Morgunblaðið - 06.06.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JUNl 1975
3
Ólafur B. Thors
endurkjörinn
forseti borgarstjórnar
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær var Ólafur B. Thors endurkjör-
inn forseti borgarstjórnar til eins árs. Fyrsti varaforseti var kjörinn Albert
Guðmundsson og annar varaforseti Elín Pálmadóttir. Skrifarar borgar-
stjórnar voru kjörnir Davíð Oddsson og Þorbjöm Broddason. Á fundinum
var ennfremur kjörið í borgarráð og þær nefndir. sem borgarstjórn kýs til
eins árs i senn.
I borgarráð voru kjörnir: Albert
Guðmundsson, Markús Örn
Antonsson, Magnús L. Sveinsson,
Sigurjón Pétursson og Kristján
Benediktsson. Varamenn i borgar-
ráð voru kjörnir: Birgir Isleifur
Gunnarsson borgarstjóri, Ragnar
Júliusson, Elín Pálmadóttir, Adda
Bára Sigfúsdóttir og Alfreð Þor-
steinsson.
í byggingarnefnd voru kjörnir:
Hilmar Guðlaugsson, Gunnar
Hansson og Magnús Skúlason.
Varamenn i byggingarnefnd voru
kjörnir: Haraldur Sumarliðason,
Konráð Ingi Torfason og Þorvaldur
Kristmundsson.
[ hafnarstjórn voru kjömir:
Ólafur B. Thors, Albert
Guðmundsson, Gústaf B. Einars-
son, Guðmundur J. Guðmundsson
og Guðmundur G. Þórarinsson.
Formaður hafnarstjórnar var kjör-
inn Ólafur B. Thors. Varamenn i
hafnarstjórn voru kjörnir: Birgir
fsleifur Gunnarsson borgarstjóri,
Guðmundur Hallvarðsson,
Magnús L. Sveinsson, Erlingur
Viggósson og Kristján Benedikts-
son.
í stjórn Innkaupastofnunar
Reykjavikur voru kjörnir: Valgarð
Briem, Albert Guðmundsson,
Ólafur Jónsson, Sigurjón Péturs-
son og Alfreð Þorsteinsson. For-
maður stjórnar Innkaupastofnun-
arinnar var kjörinn Valgarð Briem.
Varamenn voru kjörnir: Magnús L.
Sveinsson, Sveinn Björnsson
verkfræðingur, Sveinn Björnsson
kaupmaður, Tryggvi Þór Aðal-
steinsson og Guðmundur G.
Þórarinsson.
[ stjórn Lifeyrissjóðs borgastarfs-
manna voru kjörnir: Albert
Guðmundsson, Markús Örn
Antonsson og Kristján Benedikts-
son. Varamenn voru kjörnir:
Magnús L. Sveinsson, Elin Pálma-
dóttir og Alfreð Þorsteinsson.
í ferðamálanefnd voru kjömir:
Markús Örn Antonsson, Elín
Pálmadóttir, Guðni Jónsson,
Hilmar Guðlaugsson, Guðrún
Ágústsdóttir, Örlygur Hálfdánar-
son og Haukur Morthens. Vara-
menn i ferðamálaráð voru kjörnir:
Sigrlður Ásgeirsdóttir, Bessi
Jóhannsdóttir, Haraldur J. Hamar,
Ragnar Kjartansson, Guðmunda
Helgadóttir, Pétur Sturluson og
Pétur Sigurðsson.
Endurskoðendur borgarreikninga
voru kjörnir: Bjarni Magnússon og
Hrafn Magnússon og til vara:
Sveinn Jónsson og Hrafnkell
Björnsson. Kjöri í útgerðarráð var
frestað.
Fulltrúi borgarinnar í stjóm
Fiskimálasjóðs Kjalarnesþings var
kjörinn Gunnar Friðriksson. End-
urskoðandi styrktarsjóðs sjó-
manna- og verkamannafélaganrfa
i Reykjavik var kjörinn Alfreð
Guðmundsson. Fulltrúi borgarinn-
ar i stjórn Sparisjóðs vélstjóra var
kjörinn Gisli Ólafsson. Endurskoð-
endur Sparisjóðs vélstjóra voru
kjörnir Sigurður Hallgrimsson og
Guðmundur Ágústsson.
Við kjör forseta borgarstjórnar
fékk Ólafur B. Thors 9 atkvbaði.
Björgvin Guðmundsson eitt, auðir
seðlar voru 5. Björgvin
Guðmundsson óskaði eftir, að at-
kvæðagreiðslan yrði endurtekin.
Forseti úrskurðaði að atkvæða-
greiðslan væri skýr og hefði farið
fram með lögmætum hætti og yrði
því ekki endurtekin. Þorbjörn
Broddason gerði tillögu um, að
úrskurði forseta yrði hnekkt. Sú
tillaga var felld með 8 atkvæðum
gegn 5. Við kjör fyrsta varafor-
seta, fékk Albert Guðmundsson 9
atkvæði, auðir seðlar voru 6. Við
kjör annars varaforseta fékk Elin
Pálmadóttir 9 atkvæði, Davíð
Oddsson eitt atkvæði, auðir seðlar
voru 5.
