Morgunblaðið - 15.06.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JUNl 1975
15
meira um heiminn nú en áður,
að það aflar sér llka þekkingar
á þessu sviði erlendis. Unga
fólkið fylgist nú miklu betur
með hvað er að gerast í kvik-
myndaheiminum en áður tiðk-
aðist.“
Hilmar Garðars, forstjóri
Gamla Bíós, sagði:
„Smekkurinn er alltaf breyti-
legur I þessum efnum. Nú
hefur unga fólkið mest gaman
af sakamálamyndum, ,,hasar“-
myndum, en vill ekki sjá ástar-
myndir. Það hefur líka gaman
af myndum sem fjalla um ungt
fólk sérstaklega og t.d. hefur
verið sæmileg aðsókn að popp-
myndum hjá okkur. Unga
fólkið fylgist betur með því en
áður gerðist hver er leikstjóri
og það er áreiðanlega til komið
fyrir áhrif blaðaskrifa um kvik-
myndir sem hafa aukizt á und-
anförnum árum.“
Vilhjálmur Ástráðsson starfs-
maður Laugarásbíós, sagði:
„Unga fólkið kemur helzt á
þær myndir, þar sem drápið er
nógu mikið. Það vill kúreka- og
slagsmálamyndir. Eldra fólkið
kemur hins vegar, ef gamlar
stjörnur leika í myndunum.“
Jón 0. Ragnarsson, forstjóri
Hafnarbíós, sagði:
„Aðsóknin er mest að spenn-
andi átakamyndum og svo ein-
staka listrænni mynd, eins og
t.d. með Chaplin. Eldra fólkið
vill meira hugsandi myndir."
— Velja kvikmyndahúsin
myndir til sýningar með tilliti
til þess að áhorfendurnir eru
einkum ungt fólk?
Skiptar skoðanir virtust um
þetta, sumir forstjórarnir
Framhald á bls. 25.
• Laugarásbló sýnir þessa dag-
ana mynd, sem fjallar um ungt
fólk fyrir 13 árum, og hefur hún
hlotið góða aðsókn, sérstaklega
hefur ungt fólk fjölmennt. Þetta
er myndin American Graffiti, en
hún hafði áður verið kynnt á Slag-
síðunni. Nú munu um 30 þúsund
manns hafa séð myndina i Laug-
arásbfói.
Strákarnir
vilja líkjast
stlörnunum
Þegar Slagsfðan var að afla efn-
is um bíóferðir unga fólksins
heyrði hún þessa skýringu á vin-
sældum sakamálamynda og ann-
arra spennandi mynda:
Það eru engar kvenstjörnur að
heitið geti I kvikmyndaheiminum
núna, bara karlstjörnur, eins og
t.d. Robert Redford, Paul New-
man, Clint Eastwood o.fl. Strák-
arnir vilja lfkjast þcssum stjörn-
um og þess vegna eru það þeir,
sem ráða þvf á hvaða myndir
skuli farið, og stelpurnar svo bara
með.
Eru lesendúr Slagsfðunnar
sammála þessu?
STARDUST
Popparinn Jim Maclaine kom
fyrst til sögunnar í myndinni
„That’Il be the day“, sem sýnd
var i Háskólabiói og var þar
greint frá leit hans að ein-
hverju ... sem hann vissi raun-
ar vart sjálfur hvað var, nema
að það hlaut að vera frábrugðið
því leiðindalífi sem fylgdi
heimabyggð hans og vanda-
mönnum. Jim hætti skólagöng-
unni í miðjum lokaprófum og
hélt til bæjar við ströndina,
sem helgaði sig þjónustunni við
ferðafólk á sumrin með alls
kyns skemmtistarfsemi og gisti-
þjónustu. Þar komst hann í
kynni við kvennabósa og elti
hann I leit að ævintýrunum.
Þeir störfuðu m.a. við ferða-
tívoli og víðar. En að lokum
sneri Jim heim og ánetjaðist
þar ungri stúlku kvæntist
henni og varð faðir og reyndi að
sætta sig við það hlutskipti að
taka við rekstri verzlunar
móður sinnar. En undir niðri
ólgaði ævintýraþráin og Jim
dreymdi að verða poppstjarna.
I lokin stakk hann af heiman,
keypti sér gítar og hélt út I lifið
David Essex, hinn kunni
poppsöngvari lék Jim Maclaine
og Ringo Starr var í hlutverki
kvennabósans. Nokkrir aðrir
kunnir popparar komu einnig
við sögu, meðal þeirra Billy
Fury og Keith Moon. Popptón-
listin fléttaðist inn i myndina,
bæði sem undirleikstónlist og
einnig sáust nokkrar dæmi-
gerðar rokkhljómsveitir leika.
Höfundur sögunnar, sem mynd-
in var gerð eftir, er Ray
Connelly, en hann hefur lengi
starfað við popptónlistarblöð i
Bretlandi, meðal annars New
Musical Express, og þekkir því
poppheiminn innst sem yzt.
