Morgunblaðið - 06.06.1975, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1975
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sfmi 22 4 80
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
að hefur verið
stefna núverandi ríkis-
stjórnar frá því hún tók við
völdum að styrkja stöðu
þeirra, sem búa við lægst
laun í þjóðfélaginu. Jafn-
framt hefur ríkisstjórnin
lýst yfir því, að ekki sé
grundvöllur til verulegra
og almennra kauphækkana
við þær erfiðu aðstæður,
sem við stöndum nú and-
spænis. Þessi stefna ríkis-
stjórnarinnar hefur verið
samhljóða yfirlýsingu Al-
þýðusambandsins um þetta
efni. Nú hefur hins vegar
komið í ljós eins og í febrú-
arsamningunum, að yfir-
lýsingar Alþýðusambands-
ins um þetta efni eru orðin
tóm.ie Raunverulegar
kröfur eru allt aðrar.
Undirnefnd skipuð full-
trúum úr samninganefnd-
um Alþýðusambandsins og
Vinnuveitendasambands-
ins reiknaði út fyrr í vik-
unni, hvað raunverulega
fælist í kauphækkunar-
kröfum Alþýðusambands-
ins eins og þær voru sam-
þykktar á baknefndarfundi
22. maí. Þar var farið fram
á 38,5% hækkun á 6. taxta
Dagsbrúnar og sú sama
krónutala kæmi siðan til
hækkunar á aðra kaup-
taxta og sem grunntala inn
i ákvæðis- og bónustaxta.
Jafnframt hefur samninga-
nefnd Alþýðusambandsins
krafizt þess, að hærri
launamenn, sem ekki hafa
fengið launajöfnunarbæt-
ur fái þær nú til viðbótar
öðrum kauphækkunum. I
raun réttri þýðir þessi
kröfugerð, að hálauna-
menn innan Alþýðusam-
bandsins fá hlutfallslega
meiri kauphækkanir en
láglaunamennirnir, þótt
látið sé í veöri vaka, að
sama krónutala komi á alla
kauptaxta. Ástæðan er sú,
að þessi upphæð kemur
sem grunntala á ákvæðis-
og bónustaxta og álagslið-
irnir hækka því að sama
skapi.
Samkvæmt útreikn-
ingum undirnefndar
beggja samningsaðila
hefur komið í Ijós, að þessi
kröfugerð þýðir í reynd
17.333 kr. kauphækkun til
láglaunamanna en allt að
43.000 kr. hækkun til
iðnaðarmanna. Þannig er
það raunveruleg krafa Al-
þýðusambandsins, að til-
tölulega lágt launað skrif-
stofufólk fái 33% kaup-
hækkun, verkamenn um
38%, en iðnaðarmenn, er
hafa miklu mun hærra
kaup fyrir, fái 52,2% kaup-
hækkun. Það er því rangt,
sem haldið hefur verið
fram, að hærri launamenn
eigi samkvæmt kröfum Al-
þýðusambandsins að fá
hlutfallslega lægri kaup-
hækkun og þannig eigi að
stuðla að launajöfnun.
Þegar dæmið hefur verið
reiknað til enda eiga þeir
hærra launuðu að fá hlut-
fallslega meiri kauphækk-
anir en aðrir.
Það er ekki einvörðungu,
að Alþýðusambandið hafi
sett fram kauphækkunar-
kröfur, sem engan veginn
fá staðizt við núverandi að-
stæður og forystumönnum
þess er ljóst, að þýða nýja
kollsteypu, heldur hefur
það einnig staðið að kröfu-
gerð, sem í raun réttri
eykur á launamismun.
Hverjum manni ætti þó að
vera ljóst, að engar for-
sendur eru fyrir slíkri
kröfugerð.
Fram til þessa hafa
menn verið á einu máli um,
að nauðsynlegt væri að
bæta launakjör þeirra, sem
nú eiga við mesta erfið-
leika að etja vegna dýr-
tíðarinnar. Hitt hefur jafn-
framt verið ljóst, að þessu
marki yrði ekki náð án
nýrrar kollsteypu, nema
þeir, sem betur eru staddir
leggi nokkuð af mörkum og
fresti kröfum um grunn-
kaupshækkanir þar til
rofar til á ný í efnahags-
málunum. En það líður
Með lögum viðreisnar-
stjórnarinnar vorið
1971 var lagður grund-
völlur að þeirri hækkunum
á bótum almannatrygg-
inga, sem komu til fram-
kvæmda í tið vinstri stjórn-
arinnar. Frá því að núver-
andi ríkisstjórn var
mynduð hafa síðan verið
ákveðnar verulegar
hækkanir á tryggingabót-
unum. Til marks um það
má nefna, að full tekju-
trygging einstæðs ellilíf-
eyrisþega hefur hækkað
frá því í september um
76%, en full tekjutrygging
hjóna hefur hækkað á
sama tíma um 65,6%.
