Morgunblaðið - 19.04.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRlL 1975
11
Tvískinn-
ungur af
ýmsu tagi
TVISKINNUNGURINN I llfi og
háttum þessarar nýfrjálsu þjóðar
lýsir sér meó ýmsu móti i orðum
og athöfnum.
Langra alda einangrun og eymd
og yfirráð útlendra manna leiddi
til rótgróinnar minnimáttar-
kenndar gagnvart útlendingum.
Svo kvað Einar Benediktsson í
kvæðinu Strandsiglingu:
Dönsk var gnodin. Dani fvrir borðum
djarfmannlogur við siglu stóð...
Drukknir menn og krankar konur vóru
kvfuð skrans f lest.
Allt var fullt af frónska þarfa gripnum
Fyrirlitning skein af danska svipnum.
Farþegn stóð við borð með breiðum herðum
bönd f rælni hönduni lék.
yfirmaður fasmikill f ferðum
fram að honum vék,
ýtti úr vegi hart og hrakorð lagði,
hinn fór undan, beygði sig og þagði.
Beggja í öllu þekktust þjóðarmerki
þeirra ólík kjörin tvenn.
hroki á aðra hönd með orku f verki
á hina hljúgir menn,
þeir er öðrum gjalda, á leppuni grasa,
gróðaferð í síaa eigin vasa.
Við losnuðum ekki við minni-
máttarkenndina um leið og við
öðluðumst sjálfstæði, en hún tók
á sig ranghverfu sína — manna-
læti og gikkshátt- — Vanmeta-
kennd okkar lýsir sé nú með þeim
tvennum hætti, sem títt er um
þann sálarkrankleik að vilja ým-
ist hreiðra um okkur í kotinu,
læsa dyrum og byrgja glugga —
og bjargast þannig frá heimi, sem
við erum enn hrædd við — eða
við æðum út með hnefaslætti og
látum og ferlegu orðbragði og til-
kyrinum, að við munum leggja
undir okkur heiminn með illu, ef
það gengur ekki með góðu. Að
sveiflast þannig milli hjárænu-
skapar og oflætis eru ótviræð ein-
kenni ríkrar minnimáttar- eða
vanmetakenndar.
Ættjarðar-
ástin og
veruleikinn
Við söfnumst gjarnan saman og
gaulum ættjarðarsöngva og erum
þá mjög sjálfumglaðir í ættjarðar-
ást okkur. En innra með okkur
vitum við, að það hefur aldrei
nokkur maður skorið sig í fingur
fyrir þetta land af elsku til þess.
Við erum að vona, að einn maður
hafi fyrirfarið sér af þessum sök-
um og á tyllidögum nefnum við
oft annan sérlega mislukkaðan
stríðsmann, sem átti sér svo
skamman feril, að hann entist
honum ekki til að gera sjálfum
sér né öðrum Ijóst, hvað raun-
verulega vakti fyrir honum. Hitt
er óumdeilanlegt, að hann missti
höfuð sitt og sona sinna fyrir
klaufaskap, en það er mjög al-
geng dánarorsök meðal Islend-
inga og verður ekki rakin til föð-
urlandsástar. Þannig er það dálít-
ill fleinn í sál þjóðarinnar, ekki
einungis á þjóðhátíðardögum
heldur einnig hvunndags, að
geta ekki sannað föðurlandsást
sina nema í þessu vonda gauli.
Sorgir gleði-
konunnar..
Þjóðin lagði niður fornar lifsvenj
ur, strax og færi gafst: Hún hætti
að búa að sínu, byggja kofa sína
úr torfi og grjóti, slá túnskika
sína með orfi og ljá og róa til
fiskjar á árabátum smíðuðum úr
rekaviði og hróflaði upp í mikilli
skyndingu og með lánsfé að
nokkru rándýru þjóðfélagi, með
þeim dýrustu sem gerast — og
það krefst mikilla viðskipta
og verzlunar við aðrar þjóðir
og það ríkar þjóðir, sem kaupa
dýrt afurðir okkar og hafa
síðan allt til að selja okk-
ur í nýbygginguna, og af
þessu leiðir að utanríkisverzlun
þjóðarinnar er meiri en flestra
annarra þjóða, þetta veldur mikl-
um sálarklofningi hjá þjóðarkorn-
inu. Vegna rótgróinnar minni-
máttarkenndar og hræðslu við út-
lendinga vill hún sem minnst
hafa saman að sælda við útlenda
menn jafnt einstaklinga sem þjóð-
ir. Hana dreymir um það öryggi,
sem fólst I fyrri tíma einangrun
en vegna dýrra lifnaðarhátta
flækist hún sífellt meira í net
samskipta við erlendar þjóðir,
fyrirtæki og einstaklinga og býr
nú við samskonar sálarbaráttu og
ung stúlka sem harmar sárlega
missi meydóms sins en lætur þó
forfærast í æ ríkara mæli og græt-
ur I hvert sinn beisklega.
