Morgunblaðið - 13.04.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRlL 1975
11
Sextugur:
Séra Bjartmar Krist-
jánsson Laugalandi
Séra Bjartmar Kristjánsson,
dóknarprestur á Laugalandi I
Eyjafirði, er sextugur á morgun,
14. apríl. — Fæddur er hann að
Ytri-Tjörnum í Öngulstaðahreppi
14. apríl 1915, sonur hjónanna
Kristjáns Helga Benjaminssonar
bónda á Ytri-Tjörnum og
Fanneyjar Friðriksdóttur.
Séra Bjartmar varð stærðfræði-
stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri 17. júní 1941. Hann fór í
guðfræðideild Háskóla Islands og
lauk þaðan kandidatsprófi 29. maí
1946. Þá leið hans út i prests-
starfið. Hann varð prestur að
Mælifelli í Skagafirði og vígður
14. júlí 1947.
Fyrir hartnær sjö árum kom
séra Bjartmar til starfa í heima-
byggð sinni. Bróðir hans, séra
Benjamín Kristjánsson prestur og
prófastur á Laugalandi, fékk
lausn frá störfum að eigin ósk,
eftir langa og dygga þjónustu i
tæp 35 ár. Flutti hann til Reykja-
víkur. Þá kom séra Bjartmar.
Hann var skipaður prestur í
Laugalandsprestakalli 1. júní
1968, og siðan hefir hann verið
sóknarprestur i Eyjafirði fram.
Séra Bjartmar hefir víðan og
— Eiginkonur
Framhald af bls. 10
langar farið sér heldur hægar.
Þar sem Titó er nú kominn á 83.
árið, verður hann að fara að
hlífa sér. Jovanka fylgist nú
með mataræði hans og sér um,
að hann fái nægan svefn. Eftir
því sem þeir segja, er gerzt
þykjast vita, tekur hann einnig
reglubundið inn hormónalyf,
sem rússneski læknirinn dr.
Anna Aslan ráðleggur honum.
Eina langferðin, sem Tito
ráðgerir 1975 er ferð til Peking.
En það er ekki aðeins undir
heilsufari hans komið, hvort af
þeirri ferð veður, heldur fer
það einnig eftir ástandinu í
Júgóslavíu. Margt bendir til
þess, að landið eigi við ískyggi-
lega erfiðleika að etja. Króatar,
Slóvenar og Svartfellingar hafa
æ meira á hornum sér vegna
þess, sem þeir kalla yfirgang
Serba. Þá dreymir um að losna
úr viðjum að fyrirmynd Pakist
ans og Bangladesh. 1 Belgrad er
þessum upr 'eisnarmönnum
gefið að sök i sömu andránni og
fasistum og Miskvukommúnist-
um, að þeir ætli sér að ná yfir-
ráðum i landinu eftir að Titó er
farinn frá völdum.
Með nliðsjón. af þessu vill
Jovanka umfram allt koma í
veg fyrir, að hinn aldurhnigni
eiginmaður hennar hljóti svip-
uð örlög og Negus, Abyssiniu-
keisari, sem háaldraður verður
að horfa á hrun æviverks síns.
Þess vegna lítur hún beinlínis á
það sem skyldu sína við föður-
landið að hlúa að honum eftir
beztu getu, unz hann hefur náð
að skipa fyrir um rikiserfðir. 1
viðleitni sinni til að tryggja ein-
ingu og sjálfstæði Júgóslavíu,
styðst Titó fyrst og fremst við
herinn, og Jovanka lítur á sig
sem hermann nákvæmlega eins
og í upphafi.
Þar með verður hin fimmt-
uga frú Titó sú kvengerð,
sem æ sjaldgæfari er á timum
„frelsisbaráttu kvenna". Hún
hefur bundið allt sitt lif örlög-
um þess manns, sem hún elsk-
ar. Þegar hann hverfur, mun
hún ejnnig ganga af leiksviði
heimsins. Hið bezta, sem hún
getur vænzt, er, að arftak-
ar hans virði hana eins og
„rauða Begum“ (heiðurstitill
indverskra furstafrúa. Þýð.).
