur fyrir okkur, en af þeim kann hann kynstrin öll. Hann hef- ur sagt okkur hinar ævintýraleg- ustu sögur af veiðunum í Sandá, af ræktunarstarfinu, sem hann var frumkvöðull að upp úr 1930, þvi ótrúlega erfiði, sem því fylgdi að flytja lifandi laxinn frá hinum ýmsu veiðistöðum árinnar og heim í klakhúsið við Flögu. Jóhannes á mikinn heiður skil- ALLTAF EITTHVAÐ NYTT INEGA FLAUELS- OG GALLABUXUR, LEVI’S GALLABUXUR, TERYLENEBUXUR — 3 SNIÐ STAKIR FERMINGARJAKKAR UR SLETTU FLAUELI ( (FÍNFLAUEL). STAKIR HERRATWEEDJAKKAR, HERRAFÖT INNLEND OG ERLEND, DÖMUKÁPUR ÚR ULLAR- EÐA FLAUELSEFNUM. HERRASKYRTUR OG PEYSUR. DÖMUBLÚSSUR OG PEYSUR. LAUGAVEGI 37 OG LAUGAVEG! 89 iHor0tmMaÍJtt> margfaldnr markad vðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.