Ríkisstjórnin hefur
hækkað ellilífeyri og tekju-
tryggingu í fullu samræmi
við verðlagshækkanir. 1 lok
þessa mánaðar koma enn á
ný til framkvæmda hækk-
anir á þessum greiðslum. í
því sambandi má nefna, að
ellilífeyrir ásamt fullri
tekjutryggingu einstakl-
þeim mun lengri tími þar
til við náum okkur upp úr
þessum öldudal, eftir því
sem við köllum fleiri koll-
steypur yfir okkur. Nú
þegar kröfugerð ASl hefur
verið brotin til mergjar
hlýtur sú spurning að
vakna fyrir hverja lág-
launafólkið er að berjast í
verkföllum þeim, sem
boðuð hafa verið 11. júní
n.k.
inga hefur þá hækkað um
44% frá því í september. Á
sama tíma hefur fram-
færsluvísitala hækkað um
43,4%. Hækkun á ellilíf-
eyri og fullri tekjutrygg-
ingu hjóna er þá orðin 40%
frá því í september.
Þegar hækkun tekju-
tryggingarinnar kemur til
framkvæmda i lok þessa
mánaðar hefur hún sam-
tals hækkað hjá einstæðum
ellilífeyrisþegum úm 82%
og hjá hjónum um 71%.
Hér er um verulegar hækk-
anir að ræða. Ríkisstjórnin
hefur með þessum hætti
tryggt óbreyttan kaupmátt
ellilífeyris og tekjutrygg-
ingar. Það er umtalsverður
árangur eins og nú er
ástatt. Jafnframt er öllum
ljóst að halda verður áfram
þeirri viðleitni að bæta
kjör og aðstöðu þeirra
öldruðu í þjóðfélagiriu,
þess fólks sem lagt hefur
grundvöllinn að islenzka
velferðarþjóðfélaginu með
þrotlausri vinnu.
Fyrir hver ja er barizt?
Hækkun ellilífeyris
og tekjutryggingar
eftir Elínu Pálmadóttur
Sá sem ferðast, er stundum
beðinn um að segja frá og sýna
myndir frá fjarlægum stöðum. I
frásögn af Malasíu hefi ég stund-
um á undanförnum tveimur árum
sagt eitthvað á þessa leið, og það
rifjast upp nú:
„í rauninni er mjög fróðlegt nú
á timum að kynnast Malasíu, þar
sem ósköpin byrjuðu alveg á sama
hátt og í Viet Nam með skæru-
hernaði kommúnískra terrorista
árið 1948, én þar sem atburðirnir
tóku aðra stefnu eftir 1 2 ára blóð-
ugt og skelfilegt frumskógastrið. í
Malasiu var öðru visi tekið á mál-
um. Ekki með þvi að senda sifellt
stærri og meiri hersveitir með
óttalegri vopn á vettvang, heldur
fyrst og fremst með þvi að veita
skelfdum tómthúsmönnum i skóg-
arjöðrunum skjól i „nýju borgun-
um" svonefndu og vinna hug
þeirra með bættum kjörum. Um 'h
milljón fékk þar jarðnæði og húsa-
skjól. Þannig var hægt að veita
þeim vernd, svo ekki var mögulegt
að hræða þá til að veita neinum
lið eða matvæli. Eins var landið
þegar á leiðinni að fá frelsi og
komast undan 140 ára nýlendu-
stjórn Breta, svo ekki var hægt að
kalla þetta baráttu fyrir frelsi. Eins
féllu Malajarnir og Bretarnir, sem
þá studdu, ekki i þá freistni að
tortryggja alla Kínverja i landinu,
þó skæruliðarnir væru kinverskir
flokkar, sem höfðu staðið með
Bretum i frumskógahernaðinum
gegn Japönum, er lögðu undir sig
allt þetta landsvæði í heimsstyrj-
öldinni. Þannig einangruðust
skæruliðarnir smám saman í skóg-
unum, matarlausir og hraktir, og
var svo útrýmt að mestu. En smá-
hópar eru enn norður undir landa-
mærum Thailands, þar sem þeir
eru í frumskóginum og berjast
fram og aftur við landamærin. For-
ustan er enn talin vera i höndum
gamla kommúnistaleiðtogans og
skæruliðans Chin Peng. En þetta
er lengri og flóknari saga en svo
að hún verði sögð i stuttu máli.