Það þarf mikið hugrekki til
þess að leika slíkt hlutverk til
enda, en hvað sem Jovanka
Broz-Titó kann að eiga eftir að
missa, þá verður það áreiðan-
lega ekki hugrekkið.
Úr „Welt am Sonntag"
eftir G.W. Herald.
— svá — þýddi.
mikinn verkahring. Laugalands-
prestakall er eina prestakallið
norðan fjalla með sex kirkjur. Ein
þeirra kirkna, Möðruvallakirkja i
Saurbæjarhreppi er að visu ekki í
notkun eins og sakir standa, þar
sem hún fauk af grunni sinum í
ofviðri og skemmdist mikið.
Almennur áhugi er fyrir því, að
Saurbæjarhreppur sameinist um
smiði nýrrar kirkju. Ef af þvf
verður, mun sú kirkja varðveita
einn mesta helgigrip, sem til er á
Islandi og tilheyrir Möðruvalla-
kirkju, en það er altaristafla úr
alabasti frá 15. öld.
Þegar hugsað er um það, að
séra Bjartmar Kristjánsson er
orðinn sextugur að aldri, er ekki
annað hægt að segja en hann
beri aldurinn vel, ef aldur skyldi
kalla. Hann nýtur góðrar heilsu.
Svo er hitt, sem ekki siður mikils
virði, að vera síungur i anda, vak-
andi af áhuga og frjór I hugsun.
„Bros og giatt geð lengir lifið og
eykur velliðan,“ segir spakmælið,
og postulinn skrifar: „Verið glað-
ir vegna samfélagsins við Drott-
in“. Það eru sannindi, sem liggja
til grundvallar lífsstefnu og skoð-
un séra Bjartmars, og dylst það
ekki á samverustundum með
þessum kæra starfsbróður. Hann
sameinar hvorttveggja svo vel, að
geta verið hrókur alls fagnaðar i
vinahópi og alvörumaður.
Séra Bjartmar Kristjánsson er
drengur hinn bezti. Af löngum og
góðum kynnum hefi ég lært að
þekkkja hann. Hann er traust-
vekjandi og trygglyndur. Hann er
prúðmenni mikið og vinnur störf
sín I kyrrþey, svo sem kostur er,
því að hann er hógvær og hlé-
drægur. I prestsstarfi sinu vandar
hann hvert verk og er fundvís á
efni til uppbyggingar i prédikun-
arstarfi, sem hverjum presti er
nauðsynlegt. Ræður hans eru rök-
fastar, gerhugsaðar og á fögru
máli. Grunntónn þeirra er trú,
von og kærleikur, þar sem kær-
leikurinn er mestur.
Vinátta og hlýhugur er mikils
virði af öllu starfi og samvinnu.
Þakkir flyt ég séra Bjartmari fyr-
ir ánægjulegt samstarf i félags-
samtökum og ánægjuleg kynni
frá þvi að við vorum báðir i skóla
og siðan í preststarfi. Ég vil
fyrir hönd okkar hjónanna
óska honum innilega til hamingju
með afmælið, hans ágætu konu,
frú Hrefnu Magnúsdóttur og
börnum þeirra á þessum merku
timamótum. Ég bið þess, að Guð
blessi honum og allri fjölskyldu
hans ófarinn æviveg, og að sókn-
arbörnin fái sem lengst og bezt að
njóta þjónustu hans og starfs-
krafta.
Pétur Sigurgeirsson
P.S. Það skal fram tekið, að sr.
Bjartmar verður eigi heima á af-
mæli sínu.
Rnnir þú til
feróalöngunar,
þá er það vitneskian
um voríð erlendis
sem veldur
25% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15. maí.
loftleidir
/SLAJVDS
Felóg sem sjá um föst tengsí við umheiminn