Morgunblaðið - 06.06.1975, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 1975
Þung sókn fslendinga að marki Austur-Þjóóverja í landsleiknum í gærkvöldi. Marteinn Geirsson ð í höggi við einn af varnarmönnum Þjóóverjanna, sem neytir sýnilega allra bragða að koma f veg fyrir að hann nái aó skalla. Elmar Geirs
son (nr. 8) og Jóhannes Eðvaldsson (til vinstri) eru við öllu búnir ef knötturinn berst fyrir markið. t þetta sinn höfðu Þjóðverjarnir betur, en oft skall hurð nærri hælum við mark þeirra.
Stærsti dagur íslenzkrar knatt-
spyrnu er þýzka stórveldið var að
velli lagt í glæsilegum leik í gær
STÖRA stundin f fslenzkri knattspyrnu rann upp f gærkvöldi er
fslenzka landsiiðið gekk með sigur af hólmi yfir Austur-
Þjóðverjum f landsleik sem fram fór á Laugardalsvellinum f
gærkvöldi. 2—1 urðu úrslit leiksins, og ef það er mögulegt að vera
óánægður með nokkurn skapaðan hlut hjá fslenzka landsliðinu var
það helzt það, að þvf skyldi ekki takast að skora fleiri mörk f fyrri
hálfleik, er það réð bókstaflega lögum og lofum á vellinum, og oft
var um hreina nauðvörn að ræða hjá Þjóðverjum, liðinu sem varð f
5.—6. sæti f sfðustu heimsmeistarakeppni, og vann þá ekki ómerk-
ara afrek en það að verða eitt liða til þess að sigra vestur-þýzku
heimsmeistarana.
Það er langur vegur frá 14—2
tapinu fyrir Danmörk á árunum í
það að sigra eitt bezta lið í heimi.
En úrslit leiksins í gær færðu
öllum knattspyrnuheiminum
heim sönnur þess að á tslandi er
nú lið sem getur jafnvel boðið
hinum beztu byrginn. Eftir leik
Islands og Frakklands á dögunum
stóð allur knattspyrnuheimurinn
á öndinni af undrun yfir þvf að
Islendingar skyldu „ná“ jafntefli,
en hvað verður sagt nú. Sigur yfir
Austur-Þjóðverjum í leik þar sem
fslenzka liðið var hreinlega betri
aðilinn og átti mun fleiri og
hættulegri tækifæri.
Það leikur ekki á tveimur tung-
um að þetta austur-þýzka lið var
til muna sterkara en franska
Iandsliðið sem lék hér á dögun-
um. Leikmenn þess eru allir mjög
lfkamlega sterkir og greinilega
þrautþjálfaðir. Það fékk þó fá
tækifæri til þess að sýna snilli
sína í þessum leik, — það var ekki
fyrr en undir lokin, er Islending-
arnir voru hreinlega þrotnir að
kröftum að Þjóðverjarnir áttu
meira í leiknum, en eins og oft
áður sýndi íslenzka liðið þá
snillldarleik í vörninni, og gaf
hvergi á sér færi.
Þýzki þjálfarinn Bushner, sem
fylgdist með leik Islands og
Frakklands á dögunum, hefur
greinilega töluvert af þeim leik
lært. Hann hefur þá séð að veik-
leiki fslenzka liðsins lá í því að
leikmennirnir höfðu ekki náegjan-
legt úthald, og því freistuðu Þjóð-
verjarnir þegar frá upphafi þess
að „keyra“ hraðann upp eins mik-
ið og mögulegt var í þeirri von að
úthaldið brysti algjörlega hjá ts-
lendingum í seinni hálfleiknum.
En það hefur sjálfsagt komið
þeim meira en lftið á óvart að
íslenzka liðið svaraði f sömu mynt
— hafði betri tök á hraðanum og
hreinlega yfirspilaði þýzka liðið
oftsinnis í fyrri hálfleiknum.
Þannig voru t.d. ekki liðnar nema
tvær mínútur af leiknum er
dæmdar höfðu verið tvær horn-
spyrnur á þýzka liðið og mark
þeirra bjargazt naumlega.
Til að byrja með í leiknum f
gær máttu Þjóðverjarnir heita
góðir ef þeir komust að ráði fram
yfir miðju. Hvað eftir annað
komst mark þeirra í hættu, og
þeir urðu að beita hreinni neyðar-
vörn til þess að sleppa við mörk.
Áhorfendur voru strax með á
nótunum í þessari góðu byrjun og
hvöttu íslenzka liðið ákaflega og
hafði það tvímælalaust mikil
áhrif.
