Morgunblaðið - 19.04.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.04.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRIL 1975 31 Dubcek- málið veld- ur spennu Vín, 18. apríl. Reuter. HARKALEG árás Gustav Husaks, leiðtoga tékkóslóvak- íska kommúnistaflokksins, á fyrirrennari sinn, Alexander Dubcek, virðist ætla að draga dilk á eftir sér og getur valdið pólitfskri spennu f Tékkó- slóvakíu. Leiðtogi verkalýðs- sambandsins, Karel Hoffmann, og Jaromir Ozina innanrfkisráðherra hafa tekið f svipaðan streng og Husak, sem sagði að Dubcek væri vel- komið að hætta starfi sfnu sem skógarvörður f Bratislava, „taka saman pjönkur sfnar og flytjast til einhvers borgara- ríkis“.“ Foringjar flokksins virðast staðráðnir í að kæfa f fæðing- unni hvers konar pólitfska mótspyrnu sem Dubcek gæti orðið tákn fyrir. Ásakanir Dubceks f bréfi til Vestur- landa á stjórnarfarið, sem Husak taldi ástæðu til að svara með árás sinni, virðast hafa haft töluverð áhrif í Prag að sögn stjórnmálafréttaritara. Málið verður áreiðanlega tekið fyrir á miðstjórnarfundi flokksins í næstu viku. Siglfirðingar sýna Deleríum Búbónis Siglufirði, 18. apríl — LEIKFÉLAG Siglufjarðar hefur æft að undanförnu Deleríum Búbónis eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Arnasyni. Leikstjóri er Hörður Torfason. Verður leikritið sýnt annað kvöld og mánudags- og þriðjudagskvöld og er siðan áformað að fara i sýningarferða- lag um Skagafjörð. — M.J. Fermingar í Þykkvabæ Á morgun, sunnudaginn 20. aprfl, verða eftirtalin börn fermd í Há- bæjarkirkju f Þykkvabæ: Lovfsa Björk Sigurðardóttir, Útskálum 5, Hellu Margrét Árdfs Sigvaldadóttir, Borgartúni Ölafur Guðjón Fannberg, Rósalundi Sæmundur Guðlaugsson, Eyrartúni Ingvi Harðarson, önnuparti Þorkell Ingi ólafsson, Háfi hættir ekki afskiptum af stjórnmálum Washington 18. ap-, Reuter. JOHN Connally, fyrrverandi fylkisstjóri Texas og fjármála- ráðherra í Bandarfkjastjórn, sem sýknaður var af kæru um að hafa þegið mútur af samtökum mjólkurframieið- enda í gær, sagði við frétta- menn í dag, að hann myndi halda áfram þátttöku f stjórn- málum „og ég vona að ég verði aldrei svo gamall, að ég missi áhugann á að taka þátt f stjórnmálum." Hins vegar sagðist Connally ekki vera með neinar áætlanir á prjónunum um framboð eða annað, en sagðist mundu fara heim til Texas til konu sinnar og barna. Ákæran kom fyrst fram árið 1973, f sambandi við Water- gaterannsóknina, en Connally hefur alla tfð neitað sekt sinni. Málalokin eru talin mikill ósigur fyrir hina sérlegu sak- sóknarskrifstofu Watergate- málsins. Blárri skelli- nöðru stolið AÐFARARNÖTT fimmtudagsins 17. apríl var skellinöðru stolið frá Nýlendugötu 22. Þetta er Honda blá að lit árgerð 1974 og ber einkennisstafina R-455. Ef ein- hverjir hafa orðið varir við hjólið eru þeir beðnir að hafa strax sam- band við rannsóknarlögregluna. Eigandi hjólsins er ungur piltur sem má að sjálfsögðu illa við að missa þennan dýrmæta grip. — Skipslæknir Framhald af bls. 32 skrá yfir farþega með vél Flug- félags íslands til Kaupmanna- hafnar i gærmorgun fannst nafn mannsins og lýsing