Morgunblaðið - 13.04.1975, Side 44

Morgunblaðið - 13.04.1975, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRlL 1975 0. ft , _ m ftii Píltur og stúlka Eítir Jón Thoroddsen er meö hérna á milli húsanna; mér þykir verra, ef þaö lætur þig ekki vera í friói og fer að bendla ykkur kaupmann Möller saman. Þaö þykir mér þó líklegt, að menn láti þaö vera. Þaö væru þó eins mikil líkindi til þess eins og um okkur Kristján. Það veit ég ekki, hvernig þú getur fariö aö segja; þú veizt þó, að ég hef varla séð hann nema þarna í búðinni um daginn. Þú heldur þá, að enginn hafi tekið eftir þessum litlu augum, sem hann skotraði til þín; þú þekkir, vænti ég, ekki þess háttar augu? ónei, sagði Sigríður og skipti nokkuó litum við svarið. Og þaó mátti heldur ekki heyra þessi smáræðis andartök, þegar hann var að tala við þig; svei mér, ef það suðar ekki fyrir eyrunum á mér enn, þegar ég hugsa til þeirra; þú heldur enginn hafi heyrt það nema ég; og seinast kyssti hann á fingurna á sér, þegar þú fórst, sástu þaó ekki? Jú, það sá ég, en ég vissi ekki hvað það átti að þýóa. Á, góóa mín, þá skal ég segja þér þaö; þeir hérna kunna ýmisleg piparalæti, sem þeir bera ekki skyn- bragð á í sveitinni, og svo mikið veit ég, aö honum lízt vel á þig; ég talaði við hann í fyrraðag, því ég kom þar snöggvast inn í búðina, og þá fór hann undir eins að tala um þig og spyrja mig að þér, og seinast bað hann mig aó bera þér kveóju sfna og þaó með, að hann vonaði til aö fá að sjá þig einhvern tíma bráðum aftur. Æ, ekki held ég, að ég fari aó gjöra mér ferðirnar HÖGNI HREKKVÍSI Jæja, loksins komst ég framhjá! án þess að Högna tækist að bregða mér. til hans, og ég vona til þín, að þú verðir ekki fyrst til þess að koma þess háttar umtali á loft. Það getur þú reitt þig á, að ekki skal ég tala um það við nokkurn, nema hvað ég segi þetta í trúnaði við þig; en hitt er þaó, mér þykir vænt um fyrir þína hönd, aö honum lízt á þig; hver veit, nema það fari svo á endanum, að þú verðir konan hans? Og þá held ég megi segja um það, að þú hafir ekki farið til einskis hingað suður, ef þér auðnast að ná í mann, flugríkan og fallegan mann og þar að auki kaup- mann. Það er ekki víst, aó menn þurfi að fara hingað suður á land til þess að giftast, góða mín! Og hvaó getur maður þá fengið, Sigríður mín.upp til sveitanna? Prest, ef vel tekst, og tekurðu það saman við það að vera kaupmannsmaddama hérna? Æ, það hæfir okkur bezt, held ég, bóndadætrun- um, að eiga bónda; ég fyrir mitt leyti hugsa mér ekki hærra en eignast bónda, ef það á annað borð liggur fyrir mér að giftast. Já, ekki sýnist mér þeir girnilegir núna, blessaðir sveitabændurnir, og sannast er að segja um það, skárri er hún í því, Víkurskömmin, að skemmtilegra er aó horfa á þá hérna, og ekki ganga þeir þó í ótal hlykkjum ogbugðumeinsogblessaðir sveitapiltarnir okkar; því þó þeir hafi ekki staðið nema svo sem hálfan mánuð í búð hérna í Víkinni, þá kemur undir eins eitthvaó viðfelldnara látbragð á þá en dónana. Það er svoddan gáski í þér núna, Guörún mín! Ekki þoli ég að heyra piltunum mínum f sveitinni mikið lasprað, sagði Sigríður og gekk burt; og varð samtal þeirra stallsystra ekki lengra að því sinni. Líöur svo fram sumarið, og ber ekki neitt til tíðinda, og kemur að því, að skip taka að sigla; verður það þá kunnugt, að kaupmaður Möller ætlar ekki að fara utan um haustið og býr hann skip sitt og lætur þaö fara til Kaupmannahafnar; hefur hann nú lítið að starfa, er verzlun var úti, og tekur hann þáað f jölga komum sínum i hús kaupmanns Á. og situr þar löngum um daga á tali við kaupmann Á. Þessu næst taka skólapiltar að koma suður, og kom Ormur bróðir Sigríðar með þeim fyrstu, og varð þar mikill fagnaóarfundur meö þeim systkinum; færði hann henni bréf frá móður þeirra Ingveldi, og var það allástúðlegt; segir Ingveldur þar, aó hún sakni hennar mikió, og er það ekki ólíklegt, því sumir menn eru svo gjörðir, að þeir sakna þeirra manna hvaó mest, er þeir aldrei gátu litið réttu auga, meðan þeir áttu saman við þá að sælda. Ormur dvaldist nokkra daga í Reykjavík, en fór síðan suður aó Bessastööum og ætlar að bíða þar, þangað til skóli væri settur. Kaupmaður Á. og kona hans báðu hann að vera velkominn hjá sér svo oft sem hann vildi og ætti hægt meö aó finna systur sína. Þaó var einn dag um þetta leyti og skömmu eftir að Ormur var suður kominn, að veður var fagurt, en vegir þurrir, og var réttaó upp í Kollafjarðarrétt, og reið margt fólk úr Víkinni sér til skemmtunar upp í NÍf'. á ÍVI«Ölmof9unk<iffiflu Þetta er eiginlega stærð- fræðiþraut, þvf spurt er hve margir eru ostarnir alls, en vandinn er sá að lfka þarf að telja ostana sem ekki sjást á teikn- ingunni. l'tH'íls OC J3 Lamparnir eru fjórir og tenglarnir fyrir þá jafn- margir. En það vefst fyr- ir honum við hvaða teng- il (merktir a b c d) tengjaskal hvern lampa. •g jouinu edmei p H?Suo) So I JUvfj o niSuoj ‘z Jijyíj q UfSuo) ‘f edme| juAj ja e iiiSuaj pe jo ufusneq FYRIR æði mörgum árum gekk þessi brandari milli manna hér f Reykjavík. Honum var reyndar snúið upp á ýmsa, eftir þvf sem við þótti eiga hverju sinni. Brandarasagan er hér sögð um N.N. Hann hafði séð aug- iýst herbergi til leigu f húsi einu í Austurbænum. — Hann var þá þvf sem næst á götunni, honum hafði verið sagt upp þakherberginu. Hann fór þvf af stað. Jú, allt kom heim og saman, hann gat fengið herbergið, eitt af þremur sem voru laus. Þeg- ar svo N.N. var fluttur inn með sinn dfvan, borð, stól og skáp og kom fram á gang- inn, veitti hann þvf athygli, að þeir sem tekið höfðu hin herbergin tvö, höfðu sett nöfn sfn á hurðirnar. Við annað nafnið stóð stúd. júr. en á hinu stúd. med. — Nú ákvað N.N. sem var gamgn samur og fékk sér stundum sakleysisiega neðan f þvf að setja sitt nafn á sfna hurð og gerði það N.N. stúd. fullur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.