Kannski er henni ekki lokið. Marg-
ir á þessum slóðum reikna með að
þegar baráttunni Ijúki i Viet Nam,
færist átökin yfir Thailand og
Malasíu.
Og nú er semsagt komið að þvi.
Óttinn við það, var þegar áberandi
fyrir rúmum tveimur árum, þó
ennþá fremur í Thailandi en Mala-
siu, enda nær Laos, Kambodiu og
Viet Nam. sinum fornu erfðafjend-
um. f fyrstu töldu Thailendingar
sér bezt borgið með veru sinni i
SEATO, Suðaustur-Asiu bandalag-
inu, sem Ástralia, Frakkland, Nýja
Sjáland, Pakistan. Filippseyjar,
Thailand. Bretland og Bandarikin
stofnuðu haustið 1954, sem
varnarbandalag gegn framsókn
kommúnista i Asíu, og svo með
veru bandarisks herliðs á hervöll-
unum i landinu. f aukinni skelf-
ingu sinni nú, sem heyra má gegn-
um allar gerðir Thailendinga, ef
grannt er hlustað, reyna þeir að
gripa til annarra og öruggari ráða.
— að vingast i snatri og sem
mögulegt er við sigurvegarana við
landamæri þeirra.
Thailendingar hafa alltaf verið
býsna glúrnir að bjarga sér. Þeir
eru einasta landið í Austur-Asiu,
sem alltaf hefur tekist að halda
frelsi sinu, þrátt fyrir landamæra-
strið við nágrannana I Birma, Laos
og Kambodiu, og siðar ásókn ný-
lenduveldanna, sem lögðu hvert
landið á fætur öðru undir sig. Sagt
er, að það hafi ávallt bjargað Thai-
lendingum hve slyngir og raunsæ-
ir samningamenn þeir voru og
góðir diplómatar. Thailendingar
segja um Chulalonghorn kóng eða
Rama V, sem missti i samningum
alls 90 þúsund fermilna land, m.a.
Kambodiu til Frakka og Malasiu til
Englendinga, að honum hafi þó
tekizt að halda frelsi landsins. Sé
Siam likt við mann og töpuðu
landsvæðunum við limi hans, þá
hafi kóngur fórnað limunum til að
bjarga hjartanu, svo hann gæti
haldið áfram að lifa. Og segja
megi að gamla Siam eða Thailand
hafi við þetta orðið þéttari og
samstilltari kjarni. Enda þýðir Thai
frjáls og nafnið táknar þvi landið
frjálsa. En Thailendingar gerðu á
19. öld samninga um viðskipti og
vináttu við Bandarikjamenn,
Breta, Frakka. Dani, Portúgali,
Hollendinga, Þjóðverja, Svia,
Norðmenn, Belgíumenn og Itali,
sem allir lofuðu að láta landið i
friði gegn hlunnindum á móti. Og
siðast við Japani. sem fengu i
heimsstyrjöldinni að vera i og fara
yfir landið, gegn þvi að hernema
það ekki eins og löndin í kring. En
um það vildu menn helzt ekki
ræða lengur i Thailandi. Vonandi
tekst þeim eins vel að vingast við
þá, sem kunna að ágirnast þá nú
— og halda hjartanu frjálsu.
Ekki er auðvelt að skilja og vita
í svo framandi landi. Þegar ég i
fyrri ferðinni til Thailands 1970
var að rembast við að sjá og skilja
— oft með misjöfnum árangri.
sagði fréttamaður CBS sjónvarps-
ins bandariska uppörvandi við
mig: — Ég er búinn að vera frétta-
maður hér i Suðaustur-Asiu í 20
ár og sima nær daglega heim ein-
hverjar fréttir. Og það er fjölmargt
sem ég veit ekki og skil ekki ennl
Þetta reyndi ég að láta mér að
kenningu verða. En eitt er nauð-
synlegt á slíkum stað. að skjlja
eftir fyrirframgerðar skoðanir,
sem verða gjarnan svo einfaldar
og auðveldar á jafnfjarlægum stað
sem fsland er.
Það er sannarlega ekki gott að
átta sig á ástandinu i Thailandi á
stjórnmálasviðinu. Maður fær
aldrei bein svör við neinu. allt er
undir yfirborðinu. Ekki leikur vafi
á þvi að spilling er mikil i stjórn-
kerfinu, og auðugar ættir b/sna
áhrifamiklar. En þar sem slik spill-
ing er mjög ríkjandi og hefur verið
lengi f löndum Suðaustur-
Asfurikjunum, virðist almenningur
ekki setja það mikið fyrir sig þó að
þaðsé spurt. Þaðsem kvartað er
undan, er fremur of mikil óper-
sónuleg miðstjórn i Bangkok og
stjórnvöld þannig úr sambandi við
landsbyggðina og fjarlæga staði.
