Morgunblaðið - 06.06.1975, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JUNt 1975 13
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Sinfóníu-
tónleikar
Stjórnandi:
Karsten Andersen
Einleikari:
Aaron Rosand
EFNISSKRA:
Geirr Tveitt
Harðangurskviða
Brahms
Fiðlukonsert í D-dúr op. 77
Nielsen
Sinfónía nr. 5 op. 50
Harðangurskviðan eftir Geirr
Tveitt verkaði á undirritaðan
sem losaraleg syrpa smálaga og
Voru sumir kaflarnir svo stuttir
að varla svaraði kostnaði að
vera að standa i svona nokkru,
að minnsta kosti ekki fyrir
heila hljómsveit, og þá ekki
fyrir áheyrendur sem varla
komnir i ró voru sífellt rifnir
upp til að klappa.
Aaron Rosand er frábær fiðl-
ari og lék hann Brahms
konsertinn af öryggi og mikilli
tilfinningu. Til að létta and-
rúmsloftið lék Rosand, sem
aukalag, tilbrigði eftir Paga-
nini af hreint ótrúlegri tækni.
Carl Nielsen er sérstætt tón-
skáld og stendur á mörkum
hefðbundinna vinnubragða og
hljóðbyltingar 20. aldarinnar.
Verkið er samið I skugga fyrri
heimsstyrjaldarinnar og undir
þrúgandi ótta vegna nýrrar
stríðshættu. Miskunnarlaus
sláttur hertrommunnar, sem er
hvorki I tengslum við hljóðfall
eða tónblæ verksins, er eins og
villimannleg innrás i friðsæla
menningu.
Þetta voru síðustu tónleikar
Sinfóníuhljómsveitar tslands á
þessum vetri og hefur sveitin
sjaldan verið jafn góð og nú i
vetur. Það er ánægjulegt að
heyra hve mörgum af okkar
hljóðfæraleikurum hefur farið
fram og má þar nefna, að öðr-
um ólöstuðum, Kristján
Stephensen, sem á þessum tón-
leikum var sveitinni til mikils
sóma.
Jón Asgeirsson.
Kammer-
tónleikar
Strokkvartett Guðnýjar
Guðmundsdóttur, ásamt
Graham Tagg.
EFNISSKRA:
Mozart
Kvintett í C-dúr, K 515
Beethoven
Kvartett nr. 11, op. 95
Bartok
Kvartett nr. 1, op. 7
Kammertónlist er jafnvel tal-
in erfiðari I flutningi en tónlist
fyrir einleikshljóðfæri. Þó að
deila megi um slíkt, er víst, að i
kammertónlist er fólginn fjár-
sjóður fegurðar, sem ekki verð-
ur numinn af annari tegund
tónlistar. Þar finnast ekki
hrekkir eða óvandað tungutak.
Þar er ekki ybbast upp á neinn,
en sá sem vill njóta hennar,
verður að leita fegurðarinnar
með auðmýkt. Sama máli gegn-
ir um flutning slikrar tónlistar.
Tónmálið er eins og helgur
texti og ógætileg meðferð hans
er vanhelgun. Fáum er gefin
þessi auðmýkt hjartans.
Kammermúsik-klúbburinn er
fámennur félagsskapur, eins og
sýndi sig á þessum tónleikum.
Það gegnir furðu, ef miðað er
við aðstæður, hve kvartett Guð-
nýjar Guðmundsdóttur stendur
sig vel. Erlendis þykir það
ærinn starfi að leika í kvartett
og stendur Ijómi af lífsstarfi
góðra kammertónlistarmanna.
Hér á landi er flutningur
Framhald á bls. 14
MIKIÐ
ÚRVAL
AF
NÝJUM
VÖRUM
Terylenejakkar með
og án hettu.
Adapti jakkar,
flauelisjakkar,
leðurjakkar.
X X X X
Terylenekápur,
flaueliskápur,
jerseykápur,
crimplenekápur.
X X X X
Dragtir.
Buxnadragtir,
pils,
buxur.
X X X X
ATH.VERÐ
OG GÆÐI
• T •
Vá.
KAPAN
LAUGAVEGI 66
Sími25980.
Höfum opnaö fatamarkaö aö Snorrabraut 56.
& Allar stæröir
karlmannafata
á mjög
jj hagstæöu verði.
Fataverksmiöjan GEFJUN Snorrabraut 56.
SEPJunnR-
fatnmnrknður!
Ko:
GÍÐA
vöruhynninff L
VERÐUR í KJÖRBÚÐ KAUPFÉLAGS HAFNFIRÐINGA, GARÐAFLÖT,
GARÐAHREPPI, FÖSTUDAGINN 6. JÚNÍ FRÁ KL. 4—6 SÍÐDEGIS.
mió í búðina og bragóió
G [^ÐA- Ó ÐALSPYLSU
og fáió uppskriftir!
Þar munu húsmæórakennarar á vegum Kjötiðnaóarstöóvar
Sambandsins kynna nýjungar frá stöðinni og gefa
ráóleggingar um matreióslu.
....... 1
Goða vörurnar eru framleiddar
við bestu aðstæður og undir
ströngu eftirliti eigin rannsókna-
stofu.
fe. ..........——t3
g::ði
fyrirgóéan mai