Morgunblaðið - 20.02.1975, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1975
29
EKí Morö ö kvenréttindarööstefnu
Jöhanna
Kristjönsdöttir
hýddi
47
kaupsýslumaður, sem veit ná-
kvæmlega hvað hann ætlar sér.
— Hvað vildi hún fá mikið?
— Þrjátíu þúsund krónur á
stundinni.
— Og þér létuð hana fá pening-
ana?
— Já. Ég vissi ekki mitt rjúk-
andi ráð. Ég varð að fá tíma til
þess að hugsa málið.
— Hún hefur sjálfsagt viljað
meira fljótlega. Hvað heimtaði
hún mikið þá?
— Eina milljón.
— Bara svona! Þetta hefur
verið feitari biti en Axelson.
Voruð þér að hugsa um að borga?
— Já, ég var helzt á því, en Eva
Gun bannaði mér það. Hún sagði
að við myndum aldrei losna við
hana, ef ég léti undan hótunum
hennar, og að hún væri sannfærð
um að Betti myndi aldrei gera
alvöru úr hótunum sínum. En
þær dugðu að minnsta kosti til
þess að við sáum að við þetta gat
ekki setið og við ákváðum þvi að
Kittast ekki framar.
Hann snýr sér áfjáður og afsak-
andi að Evu Gun.
— Og það loforð hefði ég
haldið, ef þetta hryllilega morð
hefði ekki verið framið. Ég hef
verið svo fjári órólegur og svo las
ég í blöðunum að þú hefðir verið
veik og . . .
— Ég skil, segir hún þreytulega
en rödd hennar er full af hlýju. —
Þú varst að tala um Betti. . .
— Já. Hún kom á gistihúsið
jafnskjótt og ég var í næsta skipti
i Stokkhólmi. Þegar ég neitaði að
borga henni varð hún svo reið og
tryllt að ég var um sinn á báðum
áttum. Hún sagðist ætla að fara i
blöðin með þetta. Ég bað um viku
umhugsunarfrest og hún lýsti því
yfir sigrihrósandi að hún færi til
Blachsta í vikulokin til að sitja
ráðstefnu þar. „Þá skal ég gefa
henni inn örlítinn skammt 'svona
til að byrja með, nóg til að vekja
grunsemdir hennar, svo að þú og
Eva Gun skiljið að mér er full-
komin alvara." Síðan krafðist hún
þess að ég gæfi henni kveikjar-
ann sem hún hafði orðið svo hrif-
in af og ég gerði það. Þegar hún
fór . . . fannst mér ég þegar
sprikla í netinu . . .
— Já, segir Christer. — Hún
var svo sannfærð um að hún
myndi ná veiðinni í land að hún
trúði einum vina sinna fyrir því
að hún fengi fljótlega stóra pen-
ingafúlgu til umráða. Og hún var
ákveðin í að þá peninga SKYLDI
hún fá. Henni fannst hún hafa
svo góð spil á hendinni. Og þess
vegna hlýtur henni að hafa orðið í
meira lagi bilt við, þegar hún
lenti i sennunni við Evu Gun á
Blachsta og skildi að það var
hreint ekki öruggt, að málalykt-
irnar yrðu eins og hún ætlaði sér.
Eva Gun réttir sig ósjálfrátt
upp, eins og hún búi sig undir það
sem hún býst við að koma muni.
Og spennan í stofunni hefur auk-
izt enn, þó svo að rödd Christers
sé hin rólegasta.
— Þér voruð langtum hættu-
legri andstæðingur en Fagerman
forstjóri. Þér sýnduð meira að
segja þá dirfsku að skipta um
hlutverk og ógna henni. „Ég vara
þig við . . . ef þú gengur of langt
. . . skal þig fá að iðra þess . .