Embættismenn hennar og lög-
reglumenn eru sendir frá höfuð-
borginni og stjórna samkvæmt
fyrirmælum þaðan, en heimamenn
geta litið aðhafzt i eigin málum.
Sumir sögðu mér, að þó stjórnin
vildi skera niður spillingu og bæta
úr, þá vanti skipulag og getu til að
koma þvi i framkvæmd. Töldu
flestir, sem ég átti tal við, að
viljinn væri kannski fyrir hendi, en
allt gengi hægt þar í landi. Thai-
lendingar sjálfir væru þannig gerð-
ir. Þó Thailendingar séu aldrei
ánægðir með hlutina eins og þeir
eru, þá vilji þeir fara hægt í breyt-
ingar, útskýrðu menn. Þeim falli
betur þróun en bylting. Ef hver og
einn hefði innbyggðan sálrænan
hraðamæli og hann væri stilltur á
hraða, sem bezt hentar honum til
aðstarfaog lifa sinu lifi á heimilinu
og i þjóðlifinu yfirleitt, þá sé
hraðamælir Thailendingsins frem-
ur stilltur á lento eða hægt en
allegro — hratt. Og það sýnist
mér sannarlega að geti verið rétt.
Þegar ég heyri fréttirnar frá
Thailandi nú, þá þykir mér slæmt
að stormsveipur með miklum flóð-
um kom í veg fyrir að ég kæmist
til Chienmai, hinnar fornu höfuð-
borgar Thailands og norðurhlut-
ans yfirleitt. Þar er það, sem
landamæri Thailands liggja að
Laos og að Birma. Þar er Mekong
fljót, þar sem Thai Laosar og Thai-
lendingar, sem í rauninni er sama
fólkið, hafa í aldaraðir farið frjáls-
lega yfir landamærafljótið hver til
annars og þekkjast ekki i sundur.
Þar eru þorp víetnömsku flótta-
mannanna. sem lentu milli stríð-
andi aðila og flúðu yfir Laos, þar
til þeir lentu i Thailandi, þegar Ho
Che Min leiddi Viet Nama i barátt-
unni gegn Japenum í seinni
heimsstyrjöldinni og siðan gegn
Frökkum — þessir Vietnamar i
Thailandi sem Thailendingarnir
tortryggðu alltaf sem kommún-
ista. Og þarna norðurfrá eru her-
flugvellirnir, sem Bandarikjamenn
hafa flogið frá til að gera loftárásir
á Norður Viet Nama og Ho Che
min leiðina, flutningaleið Norður-
Vietnama gegn um Laos. Þar eru
lika skæruliðarnir i fjöllunum og
terroristarnir, sem koma inn i
þorpin og neyða þorpsbúa til að
veita stuðning — drepa mann og
annan til að halda þeim skelfdum
— enda litil vörn í stjórnvöldum
landsins, svo langt frá miðstjórn-
inni i Bangkok. Hún hefur lengst
af gert lítið fyrir ibúa þessara af-
skekktu héraða landsins og þeim
þvi hvorki nærtæk né kær. En
semsagt, ég komst ekki þarna
norður eftir og mun þvi ekki reyna
að útskýra hvernig málum er hátt-
að þar. Kannski fær ég tækifæri til
þess siðar. Nú er ég svolítið betur
búin til að skilja þetta fólk, eftir
nokkur kynni af þvi, hugsunar-
hætti þess og lifsskilningi á þess-
um tveimur ferðum þangað. Mað-
ur ætti liklega að láta sér varnað-
arorð Anonymousar karlsins sér
að kenningu verða, er hann sagði:
Sagan er no'kkuð, sem aldrei gerð-
ist, skrifuð af mönnum sem ekki
voru þar.
Flestir Thailendingar virðast
raunar litinn áhuga hafa á stjórn-
málum og stjórnsýslu og tala lítið
um slikt. Þeir lifa i gjöfulu og hlýju
landi, þar sem allt grær. Þeir hafa
lítið og lifa á litlu, en eru glaðir og
áhyggjulausir. Brosa sinu hlýlega
brosi við öllu og öllum. Mér þótti
fengur að kynnast svo Ijúfu, lifs-
glöðu og eðlilega tillitssömu fólki,
sem aldrei hefur heyrt Einar Bene-
diktsson nefndan, en kann þó
flestum betur að hafa gát i nær-
veru sálar.
Og mér finnst skelfilegt ef yfir
það á að ganga, þó ekki sé nema
brot af ósköpunum frá Viet Nam
— sama hvaða tilgangi það á að
þjóna.