Morgunblaðið - 19.04.1975, Blaðsíða 10
10
Blðm ©
vikunnar
Gulrœtur
Þegar ákveðið var að Garð-
yrkjufélag tslands sæi
Morgunblaðinu fyrir viku-
legum „grænum pistlum"
var það síður en svo tilgang-
urinn að þeir fjölluðu ein-
göngu um skrautjurtir. Nei,
aldeilis ekki! Matjurtir
skulu sannarlega koma þar
við sögu og einn góðan
veðurdag gæti okkur jafnvel
dottið í hug að fara að skrifa
um ánamaðkinn, moldar-
blöndur, garðyrkjuáhöld,
klippingar trjáa og hver veit
hvað ef það aðeins í ein-
hverri mynd lýtur að
ræktun. En nafnið „BLÚM
VIKLNNAR" blífur!!
1 dag ætlum við að
minnast á gulrætur því að
sögn vitrustu manna eru
þær einhver vftamínauðug-
asta og þar með hollasta
matjurt sem um getur og
sannast að segja er nú orðið
harða mál að fara að undir-
búa sáningu. Ef við gluggum
f Matjurtabók G.I., það
ágæta rit, má finna þar all-
mikinn fróðleik og leiðbein-
ingar um ræktun gulróta
m.a.: „Reynsla sýnir að
gulrætur má rækta vfða hér
á landi, enda eru þær harð-
gerðar og ekki nærri sú
hætta búin af völdum nætur-
frosta sem mörgum öðrum
matjurtum. Allvíða er
vaxtartíminn þó f stytzta
lagi. Oftast má bæta úr þeim
annmörkum með þvf að
breiða glæran plastdúk yfir
beðið á meðan fræið er að
spíra, plönturnar komast á
legg og skriður kemst f vöxt-
inn. Jarðvegsgerðin skiptir
miklu máli og sýnir reynsl-
an að mold, sandur eða
moldblendinn sandur henta
gulrótum vel. Þær þurfa
frjóa mold og eru með
áburðarfrekari matjurtum,
gamall og vel fúinn búfjár-
áburður á vel við þær,
einnig þurfa þær mikið af
steinefnum. Gulrótafræ er
með hörðu skurni og er alit
að því 3 vikur að spíra,
verður því að sá strax og
unnt reynist að vinna
jarðveginn. Bezt reynist að
sá í raðir og má sá 5—6
röðum langs eftir 1 m breiðu
beði. Gæta skal vandlega að
sáningin verði ekki of þétt
og grisjun þarf að fram-
kvæma þegar fyrsta lauf-
blaðið fer að spretta.
Gulrætur þurfa töluverða
umhirðu, ekki sfst illgresis-
hreinsun og losun moldar,
einnig kvitta þær vel fyrir
vökvun við og við.“ Að
lokum þetta: Gott er að
breiða plastdúk yfir beðið
sem rækta skal í einni til
tveimur vikum áður en sáð
er og ganga þannig f lið með
vorsólinni við að ná klakan-
um úr jarðveginum og
verma hann ögn, en fyrir
slfka umhyggju launar
fræið með hraðari spfrum.
/A.B.
'n J /1 > MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRlL 1975
--* />•
eftir JÓN AÐALSTEIN
JÓNSSON
Ný íslenzk frímerki
Póst- og símamálastjórnin hef-
ur tilkynnt útgáfu tveggja frí-
merkja 1 2. maí nk. Er annað verð-
gildið 18 kr. og á því málverk,
„Haustfugl" eftir Þorvald Skúla-
son. Hitt verðgildið er 23 kr., og á
því er málverk eftir Jóhannes S.
Kjarval, „Regin sund". Enginn efi
er á, að frimerki þessi verða hin
fegurstu og eftirsótt, því að söfn-
un málverkafrímerkja hefur aukizt
ISLAND 182
ISLAND23J
mjög á undanförnum árum sem
sérstök „mótíf"- e8a tegunda-
söfnun. Auk þess eru þau i flokki
svonefndra Evrópu-frimerkja, sem
er enn ein grein tegundasöfnunar.