starfsfólks átti einníg við hann. Þá sagði Arni, að þeir hefði ekki haft spurnir af manninum eftir að hann kom til Kaupmanna- hafnar. Austur-þýzku verksmiðju- togararnir munu væntanlega fara frá Reykjavík i dag. Þeir eru um 3000 rúmlestir að stærð og á þeim er yfir 100 manna áhöfn. — Rækja Framhald af bls. 2 flóa, en að minnsta kosti eins stór og rækjumiðin i Arnarfirði, en þar hefur verið jöfn og góð rækju- veiði í fjölda ára. Þá sagði Unnur aðspurð, að Hafrannsóknastofnunin hefði kannað þetta svæði fyrir nokkr- um árum, en þar hefði þá ekki fengizt eins mikill afli pr. togtíma og við rannsóknirnar fyrir tveim- ur vikum. Ekki væri ljóst hvað þessu hefði valdið, en verið gæti, að rækjugengd væri breytileg eftir árstímum. — Semja Framhald af bls. 2 akkorð í beitingu á Vestfjörðum og eru beitningamenn þar ráðnir upp á hlut. Um sjómannasamninga hér syðra er það að segja, að samn- ingafundur með bátasjómönnum hefur verið boðaður hjá sátta- semjara rikisins í dag klukkan 16. Þá hefur verið boðaður fundur í togaradeilunni á þriðjudaginn kemur — eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu. — Flotaæfingar Framhald af bls. 32 lands og Færeyja og flogið suður á bóginn til Karabíska hafsins og til Vestur-Afríku. Hluti þeirra herskipa, sem þátt taka í æfingunum á Norður- Atlantshafi, er norð-austur af Is- landi, annar er suður af Islandi og enn annar i námunda við Asor- eyjar. Talið er, að i heræfingum þessum muni Sovétmenn gera til- raunir með ný vopn og bardagaað- ferðir. — Full andstaða Framhald af bls. 2 legt öryggi eftir megni, — fyrr en það er gert er ekki réttmætt að tala um fóstureyðingar sem neyðarúrræði. Aðalfundur Félags guðfræðinema leggur sérstaka áherzlu á þessa ábyrgð þjóðfélags- ins til aðstoðar við fátækar fjöl- skyldur, mæður og börn þeirra. — BÚR Framhald af bls. 32 manns. Aðeins einn af togurunum er enn á veiðum, Bjarni Benediktsson, sem væntanlegur er til Reykjavíkur á þriðjudg, sá er síðast kom er Snorri Sturluson, en hann kom inn í gærmorgun. Gísli Konráðsson, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga, sagði þegar við ræddum við hann, að enn væru þrír af togur- um félagsins á veiðum, og þvi yrði nóg að gera i það minnsta út næstu viku. Ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um uppsögn kauptryggingarinnar, hvort það yrði kæmi fljótt í ljós. Hjá Utgerðarfélagi Akureyr- inga vinna nú hátt í 200 manns i landi, þar af nokkuð á annað hundrað i frystihúsinu, og á togurunum eru yfir 100 manns. Guðmundur Ingvason hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar sagði, að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um uppsögn kauptrygg- ingar, en næg vinna yrði hjá fyrir- tækinu í það minnsta út næstu viku. — 4 japanskir Framhald af bls. 2 er talið að hægt sé að nota svart- olíu á hjálparvélar skipanna. Eftir því sem vitað er hefur svartolíubrennslan gengið mjög vel um borð i þeim togurum, sem þegar eru komnir með þennan útbúnað. Næsti togari sem þessi út- búnaður verður settur í er Páll Pálsson frá Hnífsdal. — Biðskák Framhald af bls. 32 Cardoso og Friðrik og Visier, eins