Morgunblaðið - 06.06.1975, Page 23

Morgunblaðið - 06.06.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JUNl 1975 23 Tíu hreppa skóli rís í Varmahlíð læti hennar og eðlislægu elsku- semi. Ég óska þessari öldnu vest- firzku kempu allra heilla á slíku merkisafmæli hárrar elli, og að hún megi njóta bæði nú og síðar göfugs hjartalags síns og fórnar- lundar. Hún hefur aldrei verið kröfuhörð fyrir sjálfa sig — má varla til þess hugsa, að nokkur hafi neitt fyrir henni — en hefur haft til að bera þann metnað og þá reisn, sínum til handa, sem höfð- ingjum sæmir. Um hana mátti segja á vissu skeiði ævinnar: „Konungs hafði hún hjarta í kot- ungs barmi“. Siðar lifði hún betri tíma. Megi þessi góða kona liía óbuguð og sem heilust heilsu til hinztu stundar og minnast þess í viðjum ellinnar, sem henni er hugljúfast og kærast frá svo Iöngum og stundum ströngum ævidegi. Guð blessi Halldóru ævi- kvöldið og Ijái henni likn með þraut. Vinur að vestan. Sönglög Eyþórs gefin út Nýlega voru gefin út á ný 15 sönglög eftir Eyþór Stefánsson tónskáld á Sauðárkróki og er út- gefandinn Guðrún dóttir hans. Lögin voru fyrst gefin út 1971, en sú útgáfa er löngu uppseld. Heft- ið verður eingöngu til sölu í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur í Vesturveri í Reykjavík. Eyþór Stefánsson er löngu þjóð- kunnur sem tónskáld og hafa mörg laga hans náð mikilli hylli, m.a. „Lindin“, „Mánaskin“ og „Bikarinn". Eyþór verður 75 ára á vetri komanda. Hann á í fórum sínum mörg lög, sem aldrei hafa verið gefin út, en útgáfa þeirra er fyrirhuguð síðar. TlU hreppar í Skagafirði hafa sameinast um einn skóla og er nýja skólahúsið í byggingu í Varmahlíð. Verður þar grunn- skóli skv. nýju lögunum, en mis- jafnt eftir hreppum hve margir árgangar sækja þangað nám. Tveir hreppanna hafa alla kennslu í Varmahlfðarskóla, Seyluhreppur og Skarðshreppur, en aðrir eru með 2—5 árganga. Þeir eru Staðarhreppur, Akra- hreppur, Viðvfkurhreppur, Hóla- hreppur, Hofshreppur, Hofsós- hreppur, Haganeshreppur og Holtshreppur. Ráðgert er að í skólanum verði 180—200 nemendur úr þessum hreppum og verður þeim ekið að og frá skóla, þar sem unnt er. Fyrsti áfangi skólahússins, sem teiknað er af Hrafnkeli Thorlaeius arkitekt, er 59% af heildarstærð hússins. Er hann í byggingu og ætlunin að þessum fyrsta áfanga verði lokið i árslok 1975. t þeim áfanga er i A-húsi heimavist fyrir 30 nemendur, mötuneyti, ibúðir starfsfólks, kennara og gæslúmanns, geymslur og fleira. I B-húsi eru allar kennslustofur, lesstofur, bókasafn og geymslur. Fyrsti áfangi er 1430 ferm að stærð, ann- ar áfangi 1220 ferm. Siðar er ráð- gert að reisa stjórnunardeild og kennarabústað ásamt skólastjóra- bústað, samtals 913 ferm og loks íþróttahús, um 860 ferm að stærð, og 500 fermetra heimavistarhús til viðbótar. 'Þá yrði samanlagt skólahúsnæði 4920 ferm að stærð. Áætlað var að áfangi sá, sem nú er unnið að myndi kosta 85 millj króna, en heildarkostnaður er nú orðinn 57 millj. Ríkissjóður greið- ir um það bil 77% stofnkostnaðar skólans og hrepparnir sameigin- lega 23%, i hlutfalli, sem samið er um þeirra á milli. Borað hefur verið eftir heitu vatni austan i Reykjahól við Varmahlið í Seyluhreppi, til að fá heitt vatn til skólabyggingarinnar og var árangur góður. Fengust 17 sekundulítrar af 86 gráðu heitu vatni, sem talið er nægja fyrir 1000 manna bæ. Teg. 202 Ný tegund frá Berkemann. Með vel gerðu innleggi Nr. 36—40. Litir: Hvítt og rautt lakkleður Verð 2.760. Velour-Toffler. Teg. 404. Fyrsta sinn sem við getum boðið þessa gerð úr rússkinni mjúkt og þægilegt. Nr. 36—40. Litir: Dökkblátt og sand. Verð: 3.290 Teg. 402. Möguleiki á að vikka yfir ristíiia Litir: Hvitt og brúnt. Verð nr. 38—40 kr. 4.215 Verð nr. 41—46 kr. 4.450. leg. 208. Krossviðarsóli og kork hæll með svampsólum. Tágribspúðum og tágripi Litur: Rautt skinn Nr 37—40 Verð kr. 3.060 Hann veit svo sem hvað til hans friðar heyrir BERKEMANN töflur, það er nokkuð, sem maður VGlt hvað er. Orginal sandalar. Teg. 104 Þessa tegund höfum við haft Ikk. stöðugt á boðstólnum ' mör9 ár. Að þessu C ‘ /7 ;é sinni er hællinn J aðeins hærri og hefur .^0 það likað mjög vel. Nr. 36—40. Litur: Hvitt, Verð 2.745. Ruby. Teg. 704. Leðurskór með hinu góða Berkemann korkinnleggi. 30 mm hælar. Nr. 37—40. Litir: Hvltt og beige. Verð kr. 600. Teg. 359. Mjög vinsæl gerð. Nr. 36—40 Litir: Rautt og gult, lakk, skinn Verð:3.455. Sommer-töflur. Teg. 414. Mjög vinsæl tegund. Lirit: Hvitt! nr. 36—42. , Verðkr. 3.290 k Brúnt i nr 40—46 Verð kr. 3.81 5 V Soft-toeffler. Teg. 424^^^"^^^^ Nr. 37—40. Litir: Hvitt og hummer (Ijósbrúnt) Verð kr.: 4 780 Teg. 359. Sama útlit og teg. 359 Þó með þeirri nýjung að hægt er að þrengja^^HH eða vlkka efri ólina Nr. 36—40. . „ Litur: Blátt skinn f Verð: 4.285 V_ Kiesel. Teg. 772. Fallegar karlmannatöflur úr skinni með hinu góða Berkemann korkinnleggi. Skórnir gefa góðan stuðning Nr 40—45. Litur: Brúnt. Verð kr 6.315 Brasilia. Teg. 372 Nýtískufegt og fallegt snið og að sjálfsögðu með Berkemann innleggjum. Nr. 36 Litir: Hvltt, blátt og rautt skinn. Verð: 3.920 Teg. 401. Litur: Svart skinn, sóli dekktur Verðnr. 38—40 kr. 3.590 Verð nr. 41 —47 kr. 3.950. Póstsendum samdœgurs Allar gerðirnar, sem eru úr tré eru léttar og pólerað tréð 1. flokks frágangur. Allar með svamp sólum. Domus Medica Egilsgötu 3. Pósthólf 5050. Slmi 18519. Einnig nýkomið fjölbreytt úrval af tréskóm frá Danmörku og Finnlandi ásamt ódýrum fallegum kvenskóm frá Ítalíu o.fl. o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.