Morgunblaðið - 06.06.1975, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JUNl 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
en ekki tekur hann til smíðanna, en sezt
þar á tré eitt, styður hönd undir kinn og
starir fram fyrir sig um hríð, en síðan
tekur hann úr vasa sínum bréf nokkurt
og les, og virðist kaupmanni sem Þorleif-
ur æ byrji að lesa það, er hann hefur
endað það, og sýnist honum hann við og
við þeirra tár nokkur af augum sér; fer
svo langa hríð, unz, kaupmaður heyrir
mannamál fyrir utan húsið, þá stekkur
Þorleifur upp og gríður til smíðanna.
Eftir þetta þóttist kaupmaður hins sanna
vís um lundarfar Þorleifs, gengur burt
og fæst eigi um við fleiri menn; en
einhverju sinni, er þeir Þorleifur voru
tveir saman í stofu, tekur kaupmaður svo
til orða og segir:
Það er þó satt, sem mælt er um yður
íslendinga, að þér eruð menn dulir og
ekki allir þar sem þeir eruð séðir, og segi
ég þetta ekki til ámælis.
Svo þykir mér, sagði Þorleifur, sem
þetta sé meira sannmæli um hina fornu
íslendinga en samtíðamenn vora; mér
virðist nú flestir menn vera svo, að þeir
—COSPER-------------------
Borðadu nú súpuna mcúan hún cr hcil.
beri utan á sér það, sem þeir eru; en
hinir gömlu Islendingar báru kjarnann
innan í sér, og því varð tfðum að brjóta
hnotina til karnans; nú þykir mér réttast
að láta hana vera óbrotna, eður því mælið
þér þetta, kaupmaður góður?
Mér datt það svona í hug, af því ég
þóttist nýlega hafa komizt að raun um, að
dómar manna um suma menn eru mjög
svo fjarri réttu.
Gninnhyggnu kerlingamar
komdu og legstu hérna hjá mér og gláptu
beint upp, og gáðu að því að hafa ekki
augun af skýinu þarna“.
Og meðan maður kerlingar lá og glápti
upp í skýin, svo honum vöknaði um augu,
tók hinn hestinn hans og lagði af stað
með hann og kerruhestinn og allt saman,
og þegar fór að skrölta í kerruhjólunum
úti á veginum, þaut hinn upp, en var þá
svo ruglaður, að hann gáði ekki að elta
manninn frá Hringaríki, fyrr en það var
um seinan.
Nú stóð hinn eftir slyppur og snauður,
en þegar hann kom heim og kerla hans
spurði hvað hann hefði gert af hestinum,
þá sagði hann: „O, ég sendi honum Pétri
heitnum hann líka, mér fannst ekki nógu
gott handa honum að vera að skrölta í
kerru milli bæja í Himnaríki, en nú getur
hann selt kerruna og keypt sér vagn og
beitt báðum hestunum fyrir hann“.
„Æ, þakka þér fyrir, aldrei hefði ég
haldið, að þú værir svona góður maður“,
sagði kerlingin.
Þegar maðurinn, sem hafði fengið sex
hundruö dalina, kerruna, hestana, fötin
og peningana, kom heim, sá hann að allir
akrarnir voru plægðir og sánir. Það
fyrsta, sem hann spurði kerlu síha um,
var hvaðan hún hefði fengið sáðkorn.
„Æ“, sagði hún, „ég hefi alltaf heyrt,
að sá, sem einhverju sái, hann fái líka
eitthvað, svo ég sáði saltinu sem ég fékk
úr skipinu, sem standaði hérna fyrir neð-
an á dögunum, og bara, ef hann rignir
bráðum, þá held ég að það hljóti að koma
upp og vaxa vel.“
„Grunnhyggin ertu, og það verðurðu
meðan þú lifir“, sagði maðurinn, „en það
er nú sama, því hinar eru ekki vitund
betri en þú“.
MORöJKí-
KAff/nu
Óli! Geturðu ekki borgað
mér 100 kallinn áður en
þú stekkur?
— Og svo var það
maðurinn, sem kom
hlaupandi inn á aðal-
járnbrautarstöðina í
Ósló og spurði starfs-
mann: Er lestin farin?
— Rólegt var svar
mannsins um leið og
hann benti manninum
og sagði: Já, sérðu ekki
sporin?
Það er stórkostleg
skemmtun að taka
myndir af skemmti-
ferðafólkinu, skal ég
segja þér.
'ftir
Ég Grilla þig, — þú átt
ekki heima hér.
OO pú -SEM VA«sr BUÍNN
LOFA AB FARA ALDRE/ FKAMAR
•/ fatapóker/ .--------
jd
f’ALDRE.t LOFAÐ (3VÍ (jþDA / AÐEiNS
AÐ KOMA EKKÍ OFTAR KVIKNAKÍNN)
HEIM !r
IZ
-STGtfúND 2°3 »*'3
Maigret og guli hundurinn
Eftir Georges Simenort
Þýðandi Jóhanna
Kristjónsdóttir
4
tungubroddinn leika um það
Servieres skellti upp úr.
— Hhahahaha! .... Nú er
hann að verða hræddur vegna
þess sem gerðist með hann Most-
aguen.
—Jæja? sagði Maigret
spyrjandi.
— Ég heid að hyggilegra væri
að láta vera að drekka þetta . . .