og fyrr segir. Staðan eftir 10 umferðir er nú þessi: Efstur er Ljubojevic með 8 vinninga, Mecking er með 7V4, Tal 6‘/4, Andersson og Hort 6, Petro- sjan 5, Friðrik 4'/i, Cardoso 4, Tatai, Rodriguez og Bellon 3V4, Visier og Pomar 2V4, Debarnot 1V4 og Fernandez 1 vinning. — Sókn í Laos Framhald af bls. 1 samkvæmt síðustu fréttum hefðu 11 hermenn kommúnista fallið og 2 stjórnarhermenn sfðan bardag- ar blossuðu upp nálægt Sala Phou Khoune-fjöllum s.l. þriðjudag. Að sögn Sisouk fursta eru enn 15.000 norður-vietnamskir her- menn i Laos. 1 Sala Phou Khoune- fjöllum eru margar fjallastöðvar stjórnarhersins sem eftirlit hafa með mikilvægum samgönguleið- um. Prinsinn harmaði að Pathet Lao hefði tekið „neikvæða af- stöðu“ til þessara bardaga. — Kambódia Framhald af bls. 1 ur, var meðal þeirra sem sendu Sihanouk árnaðaróskir í dag, ásamt Chou En-lai, og sovézku leiðtogarnir Leonid Brezhnev, Alexei Kosygin og Nikolai Podgorny óskuðu Rauðu Khmer- unum í skeyti „innilega til ham- ingju“ með „stórfenglegan sigur- frelsun Phnom Penh“. Einnig heita Sovétmenn stuðningi sinum við hina nýju valdhafa. Fjöldi ríkisstjórna viðurkenndi i dag ríkisstjórn Rauðu Khmer- anna, þ.á m. voru fimm aðildar- lönd Samtaka Suðaustur- Asíuríkja, Thailand, Indónesía, Filipseyjar, Malaysía og Singa- pore. Einnig skýrðu stjórnir Jap- ans, Nepals, Jórdaníu og Laos frá þvi að þær myndu viðurkenna hina nýju rikisstjórn. — Farafonov Framhald af bls. 32 og skv. upplýsingum, sem Morg- unblaðið hefur fengið frá Berlingske Tidende kemur fram i þeirri grein, að upplýsingar sinar hafi Sulzberger frá sovézkum njósnara, Yuri Loginov, sem skömmu áður hafði verið hand- tekinn i Suður-Afríku og ljóstraði upp um ýmislegt varðandi sovézku leyniþjónustuna. I grein sinni segir Sulzberger: „Það hefur vakið athygli og undrun vestrænna aðila, að fram hefur komið á sjónarsviðið í Vest- ur-Evrópu ný tegund njósnara sem gegni veigamiklu hlutverki og hafa með pólitískar aðgerðir að gera. Þeir gefa skýrslur beint til alþjóðadeildar sovézka kommúnistaflokksins, sem er æðra sett en bæði KGB og GRU. Fjórir starfsmenn sovézku utan- ríkisþjónustunnar, sem taldir eru sinna slíkum störfum, eru Sergei Kudryaytsey, i sendiráðinu í Bonn, Pavel Medevdovsky i sendi- ráðinu í Róm, Vladimir Feodorov og Georgi Farafonov báðir I sendiráðinu i Helsinki. Kudryatvsev, sem einnig bland- aðist inn í mál Sovétmannsins Gouzenko i Kanada, var fyrsti sendiherra Sovétríkjanna hjá stjórn Castros á Kúbu og hafði yfirumsjón með staðsetningu sovézkra eldflauga á Kúbu (þeirra, sem fluttar voru brott að kröfu Kennedys, innskot Mbl.) Medvedovsky starfaði hjá KGB áður en hann tók við hinu nýja starfi, Feodorov, sem eitt sinn var næstæðsti maður alþjóðadeildar flokksins var pólitískur ráðunaut- ur i Kina og Farafonov starfaði fyrir KGB í Stokkhóimi í 8 ár.