Morgunblaðið - 13.04.1975, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRlL 1975
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
taka vísitöluna úr sam-
bandi vorið 1974, en nú-
verandi ríkisstjórn setti
síðan lög um svonefndar
launajöfnunarbætur í stað
verðlagsuppbótar. Það er
ekki einvörðungu, að vísi-
tölukerfið hafi á margan
hátt verið verðbólguhvetj-
andi, heldur hefur það
mjög bundið hendur
stjórnvalda við val á efna-
hagsaðgerðum.
Endurskoðun vísitölukerfis
rátt fyrir óvenju erf-
iðar aóstæóur og óhjá-
kvæmilega kjararýrnun
hefur að mestu leyti tekizt
aö tryggja vinnufriö fram
til þessa. Þetta er umtals-
verður árangur, en jafn-
framt verða menn að gera
sér ljóst, að þeir kjara-
samningar, sem nýlega
voru undirritaðir, gilda aó-
eins til bráðabirgða. Fyrir
dyrum standa því áfram-
haldandi viðræður milli
aðila vinnumarkaðarins.
Þessar viðræður munu
fyrst og fremst snúast um
nýskipan vísitölukerfisins.
Geir Hallgrimsson, for-
sætisráðherra, gerði þetta
atriði aö umtalsefni á aðal-
fundi Vinnuveitendasam-
bandsins, sem haldinn var í
síðustu viku. Forsætisráð-
herra sagði m.a., að al-
mennt væri viðurkennt, að
verðtrygging launa í einu
eða öðru formi gæti verið
æskileg bæði til að stuðla
að auknu launajafnrétti og
meiri kyrrð á vinnu-
markaðnum en ella. Á hinn
bóginn sagði ráðherra, að
vísitölukerfið hefði þurft
endurskoðunar við og því
bindi ríkisstjórnin miklar
vonir við niðurstöðu þeirr-
ar endurskoðunar, sem
fram ætti að fara í komandi
viðræðum launþega og
vinnuveitenda.
Ljóst er, að hér er um
mjög viðkvæmt mál að
ræða, en flestir gera sér nú
grein fyrir naifðsyn þess að
endurskoða þetta kerfi,
enda hefur það ekki þjónað
hagsmunum launþega,
þegar á hefur reynt. Síðast
varð vinstri stjórnin að
I ræðu sinni, sem áður er
nefnd, benti forsætisráð-
herra á, aö ljóst væri, að
engin reikningsformúla
gæti til lengdar verótryggt
laun. Kaupmátturinn hlyti
jafnan að ráðast af afkomu
þjóðarbúsins og öllum
atriöum þeirra samninga,
sem gerðir eru hverju
sinni. Þessa staðreynd er
nauðsynlegt að hafa í huga,
ef menn í alvöru vilja
stefna aö raunhæfum
kjarabótum og draga úr
verðbólgu.
Þá vék forsætisráðherra
aö því, að ríkisstjórnin
hefði hug á að kanna nánar
vísitölubindingu lánsfjár.
Hér væri fyrst og fremst
um það að ræða, að sjá
fjárfestingarlánasjóðum
fyrir nægilegu fjármagni
og jafnframt að tryggja
verðgildi fjármagns líf-
eyrissjóðanna. Forsætis-
ráðherra sagði, að það væri
því sennilegt, að vísitölu-
binding fjárskuldbindinga
í einu eða öðru formi yrði
aukin á næstu árum.
Orð í tíma töluð
Fátt er lítilli þjóð,
sem okkur Islending-
um, mikilvægara en að
halda reisn okkar í sam-
skiptum við f jölmennari og
voldugri þjóðir. Slík reisn
felst m.a. í þvi að láta við-
skiptalega hagsmuni ekki
leiða til stjórnmálalegrar
þjónkunar. Þess vegna er
það alvörumál, þegar einn
af ritstjórum Tímans gagn-
rýnir Morgunblaðið vegna
skrifa um samskipti ís-
lands og Sovétríkjanna á
þeirri forsendu, að þannig
megi ekki tala, þegar utan-
ríkisráðherra hafi nýlega
„náð hagstæðari samning-
um en áður“ um olíukaup
og „íslenzkir timburkaup-
menn í Moskvu leita hóf-
anna um afslátt á timbur-
verði“. Ef afstaöa af þessu
tagi — sem væntanlega er
einungis sérskoðun þess
ritstjóra Tímans, sem um
pennann hélt — réði ferð-
inni i utanrikismálum Is-
lendinga, væri ekki
einungis reisn okkar held-
ur líka sjálfstæði úr sög-
unni. Raunar er það
ókurteisi af hálfu ritstjóra
Tímans aó nefna nöfn
utanríkisráðherra og við-
skiptaráðherra í sömu
andrá og hann flytur þenn-
an boðskap. Báðir eru þeir
hátt hafnir yfir slíkan mál-
flutning.
