Morgunblaðið - 19.04.1975, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
86. tbl. 62. árg.
LAUGARDAGUR 19. APRlL 1975
Prentsiniðja Morgunblaðsins.
Oljóst ástand í Phnom Penh vegna sambandsleysis:
w
Ostaðfestar fregnir um brottflutn-
inga — Nýja stjórnin víða viðurkennd
Bangkok, Tókýó, Peking,
Moskvu og víðar
18. apríl AP—Reuter—NTB
% FREGNIR bárust um það í dag
að hinir nýju valdhafar í
Kambódíu, Rauðu Khmerarnir,
hefðu fyrirskipað að borgarbúar,
sem eru um tvær milljónir, yfir-
gæfu borgina vegna yfirvofandi
sprengju- eða stórskotaliðsárásar
á hana. Ekki var tilgreint hvaðan
sú árás ætti að koma, en fregnirn-
ar hermdu að mikill ótti og öng-
þveiti hefði gripið um sig í borg-
inni við þessa tilkynningu. Töldu
sumar heimildir hins vegar að
hér væri um að ræða bragð vald-
hafa til að eiga auðveldara með að
hefja hreinsanir og leita uppi
stuðningsmenn gömlu stjórnar-
innar. Engar af þessum fréttum
fengust staðfestar þar eð ríkis-
stjórnin rauf allt samband við
útlönd og engar fréttasendingar
bárust frá Phnom Penh. Hins veg-
ar báru kambódískar heimildir í
Peking fréttina um brottflutn-
inga til baka og kváðu hana föls-
un eina. Allt væri með kyrrum
kjörum í borginni.
Rússar óska eftir skeyti
frá Fischer sjálfum . . .
Hann hlær og seg-
ir að þeir eigi að
eiga frumkvæðið
Manila 18. apríl — Reuter.
SOVÉZKA skáksambandið
krafðist þess f dag f skeyti til
Campomanos, forseta skáksam-
bands Filipseyja, að Bobby
Fischer sendi skeyti til
Karpovs eða sovézka skáksam-
bandsins um beiðni um viðræð-
ur um einvfgi milli þeirra
tveggja. Campomanos sagði
fréttamönnum á fundi, sem
hann hélt eftir að hafa talað við
Fischer, að Fischer hefði hleg-
ið þegar hann heyrði um kröfu
Rússa og sagt, að það hefði ver-
ið Karpov, sem hefði fyrst haft
orð á einvíginu og því væri það
hans cða sovézka skáksam-
bandsins að senda sér skeyti
með tilboði um viðræður.
Campomanos spurði þá Fischer
hvert skáksambandið ætti að
senda slíkt skeyti, en Fischer
vildi ekki gefa upp heimilis-
fang sitt, sagði að hægt væri að
senda skeytið á sitt nafn f
Pasadena f Kalifornfu. Síðan
bætti Fischer við: „Ef þeir ekki
geta fundið mig, er það þeirra
vandamál."
Þá sagði í skeyti sovézka
skáksambandsins, að Karpov
gæti ekki hitt Fischer á Filips-
eyjum þvi að hann þyrfti að
vera í Moskvu 24. apríl, er hann
verður formlega sæmdur
heimsmeistaratitilinum. í
skeytinu til Campomanes var
þess farið á leit við hann, að
hann kæmi til Moskvu til að
vera viðtaddur athöfnina. Sagð-
ist Campomanes gera ráð fyrir
að fara.
Campomanes hefur nú sent
sovézka skáksambandinu
skeyti, þar sem hann segir, að
ef það hafi áhuga á einvígi,
verði það að senda Fischer
skeyti um það til Pasadena. Er
nú ljóst, að snurða er hlaupin á
þráðinn og ógerlegt að spá um
framhaldið.
9 Ekkert er ann vitað með vissu
um örlög ýmissa helztu ráða-
manna Lon Nol-stjórnarinnar,
þ.á m. Long Borets, forsætisráð-
herra, en ekki er talið að hann sé
f Thailandi, þar sem fréttir í
kvöld hermdu að a.m.k. þrfr
kambódfskir valdamenn væru
nú, Sak Sutsakhan, yfirmaður
hersins, Keuky Lim, utanrfkisráð-
herra, og Saukhan Khoy, sem var
settur forseti. Sihanouk prins, að
nafni til leiðtogi Rauðu Khmer-
anna, sagði í Peking i dag að hann
myndi snúa heim til Kambódíu
eftir u.þb. mánuð, en hann yrði
aðeins formlegur þjóðhöfðingi.
Völdin yrðu f höndum Khieu
Samphan, aðstoðarforsætisráð-
herra útlagastjórnar hans.
Sihanouk sagði að hann myndi
búa f Angkor í Norður-Kambódíu,
þar eð hann ætti slæmar minning-
ar frá Phnom Penh.
0 Sihanouk hefur að sögn
japönsku fréttastofunnar Kyodo
beðið Kína um að verða „áfram
helzti bakhjarl" rikisstjórnar
Rauðu Khmeranna, og fært kin-
versku ríkisstjórninni „eilíflegar
þakkir" fyrir hjálp við Khmerana
hingað til. Mao Tse-tung, formað-
Framhald á bls. 31
UPPGJÖF — Þessir
Kambódfumenn draga hinn
hvfta fána uppgjafarinnar að
húni f Poipet-héraði við landa-
mæri Thailandsþar sem mikill
fjöldi flóttamanna er sagður
reyna að komast f gegn. Þetta
er ein af örfáum Ijósmyndum
sem borizt hafa frá Kambódiu
frá þvf er höfuðborgin Phnom
Penh féll í hendur Rauðu
Khmeranna aðfararnótt
fimmtudags. AP.slmamvnd.