“ Berlingske Aftenavis fjallar ítar- lega um grein Sulzbergers, sem fyrr segir og bendir á, að hann sýni fram á í hve ríkum mæli sovézka 'utanríkisþjónustan hafi hin siðustu ár annazt njósnastörf. Frá marz 1966 til apríl 1967 hafi viðs vegar um heiminn verið ljóstrað upp um 107 sovézka njósnara, 45 þeirra hafi haft „diplomatapassa“, sem þýddi, að einungis var hægt að vfsa þeim úr landi, 30 störfuðu í gervi blaða- manna, 15 sem meðlimir verzl- unarsendinefnda, 5 störfuðu hjá Aeroflot og sex störfuðu sem svo- nefndir menningarfulltrúar. Berlingske Aftenavis segir í þessari grein frá 1967, að finnsk blöð, sem sagt hafi frá upplýs- ingum Sulzbergers, hafi ekki nefnt nöfn þeirra tveggja Sovét- manna, sem þá voru starfandi i Finnlandi og Sulzberger nefndi en annar þeirra var sem fyrr segir Farafonov nú sendiherra á Is- landi. Þess skal getið, að Farafon- ov, starfaði í Svíþjóð frá 1949—1952 og aftur frá 1958—1963 og í Finnlandi frá 1966—1971. — Sýning Framhald af bls. 2 í flugvél hingað til landsins í gær. „Við vorum búin að smala saman fjöldanum öllum af lista- og hag- leiksfólki sem var reiðubúið að vinna i alla nótt að því að setja sýninguna upp í tæka tíð, þegar við fengum núna seinnipartinn telex-skeyti um að flugvélin væri svo full af fólki að hún gæti ekki tekið sýninguna,“ sagði Þóra enn- fremur. Aðstandendur sýningarinnar stóðu þá frammi fyrir þeirri spurningu hvort ekki væri réttast að fresta setningu Alandseyjavik- unnar vegna þess að sjálfa sýn- inguna vantaði. En i ljósi þess að búió var að senda út allt að 200 boðskort var ákveðið að setja vik- una engu að sióur og gestirnir verða að láta sér lynda fyrsta kastið að virða fyrir sér hina 20—30 Alandseyinga sem til landsins koma og ljósmyndir úr eyjunum. Vonir standa til þess að sýningin muni koma með flugvél einhvern tíman i dag. — Ræða Hans G. Framhald af bls. 1 að ná samkomulagi né heldur meirihlutaafgreiðslu mun viða veróa gripið til einhliða aðgerða fyrr eða síóar — og í ýmsum til- felium fyrr en siðar. Hið eina raunhæfa, eins og nú standa sak- ir, er að ganga frá heildartexta sem lagður yrði til grundvallar við framhald mála. Sendinefnd Islands styður því tillögu forseta þar að lútandi og vió iýsum trausti okkar á, að formenn nefnda muni gera allt sem i þeirra valdi stendur til að fram- fylgja henni. Er þess að vænta, að a.m.k. grundvallaratriði heildar- lausnar muni þannig liggja fyrir eftir Genfarfundinn. Störfin verða að miðast við það. Nauðsynlegt er, að störf vinnu- hópa hafi forgang og nauðsynlegt er að ákveða sanngjörn tímamörk fyrir skýrslur frá þeim. Höfuð- áherzlu ber að leggja á að ganga frá orðalagi samningstexta varð- andi þau atriði, sem höfuóþýð- ingu hafa — þ.e. landhelgi, um- ferð um sund, ytri mörk land- grunnsins, efnahagslögsögu og hagnýtingu auðlinda alþjóóahafs- botnssvæðisins. Öll eru þessi at- ri^i nátengd og liður i heildar- lauSn. Sérstaklega áriöandi er að ganga frá grundvailartexta um þau málefni, sem önnur nefnd fjallar um, og þá einkum viðáttu lögsögu ríkja, en Evensensnefnd- in hefur lagt drjúgan skerf til þess starfs. Hr. forseti. Mjög naumur tími er enn til ráðstöfunar að þessu sinni, en ef allar sendinefndir taka höndum saman um þá stefnu, sem þér haf- ið gert tillögu um, er enn tæki- færi til þess að láta Genfarfund- inn bera merkan árangur. Ein af aðferðunum mundi vera að sjá um að allir fundir hæfust á tilsett- um tima. Hvergi má draga úr né deyfa tilfinninguna fyrir því, að nú verður að láta hendur standa fram úr ermum. Ein af aðferðun- um til að flýta málsmeðferð er að iáta fundi byrja stundvislega — eins og kom fyrir nú í dag.