Morgunblaðið - 20.02.1975, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1975
31
| íwmniínill MOWHAIISHIS
Leikið í fimm lot-
um á Laugarvatni
A ÞRIÐJUDAGSKVÖLD léku
Laugdælir (UMFL) og Biskups
tungur (UMFB) í úrslitakeppni
Islandsmótsins í blaki og fór
leikurinn fram á Laugarvatni.
Leikurinn var hörkuspennandi og
lyktaði honum með sigri Laug-
dæla, 3—2. — 1 fyrstu hrinu tóku
Tungnamenn strax forystu 5—0
en Laugdælir minnkuðu muninn i
8—7 en eftir það fékk UMFB ekki
stig og var Anton Bjarnason iðinn
við að skora og sigruðu Laugdælir
auðveldlega 15—8. Einnig átti
Páll Skúlason góðar uppgjafir
sem gáfu stig, 7 í röð.
I annarri hrinu tóku Tungna-
menn aftur forystu i byrjun 5—2
og síðan 11—7 en Laugdælir skor-
uðu næstu 7 stig og staðan breytt-
xist í 14—11 fyrir UMFL. Þeir
Anton og Birkir Þorkelsson voru
með góða skelli sem Tungnamenn
réðu ekki við og lauk hrinunni
með sigri Laugdæla 15—12.
Böðvar Helgi átti góða skelli fyrir
UMFB og einnig Tómas Jónsson.
í úrslitakeppninni er leikið upp
á þrjár unnar hrinur, og þar sem
staðan var orðin 2—0 fyrir Laug-
dæli var nú að duga eða drepast
fyrir Tungnamenn og í þriðju
hrinunni tóku þeir strax forystu
og héldu henni allan timann. Þeir
komust í 9—5 en Laugdælir tóku
þá að saxa á forskotið og minnk-
uðu muninn í 11—9 og áfram i
13—12. Tungnamenn tóku þá
leikhlé því nú var öruggast að
spila af skynsemi, en Laugdælir
Bann í 3 leiki
AGANEFND Körfuknattleiks-
sambands Islands felldi i gær
dóm yfir llilmari Hafsteinssyni,
þjálfara 1. deildar liðs Ung-
mennafélags Njarðvíkur, en hann
hafði verið kærður til nefnd-
arinnar vegna framkomu sinnar
við dómara leiks UMFN og IR s.l.
laugardag. Dæmdi nefndin Hilm-
ar í þriggja leikja bann í lslands-
mótinu, þ.e.a.s. að hann fær ekki
að stjórna liði sínu f þremur
næstu leikjum þess. Bannið nær
hins vegar ekki til bikarkeppni
KKl, en þar er UMFN meðal þátt-
takenda.
náðu að jafna 13—13 og komast
yfir 14—13. En með hörkunni
höfðu Tungnamenn það og skor-
uðu þrjú siðustu stigin og unnu
verðskuldað 16—14. Böðvar
Helgi, Tómas og Guðjón
Arngrimsson áttu bestan leik hjá
UMFB, en Anton og Birkir hjá
UMFL. —
I fjórðu hrinu tók UMFB enn
forystu og komst í 6—0 og 8—1 og
sýndu skínandi leik. Sigur
Tungnamanna var aldrei i hættu
og komust þeir i 14—8 en þá
misheppnuðust þrjár uppgjafir í
röð og Laugdælir minnkuðu mun-
inn í 14—12 en síðan áttu
Tungnamenn síðasta orðið og
sigruðu 15—12. Hjá UMFB sýndu
Böðvar, Tómas og Guðjón bestan
leik, en Anton, Birkir og Sigur-
gísli Ingimarsson hjá UMFL.
UMFB hafði nú jafnað leikinn
og þurfti að leika úrslitahrinu,
Laugdælir sem lengst af höfðu
sýnt betri leik sigruðu hana auð-
veldlega 15—7.