Frimerkin eru prentuð hjá Cour-
voisier S/A í Sviss, en það fyrir-
tæki hefur prentað flest ísl. fri-
merki siðastliðin 15 ár.
Island er eitt aðildarrikja Ev-
rópuráðs pósts og sima, CEPT
(Conférence Européenne des Ad-
ministrations des Postes et des
Télécommunications), en að þvi
standa 26 lönd. Hófst þetta sam-
starf 1959. Hefur Ísland gefið út
frímerki eftir fyrirmyndum CEPT
allt frá árinu 1960. Sameiginleg
teikning var notuð þar til á siðasta
ári og tvívegis eftir isl. listamenn
1965 og 1971. f fyrra var breytt
út af og einungis áskilið, að löndin
færu eftir sama efni eða þema,
svo sem það hefur stundum verið
kallað á islenzku. Árið 1974
skyldu CEPT-löndin gefa út frí-
merki með hóggmyndum (skulp-
tur), og á þessu ári prýða málverk
frímerkin. Aðildarlöndin eru ekki
lengur bundin af sama útgáfudegi,
eins og áður tíðkaðist. Lichten
stein mun þegar hafa gefið út sín
frimerki, og i þessum mánuði bæt-
ast við Finnland, Frakkland, Svi-
þjóð og Tyrkland.
Þátturinn hefur fengið myndir
af sænsku frimerkjunum, sem
koma út 28, þ.m., en sakir rúm-
leysis verða myndir af þeim að
biða að sinni. Afturá móti fylgja
þessum línum myndir af isl. merkj-
unum. Þar sem verðgildi þeirra
hentar öllu almennu burðargjaldi
innanlands, munu þau verða mik-
ið í umferð næstu mánuði — eða
þar til burðargjöld hækka næst.
Sú hefur hins vegar ekki orðið
raunin á með fyrstu frímerkin á
þessu ári, sem út komu 23. jan. sl.
og eru með myndum af gosinu á
Heimaey. Stafar það eingöngu af
þvi, að verðgildi þeirra, 20 og 25
kr., kemur illa heim við pósttaxt-
ana. Enginn vafi er á. að isl. póst-
stjórnin hafði ákveðið þetta
verð með hliðsjón af væntanlegri
hækkun 1. jan. sl. En þegar til
kom, fékkst ekki svo mikil hækk-
un og þvi lentu Heimaeyjarmerkin
alveg á milli gangna og sjást af
þeim sökum sárasjaldan á bréfum.
Hefur þetta leitt til þeirra óþæg-
inda fyrir póstmenn og aðra, að
tvö merki hið fæsta hefur orðið að
nota til að geta greitt rétt gjald
undir almenn bréf síðan um ára-
mót. Rætist loks úr þessu 1 2. mai.
Þetta er eitt dæmi af mörgum i
okkar óstóðuga verðbólguþjóðfé-
lagi um það, hversu erfitt getur
verið að ákveða hlutina nokkra
mánuði fram i timann. Þegar þetta
allt er haft i huga. er ekki liklegt,
að Heimaeyjarmerkin verði nokk-
urn timann algeng á póstsending-
ar, a.m.k. innanlands.
Sænsk og norsk
frímerki
Auk Evrópufrímerkja 28. þ.m.
koma út í Svíþjóð sama dag ný
hversdagsmerki með mynd Carls
Gustafs XVI., 90 aur. og 110
aur. Er það vegna hækkunar burð-
argjalda 1. maí.
Norðmenn fengu ný frímerki í
fyrradag, 17. þ.m. Eru það þrjú
merki í sambandi við að minna á
verndun gamallar evrópskrar
byggingarlistar. Munu nokkur
lönd gefa út frímerki af því tilefni.
Norsku frímerkin eru 100 aur.
grænt með mynd frá Lófóten, 125
aur. rautt með mynd frá gamla
Stafangri og 140 aur. með mynd
frá Röros.