Hádegis fundur SVS og Varðbergs:
Vandi Vesturlanda —
er umræðuefni Roberts
Conquest á morgun
A morgun kl. 12.30 efna Samtök
um vestræna samvinnu og Varð-
berg til hádegisfundar í Átthaga-
sal Hótel Sögu. Þar mun brezki
rithöfundurinn Robert Conquest
flytja erindi, sem hann nefnir:
Vandi Vesturlanda. Að erindinu
Ioknu mun hann væntanlega
svara fyrirspurnum. Robert
Conquest er talinn einn fremsti
fræðimaður sem nú er uppi um
sovézk málefni.
Hann hefur samið ljóðabækur,
skrifað bókmenntagagnrýni,
skáldsögur og stjórnmálaleg
fræðirit auk þess, sem hann hefur
séð um útgáfu ýmissa rita og
skrifað að staðaldri um bók-
menntir og Sovétrikin I blöð og
timarit. Félagsmenn í Samtökum
um vestræna samvinnu og Varð-
bergi eru hvattir til að fjölmenna
á fundinn.
A thafnakonur á Tálknafiröi:
Reisa barnaheimili,
beita og stunda sjóinn
Tálknafirði — 5. júni.
KALT hefur verið hér i veðri
undanfarið og gróðri lítið farið
fram. Hér eru 12 hús í byggingu
um þessar mundir, þar á meðal
dagheimili fyrir börn, sem Kven-
félagið Harpa stendur fyrir að
reisa. Hlýtur slík stofnun að telj-
ast óvenjuleg ekki I stærra byggð-
arlagi en ekki nóg með það held-
ur eru einungis 16 konur I kven-
félaginu, sem að byggingu dag-
heimilisins stendur. Þær kusu
sfðan fjórar konur I nefnd sem
reynt hefur ýmsar fjáröflunar-
leiðir og notið dyggilegs stuðn-
ings þorpsbúa.
Það er svo sannarlega þörf fyrir
dagheimilið, því að í þessu u.þ.b.
250 manna byggðarlagi gæti ég
imyndað mér að nær helmingur
væri börn innan við fermingu.
Hins vegar vinna konur hér yfir-
leitt i frystihúsinu til að drýgja
tekjur heimilisins og vilja eðli-
lega vita af börnum sínum í ör-
uggum höndum á meðan.
Margir þorpsbúar hafa unnið í
sjálfboðaliðsvinnu við barna-
heimilið, og er bygging þess nú
komin á góðan rekspöl. Vonumst
við til að það verði orðið fokhelt
um næstu mánaðamót og að það
klárist sem fyrst, því að ekki veit-
ir af.
Annars eru konur hér athafna-
samar á fleiri sviðum. Til að
mynda eru hér þrir bátar á úti-
legu með línu og meðal beitinga-
manna er kveqfólk, sem stendur
sig ekkert síður en karlmennirnir
við þann starfa. Og konur eru
kokkar á öllum þremur bátunum.
— Ragnheiður.
Sjónvarpið að heíja upp-
töku á leikriti Laxness
— Margt á döfinni hjá stofnuninni í sumar
t ÞESSUM mánuði byrjar
sjónvarpið upptöku
tveggja sjónvarpsleikrita.
Eru það leikritin „Veiðitúr
í óbyggðum" eftir Halldór
Laxness og ,,Sigur“ eftir
Þorvarð Helgason.
Leikrit Halldórs er samið upp
úr smásögu höfundar og hefur
hann sjálfur og Hrafn Gunnlaugs-
son unnið það verk. Leikrit Þor-
varðar er sérstaklega skrifað fyrir
íslenzka sjónvarpið. I samtali
Mbl. við Pétur Guðfinnsson fram-
kvæmdastjóra sjónvarpsins kom
fram, að ekki verður unnið að
neinum sérstökum verkefnum
hjá stofnuninni í júlí. Hins vegar
verður unnið að verkefnum í
OF MIKIL LOÐNA
í BARENTSHAFI
NOKKRAR umræður hafa verið
að undanförnu I Noregi um
vetrarveiði á loðnu. Fyrir
skömmu hafði norska blaðið
Fiskaren það eftir Odd Nakken,
fiskifræðingi, að alltof mikið af
loðnu væri í Barentshafi, og hafið
gæfi ekki nógu mikið af sér til að
nærafiskinn.
Nakken segir, að vetrarveiði á
smáloðnu næsta vetur ætti því
ekkert að gera til, grisja þyrfti
stofninn um þessar mundir. Hann
tekur það hinsvegar fram, að
fylgjast þurfi vel með stofninum,
því það sé ekki einhlítt að hann sé
það stór, að Barentshafið geti
ekki nært hann.