Einstaklings
hyggja og
sameignar-
stefna
Enn er að nefna þann mikla
tvískinnung í lífi þessar ungu
þjóðar, að hún þráir að miklum
hluta að hér ríki sósíalskt sam-
félag og setur um slikt ýmis lög,
en í eðli sínu eru flestir Islending-
ar einstaklingshyggjumenn bæði
að eðli og uppeldi, sem vonlegt er
þar sem fiskimenn og bændur
hafa verið frá ómuna tið aðalat-
vinnustéttirnar og reyndar þær
einu. Hvað sem líður eðlisfarinu,
þá er það vitað mál að þjóðir
mótast af atvinnuháttum sínum i
aldanna rás. Sjósókn okkar hefur
alla tið verið mjög einstaklings-
bundin og bændur einnig búið
mjög einangrað og hver fyrir sig.
Hins vegar á alþýða manna mjög
erfitt með að þola að einn hafi það
betra en annar og vill því jafna
sem mest kjörin. Það er langt
síðan, sem betur fer að sósíalismi
þjóðarinnar byggðist á f jölménnri
stétt sem bjó við óviðunandi kjör
og nú byggist hann á þessu, að við
getum ekki unað því, að náunginn
í næsta húsi græði fé umfram
okkur. Hér þekkjast allir og við
teljum, að hann hafi til slíks enga
verðleika umfram okkur sjálf og
þetta megi ekki svo til ganga. Það
er miklu erfiðara að þola mis-
skiptingu auðs og tekna, þar sem
allir þekkja alla, heldur en með
þjóðum, þar sem hátekjufólk er
tiltölulega fámennur en fjarlæg-
ur hópur öllum almenningi.
eftir ASGEIR
JAKOBSSON
En í þeim sósíalisma, sem hér
er reynt að framkvæma með ýms-
um hætti þvælist einstaklings-
hyggjan alltaf fyrir okkur.
Harðsvíraðir sösíalistar reyn-
ast oft einnig hinir harðsviruð-
ustu einstaklings-hyggjumenn.
Það er ekki aðeins að þeir reki
fyrirtæki og safni fé jafnvel í
braski, heldur eru þeir ekkert sið-
ur sérsinna en yfirlýstir einstakl-
ingshyggjumenn, og það liggur
við, að hver og einn eigi sér sinn
eigin sósíalisma. Og þeir eru eng-
ir eftirbátar annarra I að ota sín-
um tota, ef þeim gefst á því færi.
Þetta er þá enn einn tviskinn-
ungurinn i þessu unga þjóðfélagi,
að rótgrónir einstaklingshyggju
menn eru að burðast við að reka
sósíalskt þjóðfélag.
Það er lengi
að skapast
manns-
höfuðið .. . .
Þannig hrærist þjóðin milli
ólíkra sjonarmiða og kennda, eins
og rakið hefur verið. Hún finnur
sjálfa sig um siðir. A þvi er eng-
inn vafi. Verst gengur henni
máski að losa sig við þá arfleifð
liðinna alda sem áður var nefnd
— vanmetakenndina —. Við get-
um ekki umgengist nágranna okk-
ar og viðskiptaþjóðir, sem við
þurfum þó svo mjög á að' halda,
með þeirri festu og virðuleik, sem
þessari litlu þjóð er svo mjög
nauðsynlegur — reyndar lífs-
nauðsynlegur. Óttinn — eða van-
metakenndin leiðir venjulega til
ræfildóms eða frekju á vixl og
slíku fólki er illa treystandi og
það verður flestum leiðigjarnt í
sambúð. Við gerum ýmist að
bölva öllum okkar nágrönnum og
steyta framan í þá kræklurnareða
liggjum á hnjánum og biðjum þá
að kaupa af okkur afurðirnar svo
við fáum fyrir méli í grautinn.
Þetta háttalag hefur leitt til þess
að sú virðing, sem við öfluðum
okkur með sjálfstæðisbaráttu án
blóðstúhellinga er nú týnd og
tröllum gefin. Það umgangast
okkur allir með umburðarlyndi
vorkunnsemi eins og ný frjálsa
Afríkuþjóð.