Vatnsmerki
Áður fyrr var algengt að hafa
svonefnt vatnsmerki i frimerkjum,
Var það sett i pappirinn með sér-
stakri aðferð. Bezt má greina það
með þvi að leggja merkið á grúfu á
svart undirlag. Þá kemur vatns-
merkið fram eins og daufar dökkar
línur á hvitum fleti. Eins má
bregða merkinu upp að birtu, og
þá sést vatnsmerkið oft vel sem
Ijósar rákir, sem mynda kórónu,
blóm eða eitthvað þess háttar.
Vatnsmerki var i isl. frimerkjum
frá upphafi og til 1930, en þá var
þvi hætt. Lengst af var það kóróna
og sams konar og i dönskum fri-
merkjum. Að sjálfsógðu átti hún
að snúa rétt i merkjunum. En svo
vildi það koma fyrir við prentun,
að arkir fóru öfugt I prentvélina.
Þá kom fram það sem kallað er
öfugt vatnsmerki. Ýmsir safnarar
sækjast mjög eftir þessum fri-
merkjum. Nú er Ijóst, að frímerki
með öfugu vatnsmerki geta aldrei
verið nema brot af heildarupplagi
merkisins. Af þvi leiðir eðlilega. að
verð þeirra er oft miklu hærra en
frimerkja með réttu vatnsmerki.
Árið 1973 komu út hér á landi
tvö frímerki með mynd af Ásgeiri
Ásgeirssyni forseta. Voru þau
prentuð i Finnlandi. Nú brá svo við,
að vatnsmerki var haft i pappirn-
um. Má vel greina það með þeim
aðferðum, sem að framan er lýst.
Vatnsmerkið táknar merki forseta-
embættisins og litur þannig út:
r;;;
Merkið er slétt að ofan, en
niður úr því miðju kemur tunga.
Nú hefur komið i Ijós, að einhver
mistök hafa átt sér stað I prent-
smiðjunni og arkir farið öfugt i
prentvélina. Við það stendur for-
setamerkið á höfði og tungan veit
upp! Að þvi er ég bezt veit. hefur
þetta öfuga vatnsmerki einungis
fundizt i 13 kr. frímerkinu rauða
og aðeins i notuðum merkjum.
Óliklegt má telja, að margar arkir
hafi farið öfugt i prentvélina. Þess
vegna hlýtur öfugt vatnsmerki að
verða næsta torfundið í þessum
forsetamerkjum og þau því eftir-
sótt af söfnurum. Þá er engan
veginn ósennilegt. að öfugt vatns-
merki eigi eftir að koma fram i 15
kr. merkinu bláa.
Er sjálfsagt, að menn athugi nú
að þessu i þeim merkjum með
mynd Ásgeirs Ásgeirssonar, sem
þeir eiga í fórum sínum, því að
aldrei er að vita, hvar öfugt vatns-
merki getur leynzt.
Frá skákþingi
Júgóslavíu
DAGANA 15. febrúar til
12. marz síðastliðinn var
skákþing Júgóslavíu háð
í borginni Novi Sad. Á
meðal þátttakenda voru
allir öflugustu stórmeist-
arar Júgóslava og var
mótið þvi eitt hinna
sterkustu, sem haldin
verða á þessu ári. Senni-
lega sambærilegt við
mótið í Tallin og skák-
þing Sovétríkjanna. Þátt-
takendur i mótinu voru
alls tuttugu og urðu úr-
slit sem hér segir: 1. D.
Velimirovic 12,5 v., 2.
—4. S. Gligoric, L. Lju-
bojevic, A. Matanovic 12
v., 5.—7. M. Matulovic, B.
Parma og E. Bukic 11 v.,
8.—9. A. Barle og V.
Rajchevic 10,5 v., 10—11.
