Morgunblaðið - 06.06.1975, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JUNl 1975
19
Jóhann Hjólmarsson
Nálœgur tími, nálægtfólk
PETER Poulsen er danskt
skáld, sem vekur sífellt meiri
eftirtekt. Síðasta ljóðabók
hans: Verden omkring mig,
útg. Gyldendal 1974, er án efa
merkasta framlag hans til Ijóða-
gerðar til þessa. Dóttir skálds-
ins, Nynne, hefur gert kápuna
og gætt hana því manneskju-
lega yfirbragði, sem bókin
vitnar um. Það er veröldin
kringum okkur, sem skáldið
fæst við að draga upp, aldrei er
leitað á þau mið, sem einu sinni
þóttu sjálfsögð einkenni ljóða-
gerðar ungra skálda, þ.e.a.s.
lokaður heimur undirvitundar-
innar, innhverf speglun sjálfs-
ins. í staðinn spjallar Peter
Poulsen kumpánlega við les-
andann um það, sem er hans
heimur og gerir það með
listrænum hætti.
Peter Poulsen er um margt
sérstæður i danskri ljóðagerð.
Hann hefur hrifist af súrreal-
isma og skáldum Suður-
Ameríku, einkum þeim
portúgölskumælandi, brasíl-
ískum skáldum. Hann hefur
ferðast mikið og dvalist i Rio de
Janeiró og Sao Paulo, þar sem
hann hefur leitast við að kynn-
ast brasilískum skáldskap. Það
verður ekki betur gert en með
því að hitta skáldin sjálf að
máli, komast að því hvað fyrir
þeim vakir, reyna að átta sig á
uppruna þeirra og markmiðum
með skáldskapnum.
Ég hef áður vikið að því i
þessum þáttum, stikum, hve
margvísleg áhrif eru glögg í
verkum Peters Poulsens, en
ekki tel ég það ljóðunum til
lasts. Hann verður sjálfstæðari
með hverri bók. Ljóðin í
Verden omkring mig eru yfir-
leitt löng og mælsk, en í bók-
inni eru líka stutt ljóð og hnit-
miðuð. Ljóðin eru oft andsvar
við umhverfi skáldsins um leið
og þau bergmála heimsatburði,
stjórnmál, lestur bóka, kvik-
myndir, dagblöð og vikublöð
eins og Andrés Önd.
I ljóðinu du kan ikke standse
verden yrkir skáldið:
Öóru hverju
tilvil junarkennda daga
á tilviljunarkenndum götum
getur þad gerst að madur nemi
af tilviljun staðar
en Iffið heldur áfram
ógnirnar halda áfram
orsakir ógnanna halda áfram
sjúklingarnir verða alltaf við
vonda heilsu
heimurinn virðist til fyrir þá
ríku og heilbrigðu
ekki fyrir okkur
I ljóðinu er einnig talað um
það, sem við köllum réttlæti og
felst í því að hinir veikgerðu
hafi rétt til að vera veikgerðir
og hinir sterku rétt til að vera
sterkir. Að stöðva heiminn eða
koma sér undan er óhugsandi.
Sú er niðurstaða Peters
Poulsens. Hans Ameríka eru
Ijóð Bandaríkjamannsins Walts
Whitmans með boðskap þeirra
um frið og skilning milli
manna; óðir Pablos Neruda frá
Chile, sem brýna til þátttöku
um leið og skáldið gleðst yfir
undrum lífsins og hinu daglega
lífi og síðast en ekki síst eru
brasilisku skáldin ofarlega í
huga Poulsens, en einkenni
þeirra margra er opinská um-
ræða um vandamál Brasilíu og
þar með Suður-Ameríku og
heimsins yfirleitt.
Skuld sína við brasilfsk skáld
geldur Peter Poulsen með bók-
inni Virkeligheden og billedet.
Ti brasilianske digtere. Oversat
av Peter Poulsen. Grafik af Ole
Sporring, útg. Bröndums forlag
1974. Þessi bók er að mínu viti
frábærlega unnið verk, bæði
hvað þýðingar Poulsens snertir,
formála hans og kynningarorð.
Bókin hefst á ljóðum frægasta
nútímaskálds Brasilíu, Manuels
Bandeira (1886—1968), og
endar á ljóðum Fereira Gullar
(f. 1930). Fyrsta ljóðið í bók-
inni, Skáldskaparmál eftir
Bandeira, er stefnuskrá brasil-
ískra skálda, að minnsta kosti
þeirra, sem Peter Poulsen
Peter Poulsen:
IMYNDUM OKKUR
Til Allendes og sjálfsmorðingja hans
Imyndum okkur að það dimmdi ekki eins fljótt
fmyndum okkur að draumur og veruleiki skiptu um hlutverk
(þó ekki væri nema einn dag)
að ótti og framtið væru ekki eitt og hið sama
Imyndum okkur að Chilebúar ynnu f baráttunni gegn ITT
ímyndum okkur að við byggjum f heimi
þar sem skýjaglóparnir hétu Bjöl eða Krag
að Vosnesenskí væri menntamálaráðherra
Rússlands
ímyndum okkur að þeir töluðu máli frelsisins
sem I raun og veru vildu frelsi
að fulltrúar menntamanna væru menntamenn
fólksins fólkið
og annað eftir því
fmyndum okkur að það mál sem við tölum
væri raunverulega það mál sem við töluðum
en ekki öfugt
eða þvert á móti
Jóhann Hjálmarsson þýddi.