JtJGÓSLAVNESKU KAPPARNIR — gullmenn frá Olympfuleikunum í Miinchen og
bronsmenn frá síðustu heimsmeistarakeppni. Frá vinstri: Horvant, Radjenovic,
Pavicevic, Krivokapic, Miljak, Arslanagic, Zorko, Bojovic, Serdarusic, Nims og fl.
Júgóslavnesku handknattleiksmennirnir:
Hlutu gullverðlaun á Olympíuleikunum og
bronsverðlaun í heimsmeistarakeppninni’73
ISLENDINGAR leika tvo hand-
knattleikslandsleiki við Júgó-
slava á sunnudags- og þriðjudags-
kvöld. Kemur júgóslavneska liðið
hingað til lands á laugardaginn,
en það er að koma úr keppnisferð
til Kína og fer héðan beint 1 hand-
knattleiksmót sem haldið verður f
Danmörku með þátttöku heima-
manna, Tékka, Júgóslava og A-
Þjóðverja.
I júgóslavneska landsliðinu er
valinn maður i hverju rúmi, og er
liðið mjög lftið breytt frá síðustu
Olympíuleikum, en þar hreppti
það gullverðlaun, og siðustu
heimsmeistarakeppni, en þar
varð liðið í þriðja sæti á'eftir
Rúmenum og A-Þjóðverjuih. Að
margra áliti er þetta júgó-
slavneska lið sterkasta handknatt-
leikslið heimsins um þessar
mundir og vist er að ekkert hand-
knattleikslandslið sýnir eins stór-
kostlega fjölbreyttan og skemmti-
legan handknattleik og það gerir.
Má segja að á flestum sviðum hafi
það náð fullkomnun í íþróttinni.
Þetta verður í þriðja sinn sem
Islendingar og Júgóslavar leika
landsleik. Júgóslavarnir komu
hingað í heimsókn árið 1971 og
unnu þá báða leiki sína. Fyrri
leikinn 20:11 og seinni leikinn
22:15.
Varla þarf við þvi að búast að
íslenzka landsliðið megni að sigra
i leikjunum að þessu sinni, en ef
því tekst vel upp ætti að geta
orðið um skemmtilega baráttu að
ræða. Oft hefur það verið þannig
að íslenzka liðið hefur náð sínum
beztu leikjum, þegar mótstaðan
hefur verið sterkust og við
minnstu búizt. Nægir þar að
nefna jafntefli við rúmensku
heimsmeistarana um árið. Von-
andi verður eitthvað slikt uppi á
teningnum að þessu sinni.
Björgvin með og
Axel verð
ur sóttur
Forsala á landsleikina
Gengisfellingin kemur mjög
illa við fslenzka fþróttahreyf-
ingu, eins og jafnan áður.
Þannig greindi Sigurður Jóns-
son, formaöur Handknattleiks-
sambands tslands, frá þvf á
fundi með fréttamönnuip í gær,
að kostnaður vegna heimsóknar
júgóslavneska handknattleiks-
Iandsliðsins myndi aukast um
300 þúsund krónur vegna
gengisfellingarinnar.
— Við gátum ekki farið aðra
leið en að hækka miðaverðið
nokkuð, sagði Sigurður, en nú
mun kosta 600,00 f sæti, 400,00
kr. í stæði og 100,00 kr. fyrir
börn. Er þetta mjög hliðstætt
þvf sem gerist t.d. á Norður-
löndunum.
Forsala aðgöngumiða að
leiknum á sunnudaginn hefst
kl. 15.00 á laugardaginn f
Laugardalshöllinni og verður
selt til kl. 17.00. Forsala verður
svo frá kl. 18.00 á sunnudaginn.
Eins og áður er ástæða til þess
að hvetja þá sem ætla sér að sjá
leikina að tryggja sér miða f
tfma, þar sem búast má við
gffurlegri aðsókn að leikjun-
um.
