Morgunblaðið - 13.04.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.04.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRlL 1975 NOMUS-nefndir Norðurlanda hafa sent frá sér tilkynningu þar sem boðuð er 190.000 danskra króna fjárveiting á yfirstandandi ári til tónskálda á Norðurlöndum, er sinna vilja beiðni ýmissa aðila um að semja tónverk til flutnings í ákveðnu skyni og þeirra, sem taka sér fyrir hendur að flytja verkin. Þessi fjárupphæð er einkanlega ætluð til höfundarlauna fyrir tónverkin en henni má einnig í vissum tilvikum verja til kynnisferða tónskálds til þess aðila, er að beiðninni stendur og flytja á verkið. Öllum er heimilt að sækja um styrki hvort heldur eru opinberar stofnanir, svo sem sinfóníuhljómsveitir, félög, samieiksflokkar eða einstaklingar, atvinnutónlistarmenn eða áhugamenn um tónlistariðkun, ef þeir aðeins skuldbinda sig til að frumflytja verkið sem um er beðið á viðeigandi hátt. Samvinna Norðurlanda á sviði tónlistarmála hefur farið mjög vaxandi á síðustu árum, að verulegu leyti fyrir tilstuðlan Norðurlandaráðs. Norrænum tón- listarmótum af ýmsu tagi fer sífjölgandi og samskipti hljómlistarmanna, bæði tónskálda, hljóðfæraleikara og tónlistaruppalenda á ýmsum sviðum aukast með ári hverju. Unnið er því að gera ungum tónskáldum kleift að koma verkum sfnum á framfæri meðal nágrannaþjóðanna og gefa söngvurum og hljóðfæraleikurum færi á að fara hljómleikaferðir um nágrannalöndin og sýna sjálfum sér og öðrum hvað í þeim býr. I þessu starfi gegna NOMUS-nefndirnar mikilvægu hlutverki. Íslendingar gerðust aðilar að samstarfi þeirra árið 1971 og fékk íslenzka NOMUS-nefndin nafnið Tónlistarnefnd alþjóðaviðskipta. Nefndina skipa Árni Kristjánsson píanóleikari, Jón Nordal tónskáld, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar (sem tók við af dr. Robert A. Ottóssyni, er hann féll frá) og Kristinn Gestsson píanóleikari (sem tók við af Ingvari Jónassyni fiðluleikara, er hann fór utan). Formaður nefndarinnar hefur frá upphafi verið Árni Kristjánsson píanóleikari, fyrrverandi tónlistarstjóri ríkisútvarpsins, og hefur Morgunblaðið haft samband við hann og innt hann eftir frekari upplýsingum um hlutverk og starfsemi nefndanna um þessar mundir. Norræn samvinna sterk lyftistöng ís- lenzku tónlistarlífí Samtal við Árna Kristjánsson, píanóleikara, um starf NOMUS-nefnda Norðurlanda sem Islendingar taka þátt í. Sveit- in, sem skipuð verður allt að 90 hljóðfæraleikurum, þar af um 15 Islendingum, kemur hingað að lokinni æfingadvöl á sumarnám- skeiði í Elverum i Noregi. NOMUS-nefndirnar í Noregi og á íslandi höfðu samvinnu um að stuðla að þessari ferð og fengu 100.000 d.kr. fjárveitingu til hennar. Þá má geta þess, að æskulýðs- kór frá Gautaborg fékk styrk til Islandsferðar og sömuleiðis hópur hljóðfæraleikara, sem kallar sig MORA Ungdoms- spelmanslag. Aðspurður hvort íslenzk tón- skáld hefðu notið fyrirgreiðslu og styrkja frá NOMUS í sambandi við pöntuð verkefni, sagði Árni, að hann teldi, að flest okkaryngri tónskálda hefðu fengið pantanir á verkum frá ýmsum aðilum, greiddar af norræna menningar- málasjóðnum. Þessar pantanir hefðu verið frá ýmsum aðilum, kammersveitum og öðrum sam- leiksflokkum, kórum og Sinfóníu- hljómsveitum. Pantanir þessar hafa allar verið frá öðru en heimalandi tónskáldsins og er það skilyrði sett að svo sé. „Sinföniu- hljómsveitin islenzka hefur t.d. pantað verk frá norska tónskáld- inu Arne Nordheim, sem á að byggjast á eldgosinu í Heimaey. Stóð til að leika það á hljómleik- um i vetur en á því verður ein- innar, hefði verið til þess ætlazt að fyrstu fimm árin yrðu eins konar reynslutimi í þessu efni, en árangurinn þætti svo góður, að unnið væri að því að halda þessu starfi áfram. „A þessum árum,“ sagði Árni, „hefur verið keppt í söng og einleik á ýmis hljóðfæri. Píanóleikarar, organleikarar, strengjahljóðfæraleikarar blást- urshljóðfæraleikarar og nú síðast gitarleikarar hafa átzt við og nú stendur til að stefna saman flokkum hljóðfæraleikara, tveggja til fimm manna. Dóm- nefnd í hverju landi fyrir sig mun standa fyrir undankeppni fyrir næsta haust og velja þrjá flokka, sem samtals mega ekki vera skipaðir meira en tíu mönnum. Þeir taka síðan þátt í úrslita- keppni, sem haldin verður í Helsinki í janúar 1976. I stað þess að veita verðlaun þar, var ákveðið að úthluta 80.000 dönskum krön- um, sem skiptast skulu milli beztu flokkanna og styrkja þá þannig til hljómleikaferðar um Norður- lönd.