Morgunblaðið - 13.04.1975, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.04.1975, Qupperneq 3
3 DAS-húsið að Furulundi 9, Garðahreppi. 2 DAS-hús dregin út á happdrættisárinu SÝNING hins nýja DAS-húss að Furulundi 9, sem dregið verður út að ári hófst i gær og verður húsið sýnt helga daga og laugardaga frá klukkan 14 til 22, en virka daga frá klukkan 18 til 22. A blaðamannafundi i húsinu í fyrradag, kom fram hjá framkvæmdastjóra happ- drættisins, Baldvin Jónssyni, að liklegt söluverðmæti hússins að ári væri um 20 milljónir króna og er því húsið stærsti happdrættisvinningur á einn miða hérlendis. A blaðamannafundinum svöruðu forráðamenn happ- drættisins að nokkru þeirri gagnrýni, sem vart hefur orðið, vegna þess að siðasta DAS- húsið kom upp á óseldan miða. 1 reglugerð um stóru happ- drættin er gert ráð fyrir að happdrættin spili i sjálfu sér á óselda miða og geti því fengið vinninga, sem viðskiptavinir þess. Forráðamenn happdrætt- isins sögðu að DAS væri eina happdrættið, sem gæfi við- skiptavinum aftur kost á vinn- ingum, sem komið hefðu upp á óseldan miða — og þrátt fyrir það væri það eina happdrættið sem sætti gagnrýni fyrir það. Við það að DAS-húsið að Tún- götu 12, Alftanesi, verður nú dregið út i desember og þvi gert að eins konar jólaglaðningi fyr- ir viðskiptavini DAS, hækkar vinningshlutfall happdrættis- ins um 5% og verður 65% í stað 60% af útgefnum miðum. Nokkrar knýjandi breytingar hafa verið gerðar. Miðaverð hefur verið hækkað i 350 krón- ur á mánuði, enda sögðu for- ráðamenn happdrættisins að miðaverð hefði dregizt aftur úr verðlagsþróun undanfarið. Ibúðavinningar verða 5 millj- ónir og 2 milljónir hver og bíla- vinningar verða hálf milljón og ein milljón hver. Þrír valdir bílar verða á vinningaskrá, Mercury Monarch í mai að verð- mæti 2,3 milljónir króna, Audi 100 L í ágúst að verðmæti 1,7 milljónir og Cherokee I október að verðmæti 1,8 milljónir. Þá verður tekin upp sú nýjung að meðal vinninga verða 150 utan- landsferðir á 100 og 250 þúsund krónur hver. Aðrir vinningar eru svo húsbúnaðarvinningar á 50, 25 og 10 þúsund krónur hver, en sá siðastnefndi er jafn- framt lægsti vinningur happ- drættisins. Baldvin Jónsson sagði, er hann sýndi blaða- mönnum DAS-húsið nýja í fyrradag, en það er hið vandað- asta og einkar skemmtilegt: „Okkur er sérstakt ánægjuefni, hversu málefni aldraðra eru orðin meira og meira I sviðsljós- inu. Væntum við að það muni styrkja Happdrætti DAS mál- efnislega og efla framlag þess til meiri og meiri úrbóta í mál- efnum aldraðra og þannig flýta sem mest uppbyggingu hinnar nýju Hrafnistu." I DAS-húsinu sýna hinir ýmsu aðilar að venju húsbúnað og heimilistæki. Þá sýnir Atli Már að venju málverk, sem eru til sölu. Pétur Sigurðsson, formaður stjórnar Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna, kynnti að Furu- lundi 9 væntanlega bygg- ingu hinnar nýju Hrafnistu í Hafnarfirði, en fyrsta fram- kvæmdin verður boðin út í næstu viku og er það fram- kvæmd að upphæð hundruð milljóna króna. Þessi fyrsti áfangi hinnar nýju Hrafnistu verður fjögurra hæða hús og verða á neðstu hæðinni ýmsar þjónustustofnanir fyrir gamla fólkið, en á efri hæðunum ibúð- ir bæði fyrir tvo vistmenn eða einn. Vonir standa til, að unnt verði að opna tilboð i bygging- una á lokadaginn 11. mai, samn- ingar hafi tekizt við aðila á sjó- mannadaginn 1. júni og að þessi áfangi verði fullbúinn eft- ir 2 ár, en þá verða 40 ár frá stofnun sjómannadagsins. Stjórn DAS i nýja DAS-húsinu. Ný og góð rækju- mið í Axarfirði Húsavík, 10. april — RANNSÖKNASKIPIÐ Arni Frið riksson fann fyrir páska í leið- angri sinum ný rækjumið á innanverðum Axarfirði. 