Morgunblaðið - 06.06.1975, Page 5

Morgunblaðið - 06.06.1975, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JUNl 1975 íslenzkar samtíma- bókmenntir í band- arísku og þýzku bók- menntasöguverki FVRIR nokkru kom út f Banda- rfkjunum og Vestur- Þýzkalandi bókmenntasaga Evrópu og Amerfku 1945—1970, og er í báðum út- gáfunum kafli um íslenzkar bókmenntir þessa tfmabils rit- aður af Erlendi Jónssyni. Mun þetta vera eina bókmennta- sögurit evrópsks og amerísks samtfmaskáldskapar, og hefur það hlotið mikla útbreiðslu, er m.a. notað við háskóla bæði austan hafs og vestan. □ Rit þetta er sameiginfegt fyrirtæki vestur-þýzka útgáfu- fyrirtækisins Alfred Kröner Verlag í Stuttgart og banda- rfska forlagsins Frederick Ung- er Pubiishing Co. f New York. Nefnist þýzka útgáfan Moderne Welt Literatur, — Die Gegen- wartsliteraturen Europas und Amerikas, og sú bandaríska World Literature since 1945. Báðar þessar bækur eru um 800 bls. að stærð, og skiptast í 28 kafla, en sumir höfunda rita fleiri en einn. Ritstjórar bókmenntasögunn- ar eru kunnur bandarfskur prófessor við háskólann i Nor- man, Oklahoma, Ivar Ivask, en hann er einnig ritstjóri bók- menntatímaritsins Books Abroad, og vestur-þýzki bók- menntafræðingurinn Gero von Wilpert. Ritið hefst á inngangi, en sið- an koma 28 kaflar um bók- menntir einstakra þjóða. Skipt- ingin fer þó ekki strangt tekið eftir þjóðum í öllum tilvikum, heldur fremur þjóðtungum, t.d. eru bókmenntir Latnesku- Ameríku i einum kafla, úkraínskar bókmenntir eiga sérkafla o.s.frv. Erlendur Jónsson. Kafli Erlends Jónssonar um íslenzkar samtimabókmenntir er 5 bls. i ritinu, og hefst á stuttu yfirliti um íslenzkar bók- menntir almennt, en siðan erú sérstakir kaflar um ljóðagerð, leikritun og skáldsagnaritun. Að lokum eru svo teknar saman niðurstöður í stuttu máli. Alls er 24 íslenzkra höfunda getið í kaflanum, helztu verk þeirra nefnd og einkenni þeirra. Aðeins ósamið við flugmenn FUNDUR hefur verið boðaður f dag með fulltrúum Flugleiða ann- ars vegar og Félags fslenzkra at- vinnuflugmanna hins vegar. Að- eins á nú eftir að semja við flug- menn af flugliðastéttunum, þar eð gengið hefur verið frá samningum við flugfreyjur sem kunnugt er og einnig tókust samningar milli flugfélaganna og flugvirkja ekki fyrir löngu sfðan. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, eru bún- ar að vera tíðar viðræður milli þessara aðila allt frá þvi að flug- menn frestuðu verkfalli en Sveinn vildi ekki tjá sig um samningahorfur þessa stundina. Hins vegar er fyrirsjáanlegt, að allt flug mun stöðvast vegna verk- falls Alþýðusambandsins í næstu viku. Sagði hann, að innanlands- flugið frá Reykjavikurflugvelli stöðvaðist um leið og verkalýðs- félögin á höfuðborgarsvæðinu hæfu verkfall en hins vegar gerði Sveinn sér vonir um að hægt yrði að fljúga i millilandafluginu hinn Guðmundur Har- aldsson gefur út tvær bækur sonar, skálds og rithöfundar. I bókum þessum er að finna vísur, ferðaminningar og