velur eftir. I Ijóðinu segist
Bandeira vera leiður á ljóðum
hófseminnar, vel upp alinni
ljöðlist, þar sem skáldið flettir
upp í orðabók til þess að komast
að hvort það hefur farið rétt
með eða brotið reglur málsins.
Bandeira endar ljóð sitt á
þessum orðum:
Ég mæli með Ijóðum vitfirringa
Ijóóum ölvaóra
erfiðum og sársaukafullum ljóóum
ölvaóra
Ijóóum hirófífla Shakespeares
Ég vil ekki heyra minnst á Ijóó
sem ekki er frelsun
Carlos Drummond de
Andrade (f. 1902) er það núlif-
andi skáld í Brasilíu, sem marg-
ir líta á sem höfuðskáld. Hann
er tvímælalaust verður Nóbels-
verðlauna eins og Peter
Poulsen bendir á, skáld, sem
með óvenjulegum hætti fangar
skyndimyndir lífsins og gerir
það með svo elskulegum hætti,
oft með húmoriskum undir-
tónum, að ljóðið gleymist ekki.
Hann hefur búið lengst í Rio de
Janeiro og gegnt embættisstörf-
um í menntamálaráðuneytinu
þar. Forfeður hans voru stór-
bændur og gullgrafarar. Eins
og mörg skáld, bæði i Suður-
Ameríku og víðar, hefur
Andrade verið blaðamaður og
greinahöfundur auk þess, sem
hann hefur lagt stund á þýð-
ingar. Að sögn Poulsens eru
þýðingar hans á skáldsögum
Hamsuns ágætar. Carlos
Drummond de Andrade er
skáld, sem ljóðlistarunnendur
ættu ekki að láta fara framhjá
sér. Aðeins eitt Ijóð hefur verið
þýtt eftir hann á islensku og
birtist það í Lesbók Morgun-
blaðsins (1972). Nokkur ljóð
Bandeira eru til i islenskum
þýðingum.
Ferreira Gullar yrkir m.a. um
sykurinn, sem Brasilía er hvað
kunnust fyrir ásamt kaffinu.
Honum verður hugsað til
þeirra, sem hafa komið því til
leiðar að hann situr yfir sætu
kaffi við morgunverðarborð í
Ipanema. Sykurinn er ekki orð-
inn til fyrir kraftaverk, heldur
er hann unninn í fjarlægum
héruðum, þar sem hvorki eru
Peter Poulsen.
spítalar né skólar, af mönnum,
sem eru ólæsir og óskrifandi og
deyja úr hungri 27 ára gamlir.
Með þessu Ijóði, sem nefnist
Sykur, lýsir Gullar yrkisefnum
brasilískra skálda, vitund
þeirra um það umhverfi, sem
þeir hrærast í. En með þessu
Ijóði er ekki öll sagan sögð. Það
eru ekki eingöngu ljóð félags-
legs eðlis, sem ort eru í
Brasilíu. I Virkeligheden og
billedet eru líka gamalkunn
yrkisefni eins og ástin, ein-
manaleikinn og dauðinn. Og
það var einmitt í Brasilíu, sem
hinn módernfski konkretismi
dafnaði á tímabili, en nú hafa
flest skáld snúið baki við hon-
um. I Brasilíu er ritskoðunin
öflug og þess er gætt að sleppa
ekki öllu í gegn þrátt fyrir visst
umburðarlyndi.
Carlos Drummond de
Andrade á sér stefnuskrá í lík-
um anda og Manuel Bandeira
þótt með fágaðri hætti sé. Eitt
af þekktustu ljóðum Andrade
endar á orðunum:
Tíminn er viðfangsefni mitt,
nálægur tími, nálægt fólk,
nálægt lif.
I verkum brasilísku skáld-
anna, sem Peter Poulsen
kynnir okkur, eru þessi orð sá
grundvöllur, sem byggt er á.
Um leið gætu þau verið eink-
unnarorð ljóðabókar hans
sjálfs: Verden omkring mig.
Kína
býr yfir
miklum
olíu-
lindum
: v.
forum
world features
Öll rök hníga að því, að Asiu-
lönd á Kyrrahafssvæðinu verði
sjálfum sér nóg um oliu um 1985
og á næstu þremur árum er gert
ráð fyrir mjög aukinni oliuvinnslu
bæði á láði og legi. KFna er i hópi
þessara landa og kínversk stjórn-
völd kosta nú kapps um að afla
sér tæknilegrar þekkingar á sviði
oliuvinnslu.