— Þér ofmetið mig, lögreglufor-
ingi. Það var langt frá því ég
sýndi dirfsku. Ég var aðeins ör-
vita og vissi ekki hvað ég átti til
bragðs að taka. Ég var að berjast
fyrir sjálfa mig, fyrir Róbert og
fyrir Louise. Framtíð okkar allra
þriggja var í veði. Hvað hefði það
hjálpað upp á sakirnar þótt hann
hefði hent einni milljón f ginið á
henni? Hún var óheiðarleg og
haldin taumlausri græðgi og hún
hefði sogið sig föst við okkur. Við
hefðum aldrei fengið andartaks
frið. Þess vegna sagði ég við hana
að hún skyldi bara básúna
leyndarmál okkar út fyrir hverj-
um þeim, sem heyra vildi. Ég
ályktaði sem svo að hún myndi
þrátt fyrir allt ekki þora að fara
þá leið, vegna þess að þá hefði
hún misst af öllum peningunum
. . . Það var þá sem hún hló háðs-
lega og vakti athygli mína á því
hvernig farið hefði hjá Iu og
Hasse og þá . . . þá varð ég óskap-
lega hrædd. Hún sagði fullúm
fetum að hún væri í sinum RÉTTI
að fá peningana, ef hún þegði yfir
þessu, fyrst hún hefði komizt að
því. Og ef hún fengi þá ekki,
skyldi hún að minnsta kosti koma
fram . hefndum og sýna okkur,
hvað við hefðum verið vitlaus að
þora að ganga i berhögg við hana.
Og það leið heldur ekki löng
stund unz hún fór til Louise og
sagði henni. . .
— Og þá urðuð þér enn hrædd-
ari?
Hún lítur á hann rannsakandi,
en svipur hennar er óútreiknan-
legur. Róbert Fagerman, sem er
ekki lengur aðili að því einvígi,
sem þarna fer fram, bítur á vör
sér og horfir hissa á hana.
— Jú, ég ber ekki á móti þvi að
ólýsanleg skelfing hafi gripið
mig. En það sem hún gaf í skyn
við Louise var sem betur fer svo
óljóst og loðið að Louise blessunin
áttaði sig aldrei á því.
— Og hvers vegna haldið þér að
hún hafi ekki verið umbúðalaus-
ari við Louise?
Eva Gun hefur komizt að sömu
niðurstöðu og hann sjálfur og
segir hikandi:
— Hún . . . hún hefur senni-
lega ekki álitið að leikurinn væri
tapaður og þvi hefur hún ekki
viljað brenna allar brýr að baki
sér. Það var enn sá möguleiki
fyrir hendi að Róbert léti undan
hótunum hennar.
— Og hefði hann ekki gert það?
— Ég . . . ég skil ekki hvað þér
eigið við?
— Ef hann hefði ekki gengið að
skilyrðum hennar — og þér töld-
uð það þýðingarlaust með öllu
. . . hvað haldið þér þá að hefði
gerzt?
Hvert svar getur verið hættu-
legt fyrir hana, en það getur verið
jafnhættulegt að viðurkenna
Stundum líð ég andlegar kvalir, er ég hugsa um
líf mitt og hjónaband.
VELVAKAI>JOI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi
til föstudags.
% Andrés
og Vilhjálmur
Um daginn birtist hér I blaðinu
vísa eftir Andrés Eyjólfsson í
Síðumúla, en vísuna hafði hann
sent Vilhjálmi Hjálmarssyni
menntamálaráðherra, og kom þar
fram skoðun á áfengismálapólitík
ráðherrans.
Síðan fréttist, að Vilhjáímur
hefði launað Andrési vísuna bæri-
lega með þremur vísum og áfengi,
sem ráðherranum hefði borizt að
gjöf fyrir jólin.
Við inntum Vilhjálm Hjálmars-
son eftir þessu við hentugt tæki-
færi og staðfesti hann söguna.
Hitt sagði hann lika.að hann hefði
verið i hálfgerðum vandræðum
með drykkjarföngin, sem hefðu
verið gjöf frá sovézka sendiráð-
inu. Hann hefði aldrei gefið
nokkrum manni vín og yfirleitt
ekki stuðlað að vlnneyzlu, nema
einu sinni, er hann flutti eina
flösku austur á land af greiðasemi
við kunningja sinn, en eftir þvi
hefði hann raunar séð lengi. Að
þessu sinni hefði sér helzt komið í
hug að hella glundrinu i vaskinn,
þótt af þvi yrði ekki.
Vilhjálmur sagði, að Andrés
hefði stundum kastað á sig vísu
áður. Eitt sinn hefðu þeir setið
saman á þingi og búið báðir á
Hótel Borg. Þá hefði kona sin
komið að austan og meðan hún
hefði staðið við i bænum hefðu
þau hjónin dvalizt á heimili vina-
fólks síns, sem bjó við Sundlauga-
veg.