margs konar hugleiðingar hans um menn og málefni. „Nútíma mannlíf og kvæðin“ er 100 síður að stærð, en „Ferðapistlarnir", sem nú kemur út í þriðja sinn, aukin og endur- bætt, er 40 síður. Bækurnar eru gefnar út á kostnað höfundar. Nýlega eru útkomnar tvær bæk- ur frá hendi Guðmundar Haralds- Nafn drengsins sem lézt Svo sem Morgunblaðið skýrði frá f gær varð banaslys í Sand- gerði í fyrradag, en 16 ára piltur á vélhjóli ók á vörubifreið með þeim afleiðingum að hann beið bana. Pilturinn hét Úlfar Guðni Ólafsson, til heimilis að Holtsgötu 1 i Sandgerði. Mykjunesi í Holtum, miðvikudag. I GÆRMORGUN er fólk á bæjum hér í ofanverðum Holtum vaknaði og leit út um gluggana blasti við þeim sú sjón, sem mun ekki hafa sézt hér í hálfa öld á þessum árs- tima. Tún voru alhvit af snjó sem fallið hafði um nóttina. Þessa nótt mun þó ekki hafa verið frost, en annars hafa verið hér samfelld nætufrost og þar sem vatn hefur staðið uppi hefur það verið lagt eftir nóttina. Hér mun enginn vera nú sem man slík næturfrost um mánaðamót mai—júní, þori ég að fullyrða. Svo miklir þurrkar hafa verið i þessari kuldatíð, að 12. júní þar eð verkalýðsfélögin á Suðurnesjum hafa ekki boðað verkfall fyrr en 13. júní. Bókanir ferðamanna til lands- ins eru mjög svipaðar og í fyrra- sumar en þó ber á nokkurri aukningu ferðamanna frá Bret- landi, en þeim fækkaði töluvert meðan á þorskastriðinu stóð. Hins vegar verða starfsmenn Flugleiða mjög varir við að urgur er i Framhald á bls. 20 Jónas Guðmunds- son sýnir í Glæsi- bæjarhreppi Jörð var alhvít í of- anverðum Holtum sauðfé bænda hefur ekki i sig i úthögur\um og verður þvi að hafa það á túnunum. Þetta alvarlega ástand bætist ofaná áburðarvand- ræðin, sem allir þekkja. Þvi meiri viðbrigði eru þetta og reyndar vonbrigði líka, þvi menn minnast gjarnan hins góða vors og einmuna tíðar á síðastliðnu sumri. A veðurfræðingunum er ekki að heyra, að bati sé á næsta leiti. — Magnús. Jónas Guðmundsson. JÓNAS Guðmundsson stýrimaður opnar sýningu á vatnslitamynd- umíHliðarbæ (Kuðungi) iGlæsi- bæjarhreppi í Eyjafirði í dag, föstudag, kl. 20.30. A sýningunni eru 40 vatnslitamyndir, sem flest- ar eru málaðar i vetur. Sýning Jón&sar verður opin á morgun, laugardag, og sunnudag frá kl. 14.00 til 20.00. ★ STAKAR TERYLENE & ULLARBUXUR f LJÓSUM LITUM ★ FALLEG SNIÐ, HERRA OG DÖMU ÍT KVENSKÓR ir KÁPUR ir KJÓLAR ir DENIM VESTI ★ DENIM SKYRTUR ★ DENIM STUTTJAKKAR ÍT GALLABUXUR — UFO ★ BOLIR í OFSALEGU ÚRVALI Á BÆÐI KYNIN Aág^ TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS ÍLn) KARNABÆR P AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a HREINT ÚT SAGT æðisgengið úrval af stórglæsilegum sumarvörum tekið upp í dag: LÆKJARGÖTU 2 ir SKYRTUR ir MUSSUR OG BLÚSSUR ★ LÉTTIR KAKHI SUMARJAKKAR, DÖMU ir LÉTTIR KAKHI SUMARJAKKAR, HERRA ★ POPPLÍNKÁPUR ÍT POPPLINFRAKKAR ÍT LJÓS SUMARFÖT M/VESTI ★ STAKIR „BLAZER" JAKKAR ir DÖMU DRAKTIR ★ SJÖL OG TREFLAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.