I. Bulovic og M. Bukia 10
v., 12. A. Planin 9,5 v.,,
13. B. Ivkov 9 v., 14.
D. Ciric 8,5 v. Lengra
skal ekki talió, en
þeir sem neðar voru
eru allir alþjóðlegir
meistarar. Sigur
Velimirovic í þessu
sterka móti þarf engum
að koma á óvart: Hann
hefur um árabil verið
meðal öflugustu stór-
meistara Júgóslavíu, en
dirfska og sigurvilji hafa
oft komið í veg fyrir að
hann næði aó klífa á
hæsta tindinn. Frammi-
staða næstu manna kem-
ur varla á óvart, en þó er
ástæð: til þess að vekja
athygli á frammistöóu
Barle, sem var yngsti
þátttakandinn i mótinu,
17 ára gamall. Frammi-
staða stórmeistaranna
Planinic, Ivkov og Ciric
hlýtur aó vekja athygli,
en hún sýnir að menn
geta ekki alltaf staðiö sig
eftir J0N Þ. Þ0R
jafnvel. Og nú kemur ein
skák frá hendi sigurveg-
arans, hún er dæmigerð
fyrir hinn skemmtilega
sóknarstíl Velimirovic.
Hvítt: D. Velimirovic
Svart: I. Rukavina
Caro kann vörn.
1. e4 — c6, 2. d4 — d5, 3.
exd5 — cxd5. 4. c4 —
Rf6, 5. Rc3 — e6, 6. Rf3
— Be7, 7. cxd5 — Rxd5,
8. Bd3 — Rc6, 9. 0-0 —
0-0. 10. Hel — Dd6, 11.
Dc2 — g6, 12. Re4 — Dc7,
13. a3 — Bd7, 14. Dd2 —
Hfe8, 15. Dh6 — Bf8, 16.
Dh4 — Rce7, 17. Reg5 —
h6, 18. Rh3 — Kh7, 19.
Re5 — Rf5, 20. Bxf5 —
exf5, 21. Rg5+ — Kg8,
22. Rgxf7 — h5, 23. Dg3
— He6, 24. Bh6 — Be8,
25. Hacl — Db6, 26. Bxf8
— Bxf7, 27. Bh6 — Hae8,
28. Hc5 — Rf6, 29. Dc3 —
Re4, 30. Hxe4 —fxe4, 31.
Rc4 — Dd8, 32. d5 —
Hf6, 33. Bg5 — De7, 34.
d6! — Dxd6, 35. Rxd6 og
svartur gafst upp.
MOBfivmun
fyrir 50 árum
Okuhraði vöruflutningabifreiða hjer í bænum er orðinn svo
mikill að mörgum stendur stuggur af. Má segja, að nú orðið
sigi fólksflutningabifreiðar fram hjá þvi sem hinar fara, og
þykir þó hraðinn sæmilegur hjá fólksflutningabifreiðunum.
Vera má, að ökuhraði vöruflutningabifreiðanna stafi að ein-
hverju leyti af þvi, að margar þeirra eru hafðar við fermingu og
affermingu togara, sem mikið þarf að flýta. Lögreglan ætti að
taka hjer í taumana, því að það þarf ekki meira til, að slys geti
hlotist, en að þær ,,kolsigli" hvor aðra, eins og fyrir kom um
daginn í Austurstræti.
Fyrirlestur Guðmundar Finnbogasonar, sem hann nefndi
,,þorskhausarnir og þjóðin", var fjölsóttur, og er óhætt að
fullyrða að engum leiddist, er á hann hlýddi. Margt af þvi, sem
Guðmundur taldi þeim eiginlegu þorskhausum til gildis, mun
vera á óhrekjanlegum rökum byggt. En nokkuð þótti mörgum
Guðmundur halda langt i sumum getgátum sínum, t.d. um
gildi þorskhausa sem ómissandi fæðu fyrir gáfumenn.
Við höfum ávalt fyrirliggjandi
hinar þjóðkunnu hvít- og grábotn-
uðu skóhlífar, sem eru áreiðan-
lega hinn sterkasti og besti skó-
fatnaður fyrir verkafólk við hvaða
vinnu sem er. Karlmanna nr.
6—10 á kr. 11,50. Kven &
drengja nr. 2V2—6 á kr. 9,25. —
HVANNVERGSBRÆÐUR.