Þá hefði Andrés gert þessa
vísu:
„Einn Austfirðing ungan
ég þekki,
sem eflist i dyggðinni.
Hann syndir, en syndgar ekki,
og sefur hjá konunni."
Einhverju sinni er báðir áttu
sæti á Alþingi, hefði svo Andrés
viljað fá fé á fjárlögum til Skalla-
grlmsgarðs í Borgarnesi, sem
hann bar mjög fyrir brjósti. Vil-
hjálmur sagðist þá hafa tjáð hon-
um, að hann myndi ekki styðja þá
fjárveitingu, nema hægt væri að
fá um leið styrk til að gera garð í
Mjóafirði til minningar um Svein
í Firði.
í næstu alþingiskosningum náði
Vilhjálmur ekki kjöri en fékk svo
þessa visu frá Andrési:
„Ei til frægðar förin varð,
feilaði Villa mfnum.
Féll og átti engan garð
á afrekslista sinum.“
0 Óbyggðirnar
kalla
Austurbæjarbió sýnir um þess-
ar mundir kvikmynd, sem gerð er
eftir sögu Jacks London. Maður
nokkur hafði samband við okkur
vegna orða, sem kvikmyndagagn-
rýnandi Mbl. lét falla um þessa
mynd fyrir nokkrum dögum. Þar
segir að myndin sé fáránleg og
hljóti að valda öllum vonbrigðum,
þótt vera megi, að einn og einn
óviti hafi af henni eitthvert gam-
an.
Maðurinn kvaðst hafa séð
myndina og væri hér um hálf-
gerða glansmynd að ræða, að sin-
um dómi, en hann kynni ekki við
orðalag, gagnrýnandans. Hann
hefði sjálfur hrifist af því hvernig
t.d. hægt hefði verið að fá hund-
ana, sem fram komu í myndinni,
til að leysa sitt hlutverk svo frá-
bærlega af hendi, og sér væri
kunnugt um að börn hefðu haft
mjög gaman af myndinni.
% Lokunargjald
Þorgrímur Kristinsson kom að
máli við okkur og hafði meðferðis
tvær kvittanir frá Pósti og, sima.
19. nóvember hefur hann greitt
símareikning sinn að upphæð
2.194, en þrátt fyrir það var sim-
anum lokað þann 20. nóv. 12.
febrúar greiðir Þorgrimur svo
annan símareikning og er sá að
upphæð 3.046. I þeirri upphæð er
innifalið lokunargjald frá því í
nóvember, skv. meðfylgjandi orð-
sendingu.
Þorgrimur sagðist hafa gert til-
raun til að fá þetta leiðrétt. Það
væri ekki hægt, — svarið væri á
þá leið, að reikninga eigi að
greiða fyrir 15. hvers mánaðar.
Hann sagðist ekki muna gjörla
hvenær í nóvember sér hefði bor-
izt reikningurinn, en sig minnti
þó fastlega, að það hefði ekki ver-
ið fyrir þann fimmtánda. Hann
bætti þvi svo við að sér fyndist
ekki samboðið þvi opinbera ‘að
stunda slika viðskiptahætti.
0 Pólitísk þróun
á Islandi rakin
í Hvem-hvad-hvor
Árlega kemur út hjá Politikens-
forlaginu í Kaupmannahöfn bók-
in Hvem-hvad-hvor. Bókin kémur
út i mjög stóru upplagi og er
prýðileg uppsláttarbók. Upplýs-
ingar i bókinni hafa lengst af þótt
trúverðugar, en undanfarin ár
hefur stundum komið fram nokk-
ur gagnrýni á einstök atriði, svo
sem kunnugt er.
