Morgunblaðið - 06.06.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1975
17
Súezskurður opnaður:
Mikil hátíðahöld og
fögnuður í Port Said
Samdóma álit að opnunin sé fram-
lag til friðar í heimshlutanum
Port Said5. júní
Reuter. AP
ANWAR SADAT Egyptalands-
forseti opnaði Súezskurðinn við
hátíðlega og litrfka athöfn f dag
og sfðan sté forsetinn um borð f
tundurspilli og var siglt frá Port
Said f suðurátt. Fyrsta erlenda
skipið seifi sfðan lagði inn á
skurðinn var frá Kuwait og á eftir
fylgdu skip frá Grikklandi, Sovét-
ríkjunum, Kína og Júgóslavfu.
IYIunu þau liggja á Beizkavatni f
nótt og halda för sinni áfram þeg-
ar morgnar.
Skotið var af 21 fallbyssuskoti,
skip þeyttu eimpípur og blásið
var i lúðra í bann mund er Sadat
forseti kom á vettvang. Forsetinn
og aðrir sem tóku til máls lögðu
áherzlu á og rifjuðu upp afrek
egypzka hersins sem réðst yfir
skurðinn í október 1973.
Sadat benti og á hversu mikil-
vægt framlag opnun skurðarins
væri til tryggingar friði bæði f
þessum heimshluta og annars
staðar og sagði að Egyptar hefðu
sýnt og sannað í verki að þeir
vildu tryggja frið og öryggi. Hann
lofaði þá ákvörðun ísraela að
fækka verulega í hersveitum sín-
um á eystri bakka skurðarins og
sagði það mikilvægt skref. Sagði
forsetinn að nú gæti komið til
mála að taka upp þráðinn að nýju
sem slitnað hefði í marz sl. eftir
að sáttatilraunir Kissingers utan-
ríkisráðherra Bandarikjanna fóru
út um þúfur. Ekki vildi þó Sadat
láta.f ljós óraunhæfa bjartsýni, en
kvaðst nú vonbetri en um langan
tíma að lausn fyndist.
Varnarmálaráðherra Israels,
Shimon Peres, fagnaði í dag opn-
un Súezskurðarins og sagðist von-
ast til að þetta gæti leitt til friðar í
Miðausturlöndum. Væri þetta
togar hafa einnig tjáð sig á já-
kvæðan hátt um opnun skurðar-
ins.
Samgönguráðherra Israels,
Yaaeobi, sagði af gefnu tilefni í
dag að Egyptar hefðu gefið skrif-
legt loforð um að ísraelar fengju
leyfi til að láta flutningaskip fara
um Súezskurðinn, bæðiisraelskog
eins önnur sem væru að flytja
AP-símamynd.
TundurspiIIirinn „Sjötti október" siglir f áttina að Súezskurði f gær,
umkringdur fjölmörgum smábátum, þar sem menn létu óspart f ljós
fögnuð sinn. Sadat Egyptalandsforseti sigldi fyrsta spölinn með tund-
urspillinum eftir að hann hafði haldið ræðu og opnað skurðinn
formlega til siglinga.
mikilvægt fyrir öryggi þessa
heimshluta en umfram allt meg-
inreglumál hvað Egypta snerti.
Hann sagði, að það yrðu mikil
mistök ef Egyptar tækju upp á
því að lýsa yfir stríði á hendur
Israelum eins og nú væri málum
komið. Ýmsir aðrir ísraeiskir Ieið-
Engmfækkuní
Bandaríkiaher
Washington, 5. júní. AP.
BANDARlSKA Öldungadeildin
felldi í dag tillögu um að fækkað
yrði um 200 þúsund manns í her-
Æ
FRETTIR
liði Bandarikjanna á erlendri
grund. Var tillagan, sem Mike
Gravel, öldungadeildarþingmað-
ur frá Alaska bar fram, felld að
viðhöfðu nafnakalli. Þá var
einnig felld viðbótartillaga um 10
þúsund manna fækkun. I gær
felldi Öldungadeildin einnig til-
lögu um niðurskurð á 30 milljarða
dollara fjárveitingu til vopna-
smiða og -kaupa. Alan Cranston
þingmaður frá Kaliforniu sagði i
ræðu að fyrir fall S-Vietnams og
Kambódiu hefði hann verið
tilbúinn til að styðja stórfellda
fækkun, en í ljósi þeirra atburða,
sem gerzt hefðu, væri slikt orðið
hættulegt og myndi eyðileggja
NATO og SEATO og einangra
Bandaríkin frá umheiminum.
vörur til Israels. Samkvæmt frétt-
um i kvöld var líberskt skip á leið
til skurðarins með sykurfarm sem
á að fara til Israels, en fréttum
bar ekki saman um þetta mál.
