Morgunblaðið - 06.06.1975, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JUNl 1975
27
Kveðja:
Valdimar Ragnar
Valdimarsson
Fæddur 13. júlí 1927.
Dáinn 3. maí 1975.
Mætur maður er kvaddur.
Minningarnar leituðu á hug-
ann, eftir að hann pabbi kom til
mín og sagði mér, að hann Valdi
bróðir sinn væri dáinn. Þessi
fregn kom mér ekki mjög á óvart.
Ástæðan var sú, að þessi elsku-
legi frændi minn hafði legið á
sjúkrahúsi siðan í september s.l.,
þar sem hann háði óslitna baráttu
við ólæknandi sjúkdóm, þó ekki
væri nema47 ára gamall. Það var
eins með hann og svo marga aðra
sem kvaddir eru svo ungir á fund
feðra sinna, að hann var ekki við-
búinn að kveðja þetta jarðneska
líf.
Hann var svo fullur af lífsþrótti
og talaði um framtíðaráform sín
allt fram til síðustu stundar.
Hann var mjög samvizkusamur
maður í vinnu sem öðru og lengst
af ævinni starfaði hann við vél-
stjórn, bæði til sjós og í landi. Nú
síðast á Dælustöðinni á Kefla-
víkurflugvelli. Ég hef heyrt sagt,
að þar sem Valdi hafi verið við
vélstjórn, hafi verkið verið svo vel
og snyrtilega af hendi leyst, að
vart hafi verið hægt að finna
hreinlegri vélasal.
Valdi var kvæntur Fanneyju
Björnsdóttur, móðursystur minni,
og bjuggu þau fyrstu hjúskapar-
árin ásamt dætrunum þremur,
Ragnheiði, Eygló og Hafdisi, í
Tjarnarkoti í Sandgerði, þar sem
fjölskylda mín bjó einnig. Þessar
tvær fjölskyldur voru eins og ein
stór fjölskylda, svo samhentar
voru þær. Síðar fluttist Valdi með
fjölskyldu sína til Y—Njarðvíkur.
Nokkrum árum seinna lauk ég
skyldunámi mínu í Sandgerði, en
gagnfræðanámi þurfti ég að Ijúka
í Keflavik og bjó ég þau tvö
námsár á heimili Valda og
Fanneyjar, sem tóku mér eins og
ég væri ein af dætrum þeirra. En
fyrsti skóladagurinn er mér ætið
minnisstæður, því að honum lokn-
um fannst mér, að áframhaldandi
skólaganga væri óhugsandi, því
kunnátta mín í hinum ýmsu
námsgreinum var i engu sam-
ræmi við kunnáttu skólafélaga
minna, sem virtust eiga talsvert
lengri skólagöngu að baki. Buguð
af vonleysi hélt ég heim á leið,
þar sem Valdi tók á móti mér með
eftirvæntingu í augum og spurði
hvernig mér hefði gengið. Við
settumst við eldhúsborðið og eftir
að ég hafði sagt honum ástæðuna
fyrir vonleysi mínu, bað hann mig
blessaða að hafa ekki áhyggjur af
slíkum smámunum, því þessu
væri hægt að koma í lag.
„Ég tala við vin minn, sem er
kennari og bið hann að kenna þér
það sem á vantar“. Þannig gat
Valdi ætíð gert lítið úr áhyggjum
annarra með þvi að byggja upp
nýja von, sem hann stóð vörð um,
Deutschsprachige
Stenotypistin mit guten
Steno- und Schreib-
mashinenkenntnissen
aushitfsweise ab sofort
fiir ca. 3 Monate
gesucht.
Botschaft der Bundes-
republik Deutschland
Tel. 19535
Þýskumælandi hraðrit-
unarstúlka með góða
kunnáttu bæði í hraðrit-
un og vélritun óskast
strax um 3 mánaða skeið
vegna forfalla.
Sendiráð Sambandslýð-
veldisins Þýskalands,
simi 19535.
Strásykur 1 kg. kr. 210
Gr. baunir Ora 1/1 kr. 130
Smjörlíki 1 stk. kr. 138
Hveiti 10 Ib. kr. 397
Ritskex kr. 86
Yfir 20 teg. af kexi á kjarapöllum
Fiskibollur 1 /2 kr. 88
Úrbeinað hangikjöt á kjarapöllum
Kaffi einn pakki á kr. 109
Kjöt í heilum skrokkum
Opið til kl. 10 í kvöld
og til hádegis á morgun
Kostaboð á
kjarapöllum
KJÖT OG FISKUR
SELJABRAUT 54.S1MI: 74200
svo lengi sem hann taldi þurfa.
Fanney hefur verið stoð og
styrkur mannsins síns til síðustu
stundar og votta ég henni,
dætrunum, aldurhniginni móður,
systkynum og öðrum ástvinum
mína dýpstu samúð og bið Guð að
styrkja þau í sorginni.