„Stardust" er framhald af
fyrri myndinni og er nú lýst
sköpun, sigrum og falli popp-
stjörnu á siðasta áratug. David
Essex er sem fyrr í aðalhlut-
verkinu, Jim MacLaine, en
aðrir popparar sem koma við
sögu, eru Paul Nicholas, Adam
Faith, Keith Moon, Marty
Wilde, og Dave Edmunds.
Augljóslega eru Bítlarnir fyr-
irmyndin, sem líkt er eftir; Jim
kemst i hljómsveitina The
Stray Cats, sem hefur feril sinn
í kjöllurum i Liverpool, en nær
síðan gifurlegum vinsældum.
Jim gengur i gegnum ýmis
skeið, er skáld, heillast af ind-
verskum trúarbrögðum o.s.frv.
Myndin hefur hlotið góða
dóma og þykir ná sérstaklega
vel þeirri yfirborðsmennsku,
sem einkennir poppheiminn, og
spennunni, sem fyigir frægð-
inni og samkeppninni.
Hafnarbíó hefur fengið
sýningarréttinn og er gert ráð
fyrir að myndin verði tekin til
sýninga innan fárra vikna.
|.
Sýnishorn úr Stardust.
Nokkrar tilraunir hafa verið
gerðar til að semja popp- eða
^okkóperu og hefur útkoman
orðið afar misjöfn. Einungis
tvær slikar hafa náð verulegri
frægð og vinsældum — og
j báðar hafa verið færðar upp á
leiksvið og seinna kvikmynd-
aðar: Jesus Christ Superstar og
Tommý. Öþarfi er að fjalla um
Superstar, því að allar út-
gáfurnar eru velþekktar hér,
platan, leikhúsuppfærslan
(L.R. í Austurbæjarblói) og
kvikmyndin. Tommy hefur
hins vegar ekki náð eins mikilli
útbreiðslu hér, því að enginn
hefur treyst sér til að setja
hana á svið og kvikmyndin er
ókomin. Hins vegar hafa verið
hér á markaði tvær útgáfur af
óperunni á plötum, sú uppruna-
lega, þar sem hljómsveitin
WHO undir forystu höfundar-
ins, Pete Townshend, fer á
kostum, og viðhafnarútgáfa,
með stórstjörnum í öllum söng-
hlutverkum og London
Symphony Orchestra í undir-
leiknum. Er sú plata byggð á
eins konar leiksviðsuppfærslu
á óperunni i London.
Það var leikstjórinn Ken
Russell, sem ákvað að kvik-
mynda óperuna, og var það á
vissan hátt í samræmi við fyrri
myndir hans, en hann hefur
mjög hneigzt að gerð mynda um
frægustu tónskáld liðinna alda.
Russell er afar umdeildur leik-
stjóri, en menn eru sammála
um að hæfileikar hans séu
mjög miklir og ýmsir kaflar i
myndum hans hreint stórbrotn-
ir.
Hann lagði aðaláherzluna a
myndrænu hlióina og lét óper-
una sjálfa að öðru leyti ráða
ferðinni. „Á vissan hátt nota ég
myndavélina sem nokkurs
konar stækkunargler og stend
siðan álengdar og læt Tommy
segja sina sögu sjálfan," hefur
hann sagt.
Og myndræna hliðin þykir
hreint stórkostleg í þessari
mynd. Alls kyns tæknibrögðum
er beitt til að auka áhrifin og i
öllum atriðum er litadýrðin
mögnuð. Aðalpersónurnar eru
hver annarri skrautlegri og
skemmtilegri í hátterni.
Roger Daltrey, söngvari
hljómsveitarinnar Who, leikur
Tommy, blindan og dauf-
dumban dreng, sem verður
heimsmeistari i kúluspili og
leiðtogi og átrúnaðargoð
mikillar hreyfingar ungra pilta.
Eiturlyfjaneyzla, geðveiki,
stjörnudýrkun, kynvilla og
mörg önnur fyrirbæri koma við
sögu Tommy.
I öðrum hlutverkum eru stór-
stjörnur eins og Tina Turner,
Eric Clapton, Elton John, Jack
Nicholson, Oliver Reed og Ann-
Margret.
Undir dynur rokktónlist Pete
Townshend, sem samið hefur
mörg af kröftugustu lögum
þess áratugs, er brezk popptón-
list var í fararbroddi i popp-
heiminum, og var beitt marg-
brotinni tækni til að gera tengsl
undirleiksins og myndarinnar
sem nákvæmust og áhrifin á
áhorfendur yfirþyrmandi eða
því sem næst.
Tónabió tekur myndina
væntanlega til sýningar eftir
2—3 mánuði.
Efri myndin: Ken Russel leikstýrir TOMMY. Neðri mynd-
in: Leikionan Ann-Margret fer með hlutverk móður
TOMMY — og hér sést hún í eins konar „Syndaflóði"
allsnægtarsamfélagsins.