— Ég tel Björgvin Björgvinsson
bezta línuleikmanninn sem við
eigum, og jafnvel þótt hann hafi
ekki haft aðstöðu til æfinga aust-
ur á Egilsstöðum, valdi ég hann
hiklaust í landsliðið, sagði Birgir
Björnsson, landsliðseinvaldur og
landsliðsþjálfari er hann kynnti
lið það sem leika á gegn Júgóslöv-
um í Laugardalshöllinni á sunnu-
daginn. Axel Axelsson kemur
einnig til þessa leiks, en íslenzka
liðið verður þannig skipað:
MARKVERÐIR:
Ólafur Benediktsson, Val
Gunnar Einarsson, Haukum
AÐRIR LEIKMENN:
Ólafur H. Jónsson, Val
Einar Magnússon, Víkingi
Árni Indriðason, Gróttu
Pétur Jóhannesson, Fram
Viðar Símonarson, FH
Ólafur Einarsson, FH
Bjarni Jónsson, Þrótti
Axel Axelsson Fram
Hörður Sigmarsson, Haukum
Björgvin Björgvinsson, í'ram.
Leeds lagði Derby og Middles-
brough sigraði Peterborough
Björgvin Björgvinsson — með í
Júgóslavaslagnum
Enginn nýliði verður þvi i is-
lenzka landsliðinu að þessu sinni,
en leikreyndasti maðurinn er
Ólafur H. Jónsson sem leikur sinn
77. landsleik á sunnudagskvöldið.
Viðar Simtmarson kemur þar
skammt á eftir — hann á afmælis-
leik á sunnudaginn, klæðist lands-
liðsbúningnum í 75. sinn. Björg-
vin hefur leikið 65 leiki, Einar
Magnússon 57, Axel Axelsson 41,
en aðrir færj-i. Þeir Ólafur
Einarsson, FH, og Árrji Indriða-
son, Gróttu, fæsta,3 og4.
ENSKU meistararnir
Leeds United sigruðu
Derby County með einu
marki gegn engu í leik lið-
anna í fjórðu umferð
ensku bikarkeppninnar í
knattspyrnu, en leikið var
í fyrrakvöld. Það var þó
Berby-leikmaðurinn David
Nish sem markið skoraði.
Hann ætlaði að hreinsa frá
marki sínu, en hitti knött-
inn ilia, og hann skrúfaðist
inn í markið framhjá
markverði Derby. Þetta
var eina markið í þessum
jafna leik og Leeds leikur í
næstu umferð við Ipwich
Town, en eins og málin
standa nú veðja flestir á
Ipswich-sigur í bikarkeppn
inni
Middlesbrough lagði svo Peter-
borough að velli í fyrrakvöld, en
liðin höfðu gert jafntefli á laugar-
daginn var. Nú var enginn vafi á
því hvor aðilinn var sterkari. Al-
an Foggon skoraði tvívegis fyrir
Middlesbrough en þeim Peter-
borough mönnum tókst aldrei að
svara fyrir sig. Leikur Middles-
brough við Birmingham í næstu
umferð.
Einn leikur var háður i ensku 1.
deildar keppninni í fyrrakvöld og
sigraði þá Birmingham Lundúna-
liðið Tottenham Hotspur með
einu marki gegn engu. I 2. deild
léku siðan Portsmouth og Aston
Villa. Var það mikill baráttuleik-
ur, en Villa gekk með bæði stigin
frá honum, 2—3, og stendur því
bærilega að vfgi í 2. deildar
keppninni.
1 þriðju deild léku Preston
North End og Swindon Town og
sigraði fyrrnefnda liðið 2:0.
Einn leikur fór svo fram í
skozku 1. deildar keppninni.
Morton kom á óvart með þvi að
vinna Clyde á útivelli 1:2. Lék
Guðgeir Leifsson méð Mortonlið-
inu og þótti standa sig bærilega.
Atli Þór Héðinsson kom svo inná
síðustu minúturnar í leiknum.
Hagur Morton-liðsins vænkast ör-
lítið við þessi úrslit, það hefur
hlotið 19 stig en er samt fjórða
neðan frá.
Selfoss
AÐALFUNDUR Ungmennafé-
lags Selfoss verður í Skarphéðins-
salnum á Selfossi, fimmtudaginn
20. febrúar n.k. og hefst kl. 20.00.