Með þessum fáu og fátæklegu
orðum vil ég þakka mínum elsku-
lega frænda fyrir allar samveru-
stundirnar og allt sem hann hefur
fyrir mig gert. Blessuð sé minn-
ing hans. Fari hann í friði.
Bróðurdóttir.
Athugasemd
VEGNA fréttar í Mbl. s.l. laugar-
dag um hrun brúar yfir Kópa-
vogsgjána hefur bílstjóri vöru-
bílsins, sem dró gröfuna, Ásbjörn
Helgason, haft samband við blað-
ið. Kvað hann það ekki rétt vera í
fréttinni, að billinn hefði verið á
töluverðri ferð. Þvert á móti hefði
hann ekið löturhægt í 2. gir og
vart verið yfir 10 km hraða á
klukkustund.
Nýr kaupfélags-
stjóri á Höfn
KAUPFÉLAG Austur-
Skaftfellinga hélt aðalfund sin
síðastliðinn laugardag, fundinn
sátu auk stjórnar og endurskoð-
enda 24 fulltrúar. Heildarvélta
félagsins á árinu 1974 var 11,74
milljónir; aukning 430 milljónir
eða 57,8%.
Fjárfestingar námu 145
milljónum, afskriftir nær 13
milljónum, rekstrareikningur'
sýndi tap 4 milljónir 787 þúsund,
heildarvinnulaun voru 182
milljónir 957 þúsund. söluskattur
var greiddur 45 milljónir 884
þúsund. Framleiðsla í frystihúsi
var 112, 476 kassar, saltfiskur 770
lestir, mjólkur-innlegg var 1
milljón 892 þúsund lítrar,
aukning 2,36%. Slátrað var 28136
kindum og 695 nautgripum.
Fulltrúar á aðalfundi SlS voru
kosnir Ásgrímur Halldórsson og
Óskar Helgason Asgrímur
Halldórsson sem verið hefur
framkvæmdastjóri félagsins í 23
ár lætur af störfum hinn 1. ágúst,
en mun halda áfram störfum hjá
félaginu. I hans stað hefur
Hermann Hansson verið ráðinn
framkvæmdastjóri.
Gunnar.
Gunnar á
Kjarvalsstöðum
GUNNAR I. Guðjónsson listmál-
ari heldur nú sýningu á 84 verka
sinna á Kjarvalsstöðum. Góð að-
sókn hefur verið að sýningunni og
margar myndir hafa selzt. Sýning-
unni lýkur n.k. sunnudagskvöld.
— Fimm milljón-
um var tortímt
Framhald af bls. 16
nema Petrovsky. Einungis þrir af
102 aðalmönnum og varamönn-
um miðstjórnar Kommúnista-
flokks Úkrainu héldu velli. Allir
sautján ráðherrar stjórnar Úkraínu
voru handteknir. Allir ritarar hinna
ýmsu flokksdeilda landsins féllu.
Hreinsanirnar tóku til hverrar
einustu stofnunar lýðveldisins.
Forystumenn iðnfyrirtækja ríkis-
ins, borgar- og sveitarstjórna,
mennta- og vísindastofnana hurfu
hundruðum saman. Rithöfunda-
samband Úkralnu var nánast
þurrkað út. . .
Stalín og Khruchschov hafði nú
tekið að losa sig við alla fyrri
forystumenn Úkralnu og fyllt
skörðin með nýjum mönnum, sem
höfðu vakið athygli á sér með
skilyrðislausri samstöðu með eða
áhuga á hinum nýju stjórnarhátt-
um. Þetta levsti samt ekki erfið-
leika þeirra félaga með úkralnsku
þjóðina. Stalfn sagði Roosevelt á
fundi þeirra á Yalta, að „hann ætti
I erfiðleikum með Úkrafnu, og
völd hans væru þar ótrygg". Hann
harmaði það sfðar, að ekki væri
viðráðanlegt að flytja alla
úkrafnsku þjóðina nauðungar-
flutningum eins og hann hafði
leikið smærri þjóðir eins og
Chechena og Kalmyka.
í blaðinu á morgun verður
enn gripið niður ! bók
Roberts Conquest um ógnar-
stjórn Stalíns Þar segir
frekar frá hinum alræmdu
hreinsunum, „réttarhöldum"
og þrælkunarbúðum
AÐ KAUPA
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI RlKISSJÓÐS
JAFNGILDIR FJÁRFESTINGU
í FASTEIGN
EINFALDASTA OG HAGKVÆMASTA FJÁRFESTINGIN
SKATT- OG FRAMTALSFRJALS
TIL SÖLU f ÖLLUM BÖNKUM — ÚTIBÚUM
SPARISJÓÐUM OG HJÁ NOKKRUM VERÐBRÉFASÖLUM
SEÐLABANKI ÍSLANDS