Sögðu sumir ekkert hæft í að
skipið væri á leið til tsraels.
Yaacobi sagði að reyndist svo
vera að skipið sem hann taldi vera
að koma frá Suður Kóreu, ætti að
flytja farm til Israels, myndi á
það reyna, hvort Egyptar stæðu
við skuldbindingar sínar, þegar
að því kæmi að skipið sigldi upp
skurðinn,
Bandaríska utanríkisráðuneyt-
ið staðfesti í dag, að Egyptar og
Israelar hefðu gert með sér leyni-
samning í sambandi við aðskilnað
og brottflutning herjanna i fyrra
frá Súezskurði. Talsmaður ráðu-
neytisins vildi þó hvorki játa né
neita ísraelskum fullyrðingum
um að þessi samningur kvæði á
um að skip sem væru á leið til
ísraels með vörur, þótt þau væru
frá öðrum þjóðum, fengju að fara
um Súezskurðinn. Talsmaðurinn
vildi heldur ekki tjá sig um það
sem samgönguráðherra Israels
hafði sagt um að Egyptar hefðu
gefið skriflegt loforð um málið
með meðalgöngu Bandaríkjanna.
— En það er ekki vafi á að ein-
hvers konar samkomulag er í
gildi, sagði hann. Aftur á móti
vísuðu ýmsir áhrifamenn Egypta
á bug þessum fullyrðingum
Israela og sögðu enga leynisamn-
inga hafa verið gerða við þá.
Fréttamenn inntu Sadat eftir
því í dag hvernig hann liti á þetta
mál og sagði hann: ,,Það skref
sem tsraelar stigu er mjög
uppörvandi, en spurningin um
flutningaskipin er ekkert vanda-
mál og það eina sem máli skiptir
er þetta: ætlum við að stefna
áfram á friðarbraut eður ei?“
Hátíðin í dag var haldin í risa-
stóru skipslaga tjaldi og tugir þús-
unda manna tóku þátt í hátíða-
höldunum. Sigldu menn á smá-
bátum um höfnina í Port Said og
veifuðu fánum og blómum í fögn-
uði sínum. Minnstu munaði að
blaðamenn fengju ekki aðgang að
hátíðasvæðinu og skarst í odda
milli þeirra og öryggissveita. Upp-
lýsingamálaráðherra Egypta gekk
þá í málið og komust blaðamenn
og Ijósmyndarar inn á svæðið
fáeinum mínútum áður en Sadat
birtist.
Fréttastofum ber saman um að
allir líti á opnun skurðarins sem
tímamótamál en framtlð hans sé
þó engan veginn tryggð, þar sem
stærð skipa hefur gerbreytzt á
þessum átta árum og mörg skip
geta alls ekki um hann farið. Hins
vegar leggja Egyptar mikið kapp
á að öll skip af hæfilegri stærð
noti hann vegna þess mikla tíma
Framhald á bls. 20
Paul Keres
lézt í gær
Einn merkastur
skákmaður á þess-
ari öld, segir
Friðrik Ólafsson
Moskvu 5. júni Reuter.
EISTLENZKI skákmeistarinn
Paul Keres lézt úr hjartaslagi í
Helsinki í dag, en hann hafði við-
komu þar á leið til Sovétríkjanna
af móti í Kanada. Keres varð 59
ára gamall. Tass-fréttastofan
skýrði frá láti hans og sagði að
hann hefði þrívegis orðið Sovét-
meistari, fjórum sinnum
Ólympíumeistari og þrívegis
Evrópumeistari.