MATSEÐILL
VIKUNNAR
Umsjon:
Hanna Guttormsdóttir
9
MÁNUDAGUR
Fiskflök með karrý (sjá upp-
skrift),
hrátt salat,
hrísmjölsgrautur.
ÞRIÐJUDAGUR
Hjörtu með gulrótum
sveskjum,
ávaxtabúðingur.
og
MIÐVIKUDAGUR
Tómatsúpa,
soðinn fiskur, hrogn og lifur,
hvítkáls-eplasalat (sjá upp-
skrift).
FIMMTUDAGUR (sumardag-
urinn fyrsti)
Soðinn hamborgarhryggur,
soðið grænmeti,
kremhringur (sjá uppskrift).
FÖSTUDAGUR
Fiskbakstur (sjá uppskrift),
brætt smjör,
hrátt salat,
ostsúpa.
LAUGARDAGUR
Soðin bjúgu,
hrærðar kartöflur,
súrmjólk með púðursykri.
SUNNUDAGUR
Glóðarsteiktar kótelettur,
hrátt salat,
koktailsósa,
blaðlaukssúpa (sjá uppskrift).
FISKFLÖK MEÐ KARRÝ
500 g fiskflök
1*h tsk salt
'A tsk karrý
1 msk vatn
75 g smjörííki
Skerið flökin úr roðinu.
Skerið þau i bita, og leggið þá í
smurt eldfast mót. Stráið salti
yfir. Hrærið karrýi út í vatni
og hellið yfir. Leggið smjörlíki
bitum yfir fiskinn. Bökunar-
tími um 30 mín., ofnhiti um
200° C.
HVÍTKÁLS-EPLASALAT
500 g hvítkál
2 epli
safi úr llA sítrónu
6 msk matarolia
2 msk vatn
1 tsk sinnep
1 msk púðursykur
Hreinsið hvítkálið, rifið það
á rifjárni og látið það i salat-
skál. Hreinsið siðan eplin og
skerið þau smátt og látið i skál-
ina. Setjið allt hitt í hristiglas
og hristið það vel saman og
hellið yfir salatið í skálinni.
KREMHRINGUR
6—8 blöð matarlím
2 egg
40 g sykur
1 tsk vaniljusykur eða -dropar
4 dl mjólk
1 dl rjómi
Leggið matarlimið i bleyti í
kalt vatn. Þeytið eggjarauð-
urnar með sykrinum. Látið
suðuna koma upp á mjólkinni,
og hellið henni smám saman út
í eggjarauðurnar. Kreistið
vatnið úr matarlíminu, og látið
það bráðna í heitu kreminu.
Kælið kremið, og hrærið í því
við og við. Blandið þeyttum
eggjahvítum, og þeyttum
rjóma varlega saman við, er
þaðfer að þykkna. Hellið krem-
inu i skál eða hringmót, sem
hefur verið skolað úr köldu
vatni.
Hvolfið hringmótinu, og ber-
ið kremhringinn fram með nið-
ursoðnum ávöxtum.
FISKBAKSTUR
1 lA kg fiskur
80 g smjörlíki
80 g hveiti
6 dl mjólk
'A tsk múskat
salt
2—4 egg
brauðrúst
Verkið fiskinn og sjóðið.
Hreinsið öll bein og roð burtu.
Búið til þykka, hvíta sósu úr
mjólk, hveiti og smjörliki, og
kælið. Aðskiljið eggin og
blandið rauðunum saman við
sósuna. Blandið fiski og kryddi
saman við og siðast stífþeytt-
um eggjahvitunum. Setjið í
smurt, eldfast mót. Stráið
brauðrúst ofan á. Bakið í ofni
við góðan hita i nál. 45 mín.
Berið fram i mótinu. Berið
brætt eða hrært smjör með.
BLAÐLAUKSSUPA
1 blaðlaukur
25 g smjörliki
Vt tsk karrý
8 dl vatn eða soð
1 dl rjómi
2Vt msk hveiti
1 dl vatn
1 tsk salt
l/8tsk pipar
soðduft, sósulitur og stein-
selja.
Saxið laukinn smátt, og látið
hann krauma i smjörlíkinu
ásamt karrýi, i 5—10 min. Bæt-
ið kjötsoðinu smám saman út i,
og látíð súpuna sjóða i um 10
mín. Jafnið hana þá með
hveitijafningi. Látið suðuna
koma upp. Kryddið og bragð-
bætið. Hellið rjómanum i
súpuskálina og hellið síðan
heitri súpunni smám saman út
i. Berið súpuna fram með
hnúðum, hornum eða osta-
stengjum.