1 fram- haldi af þvi hefur hafnrannsókna- báturinn Dröfn, sem nú er í leið- angri fyrir Norðurlandi rannsak- að þetta nánar. 1 gær fann hann rækju á áður óþekktum miðum í Axarfirðinum og virðist um tölu- vert magn að ræða og á allstóru svæði. Nánar átti að athuga þetta í dag, en veður hefur hamlað frekari rannsóknum. Leiðangurs stjóri er Sólmundur Einarsson. Frá áramótum hefur þorskafli verið mjög lítill á miðum Húsa- vikurbáta og afli frá áramótum mun minni en síðastliðið ár. Veð- ur hafa verið óhagstæð, svo að sjóferðir eru mun færri en i fyrra. Þeir, sem stunda grásleppuveið- ar, hafa nú lagt net sín og hefur veiði verið sæmileg, en veður óhagstæð. — Fréttaritari. Merkjasala ljós- mæðra í dag Arlegur merkjasöludagur Ljós- mæðrafélags Reykjavfkur er f dag. Eins og verið hefur rennur ágóðinn til Ifknarmála, — að þessu sinni til fjölfat laöra barna. Merkin verða afhent f Alfta- mýrarskóla, Arbæjarskóla, Breið- holtsskóla, Breiðagerðisskóla, Fellaskóla, Melaskóla og Lang- holtsskóla frá kl. 10 f.h. Leikfélag M.A. sýnir Atómstöðina Akureyri 8. april. Leikfélag M.A. frumsýndi sjón- leikinn Atómstöðina (Noróan- stúlkuna) eftir Halldór Laxness í Samkomuhúsi bæjarins sl. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Leik- stjóri er Kristín Ölafsdóttir, og með helztu hlutverk fara María Árnadóttir, Tryggvi G. Hansen, Guðmundur Rúnar Heiðarsson og Jóhann V. Ólason. Síðasta verkefni Leikfélags Menntaskólans á, Akureyri var Minkarnir eftir Erling E. Halldórsson, en það verk var sýnt fyrir tveimur árum. — Ætlunin er að sýna Atómstöðina á Akureyri í kvöld, sunnudags- kvöld, en einnig eru ráðgerðar sýningar á Húsavík og Siglufirði. Formaður Leikfélags M.A. er Gisli Ingvarsson. Gull og # silfur kaupstefna i Kaupmanna- höfn. Hópferð 26. apríi 2. mai Flugferð og gisting með morgunverði VerSfrá kr. 36.500.- VVS-MÁSSAN Hópferð á Hitavatns- og hreinlætistækja kaup- stefnu i Gautaborg 8.- 1 5. maí. Flugferðir og gisting m/- morgunverði. Verð frá kr. 37.640,- Hópferð á húsgagnasýningu yí Kaupmannahöfn/ Brottför 6. mai. Brottför: April: 19,26., Maí: 10., 24. Júni: 1., 8., 15., 22 og 29. Júlí: 6., 13., 20. og 26 Verð með vikugistingu og morgunverði frá kr. 32.500.-. Dvöl á góðum hótelurrf eða íbúðum á skemmtileg- asta sumarleyfisstað Spánar — LLORET DE MAR — Ödýrar ferðir við hæfi unga fólksins. Fyrsta brottför: 2. júní. Verð frá kr. 34.500 - TORREMOLINOS BENALMADENA FUENGIROLA Fyrsta brottför: 18. maí. Verð með 1 flokks gistingu í 2 vikur frá kr. 38.500.-. Allir mæla með Útsýnarferðum Kaup- mannahöfn Ódýrar vikuferðir: Brottför: 1 8. apríl. 7. maí. Uppselt 30. maí. Uppselt Verð með vikugistingu og morgunverði frá kr. 33.700. . Gullna ströndin Lignano Bezta baðströnd Italíu Fyrsta flokks aðbúnaður og fagurt, friðsælt um- hverfi Einróma álit far- þeganna frá i fyrra „PARADÍS Á JÖRÐ" Fyrsta brottför: 1 7 mai Verð með fyrsta flokks gistingu frá kr. 39.500.-. Ítalía Gardavatnið FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17 SÍMAR 26611 OG 20100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.