Morgunblaðið - 15.06.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JUNl 1975
37
fclk (
fréttum
+ Hin 23ja ára Maria
Schneider er nú stödd f Cannes
í Frakklandi en þar var sýnd, í
sambandi við kvikmyndahátíð-
ina, nýjasta mynd leikstjðrans
Antonionis „Profession:
Reporter". I myndinni fer
Maria Schneider með hlutverk
háskólastúlku sem flakkar um
og lendir f fjölmörgum ævin-
týrum með fréttaqianninum
Jack Nicholson, sem hefur
breytt lffi sínu og tekið sér
nafn látins manns. María
Schneider er sjálf mikið fyrir
flökkulffið. „Ég er flakkari f
mér og ætia að halda þvf áfram
að minnsta kosti þangað til ég
verð 30 ára.“ — En það sam-
ræmist ekki þvf að Ieika f kvik-
myndum með þekktum leik-
urum. „Nei, það er einmitt þess
vegna sem ég hata „Síðasta
Tangðinn". Sú mynd héft mér
fastri einmitt á þvf tfmabili
sem ég þráði að vera frjáls.“
Öðru hverju truflast samtalið
þegar vinkona Mariu, Joan
Townsend kemur og hvíslar
einhverju f eyra henni — og
fær f staðinn smá „knús“. Þá
man maður eftir því sem skeði
nýlega í Róm, þegar Maria lét
Ieggja sig inn á fangelsisspftala
með Joan. Joan hafði fengið
taugaáfall vegna þess að f
veizlu sem þær voru báðar í
hafði Maria daðrað við karl-
mann. „Mér finnst það hræði-
legt að vegna þess að maður
hefur leikið f kvikmyndum þá
megi maður ekkert gera án
þess að það komi f blöðunum
næsta dag. Það er einmitt þess
vegna sem ég ætla að fara til
Los Angeles. Ég hef það á til-
finningunni að það sé auðveld-
ara að hverfa þar f fjöldann en
f Róm, Parfs og þess háttar
stöðum. — Næst þegar ég hef
náið samband við karlmann
veldur það sjálfsagt hneyksli. í
augnablikinu virðist hug-
myndin óhugsandi en það er
hluti af frjálsræðinu að prófa
sig áfram.“ Er það virkilegt að
Mariu þyki ekki vænt um neina
karlmenn? „Ég er stórhrifin af
Antonioni. Hann er 61 árs
gamall og hefur reynst mér
eins og besti faðir. En aftur á
móti get ég sagt um minn rétta
föður að hann hata ég. Ég er
Ifka stórhrifin af Jack (Nichol-
son).“ Faðir Maríu er leikarinn
Daniel Gelin, móðir hennar er
frá Rúmenfu. „Pabbi vildi
alltaf reyna að gera mig
„superborgaralega". Bestu
heimavistarskólar fyrir stúlkur
og þess háttar. Það átti sjálf-
sagt að vera til að bæta það upp
að hann viðurkenndi mig ekki
sem dóttur sfna.“
+ Frank Sinatra er enn í fullu
fjöri sem skcmmtikraftur,
þegar hann vill svo vera láta,
þótt hann sé nú 57 ára gamall
og hafi lifað hátt og vel. Hann
efnir til 10 hljómleika f Evrópu
á þessu vori, byrjaði f Monte
Carlo 19. maf. Þar var gala-
kvöld í hinum ffna Sportkiúbbi
og prinsinn og prinsessan f
Monaco heiðursgestir. Frankie
virðist ekki hafa misst vin-
sældir sfnar, þvf í október í
haust kom hann fram f Madi-
son Square Garden f London og
heillaði 6000 hljómleikagesti
og 90 milljónir sjónvarpsáhorf-
enda.
Juliette Greco aftur hress
+ Franska söngkonan Juliette
Greco hefur nú náð sér eftir
hjartaáfall og langa sjúkrahús-
dvöl f París. Á tfmabili óttuðust
læknarnir um Iff hennar. En
nú hefur hún sem sagt náð sér
að fullu. Þó að hún semji sjálf
söngva, þá syngur hún þá
aldrei sjálf. „Ef ég gerði það
myndi mitt innsta eðli koma f
Ijós og það vil ég alls ekki. Ég
held prfvatlffi mfnu og starfi
algerlega aðskildu," sagði Juli-
ette Greco, sem gift er leik-
aranum Michel Piccoli. Og hún
viðurkennir að hún hati að
vinna, vegna þess að hún sé löt,
en nú í ár heldur hún einmitt
upp á 25 ára söngferil sinn.
Juliette lýsir sjálfri sér svona:
„Ég er hæðin og frek og hlæ
mikið. Mér þykir gaman að
hlusta á klassfska tónlist, lesa
ganga um f garðinum mfnum
og finna að ég lifi. Einnig þykir
mér gaman að vera ein — og
elska þegar mig langar til.
+ Leikkonan bandarfska,
Lauren Bacall, birtist nú aftur
á kvikmyndatjaldinu, eftir að
hafa slegið f gegn i kvikmynd-
inni Morðið f Austurlandahrað-
lcstinni, sem verið er að sýna f
Háskólabíói. Ilún er fimmtug
að aldri og var fyrrum frægur
mótleikari og sfðar eiginkona
Humpfreys Bogarts. Nú ætlar
hún að leika stórt hlutverk í
nýrri mynd, sem Alan J.
Pakula gerir eftir bókinni, sem
blaðamenn Washington Post,
þeir Bob Woodward og Carl
Bernstein, skrifuðu um reynslu
sfna við að draga Watergate-
málið fram f dagsljósið. Lauren
Bacall verður Kartharine
Graham, forstjóri Washington
Post. Og hún hittir þar fyrir
fyrrum eiginmann sinn, Jason
Robards, sem leikur Ben
Dradlee, ritstjóra. Blaðamenn-
ina tvo leika aftur á móti ein-
hverjir frægustu leikarar
Hollywood um þessar mundir,
þeir Robert Redford og Dustin
Hoffman.
FACO FER
r
Kvenleðurstígvél nýkomin.
Gallabuxur mörg snið, regnþéttir dömusumar-
jakkar, ftotte bolir, þunnir rúllukragabolir og
munstraðir bolir. Terlinebuxur á dömur og
herra mörg snið. Flauelisdragtir, pils og kápur,
úr riffluðu flaueli. Herraföt Ijósir sumarlitir.
Stakir herrajakkar úr slétt-flaueli. Herraskór.
Bómullar anorakkar, með og án hettu, til i
öllum númerum.
NYKOMIN STÓR SENDING
AF HERRASKYRTUM.
Sértilboö okkar frá
Wild Cat.
Herra flauelisbuxur
á krónur 2.690.00.
LAUGAVEG 37
LAUGAVEG 89