Ástæðan er sú, að fundizt hafa
mjög auðugar oliulindir i Suður-
Kinahafi, að þvi er fréttir herma,
en ennfremur hafa orðið miklir
oliufundir á landi i héruðunum
skammt frá landamærum
Mongóliu, sem nú telst til Sovét-
rikjanna.
Hinn nýi oliufundur i Suður-
Kinahafi hefur komið af stað
kapphlaupi i gerð oliuborpalla. f
Shanghai hefur verið komið á fót
sérstökum iðnaði til framleiðslu á
oliuborpöllum og skipum. Einn
borpallur er þegar fullbúinn, og
verður brátt tekinn i notkun 1 50
milur undan ströndum Kina.
Svo gæti vel farið, að Kinverjar
gerðust oliuútflytjendur i stórum
stil og yrðu eftir nokkur ár skæðir
keppinautar oliuveldanna i Mið-
austurlöndum. Ef Kina færi fram á
aðild að sambandi oliuútflutnings-
landa (OPEC) er ekki loku fyrir
það skotið, að Maó formaður,
Chou En lai eða einhver eftirmað-
ur þeirra yrði formaður sambands-
ins, sem þegar er orðið
geysiöflugt.
Siðustu spár um framleiðslu-
getu á olíu i Asiulöndum við
Kyrrahaf gera ráð fyrir, að árið
1985 nemi framleiðslan 8 milljón-
um tunna daglega i stað 2.5
milljóna nú. Skýrsla þessi hefur
verið undirbúin af alþjóðlegu ráð-
gjafa fyrirtæki í oliuvinnslu.
Skýrsla þessi er byggð á fundi
Oliuborpallur
Eftir Alan Geddes
oliulindanna i Suður-Kinahafi og
ennfremur á nýfundnum oliulind-
um úti af Indónesiu, meðfram
landgrunni Ástraliu að norðvest-
anverðu og i Thailandsflóa. Hins
vegar hafa sérfræðingarnir liklega
ekki gert ráð fyrir, að Kínverjar
muni nýta vinnslumöguleika sina
til fullnustu. Samt sem áður mun
fyrirsjáanleg framleiðsla, þ.e. 8
milljónir tunna á dag, vera nægi-
leg til innanlandsnotkunar á þess-
um slóðum, auk þess sem olia yrði
flutt úr. Á hinn bóginn eru nokkur
lönd og ríki á þessu svæði, sem
ekki munu hagnast beint á þess-
um mikla oliufundi, og þar eru
m.a. Japan, Hong Kong og Singa-
pore.
Iðnvæðingin i Japan er ákaflega
mikil og liklega er oliuþörfin þar
meiri en annars staðar á þessum
slóðum, en trúlegt er, að Japanir
muni veita Kinverjum sérfræði-
lega aðstoð i skiptum fyrir oliu.
Gætu Japanir einnig útvegað Kin-
verjum borunarskip sin, og sýnt
þar með veldi sitt enn á ný.
Ekki er heldur gert ráð fyrir, að
Kínverjar muni láta Hong Kong,
hina miklu vörudreifingarmiðstöð
sina verða afskipta með oliu.
Singapore hefur náin samskipti
við Brunei, þar sem oliuvinnsla
hefur verið um langt skeið, og
ennfremur fær rikið oliu frá
Ástraliu.
Að Kina frátöldu, er Burma það
Asíuland, sem býr yfir mestum
möguleikum til oliuvinnslu. í Mið-
Burma eru miklar olíulindir og
jarðskjálftafræðingar segja. að
feiknagóðar horfur séu á oliu-
vinnslu við landið neðansjávar.
Ibúar Burma eru þess mjög fýs-
andi að hefja oliuvinnslu úr hinum
miklu lindum um miðbik landsins,
Yanagyaung, Singu og Minbu. Þá
skortir nægilegt fjármagn og jér-
fræðiþekkingu, etla gæti fram-
leiðslugeta þeirra orðið gifurleg.
Rikisstjórn Burma hefur farið
fram á fjárhagsaðstoð frá Bretum,
Bandarikjamönnum og oliuveldun-
um á Arabiuskaga til að geta hag-
nýtt sér þessar lindir og rannsakað
svæðin neðansjávar með tilliti til
oliuvinnslu. Þeir vilja einnig fá
sérfræðinga frá löndum þessum til
liðs við ríkisfyrirtækið, Myanma
Oliufélagið i Rangoon, i þessu
skyni. Oliuiðnaðurinn i Burma er
þjóðnýttur, en það hefur reynzt
litt arðvænlegt vegna afleiðinga af
siðari heimsstyrjöld og starfsemi
skæruliðahópa, sem hrjáð hafa
landið allt frá lokum hennar.