Barizt í útiöðrum
Saigon
Stjórnin fellur innan 60 daga
án hergagna, segir Kissinger
Saigon, Bangkok, Washington
18. apríl AP—Reuter—NTB
HERSVEITIR kommúnista brut-
ust inn í útjaðra Saigon f kvöld á
stöku stað f innan við 10 km fjar-
lægð frá miðborginni en megin-
sókn þeirra hélt áfram fram hjá
Xuan Loc, sem enn er á valdi
stjórnarhersins og að hinni
hernaðarlega mikilvægu Bien
Hoa bækistöð f um 28 km fjar-
Ræða Hans G. Andersen féll í góðan jarðveg:
Einhliða aðgerðir ef
ei næst samkomulag
Genf, 18. april
Frá Matthíasi Johannessen,
ritstjóra.
A ALLSHERJARFUNDI haf-
réttaráðstefnunnar hér f Genf f
dag var Hans G. Andersen, for-
maður fslenzku sendinefndarinn-
ar, fyrstur á mælendaskrá, þegar
fundi var fram haldið eftir há-
degi. Ræða hans féll f góðan jarð-
veg, enda styttri en flestar ræður
aðrar og málefnalega vekjandi aé
þvf leyti, að hann benti á, að ef
hvorki tækist að ná samkomuiagi
né heidur meirihlutaafgreiðslu
yrði vfða gripið til einhliða að-
gerða fyrr eða síðar — og gaf þar
með í skyn hver stefna fslenzkra
stjórnvalda yrði. Þetta atriði hef-
ur einmitt verið hálfgert feimnis-
mál hér á ráðstefnunni, að því er
manni skilst, og f ræðum sínum
vöruðu nokkrir ræðumanna við
slfkri þróun, s.s. fulltrúi
Venezuela, áhrifamikill maður
hér og fyrrum formaður annarrar
nefndarinnar, Aguilar að nafni.
Þess má geta, að almennur hlát-
ur varð á ráðstefnunni, þegar
Hans G. Andersen minnti á stund-
vfsina í lok ræðu sinnar, en hún
fer í heild hér á eftir:
„Herra forseti.
Hinn hægfara gangur mála á
lægð og innan skotfæris frá
höfuðborginni. Stjórnarherir eru
sagðir hafa goldið mikið afhroð í
framsókn kommúnista, og einnig
bárust frengir um harða bardaga
þessum fundum ráðstefnunnar er
mörgum sendinefndum áhyggju-
efni, þegar það er haft i huga, að
störf okkar hafa nú staðið yfir um
margra ára skeið.
I upphafi funda hér i Genf var
við það miðað, að annaðhvort yrði
náð samkomulagi eða þá að at-
kvæðagreiðslur mundu hefjast
um þetta leyti eða jafnvel fyrr.
Tillögur yðar hr. forseti varð-
andi starfsháttu nú eru tímabær-
ar, nauðsynlegar og raunar heil-
brigð skynsemi.
Við hljótum öll að gera okkur
grein fyrir því, að ef hvorki tekst
Framhald á bls. 31
Kortið sýnir vígstöðuna í Suður-
Vfetnam.
við siðasta vígi stjórnarhersins á
miðströndinni, Phan Thiet,
höfuðborg héraðsins Binh Thuan,
í um 160 km fjarlægð norðaustur
af Saigon. Yrði Binh Thuan 19.
héraðið sem fellur í hendur her-
sveita kommúnista. Samkvæmt
bandarískum leyniþjónustu-
heimildum hafa nú flokkar úr
þremur norður-vfetnömskum her-
fylkjum komizt að víglínum
Saigon, og eru herfylki Hanoi-
stjórnar og Víetcong sem nú
þrengja æ meir að höfuðborginni
þar með orðin 10.
0 1 Washington hélt rfkisstjórn
Fords enn áfram baráttu sinni til
að fá þingið til að samþykkja
hjálparslarf við Suður-
Víetnamsstjórn. Henni tókst að fá
utanríkismálanefnd öldunga-
deildarinnar til að samþykkja 200
milljón dollara framlag til brott-
flutnings bandarískra þegna og
nokkurra Suður-Vfetnama frá
Saigon, þar af fa*ru 100 milljónir
dollara til mannúðarstarfa. Hins
Framhald á bls. 31
Sókn komm-
únista í Laos
Vientiane 18. april. — Reuter
HERSVEITIR kommúnista, sem
beita skriðdrekum og stórskota-
liði, hafa náð á sitt vald bæki-
stöðvum stjórnarhersins f Laos í
um 250 km fjarlægð norður af
höfuðborginni Vientiane, að því
er varnarmálaráðherra Laos,
Sisouk Na Champassak, fursti,
sagði f dag. Furstinn gaf í skyn að
hér væri frekar um að ra*ða her-
sveitir Norður-Vfetnama en her-
menn Pathet Lao-
hreyfingarinnar. Hann sagði að
Framhald á bls. 31