Morgunblaðið - 06.06.1975, Page 36
ALLTÁ EINUM STAÐ
83155
iM 83354
BOLHOLTI 4
REYKJAVÍK
BYGGINGAÞJÓNUSTA
FÖSTUDAGUR 6. JUNl 1975
Ljósm. Mbl. Friðþjófur Helgason.
SIGUR t IIÖFN — Dómarinn hefur flautað leikinn af og áhorfendur hlaupa inn á völlinn og taka þátt f
óstjórnlegri gleði leikmannanna. Ungir aðdáendur þyrpast að Ásgeiri Sígurvinssyni.
Sambandsstjórnarfundur
Vinnuveitendasambands tslands
var haldinn f gær klukkan 16.
Fundurinn fjallaði fyrst og
fremst um samningamálin og
heildarstefnumörkun í þeim.
Vinnuveitendasambandið hefur
nú fengið verkfallsboðanir frá 55
verkalýðsfélögum víðs vegar að af
landinu. Mjög miklar umræður
urðu á fundinum og f lok hans var
einróma samþykkt tillaga er varð-
ar verksviptingaraðgerðir.
Tillagan er svohljóðandi:
„Sambandsstjórnarfundur
Vinnuveitendasambands Islands
samþykkir að boða til almenns
félagsfundar um verksviptingar-
aðgerðir." Ákveðið var að halda
félagsfund um framangreint efni
næstkomandi mánudag klukkan
17. Barði Friðriksson, skrifstofu-
stjóri VSl, sagði að VSI hefði áð-
ur farið út í verksviptingarað-
gerðir eða verkbannsaðgerðir á
einstök félög, en aldrei hefði ver-
ið farið út í verkbönn á heilar
Samkomulag í ríkisverksmiðjudeilunni:
Vfeðalkauphækkun um 11%
SAMNINGAR við starfsfólk rfkisverksmiðjanna,
Aburðarverksmiðju rfkisins, Sementsverksmiðju
rfkisins og Kfsiliðjunnar h.f. voru undirritaðir um
hádegisbil f gær eftir að samningafundur hafði
staðið f um það bil 45 klukkustundir. Helztu niður-
stöður samninganna, sem byggðir eru á starf4smati,
eru um 11% meðaltalshækkun á dagvinnutaxta
starfsfólksins. Inni f þeirri tölu eru þó ekki 4.900
krónurnar, sem Kjaradómur hefur nú dæmt inn f
alla launaflokka og sé tekið tillit til þess er meðal-
talshækkunin rétt tæplega 12%. Sumir starfsmenn
fá óverulegar hækkanir, en aðrir fá hækkun, sem
er talsvert hærri en meðaltalshækkunin. Kjara-
samningurinn gildir til 1. maf 1976 og kemur þvf
ekki til verkfalls starfsfólksins hinn 11. júnf næst-
komandi.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
mundar Einarssonar, formanns
vinnumálanefndar ríkisins, mun
það vera Áburðarverksmiðjan eða
starfsfólk hennar sem fer tiltölu-
lega bezt út úr samruna þessara
kjarasamninga þar sem laun þar
voru ívið lægri en f hinum verk-
smiðjunum. Enginn starfsmaður
lækkar i iaunum, en sumir hækka
allnokkuð og þá einkum vakta-
vinnumenn. Þó munu laun fyrir
örfá störf lækka, en þeir starfs-
menn sem fyrir eru lækka ekki —
aðeins nýir menn, sem koma inn
fara á þessa nýju skala. Sums
staðar hækkar dagvinnukaup, en
álagsprósenta lækkar aftur á
móti.
Morgunblaðið ræddi f gær við
aðila deilunnar, sem þá var leyst.
Halldór Björnsson, formaður
samninganefndar starfsfólksins,
sagði að mesti sigurinn í þessum
samningum hefði f raun verið sá
að þessu starfsmati var komið f
höfn. Meginniðurstaðan sagði
hann að væri sú að i þessum verk-
smiðjum hefði verið mjög mis-
munandi launakjör, sem nú hefðu
verið samræmd. Alls staðar nytu
menn nú sömu starfsfaldurs-
hækkana, sömu veikindadaga og
sömu orlofsdagafrfðinda. I
samningum er verðtrygging,
þannig að breyting verður á
launatöxtum f sambandi við al-
menna kjarasamnínga samkvæmt
nánara samkomulagi milli aðila.
Halldór kvað samning þennan
einsdæmi á tslandi, en i
samningsgerð við ÍSAL hefði það
verið mun auðveldara viðfangs,
þar sem þá var gerður samningur
frá upphafi starfrækslu verk-
smiðjunnar. I þessum samningum
varð að taka tillit til venju sem
skapazt hefði í hverri verksmiðju
fyrir sig. Hann sagði að samnings-
gerðin hefði reynt gífurlega á
vilja fólksins til að sameinast og
kvað hann menn hafa á aðdáunar-
verðan hátt reynt að leysa þau
óteljandi vandamál, sem upp
hefðu komið. Auðvitað hefði gott
samstarf samninganefndanna
verið forsenda samninganna.