STÓRA STLINDIN — I gær voru gefin
saman f hjónaband í Dómkirkjunni ung-
frú Guórún Ágústa Þórarinsdóttir flug-
freyja og Kid Jensen, einn kunnasti út-
varpsmaðurinn hjá Radio Luxemhourg,
en á þá stöð hafa fslenzk ungmenni löng-
um hlustaó á sfdkvöldum og þekkja þvf
rödd hans mæta vel. (Ljósm. Br. H.)
Dágott gengi
humarbáta
Höfn, Hornafirði
— 5. júní.
HUMARBÁTARNIR hafa ver-
ið að koma inn í dag með dágóð-
an afla eða upp í 12—14 tunnur
af stórum og fallegum humri
sem fengizt hefur I Hornafjarð-
ardýpinu. Er nú yfirleitt unnið
hér til miðnættis öll kvöld I
frystihúsunum báðum.
Um 13 heimabátar stunda
humarveiðarnar en auk þess
landa hér milli 10 og 12 að-
komubátar og er aflanum af
mörgum þeirra ekið á nálægar
hafnir til vinnslu.
Aðeins tveir bátar eru með
troll þessa stundina en þeir
verða þrír þegar nýi skuttogar-
inn kemur eftir nokkra daga.
Skinney nefnist togarinn og var
hann afhentur í gær úti í Nor-
egi. Hann er um 300 tonn.
— Fréttaritari.
Fundur eins og
í gamla daga
Siglufirði, fimmtudag.
I GÆRKVÖLDI var efnt til
borgarafundar hér á vegum
bæjarstjórnarinnar. Umræðu-
éfnið var hitaveitan fyrir Siglu-
fjörð. Voru framsöguræður
fluttar í málinu og ræðumenn
voru fjórir, en síðan almennar
umræður. Borgarafundurinn
þótti takast mjög vel og gamall
kunningi minn hér i bænum
sagði, að fundurinn hefði minnt
sig á slíka fundi hér i þá gömlu
góðu daga. Stóð fundurinn
fram yfir miðnætti.
Því skal bætt hér aftan við að
lokum að togarinn Sigluvik er
að losa 70-80 tonna fiskfarm
hér í dag, og hér sem annars-
staðar á norðanverðu landinu
er kalt og hér gerði dálitinn
hríðarbyl í morgun.
Sigurður er
kominn á Ný-
fundnalandsmið
NÓTASKIPIÐ Sigurður frá
Reykjavík er nú komið á loðnu-
miðin við Nýfundnaland, en
ekkert hefur enn frétzt af veiði
þar. Að sögn Sigurðar Einars-
sonar hjá Isfelli h'.f., var haft
samband við Kristbjörn
Þórarinsson skipstjóra I fyrra-
dag, en þá var skipið rétt að
koma á miðin, en það fór frá
Reykjavík á föstudag I síðustu
viku. Norglobal hélt sig þá SV
af Nýfundnalandi og á þeim
slóðum var þá mikill hiti.
Norsku loðnuskipin voru þá
ekki komin á miðin, cn nokkur
þeirra rétt ókomin.
Ekki átti Sigurður Einarsson
von á, að neitt fréttist frá Sig-
urði á ný fyrr en eftir helgi. A
skipinu er 15 manna áhöfn.
Í
m
ágúst og september en ekki er
fullráðið hvað þá verður gert.
Þá mun sjónvarpið í lok júlí
senda þrjá menn undir stjórn
Ölafs Ragnarssonar fréttamanns
til íslendingabyggðanna i Kanada
þar sem þeir munu vinna að öflun
efnis i sambandi við 100 ára af-
mæli Islendingabyggðanna þar.
Mun sjónvarpsflokkurinn verða
þrjár vikur i ferðinni.
7 skip seldu -
mjög lágt vctÖ
SJÖ síldveiðiskip seldu I Dan-
mörku I gær, og eins og sfðustu
daga var verðið, sem fékkst fyrir
aflann, mjög lágt. Þó fengu 3 skip
yfir 40 kr. meðalverð, en vorú
með mjög litinn afla.
Skipin sem seldu eru þessi:
Súlan EA seldi 18 iestir fyrir 476
þús. kr., meðalverð kr. 26,25, Jón
Finnsson GK seldi 12,3 lestir fyrir
146 þús. kr., meðalverð kr. 11,90
kr, að auki 0,9 lestir af makríl
fyrir 37 þús. kr. og meðalverðið
þar var kr. 42,17, Asgeir RE seldi
2,9 lestir fyrir 40 þús. kr., meðal-
verð kr. 13,98, Þorsteinn RE seldi
37.4 lestir fyrir 709 þús. kr-,
meðalverð kr. 18,98, ennfremur
seldi hann 3,6 lestir af makríl
fyrir 168 þús. kr. og meðalverðið
var kr. 46,67, Gisli Arni RE seldi
21.5 lestir fyrir 225 þús. kr.,
meðalverð kr. 10,47, Hilmir SU
seldi 2,8 lestir fyrir 138 þús. kr„
meðalverð kr. 49,58 og Faxaborg
GK seldi 29,7 lestir fyrir 354 þús.
kr„ meðalverð kr. 11,94.