Hitt er eftirtektarvert að
á sömu síðu Tímans og
þessi forystugrein birtist
er „fréttaskýring“ eftir
starfsmann Novosti,
sovézku njósna- og
áróðursstofnunarinnar,
um samskipti Islands og
Sovétríkjanna. I þessari
frétta„skýringu“ er gefið í
skyn, aó sameiginleg yfir-
lýsing utanríkisráðherra
landanna gefi Sovétríkjun-
um rétt til að krefjast
stuðnings af íslendingum
við aukna þátttöku Sovét-
manna í samstarfi Norður-
Evrópuríkja (þ.e. Norður-
landa) og jafnframt er
höfð uppi lítt dulbúin hót-
un þess efnis, að íslending-
ar muni missa viðskipti við
Sovétríkin, ef þeir fari ekki
að kröfum þeirra í stjórn-
málalegum efnum. Þessi
„fréttaskýring“ og forystu-
grein Jóns Helgasonar
sýna, að leiðari Morgun-
blaðsins í fyrradag voru
orð í tíma töluð.
Rey kj aví kurbréf
^Laugardagur 12. apríl
Brynjólfur
Jóhannesson
Viö andlát Brynjólfs Jóhannes-
sonar leikara kveður íslenzka
þjóðin einn eftirminnilegasta
fulltrúa stéttar sinnar fyrr og
síðar, mann sem gekk svo upp í
list sinni, að hann unni sér aldrei
hvíldar, enda þótt hann stundaði
lengst af önnur borgaraleg störf,
eins og hver annar þjóðfélags-
þegn. Brynjólfur Jóhannesson
var i bankastörfum sinum sam-
vizkusamur og skyldurækinn
maður, eins og i öllum öórum
störfum, sem hann gekk að og var
kjörinn heiðursfélagi starfs-
mannafélags Utvegsbankans,
enda var hann í fyrstu stjórn þess
félags.
En nafn Brynjólfs Jóhannes-
sonar mun fyrst og siðast ávallt
vera tengt íslenzkri leiklistar-
sögu, svo mikinn skerf, sem hann
hefur lagt fram til leiklistar i
landinu. Valur Gislason segir m.a.
í afmælisgrein um Brynjólf
sjötugan: „Foreldrar hans voru
þau góðu hjón Pálína Brynjólfs-
dóttir og Jóhannes Jensson skó-
smíðameistari. Hjá þeim ólst
hann svo upp, fyrst í Reykjavík og
síðan á ísafirði. Til Reykjavíkur
fluttist hann svo aftur sem full-
þroska maður og hefur átt þar
heima síðan. Það má með sanni
segja, að för Brynjólfs til ísa-
fjarðar hafi verið mikil heillaför,
bæði fyrir hann persónulega og
fyrir leiklistina í landinu. Þó aó
dvöl hans þar hafi verið tiltölu-
lega stutt miðað við alla ævi hans,
til þessa, þá varð hún þeim mun
örlagaríkari. Þar kynntist hann
sinni ágætu eiginkonu og lífsföru-
naut, Gúðnýju Helgadóttur
Sveinssonar bankastjóra, og þar
sté hann í fyrsta sinn upp á leik-
sviðió, sem hann svo að segja ekki
hefur yfirgefið síðan, nú um 50
ára skeió.1'
Þetta var rítað í ágústmánuði
1966, en eins og alþjóð er kunnugt
átti Brynjólfur enn eftir að leggja
eftirminnilegan skerf til íslenzkr-
ar leiklistar eftir það. Hann var
öllum stundum með hugann við
þessa hugsjón sína, og leiklistin
átti hjarta hans. Fáir, ef nokkur
íslenzkra leikara, hafa gefið jafn
mörgum leikpersónum'jafn eftir-
minnilegt líf og Brynjólfur
Jóhannesson. Það verður ekki
rakið hér, þess verður síðar
minnzt i Morgunblaðinu.
En Brynjólfur Jóhannesson var
ekki einungis íslenzkur leikari
heldur voru gáfur hans svo fjöl-
þættar, að hann var löngu orðinn
landskunnur sem upplesari og
gamanvisnasöngvari og vann,
ásamt öðrum islenzkum leikur-
um, sigra á erlendum vettvangi
þegar farið var með Gullna hliðið
til Norðurlanda við góðan orðstír,
en þá lék hann Jón bónda eins og
allir vita. Einnig fór hann til Vest-
urheims og hélt sjálfstæð
skemmtikvöld í flestum byggðum
íslendinga þar og var Vestur-
Islendingum ekki síður ógleym-
anlegur en þeim, sem heima sitja.
Brynjólfi Jóhannessyni voru
snemma falin ýmis trúnaðarstörf
fyrir listamenn og nægir að geta
þess, að hann var forseti Banda-
lags íslenzkra listamanna í tvö ár.
í fyrrnefndri grein Vals Gísla-
sonar segir hann m.a. um Brynj
ólf: „Hann er mikill vinur vina
sinna og beztur þegar mest á
reynir, það hafa margir reynt.