Höskuldur Jónsson, talsmaður
Framhald á bls. 20
starfsgreinar. Hann kvað ekki
vera um neina stefnubreytingu
VSÍ að ræða, en aðstæður í þjóð-
félaginu neyddu VSl til þess og
sérstaklega væri staða atvinnu-
veganna bágborin. Hann kvað
verkfallsaðgerðirnar bera að með
nokkuð almennari hætti en oftast
áður og kvað hann þetta vera
varnaraðgerðir aðila, sem væru
óvenju illa undir það búnir að
taka sér launagreiðslur á meðan
tekjur fyrirtækjanna eru engar.
Kröfur ASI:
Fela í sér yfir
80% kauphækk-
un trésmiða
MORGUNBLAÐIÐ birti í
gær ákveðna útreikninga,
sem gerðir voru af sér-
stakri nefnd vinnuveit-
enda og launþega á vegum
samninganefnda ASl og
vinnuveitenda. Kom þar
fram, að hækkun iðnaðar-
manna vegna krafna ASl
gæti orðið allt að 52,4%.
Nú hefur blaðið fregnað að
trésmiðir fari mun betur
út úr þessu, þar sem prós-
entuhækkun vegna krafn-
anna verður á níunda tug
prósentna.
Þetta stafar m.a. af þvi,
að reiknitala trésmiða er
miklu lægri en tímakaup
þeirra. Ef síðan kemur
sama krónutala eins og-nú
er talað um ofan á reikni-
töluna eins og kaupið, þá
þýðir það, að ákvæðisvinna
trésmiða hækkar hlutfalls-
lega meira en nokkuð ann-
að. Miðað við þessar kröfur
er hækkun almennu félag-
anna á bilinu frá 33—39%.
Fékk rós í
hnappagat
BJÖRGVIN Sigurðsson, einn
samninganefndarmanna ríkis-
ins, fékk óvæntan glaðning í
fyrrinótt á samningsfundi um
starfsmat rikisverksmiðjanna.
Tvær konur voru í samninga-
nefnd starfsfólksins, Þórunn
Valdimarsdóttir frá Verka-
kvennafélaginu Framsókn og
Kristin Jónasdóttir frá sama
félagi. Skömmu eftir miðnætti
Framhaid á bls. 20
Hvað segja forystumenn láglaunafólksins?:
Allt of mikið tillit tekið
til betur launuðu hópanna
FRÉTT Morgunblaðsins frá í gær, þar sem skýrt er frá útreikn-
ingum á kröfum ASl og hvað þær f raun þýða, þegar þær eru
reiknaðar inn f ákvæðisvinnutaxta iðnaðarmannafélaganna, hefur
að vonum vakið athygli. Þessar tölur eru nú til umræðu innan
vébanda ASt og baknefndarfundur hefur verið boðaður á mánudag.
Mbl. leitaði f gær til nokkurra forystumanna almennra verkalýðs-
félaga og spurði þá álits á tölunum. Svör þeirra fara hér á eftir:
Eðvarð Sigurðsson, formaður
Dagsbrúnar sagði að ef þessir
útreikningar væru hinir sömu
og gerðir hefðu verið fyrir lok-
aðan samningafund, þá vildi
hann ekkert um þá segja. Hins
vegar væri það ljóst, að ef
svona aðferðir væru notaðar
kæmi ákaflega misjöfn tala út.
„Þetta er mál, sem við erum að
ræða innbyrðis og því vil ég
sem allra minnst um þetta
segja."
Guðmundur H. Garðarsson,
formaður Verzlunarmanna-
félags Reykjavikur, sagði:
„Þessi reikningsniðurstaða
kemur mér ekki á óvart. Ég
varaði við þessu á baknefndar-
fundi ASl hinn 22. maí síðast-
liðinn og greiddi þess vegna
atkvæði á móti heildarsam-
stöðu, sem fæli þetta í sér. Ég
taldi þá og tel enn, að þetta
skaði samningsstöðu almennu
félaganna og möguleika þeirra
til að ná kjarabótum vegna
þeirra, sem hafa mesta þörf fýr-
ir hana, en það er fólkið í al-
mennu félögunum, fast launa-
fólk, hvar í stétt, sem það er að
finna.“
Jón Heigason, formaður Ein-
ingar á Akureyri sagði: „I þess-
um útreikningum kemur ein-
mitt það fram, sem gert hefur
það að verkum að ég hefi verið
á öndverðum meiði við forystu
ASI. Ég tel að allt of mikið tillit
sé tekið tii betur launuðu hóp-
anna og þegar atkvæði voru
greidd um þetta á baknefndar-
fundinum var maður auðvitað
ekki búinn að kynna sér til
fullnustu, hver útkoman yrði.
Sat ég þvi hjá við þessa
atkvæðagreiðslu, en fann hins
vegar tóninn á fundinum, að
þessir betur launuðu hópar
vilja fá fullar bætur og ef það
verður niðurstaðan og þetta
fari á sama veg og i síðustu
samningum — að allar kaup-
bætur renna út í verðlagið jafn-
harðan — verður ávinningur-
inn ekki sem skyldi.
Það, sem við stöndum raun-
verulega frammi fyrir í verka-
lýðshreyfingunni og þá sérstak-
lega þeir, sem eru að berjast
fyrir þeim lægst launuðu, að
launakerfið er orðið svo flókið.
Það er greinilegt að þeir, sem
eru á bæði bónus-, ákvæðis- og
premiukerfum, bera miklu
Framhald á bls. 20
Beita vinnuveit-
endur verkbanni?