Emma! . . . Flýtti þér að ná I
pótckarann. Segðu honum að
oma umsvifalaust. Og mér er
alveg sama þótt hann sé að borða
Orð hans skvcttust framan í þá
eins og köld gusa. Staðurinn virt-
ist enn tómlegri og ömurlegri. Le
Pommeret togaði óstyrkur I yfir-
skeggið prúða. Meira að segja
hinum glaðlynda blaðamanni var
brugðið.
— Hvað hcldurðu að sé að?
Michoux var m jög alvörugefinn
á svip. Hann starði enn á glasið
sitt. Svo reis hann úr sæti, gekk
að skápnum, tók pernodflöskuna
og bar hana upp að Ijósínu og
Maigret sá að hvft korn flutu ofan
á.
Stúlkan kom aftur með apótek-
arann, sem var með munninn
fullan af mat.
— Heyrið mig, Kerdivon . . .
Þér verðið tafarlaust að greina
innihaldið ( þessari flösku og
glösunum.
— Idag?
— Strax, sagði ég.
— Og hvað á ég að greina . . .
Hvað búist þér við að finna?
Aldrei hafði Maigret séð bleik-
an skugga óttans dreifa sér með
jafn miklum hraða. Eitt andartak
hefði dugað. öll hlýja var horfin
úr augum viðstaddra.
Stúlkan hafði aftur tekið sér
stöðu við afgreiðsluborðið og
sleikti blýant tii að skrifa tölur
inn í stóra bók. — Þú ert eklýi
með sjálfum þér! sagði Servieres
en enginn þungi var f rómnum.
Þetta hljómaði falskt. Apótek-
arinn stóð mcð flöskuna f annarri
hendi og glasið f hinni.
— Stryknin . . . sagði iæknir-
inn stiililega.
Og hann ýtti apótekaranum út
um dyrnar og kom inn aftur
niðuriútur og nábleikur í framan.
— Hvernig stendur á þvf að þér
haidið það? byrjaði Maigret.
— Ég veit það ekki . . . Til-
viljun ... Eg sá hvítt korn f
glasinu minu . . . mér fannst
iyktin skrítin.
— Þetta er hið alvarlegasta
mál, sagði blaðamaðurinn. — Ef
ég segi frá þessu á morgun verður
hrun á öllum krám hér f grennd-
inni. . .
— Drekkið þér alltaf pernod?
— A hverju kvöldi . . . áður en
ég borða kvöldverð. Emma er
orðin þvf svo vön að hún kcmur
með það strax og hún sér að öi-
glösin okkar eru tóm . . . Við
höfum okkar smávenjur. A kvöld-
in drekkum við allat calvados. . .
Maigret gekk að vfnhiliunni og
kom auga á calvadosflösku. —
Nei ekki þessa! Hinaþarna. . .
Hann tók hana og bar hana
einnig upp að Ijósinu og sá
nokkur hvft korn. En hann sagði
ekkert. Þess gerðist ekki þörf.
Hinir höfðu skilið.
Leroy lögregluþjónn kom nú
inn og sagði: — Lögreglu-
mennirnir hafa ekki vcitt neinu
tortryggilcgu athygli. Engir flæk-
ingar f grenndinni. . . Þeir skilja
ekki...
Hann furðaði sig á þcirri þögn
sem rfkti, þeirri djúpu skelfingu
sem virtist grfpa þá kverkataki.
Tóbaksreykurinn steig upp um-
hverfis lampana f loftinu. Vindla-
stubbar lágu á gólfinu.
... Sjö sinnum einn, heyrðist
Emma tauta og stakk aftur blý-
antinum upp f sig.
Svo hrópaði hún f áttina að eld-
húsinu. — Já ég er að koma!
Maigret tróð sér f pfpu.
Michcaux starði á gólfið og nefið
virtist enn skakkara en fyrr. Skór
Le Pommeretcs voru spegilglans-
andi eins og aldrei hefðí verið f
þeim gengið. Jean Servieres yppti
öðru hverju öxlum og virtist vera
á eintali við sjálfan sig.
Allir sneru sér að apótekaran-
um, þegar hann kom aftur með
flöskuna og tómt glas.
Hann hafði hlaupið og gekk
upp og niður af mæði. Þegar hann
kom í dyrnar sparkaði hann f
eitthvað og heyrðist tauta reiði-
lega:
— Fjárans skcpnan þfn ...
Hann var varla kominn inn
fyrir dyrastaHnn þegar hann
sagði:
— Þetta er auðvitað baraspaug,
eða hvað ... Enginn ykkar hefur
dreypt á vfninu...?
— Hvað er þetta ...?
— Stryknin, já. Það hefur verið
sett á flöskuna fyrir tæplega hálf-
tfma...
Hann leit skelfdur á glösin á
borðunum og fimrn þögula menn.
— Hvað á þetta að þýða ... Þetta
er aldeilis ótrúleg ... Ég hlýt að
eiga rétt á að fá að vita um þetta!
... Sfðustu nótt var reynt að
myrða mann rétt við heimili mitt
...Ognúna...
Maigret tók flöskuna úr hendi
hans. Emma kom inn aftur og
hann sá að hún h'afði bauga á
sljólcgu andlitinu.
Le Pommeret gekk um gólf og
horfði niður á gljáfægða skóna.
Serviers sem hafði setið hreyf-