Morgunblaðið - 20.02.1975, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1975 23
— Minning Grímur
— Konur
á alþingi
Framhald af bls. 21
máls á undan Sverri og jafnvel
Magnúsi Kjartanssyni, en þar eru
vitaskuld ósannindi á ferð.
í blaðagreininni er talað um, að
líklega þekkist þau viðhorf, að
konur eigi ekki að skipta sér af
lagasetningum um þetta mál. Und-
irritaðir þekkja ekki slík viðhorf. I
sjálfu sér var óheppilegt að Sigur-
laug og Bjarnfriður skyldu kveðja
sér svo seint hljóðs, og einnig var
slysalegt, að ekki skyldi vera meiri
kvikmyndafilma meðferðis, því að
við hefðum fúslega viljað veita
þessum ágætu konum færi á að
skýra sjónarmið sin í málinu fyrir
alþjóð í sjónvarpi. Hitt er annað,
að við teljum heldur ekkert at-
hugavert við að karlmenn láti í
ljós skoðanir á löggjöf um fóstur-
eyðingar, jafnvel á kvennaári.
14.2. 1975.
Björn Teitsson.
Björn Þorsteinsson.
Framhald af bls. 12
Ég var svo lánsöm að vera
ferðafélagi þeirra hjóna til Ítalíu
s.l. haust. Ekki duldist mér þá, að
aldurinn var farinn að færast yfir
Sigurð, en hugurinn bar hann
hálfa leið, og hann lét hvergi sitt
eftir liggja og kvartaði aldrei,
þótt hratt væri farið yfir.
Hann naut þess í ríkum mæli að
sjá og kynnast Rómaborg, og sið-
ar, er hann sat með vindilinn
sinn úti á svölunum i Sorrento og
horfði útyfir Napoli-flóann i
kvöldkyrrðinni, varð honum að
orði:
„Hér vildi ég eyða ævikvöldinu
mínu.“ Svo hrifinn var hann af
fegurðinni, sem fyrir augu hans
bar.
Sigurður var glæsimenni í sjón
og reynd, og á Snorrabraut 77 var
oft glatt á hjalla, er vinir og kunn-
ingjar komu í heimsókn. Engum
þurfti aó leiðast hjá Sigurði og
Láru. Þar var alitaf nóg umræðu-
efni. Afmælisdagur Láru var ár-
legur samkomudagur fjölskyld-
unnar, sem við öll hlökkuðum til.
En að morgni þess dags, 11. febrú-
ar s.l., var húsbóndinn ekki leng-
ur, hann lést að kvöldi hins 10.
febrúar, og það var hljótt í húsinu
hans...
Nú hljóma þar litlar barnsradd-
ir, sem spyrja sifellt um afa sinn.
Við biðjum góðan Guð að hjálpa
þeim öllum til að finna gleðina á
ný.
G.S.J.
— Ræða Sverris
Framhald af bls. 16
anna við strendur landsins. Svo
einfalt er þetta en örlagaríkt.
Það eru furðulegar mótsagnir,
sem birtast í afstöðu þjóða til rétt-
inda til auðlinda I hafsbotninum
eða yfir honum. Nú orðið er litið á
það sem sjálfsagðan hlut, að þjóð-
ir eigi rétt til auðlinda í hafsbotn-
inum, svo langt út frá ströndum
lands síns, sem tækni leyfir þeim
að nýta þær. Mismunurinn á við-
horfinu til. réttar þjóða til auð-
lindanna yfir þessum sama hafs-
botni helgast aðeins af rétti hins
sterka, og engu öðru.
Verri verk verða tæplega unnin
fæðusnauðum heimi en eyðing ís-
landsmiða. Við gerum okkur fulla
grein fyrir þeirri miklu ábyrgð,
sem á okkur hvílir, þegar við höf-
um náð réttindum okkar, að fisk-
stofnarnir við strendur landsins
eflist á ný, svo sækja megi þangað
enn meiri björg í bú, okkur og
öðrum til hagsbóta.
Norðurlandaþjóðirnar hafa átt
góða samvinnu í þessum efnum
á hafréttarráðstefnum og náð
sæmilegri samstöðu Eins og
nú er komið málum, virðast
Norðmenn og Islendingar eiga
mjög mikla samleið 1 sókninni til
sigurs. Ég óska Norðmönnum til
hamingju með hinn verðmæta
áfanga, sem hin nýju friðlýstu
svæði fyrir togveiðum við Norður-
Noreg eru. Þá vil ég láta I ljós
sérstakt þakklæti til Finna vegna
drengilegs stuðnings við málstað
okkar. Islendingar gleyma ekki
frændum sínum Færeyingum.