“ Við spuróum Árna að lokum, hvert gildi hann teldi þessa sam- vinnu Norðurlanda á sviði tónlist- ar hafa fyrir islenzkt tónlistarlif i heild og hann sagði: „Mér virðist liggja í augum uppi hvilík lyftistöng norræn samvinna er íslenzkum tónlistar- Arni Kristjánsson sagði, að nefndirnar væru að nokkru leyti fulltrúar menningarmálanefndar Norðurlandaráðs, jafnframt því að vera ráðgjafanefndir norrænu menntamálaráðuneytanna um tónlistarmál og tónlistarsam- vinnu. Þær taka til meðferðar allar umsóknir um tónlistar- styrki, sem menningarmálanefnd Norðurlandaráðs berst og fjalla um þær, fyrst hver i sinu heima- landi en siðan á sameiginlegum fundi, þar sem teknar eru endan- lega ákvarðanir um fjárveitingar og hvaða verkefni skuli ganga fyr- ir öðrum. „1'járveitingin, sem NOMUS hefur til umráða á þessu ári,“ sagði Árni, „nemur 440.000 dönskum krónum, eða sem svarar rúmlega 12 milljónum íslenzkra króna. Þar af fara 190.000 d.kr. til að greiða fyrir pöntuð tónverk en 250.000 krónur danskar til hljóm- leikaferða og skipta á tónlistar- fólki. Norðurlandaráð leggur þetta fé til, en þar fyrir utan veitir það tónlistarverðlaun annað hvert ár fyrir tónsmíðar og hefur auk þess staðió straum af samkeppni ungs tónlistarfólks í hljóðfæraleik og söng, sem fram hefur farið i ýmsum greinum á undanförnum árum. Árni sagði, að ýmis verkefni væru í framkvæmd á vegum nefndanna. Mætti til dæmis nefna verkefnið „Kynningarhljómleika ungra listamanna á Norðurlönd- um“, sem skipulagt hefði verió til fimm ára, 1973—77. Fyrsta ferðin í þessum flokki var hljómleika- ferð Halldórs Haraldsssonar pianóleikara um Noróurlönd, þar næst kom hljómleikaferð hinna ungu finnsku listamanna, sem komu til Islands á síðasta ári, píanóieikarans Ralfs Gothonis og söngvarans Jorma Hynninens. Næstu þrjú árin verða norskir, sænskir og danskir tónlistarmenn styrktir til slíkra ferða. „Af öðrum verkefnum, sem NOMUS hefur styrkt“ sagði Arni, „má nefna för Polýfónkórsins til Norðurlanda fyrir tveimur árum, hljómleikaferð Gísla Magnús- sonar pianóleikara og Gunnars Kvarans cellóleikara og ballett- sýningu Unnar Guðjónsdóttur I vetur i Norræna húsinu — tón- skáldið, sem samdi tónlistina fékk verkið borgað á vegum NOMUS og Unnur fékk annan styrk minni, til að semja kóreó- grafiuna." „Meðal þeirra verkefna sem styrkt Verða á þessu ári,“ hélt Arni áfram, „eru Nordjazztón- leikarnir, og Islandsferó sam- norrænnar æskulýðshljómsveitar, Mynd þessi var tekin á fyrsta sameiginlega fundi NOMUS-nefndanna, sem haldinn var í Reykjavík árið 1972, ári eftir að íslendingar gerðust aðilar að þessu samstarfi. hver bið, þvi aó það var ekki tilbúið i tæka tíð. Nordheim fór til Vestmannaeyja út af þessu verkefni og með honum kunnur sjónvarpsmyndatökumaður, sem tók kvikmynd af honum þar fyrir norska sjónvarpið.“ Við spurðum Arna um fram- hald samnorrænu hljómlistarsam- keppninnar, sem fram hefur farið I ýmsum greinum á undanförnum árum. Hann sagði, að árió 1969, þegar til þessarar keppni hefði verið stofnað að frumkvæði norrænu menningarmálanefndar- mönnum og islenzku tónlistarlífi i heild. Dæmin, sem að framan eru nefnd, sanna þaó. Einangrun Is- lands er úr sögunni og fá nú is- lenzkir tónlistarmenn veiga- meiri verkefni i hendur en nokkru sinni fyrr, ekki hvað sízt fyrir tilverknað samnorrænna samtaka. Þeir eru orðnir hlut- gengir um öll Norðurlönd og njóta jafnréttis á við starfsbræð- ur sína í hvaða landr sem er, en jafnir leika löngum bezt, eins og máltækið segir. Samvinna við Norðurlönd er okkur nauósyn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.