Búbbi skorar
Einhvern veginn var það þann-
ig að manni fannst markið liggja í
loftinu. Það gat ekki verið að vörn
Þjóðverjanna heppnaðist í það ó-
endanlega. Og á 12. mínútu bar
sókn íslenzka liðsins árangur.
Dæmd var aukaspyrna á Þjóð-
verja á þeirra eigin vallar-
helmingi. Knettinum var spyrnt
inn að markinu, beint á höfuð
Ólafs Júlíussonar, sem flestir áttu
von á að myndi freista þess að
skalla á markið. En Ölafur var
fljótur að átta sig og skallaði
knöttinn fyrir fætur Jóhannesar
Eðvaldssonar (Búbba), sem sneri
baki í markið. Og áður en fjöl-
menn þýzk vörn gat komið við
vörnum hafði Búbbi spyrnt
knettinum aftur fyrir sig í hjól-
hestaspyrnu, algjörlega óverjandi
fyrir þýzka markvörðinn. Stór-
glæsilegt mark og var ekki að
furða þótt allt ætlaði um koll að
keyra á áhorfendapöllunum.
Hurð nærri hælum
Markið virkaði sem vítamfns-
sprauta á fslenzka liðið og það
hélt áfram mikilli stórsókn að
marki Þjóðverjanna á næstu mín-
útum. Aðeins tveimur mínútum
eftir að Búbbi hafði skorað, bjarg-
aðist mark Þjóðverjanna á næsta
yfirnáttúrulegan hátt. Mikill
þungi var þá í sókn Islending-
anna, og kom að lokum há send-
ing inn í markteiginn, þar sem
Búbbi stökk öðrum hærra og
skallaði. Virtist knötturinn á leið
f netið, en því miður — hann
smaug aðeins yfir þverslána.
Annað
stðrglæsilegt mark
Eftir fyrstu 20 mínúturnar tók
leikurinn að jafnast. Þjóðverjar
náðu af og til sóknum, en fáar
voru hættulegar. Mjög mikil
hreyfing var á leikmönnum
fslenzka liðsins og þar með tókst
að stöðva flestar sóknaraðgerð-
irnar í fæðingu. Sigurður Dags-
son átti því fremur náðuga daga í
markinu, en þegar hann náði
knettinum sköpuðu langar út-
spyrnur hans mikla hættu.
Á 32. mínútu höfðu Þjóðverjar
átt skot að íslenzka markinu, sem
Sigurður handsamaði auðveld-
lega. Hann spyrnti síðan knettin-
um langt út á vallarhelming Þjóð-
verjanna vinstra megjn. Þar tókst
Ásgeiri Sigurvinssyni með harð-
fylgni að ná til hans, og sýndi
síðan það sem ekki er á færi nema
afburða knattspyrnumanna.
Hann lék aðeins nær marki Þjóð-
verjanna og spyrnti síðan með svo
föstu skoti á markið að það var
ekki hægt að koma auga á knött-
inn fyrr en hann söng í netinu að
baki Júrgens Croy markvarðar.
Það er örugglega langt síðan
islenzkir áhorfendur hafa orðið
vitni af öðru eins þrumuskoti og
þarna'var um að ræða.
Erfiður
seinni hálfleikur
Það var fyrirfram vitað mál að
seinni hálfleikur leiksins myndi
verða fslenzka liðinuerfiður. Bæði
var þreytan af hinum gifurlega
hraða í fyrri hálfleiknum farin að
segja til sín og eins var þá á móti
vindi að sækja. Menn spurðu hver
annan? Tekst strákunum að halda
þessu — og setningin: Þeir þurfa
þó að skora þrjú til þess að vinna
heyrðist af vörum margra.
Spurningin varð áleitnari, þeg-
ar Þjóðverjum tókst á 3. mínútu
hálfleiksins að minnka muninn
með stórglæsilegu marki sem
Jílrgen Pommerenke skoraði.
Þvaga hafði myndazt fyrir fram-
an fslenzka markið og úr henni
barst knötturinn til Pommerenke
sem afgreiddi hann rakleiðis með
föstu skoti i markhornið vinstra
megin niðri, án þess að Sigurður
ætti möguleika, þrátt fyrir góða
tilburði.
En þar með var líka saga stór-
veldisins öll. Islenzka liðið gaf
ekkert eftir. Hver einasti maður
liðsins virtist staðráðinn í að berj-
ast til þrautar. Þreytan sagði til
sfn, en leikmönnunum tókst að
pressa fram aukakraft úr líkama
sínum — þann kraft sem þurfti til
þess að halda Þjóðverjunum frá
markinu. Þeir sóttu reyndar
meira og voru meira með knött-
inn, en þau tækifæri sem þeir
fengu uppi við markið voru telj-
andi á fingrum annarrar handur.