Með þeim eigum við samleið í
mörgu. Ég leyfi mér að benda á,
að við höfum veitt Færeyingum
sérstakar veiðiheimildir innan
íslenzkrar fiskveiðilögsögu enda
eru þeir eina þjóðin, sem aukið
hefir afla sinn á Islandsmiðum,
úr 12 þús. tonnum árið 1970 í 22
þús. tonn 1973.
Núverandi ríkisstjórn á Islandi
hefir tekið ákvörðun um útfærslu
fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur.
Sú útfærsla hefir enn eigi verið
tímasett. Kannski er það ekki gert
með sérstöku tilliti til nánustu
vina okkar og nágranna.
En aftur verður ekki snúið,
hvað sem á dynur f Genf. Fyrir
árslok 1975 munu Islendingar
hafa fært út fiskveiðilögsögu sfna
í 200 mílur. Við heitum á vini
okkar til fyllsta stuðnings i því
lífshagsmunamáli okkar.
Snjósleðakeppni
Björgunarsveitanna Kyndils og Ingólfs. Fyrir-
hugað er að halda keppni á vélsleðum sunnu-
daginn 23. febrúar. Keppt verður í tveim
flokkum, eftir vélarstærð.
Væntanlegir keppendur vinsamlegast láti skrá
sig fyrir laugardaginn í símum 66235, 38630,
35200. Keppendur verða að hafa náð 17 ára
aldri.
AUGLÝSIIMG
frá
Menntamálaráði
Íslands um
styrkveitingar árið
KVIKMYNDAGERÐ:
Veittur verður styrkur til íslenskra kvikmynda-
gerðarmanna að upphæð 1 millj. kr. Mennta-
málaráð áskilur sér rétt til að skipta upphæðinni
milli tveggja eða veita hana einum aðila. Um-
sóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um verk
það, sem umsækjandi vinnur að.
ÚTGÁFA TÓNVERKA:
Til útgáfu íslenskra tónverka verður veittur
styrkur að upphæð 500 þús. kr. Einkum er
höfð í huga útgáfa á hljómplötum.
Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um verk
þau, sem áformað er að gefa út.
DVALARSTYRKIR LISTAMANNA:
Veittir verða samtals 8 styrkir, hver að upphæð
kr. 120 þúsund. Styrkir þessir eru ætlaðir
listamönnum, sem hyggjast dvelja erlendis um
a.m.k. tveggja mánaða skeið og vinna þar að
listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem
nánastar upplýsingar um fyrirhugaða ferð.
Þeir, sem ekki hafa fengið sams konar styrk hjá
Menntamálaráði sl. 5 ár ganga að öðru jöfnu
fyrir.
STYRKIR TIL FRÆÐIMANNA OG TIL
NÁTTÚRUFRÆÐIRANNSÓKNA:
Til ráðstöfunar eru 800 þúsund krónur, sem
varið verður til að styrkja þá, sem fást við
fræðistörf og náttúrufræðirannsóknir. Um-
sóknareyðublöð um þessa styrki fást á skrif-
stofu Menntamálaráðs.
Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa
borist til Menntamálaráðs, Skálholtsstíg 7, fyrir
20. mars 1975, Ath: nauðsynlegt er að nafn-
númer umsækjenda fylgi með.
Menntamálaráð íslands.
2 teg. fólksbílakerrur,
jeppakerrur, Weaponkerrur, QÍSIÍ JÓllSSOn & CO hf.
kerrugrindur. Qott Verð Sundaborg — Klettagörðum 11 — Sími 86644.
5 TEG.
KERRUR
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — r;
| > <
m
CC UJ > < VEGGFOÐUR 30 1
-J H
I Óteljandi lita- og munstra úrval við > < m
cc UJ > hvers manns hæfi, fyrir þá sem 1
í —1 eru að byggja, breyta eða bæta. r- H
I DC LU — Litavers kjörverð — > < m 73
> í —1 Litaver, 1 i— H
1 Lítið VÍð í Litaveri — Grensásvegi > < m
cc UJ > jí það hefur ávallt borgað sig. 22-24-26 30 1
—1 LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — H
ÚTSALA
ÚTSALA
Stuttir og síðir kjólar
frá 1.900.00 til 4.500.00.
Sið pils kr. 1.900.00
Stutt pils kr. 1.000.00
Blússur kr. 1.000.00
Peysur kr. 1.000.00
Tækifærissíðbuxur kr. 1.000.00
Tweedsíðbuxur kr. 1.500.00
Jerseysiðbuxur kr. 1.000.00
Telpnaúlpur kr. 1.000.00 og 1.500.00
Telpnablússur kr. 500.00
VERÐLISTINN VERÐLISTINN
v/Laugalæk