Brynjólfur er maður ör í lund og
getur verið skapmikill þegar því
er að skipta og hann er mjög
hreinskiptinn, en þó er hlýjan,
fjörið og kátlnan yfirgnæfandi
lyndiseinkunn hans.“ Valur bætir
þvi við, að Brynjólfi Jóhannes-
syni hafi fylgt hressandi og
örvandi andblær og kom það sér
ekki sízt vel í baráttu Leikfélags-
manna fyrir byggingu Borgarleik-
húss. Karlar eins og ég, bókin sem
átti að verða ævisaga Brynjólfs
Jóhannessonar, eftir Ölaf Jóns-
son, snerist upp í að verða eins
konar frásagnir af starfi hans og
reynslu hjá Leikfélagi Reykja-
vikur, svo mjög unni hann þessu
félagi, sem átti hug hans alla tíð.
Betri ósk gat hann ekki fengið
undir lokin en þá ákvörðun, að
Borgarleikhús verði reist. Nú
hafa teikningar af húsinu verið
samþykktar. Betra veganesti fer
Brynjólfur Jóhannesson ekki
með, þangað sem hans bíða ný
verkefni i gervi nýrrar veraldar.
Brynjólfur Jóhannesson er einn
hinna siðustu miklu áhugamanna
íslenzkrar leiklistar; fólksins, sem
vann fullt starf, en heillaðist svo
af hugsjón sinni og list, að það
vann öllum stundum við borgara-
leg skyldustörf, en fór síóan í
leikhúsið til æfinga án endur-
gjalds. Þetta fólk hefur skilað Is-
lendingum þeirri leiklist, sem við
erum i senn stolt af og þakklát
fyrir.
Megi ávöxtur þeirra starfa, sem
snillingar eins og Brynjólfur
Jóhannesson hafa látið eftir sig,
ávallt verða íslenzkum leikhús-
mönnum hvatning og viðmiðun.
Þá þurfum við ekki að kvíða
framtíð íslenzkrar leiklistar,
framtið íslenzkrar menningar.
Kerfið
Grein sú, sem Sigrún Arnbjarn-
ardóttir ritaði hér í blaðið s.l.
þriðjudag og nefndi Opið bréf til
þjóðfélagsins, hefur að vonum
vakið mikla athygli. Hún fjallar
um viðureign sína við kerfið, einn
þátt þess, og varnarleysi einstakl-
ingsins gagnvart því. Góður
maður hefur lýst kerfinu svo, að
það væri orðið eins og ófreskja,
sem enginn réði við, og ef hún
hristi sig, hrykkju allir af henni.
Reynsla Sigrúnar virðist staðfesta
þessa skoðun, en viðureign
hennar við kerfið lauk á þann
veg, að hæstiréttur sýknaði kerfið
i heild og lýsti því yfir, að enginn
bæri ábyrgð á erfiðleikum þessa
einstaklings.
Þetta er hörmungarsaga úr vel-
ferðarþjóðfélagi. Öll velferðin, öll
tæknin, öll menntunin, allt stofn-
anahrúgaldið og öll spekin nær
ekki Iengra, þegar til kastanna
kemur. Og því miður er þetta ekki
eina dæmið um varnarleysi ein-
staklingsins í viðureigninni við
kerfið. Þau eru mörg, bæði hér og
annars staðar, enda fara kröfur
um valddreifingu og skerðingu
hins opinbera valds nú vaxandi,
og margvíslegra leiða er leitað til
að efla réttindi einstaklinga og
gera þeim lifið bærilegra í vél-
væddu velferðarþjóðfélagi.
Atvinnulýðræði
Um langt skeið hafa fræði-
menn, iðjuhöldar og verkalýðs-
leiðtogar rætt og ritað um leiðir
til að efla áhrif starfsmanna á
atvinnulifið og þátttöku sem
flestra í stjórn atvinnufyrirtækja.
Nýlega hefur ungur maður, Ing-
ólfur Hjartarson, birt sem handrit
ritgerð um atvinnulýðræði. Þar
rekur hann m.a. rannsóknir, sem
gerðar hafa verið á því, hvaða
áhrif það hafi á vinnuafköst og
vinnugleði, ef starfsfólk er haft
með í ráðum um atvinnurekstur-
inn, og skulu hér nefnd tvö dæmi,
sem hann tilfærir.
„Samanburður var gerður á
tveim hópum saumastúlkna.
Annar hópurinn fékk, eftir að
umræður höfðu farið fram um
rekstrarvandamál hópsins, algjör-
lega frjálsar hendur við að setja
sér sitt eigið framleiðslutakmark.
í hinum hópnum var aðeins rætt
almennt um rekstrarvandamálin,
en hópurinn hafði ekki heimild til
að taka neinar ákvarðanir eða
setja sér ákveðið framleiðslutak-
mark. Fyrirmæli varðandi það
komu frá yfirmönnum. Bavelas
komst að þeirri niðurstöðu, að
fyrri hópurinn, sem bæði ræddi
vandamálin og hafði vald til að
taka ákvarðanir, vár með mun
meiri afköst."
Annað dæmi er á þennan veg:
„Svipuð tilraun var gerð í ann-
arri fataverksmiðju, þar sem úr