Hins vegar áttu íslendingar af og
til skyndisóknir sem sumar hverj-
ar voru stórhættulegar. Þó aldrei
eins og á næst sfðustu mínútu
leiksins er Ásgeir Sigurvinsson
átti skot af um 30 metra færi á
þýzka markið, sem markvörður-
inn hélt ekki, heldur missti frá
sér til Matthíasar Hallgrímssonar,
sem tókst að skjóta en þá var Croy
vel á verði og tókst að bjarga f
horn. — Þetta eru ekki skot frá
Ásgeiri, þetta eru högg, sagði Sig-
urður Dagsson, íslenzki landsliðs-
markvörðurinn eftir æfingu
landsliðsins á dögunum, og getur
starfsfélagi hans í þýzka markinu
örugglega tekið undir það eftir
þennan leik.
Hvergi veikur hlekkur
A þvf var enginn vafi, að ís-
lenzka liðið sýndi í gærkvöldi
þann bezta leik sem ísienzkt
laodslið hefur sýnt fyrr og
sfðar. Það var enginn veikur
hlekkur í liðinu og baráttan
gffurleg. Tony Knapp, lands-
liðsþjálfari, tók þann kost-
inn að gera breytingar á liðinu
frá Frakkaleiknum. Hann valdi
Hörð Hilmarsson f stað
Karls Hermannssonar og lét Elm-
ar Geirsson byrja í stað Matthías-
ar Hallgrímssonar. Má mikið vera
ef það hefur ekki verið skynsam-
leg ráðstöfun, þar sem Elmar ógn-
aði stórkostlega með hraða sfnum
og dugnaði.
Beztur af öllum góðum i þessum
leik var Ásgeir Sigurvinsson.
Hann hafði hreint ótrúlega yfir-
ferð á vellinum, var í sókn og
síðan kominn í vörn á næsta and-
artaki. Þá voru sendingar Ásgeirs
vandaðar og nákvæmar, og mark-
ið sem hann skoraði var hreint
stórkostlegt. Eftir að hafa séð As-
geir leika á móti jafngóðum liðum
og Frökkum og Austur-
Þjóðverjum er óhætt að fullyrða
að hann er að komast f fremstu
röð knattspyrnumanna í heimin-
um.
Jóhannes Eðvaldsson átti einn-
ig stórkostlegan leik í gær og
markið sem hann skoraði var
þannig að ekki er á færi nema
afburða knattspyrnumanna að
gera slikt. Búbbi var einnig klett-
ur í vörninni, og stöðvaði ófáar
sóknir Þjóðverjanna sem reka átti
endahnút á með skalla. Guðgeir
Leifsson lék þarna sinn bezta leik
fyrr og síðar, og voru Þjóðverj-
arnir f eilífum vandræðum með
hann, og tókst oft ekki að stöðva
hann nema með grófum brotum.
Annars má þaó ef til vill teljast
ósanngjarnt að vera að nefna einn
Islending öðrum betri i þessum
leik. Liðið vann sem heild, og það
sigraði í þessum leik og vann hið
glæsilega afrek sem heild. Þar er
ef til vill mesti munurinn á ís-
lenzkri knattspyrnu frá þvf sem
áður var. Leikmennirnir þekkja
hvern annan, og leika skipulagt
kerfi, sem þeir kunna og vita
hvað gera skal i hverju og einu
tilviki.
Sem fyrr segir var lið Þjóðverj-
anna eitt það bezta sem sézt hefur
á Laugardalsvellinum og þar val-
inn maður í hverju rúmi. Beztu
leikmennirnir voru þó þeir JUrg-
en Croy, markvörður, sem bjarg-
aði oft stórkostlega, miðjumenn-
irnir Siegmar Vátzlich og Konrad
Weise og framherjinn Jurgen
Pommerenke, sem var potturinn
og pannan i öllum sóknum Þjóð-
verjannar
Dómari
Dómari í leiknum í gærkvöldi
var Foote frá Skotlandi og línu-
verðirnir voru einnig skozkir:
Smith og McKenzie. Ekki er hægt
að hrósa dómaranum fyrir
frammistöðu sfna. Hann var afar-
ónákvæmur og lét Þjóðverjana
komast upp með óþarflega gróf
brot, sérstaklega þó bakhrinding-
ar. Var á stundum sem hann vildi
gera allt til þess að auðvelda þeim
leikinn.
Áhorfendur
Ekki má gleyma þætti áhorf-
enda í þessum leik. Gffurleg
stemmning var á áhorfendapöll-
unum, og undir lok leiksins, þeg-
ar mest á reið, létu þeir vel til sfn
heyra og börðu íslenzka liðið
áfram — til glæsilegasta sigurs
sem íslenzkt knattspyrnulið hefur
unnið fyrr og sfðar.