Friðrik Ólafsson, stórmeistari,
hefur alloft teflt við Paul Keres
síðast á Tallinmótinu fyrr á þessu
ári. Mbl. leitaði eftir skoðun hans
á hinum látna skákmeistara:
— Hann var án efa einn af
fremstu skákmönnum þessarar
aldar, sagði Friðrik, — og þykir
mér andlátsfregn hans mjög
hryggileg. Hann hefur staðið eins
og brimbrjótur I skáklistinni í
fjóra áratugi og sennilega hafa
fáir skákmenn jafnari útkomu en
hann allan þann tíma, sem hann
hefur verið í skákinni. Oft réð því
óheppni ein eða nánast tilviljun,
Framhald á bls. 20
Jafntefli hjá Karpov
Portoroz Júgóslaviu
5. júní. Reuter.
ANATOLY Karpov varð að láta
sér nægja jafntefli i skák sinni
við Júgóslavann Bruno Parma f 3.
umferð Vidmarskákmótsins í
Portoroz í gær og hefur heims-
meistarinn nú 2'A vinning og er
efstur ásamt þeim Hort frá
Tékkóslóvakfu og Glicoric frá
Júgóslavíu.
Glicoric sigraði landa sinn Plan-
inc í 41 leik, en Planinc sigraði á
þessu móti 1969. Glicoric hefur
aldrei sigrað á mótinu, en tvisvar
orðið í öðru sæti. Hort sigraði
Rudi Osterman. Önnur úrslit i
þriðju umferð voru þau, að Barle
frá Júgóslaviu gerði jafntefli við
Kúbumanninn Garcia, Ljubojevic
og Furman frá Sovétríkjunum
gerðu einnig jafntefli, en Fur-
man, sem er 54 ára að aldri, er
elzti keppandi mótsins — og hann
er jafnframt þjálfari Karpovs.
Portisch sigraði Musil frá Júgó-
slavíu, landi hans Velimirovic
sigraði landa sinn Karner og
Mariotti frá Italíu og Ungverjinn
Ribli gerðu jafntefli. Alls verða
tefldar 15 umferðir og eru 1. verð-
laun 2000 dollarar.
Stórfelld gengis-
felling í Argentínu
Buenos Aires, 5. júní. AP.
ARGENTINUSTJÓRN fellcli í
dag gengi gjaldmiðils síns, pesos,
og fást nú 30 peso fyrir Banda-
rfkjadollar í stað 15 áður. Er
þetta önnur meiri háttar gengis-
fellingin þar f landi á tveimur
mánuðum, en 3. marz var gengið
felit þannig að 15 peso fengust
fyrir dollar f stað 10.
Celestino Rodrigo efnahags-
málaráðherra landsins, sem tók
við embætti á mánudag, tilkynnti
um ráðstafanirnar og sagði þær
vera nauðsynlegar vegna verð-
bólguóreiðu I landinu. Þá til-
kynnti hann einnig um stórfelld-
ar hækkanir á bensini, rafmagni
og gasi. Hækkar bensínlítrinn úr
4,80 peso í 13,50. Er þetta mesta
hækkun, sem um getur í sögu
landsins. Þá hækkaði rafmagns-
verð um 75%, og á mánudag verð-
ur tilkynnt um vaxtahækkanir.
Rodrigo er þriðji efnahagsmála-
ráðherrann í Peronistastjórninni
sem tók við i maí 1973. Verðbólg-
an í landinu er nú áætluð um 80%
á ársgrundvelli.
Helmingur Onassisauð-
æfanna til góðgerðarmála
Jacqueline
Aþenu, 5. júni. AP.
Cristina Onassis tilkynnti í
dag, að skv. fyrirmælum í
erfðaskrá föður síns, Aristoles
Onassis, myndi helmingnum af
auðæfum hans, verða varið til
góðgerðamála í Grikklandi.
Verður sérstök stofnun sett
upp til að annast framkvæmd
málanna. Er þetta gert til
minningar um son Onassis,
Alexander, sem fórst í flugslysi
f janúar 1973. Fyrrnefnd stofn-
un verður skráð f Liecthenstein
1 tilkynningunni var ekkert
minnst á hve mikið fé vaéri um
að ræða, en getgátur eru um að
eignir Onassis hafi numið um 1
milljarði dollara. Ekki er vitað
hve mikinn arf ekkja Onassis,
Jacqueline Kennedy Onassis
hlaut, en vitað er að Onassis
ánafnaði Cristinu mestan hluta
þeirra eigna, sem ekki fara til
góðgerðamáfa. Onassis lézt I
París í marz sl. eftir langvar-
andi veikindi.
Onassis.