“ — Vietnam Framhald af bls. 1 vegar sagði Henry Kissinger, utanríkisráðherra, fyrir nefnd fulltrúadeildarinnar um alþjóð- leg samskipti að Saigonstjórnin þyrfti ný vopn ef hún ætti ekki að falia innan 60 daga. Hann full- vissaði nefndina um að ef heimild fengist fyrir því að nota bandaríska hermenn við brott- flutningana frá Saigon yrði það ekki notað sem forsenda fyrir nýrri þátttöku Bandaríkjahers i styrkjöldinni sjálfri. Kissinger sagði að fregnir hefðu borizt um fjöldamorð kommúnistaherja í Suður-Vietnam en vildi ekki stað- festa þær né nefna tölur. Bandarískir embættismenn sögóu í dag að bandariska sendi- ráðinu i Saigon hefðu borizt frétt- ir um að kommúnistar hefðu framið fjöldamorð á þeim svæð- um sem þeir hafa náð á sitt vald og m.a. tekið af lífi 300 suður- víetnamska embættismenn. Kissinger fór fram á það við fulltrúadeildarnefndina að hún samþykkti 722 milljón dollara til hernaðaraðstoðar við Saigon- stjórnina. Hann ítrekaði áfrant- haldandi stuðning Bandarikja- stjórnar vió Thieu forseta og vísaði á bug kröfum kommúnista um að Thieu yrði að fara frá áður en hugsanlegar friðarviðræður gætu hafizt. 1 Saigon stokkaði Thieu upp starfslið sitt og skipaði Tran Thien Khiem, fyrrum for- sætisráðherra, í embætti ráógjafa forsetans. Einnig skipaði hann annan dyggan stuðningsmann sinn í embætti öryggismálaráð- gjafa. — Kostnaðar- hækkunum Framhald af bls. 14 hagserfiðleikunum með þvi móti að taka fé frá þeim, sem fengið hefðu fjármagn i rikum mæli að undanförnu með efnahagsráðstöf- unum stjórnvalda. Hún væri þeirrar skoðunar, að leggja hefði átt frekari gjöld á atvinnurekstur- inn. Albert Guðmundsson tók undir það, sem fram hefði koniið, að sjálfstæðismenn héldu hlifiskyldi yfir atvinnurekstrinum. Svo lengi, sem atvinnufyrirtækin væru gangandi, hefði fólkið vinnu. Hagur fólksins væri í sam- ræmi vió hag fyrirtækjanna. Borgarfulltrúinn sagði, að vinstri flokkarnir stefndu að því að skapa óróa i þjóðfélaginu i þeint tilgangi að korna öllu á kné. Þeirn myndi hins vegar ekki takast þetta. Fólkið myndi konta i veg fyrir það. Þá ræddi borgarfulltrú- inn um stofnanir í þágu aldraðra og framtak borgarinnar i þeim efnum. Mikilla úrbóta væri þörf á þessu sviði. En fleiri verkefni væru ekki tilbúin en gert væri ráð fyrir samkvæmt breytingartillög- unurn og frekari fjárveitingar kæmu þvi ekki aö notum á þessu ári. Þá minnti borgarfulltrúinn á, að útboð væri nú tilbúið fyrir byggingu i þágu aldraðra við Furugerði. Loks sagði Albert Guðmundsson, að enginn borgari i Reykjavik aðhylltist þá stefnu að fjárfesta í grið og erg, þegar fjárvöntunin væri jafn mikil og nú. Borgarst jórn vildi leysa vanda aldraða fólksins. Hél' væri aðeins um að ræða frestun á frant- kvæmdum, en samþykktin um að framkvæma þessa hluti stæði enn óhögguð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.