t nýjustu bókinni er fallað um
stjórnmálalega þróun á Norður-
löndunum, þ. á m. íslandi. Þar er
kafli um varnarmálin og segir þar
m.a.:
„ísland er aðili að Atlantshafs-
bandalaginu, en hefur engan her,
og oft hefur verið bent á að fram
lag Islendinga til hins sameigin
lega vestræna varnarsam-
starfs sé aðstaðan fyrir varnar-
stöðina. Hernaðarleg lega lands-
ins milli austurs og vesturs er
mikilvæg og Bandaríkin hafa
fylgzt með sívaxandi umsvifum
Sovétrikjanna á Norðuratlants-
hafi. Talsmenn Atlantshafs-
bandalagsins halda þvi fram, að
jafnþýðingarmikill staður og
Keflavík sé ekki fyrir hendi, yrði
varnarstöðin þar lögð niður.“
Siðan segir, að stjórnarandstað-
an fyrrverandi hafi verið á móti
þvi, að varnarstöðinni væri lokað
og innan rikisstjórnarinnar hafi
gætt tregðu, en kommúnistar hafi
hins vegar ekki verið í vafa um að
þetta ætti að gera, og þeir hafi
jafnvel viljað ganga svo langt að
Island segði sig úr Atlantshafs-
bandalaginu.
Siðan segir, að stuðningsmenn
varnarsamstarfsins hafi gengið öt
ullega fram í því að varnarstöðin
yrði áfram á sínum stað, en siðan
segir, að málið hafi siglt i strand
vegna efnahagsmála, þingrofs og
uppgjafar rikisstjórnarinnar á
síðastliðnu vori.
Rétt er greint frá þessum atrið
um, en hvernig heimildamann
tekst að greina frá þessu án þess
að minnast einu orði á þann ein
stæða stjórnmálaviðburð, sem
starfsemi Varins lands var i þessu
máli, kemur þeim, sem reynt
hafa, eflaust nokkuð spánskt fyrir
sjónir.
— Dagar í Vín
Framhald af bls. 10
listilega gerðum veggmyndum.
Hér er allt með sömu ummerkj-
um og á liðnum öldum: gömul
brjóstrið, svalir, verandir,
rimlahurðir. í þessum háborg-
aralegu barokk-görðum hrífast
menn af óteljandi óvæntum
smáatriðum og mörgum róman-
tískum útskotum.
I garðinum miðjum reiðir
gestgjafinn fram máltiðirnar,
umkringdur limgerði. Hér sitja
gestirnir á hlýjum sumarkvöld-
um í skini lampanna í greinum
trjánna og njóta matarins, víns-
ins og andblæs hins liðna. Oft
koma tónlitarmenn af götunni
inn í garðinn og syngja og spila
gömul lög, Vínarsöngva — og
þá taka gestirnir undir.
1 þessum húsum og görðum
gerist það afar sjaldan að menn
verði ölvaðir. Hér er við lýði
háþróuð samkennd borgar-
anna, þótt maturinn og vinið
létti vitaskuld lund gestanna.
Drykkjumann ber stundum
fyrir augu einan síns liðs, það
er hinn hljóðláti drykkjumaður
sem laumast i fríðsælan afkima
undir trjánum. Hann situr í
horni sinu einn síns liðs og eng-
um til ama. Það er lotning í svip
hans þegar hann tekur um glas-
ið, guðrækni þegar hann ber
það að þurrum vörunum — og
upphafin gleði þegar veigin
streymir niður hálsinn. i aug-
um sliks drykkjumanns er
vertshúsið musteri, þangað sem
hann flýt til að vera einn með
guði sínum, til að gefa sig
nautn sinni á vald, til að skrafa
hljóðlaust við ósýnilegan anda
— i glasinu. Hinn hljóðláti
drykkjumaður drekkur visinda-
lega og það er stíll og virðuleiki
yfir nautn hans. Hann verður
oft á vegi manns í Vin, og i
siðprýði hans og fálæti felst
krafa hans um virðingu og
þegnlega viðurkenningu. Þeirri
kröfu fær hann lika framgengt
i þessari mannúðlegu borg, þar
sem hver og einn fær óáreittur
að lifa lifinu eftir sinu höfði.
„Leben und leben lassen!"
Lifið og látið lifa.
(Þýtt og samandregið úr
„Dage i Wien“ eftir Svend
Bahnsen).
BOSCH
VARAHLUTAVERSLUN
BRÆÐURNIR ORMSSONK
Lágmúla 9. simi 38820
V
„Við erum
hjartasérfræðingar’ ’
Gleðjið konuhjartað
á konudaginn
23. febrúar.
Túlipanar
seldir á
framleiðsluverði.
blómood
Gróðurhúsið v/Sigtún simi 36770